Morgunblaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NOVEMBER 1975 Fyrningarákvæði skattalaga: „Treystir stjóminni betur en sjálfum sér til réttlátra skattalagabreytinga — „og um það er ég flutningsmanni hjartanlega sammála,,, sagði Eyjólfur Konráð Jónsson um þingsályktun Ragnars Arnalds FRAMHALDSUMRÆÐUR um endurskoðun fyrningarákvæða (þingsályktunartillögu Ragnars Arnalds) voru f sameinuðu þingi f gær. Umræðu lauk og var tillög- unni visað til allsherjarnefndar. Halldór Asgrfmsson (F) sagði þessa tillögu svipaða fyrri tillögu þingmannsins (R.A.) þó hún væri að nokkru endurbætt og úr henni fellt fyrra ákvæði um skatt- lagningu verðbólgugróða. Fyrningarákvæði gildandi laga þurfa endurskoðunar við, sagði þingmaðurinn en þó væri ýmis- legt athugavert við framkomna tillögu og rökstuðning með henni. í upptalningu fyrirtækja, sem væru tekjuskattslaus og tillög- unni fylgdi, væru mörg fyrirtæki, Alþingi í gær FUNDUR var í sameinuðu þingi í gær. Á dagskrá voru m.a. eftirtalin mál: 0 Fjáraukalög fyrir árið 1973. Fyrstu umræðu lauk. Málinu vísað til nefndar. • Akveðin var ein umræða um eftirtaldar tillögur til þingsályktunar: Tekjustofna sveitarfélaga, jafnrétti kynj- anna, umferðarmál, aðgerðir til að draga úr tóbaksreyking- # Umræður urðu einkum um tvö dagskrármál: aðstöðu til viðhalds flugvéla á Keflavíkur- flugveili og fyrningarákvæði skattalaga. Eru þær raktar lausiega (efnislega) á öðrum stað á þingsíðu. 0 Bragi Sigurjónsson (A) mælti fyrir þingsályktun nokk- urra Alþýðuflokksmanna um „eignarráð á iandinu, gögn- urr þess oggæðum“, sem nú er flutt f 5 skipti. Nokkrar um- ræður urðu um málið, sem vik- ið verður að síðar. er skattlaus væru af öðrum ástæðum en fyrningarfrádrætti. Þingmaðurinn rakti breytingar fyrningarákvæða f íslenzkri skattalöggjöf um nokkurt árabil, allt til núgildandi laga, sem sett voru á árinu 1972. Þó að gildandi fyrningarákvæði þyrftu endur- skoðunar við, í ljósi fyrirliggjandi reynslu, skipti meira máli, að sínu mati, að endurskoða ákvæði laga um skattlagningu söluhagnaðar, sem athuga þyrfti gaumgæfilega við yfirstandandi endurskoðun skattalaga. Þar væri um veiga- meiri hlut að ræða. Halldór sagði að fyrningar- reglur sköpuðu aidrei fjármagn. Það væri grundvallarmis- skilningur. Þær væru bókhalds- atriði, sem að vísu væru fyrir- tækjum skattaskjöldur, en væru hins vegar aldrei fjármagns- skapandi. Ákvæði B-Iiðar tillögunnar, um vaxtafrádrátt, hefðu að vísu þann kost, að fækka frádráttarreglum, en myndu sennilega í fram- kvæmd leiða til þess, að skuldir og vaxtafrádráttur yrði færður frá fyrirtækjum til eigenda þeirra. Ákvæði C-liðar um áætlun skatttekna á einstaklinga, sem væru með rekstur, stóran eða smáan, enda þótt um sannanlegt tap væri að ræða, væri sennilega óframkvæmanlegt og gæti ekki endað nema með ósköpum. Hyggilegra væri e.t.v. að huga að þvi ef einkaúttekt í slíkum fyrirtækjum væri meiri en bók- haldslegur hagnaður, að miða þá tekjuskattsálagningu við hann, en setja yrði þá hliðarreglur, sem kæmu í veg fyrir tvísköttun. Þingmaðurinn sagði að skatta- málin í heild væru nú í sérstakri endurskoðun, sem væri nokkuð á veg komin. Ragnar Arnalds (K) sagði af- stöðu Halldórs Asgrímssonar og Framsóknarflokksins ekki nægi- lega skýra í þessu máli. Fjármála- ráðherra hefði lýst því yfir, að yfirstandandi endurskoðun myndi leiða til lagfæringa, sem koma myndu til framkvæmda við skattálagningu 1967. Spurningin væri hvort Halldór vildi þá óbreytt ástand á árinu 1966. Halldór hefði og fallið í þá Morgunblaðsgryfju að tina til fyr- irtæki í skrá sinni, sem skattlaus væru af öðrum ástæðum en fyrningarfrádrætti.. Þetta væri einungis gert til að gera tillögu sina tortryggilega. Þá sagðist Ragnar ekki skilja mál Halldórs um fyrningar- ákvæði, jafnvel þó hann (Halldór) væri sérhæfður á þessu sviði. Fyrningarfrádráttur, sem leiddi til minni skattgreiðslu, hlyti að skapa eða skilja eftir fjár- muni. Ragnar sagðist að nokkru sam- mála Halldóri um skattlagningu söluhagnaðar en þó ekki telja rétt, „að fara að þessu vandamáli eftir þessari Ieið.“ Þá vakti Ragnar athygli á því að — væru tekjuskatts- skattlaus. Tekjuþörf ríkisins kæmi því í rik- ara mæli niður á launafólki í landinu. Sífellt hefði verið lappað upp á skattkerfi, sem fæli eftir sem áður f sér mikið misræmi og mis- rétti og hefði ekki, eins og til var ætlast, stuðlað að tekjujöfnuði í þjóðfélaginu. Spurningin væri þvf sú, hvort ekki væri kominn timi til að breyta skattkerfinu i grúndvallaratriðum eða tekjuöfl- unarleiðum ríkissjóðs. Minnti hann á tillögu Alþýðuflokksins frá fyrra þingi í þvi efni. Halldór Ásgrfmsson (F) ítrekaði að gefnu tilefni i ræðu Ragnars Arnalds, að fyrningar- reglur væru skattskjöldur en ekki Ragnar Arnalds, Sighvatur Björgvinsson, Eyjólfur Konráð Jónsson. umrædd ákvæði í skattalögum ættu rætur lengra aftur en til skattbreytinga 1972, þ.e. til við- reisnarára. Alþýðubandalagið hefði viljað breytingu á þessu 1972 en ekki fengiðfram nema að hluta. Sighvatur Björgvinsson (A) sagði rétt, að bókhaldsreglur, s.s. fyrningarfrádráttur, skapaði ekki fjármagn. Þær segði hins vegar til um, hvern veg fjármagni, sem til væri orðið, skyldi ráðstafað. Rétt væri og að i upptalningu Ragnars væru fyrirtæki sem ekki bæru skatt af öðrum ástæðum en fyrningarfrádrætti. Hvorugt skipti þó meginmáli. Aðalatrið- ið væri að hundruð fyrirtækja sem veltu tugþúsundum milljóna fjármagnsskapandi. Eðlilegt væri að skattreglur eða breytingar kæmu fram eftir á, því aftur- virkni laga væri hæpin. Skatt- tekjur ársins 1976 væru ekki skattlagðar fyrr en á árinu 1977. Ragnar þyrfti því ekki að undrast ummæli fjármálaráðherra að þessu leyti. Hann sagðist sammála því að fyrningarákvæði yrðu endurskoðuð, en meginmáli skipti, að söluhagnaður yrði skatt- lagður í meira mæli en nú væri, vegna ákvæða um skattfrelsi viss hagnaðar af sölu, sem hann rakti í ítarlegu máli. Þá vék ræðumaður nokkuð að framkvæmd skattalaga, sem hann sagði ekki þýðingarminni en lög- gjöfina sjálfa. Framkvæmdin hefði oröið betri, ef betur væri búið að þeim aðilum um manna- hald, sem á þeim vettvangi hefðu starfað. Eyjólfur Konráð Jónsson (S) sagði ótvirætt, að breytingar vinstri stjórnar á skattalögum 1972, eða sú löggjöf, sem út úr þeirri endurskoðun og breyting- um kom, hefði innihaldið þau ákvæði öll um fyrningu, flýti- fyrningu og verðhækkunarstuðul, sem Ragnar Arnalds gagnrýndi nú, að sumu leyti réttilega en á margan hátt ranglega. En hann væri ótvirætt að gagnrýna lög- gjöf, sem hann hefði staðið að á tíð vinstri stjórnarinnar. Núverandi ríkisstjórn hefði ekki gert annað en að framfylgja lög- um, eins og þau væru eftir með- höndlun vinstri stjórnarinnar. Hins vegar væri nú nefnd starf- andi að úttekt og endurskoðun tekjuskattslaga, sem efalitið myndi leiða til breytinga og leið- réttinga. Ragnar Arnalds flytti ekki frumvarp til laga um ákveðnar skattalagabreytingar, eins og eðli- legt hefði verið í framhaldi af málflutningi hans. Hann flytti einungis þingsályktunartillögu, sem i raun innihéldi ekki annað en að fela núverandi ríkisstjórn að gjöra það sem nefnd á hennar vegum væri raunar þegar að vinna að, þ.e. að endurskoða fyrri lagasetningu í þessum efnum. Til- lagan væri því nánast óþörf. Hún sýndi þó hins vegar að Ragnar treysti núverandi rfkisstjórn betur í þessu efni en sér og sinum mönnum. 1 þvf efni væri hann honum hjartanlega sammála. Keflavíkurflugvöllur: Þingsályktun: Brey ting á búvöru- niðurgreiðslum Aðstaða til viðhalds og viðgerða flugvéla Jón Skaftason (F) mælti f sam- einuðu þingi í gær fyrir tillögu til þingsályktunar um aðstöðu til við- gerða og viðhalds flugvéla á Keflavíkurflugvelli. Þingmaðurinn taldi mikilvægt að stórbæta þessa aðstöðu vegna mikillar umferðar á þessum eina viðurkennda flugvelli millilanda- flugsins. Allt frá árinu 1970 hefðu árlegar lendingar á vellinum ver- ið milli þrjú og fjögur þúsund (aðeins ríflega 4000 árið 1972) — og væru þó ekki meðtaldar lend- ingar varnarliðsvéla. Lendingar- gjöld hefði á þessum árum verið frá 65—121 milljón króna á ári. Flugfélag Islands og Loftleiðir greiddu árlega sex til átta hundr- uð milljónir króna í viðhalds- og viðgerðarþjónustu. Mestur hluti þessa fjár væri greiddur erlend- um þjónustuaðilum. Þetta fjár- Jón Skaftason Uuómundur G. Þórarinsson magn mætti flytja í ríkum mæli inn f landið. Við ættum vel mennta flug- virkjastétt. Hér væru starfandi um 145 ísl. flugvirkjar (innan- lands) en 45 erlendis, að auki væru 10 i öðrum starfsgreinum. Mikilvægt væri að efla þessa þjónustu í landinu, sem færa myndu tekjur inn f landið, skapa flugvirkjum starfsaðstöðu í heimalandi, auka á gildi og þýð- ingu vallarins og gera okkur óháð- ari öðrum í mikilvægustu sam- gönguleið milli landa. Guðmundur Þórarinsson (F) tók undir þessi orð Jóns. Hann sagði starfsaðstöðu á þessum vett- vangi hina verstu — og væri hún ekki sæmandi, allra sfzt eftir brunann á Reykjavíkurflugvelli. Endurbót þar hefði seinkað af ýmsum ástæðum, m.a. skipulags- ástæðum, en nú væri að rofa til i því máli. Varðandi Keflavíkur- flugvöll væri margs að gæta varð- andi þetta þarfa mál. Ætti slík þjónusta þar að ná eingöngu til flugflota Flugleiða, eða jafnframt til annarra íslenzkra flugvéla, og e.t.v. varnarliðsvéla að auki? Hver á að standa fyrir þessari þjónustu? En úrbóta væri þörf og það hið fyrsta. Gylfi Þ. Gíslason (A) o.fl. flytja þingsályktun um að fela ríkis- stjórninni könnun á nýju fyrir- komulagi niðurgreiðslna á búvör- um. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að láta kanna, hvort ekki sé hægt að verja því fé, sem nú er greitt úr ríkissjóði til þess að lækka söluverð innlendra land- búnaðarafurða á innlendum markaði, þannig, að það annars vegar komi neytendum að betri notum og þá sérstaklega að það verði til þess að stuðla að aukinni kjarajöfnun. og hins vegar, að það komi í veg fyrir þá mismunun, sem núgildandi niðurgreiðslu- kerfi veldur milli einstakra greina I landbúnaói, og eins, hvort ekki megi beita þessu al- mannafé betur til þess að styðja við þá bændur sem við erfið kjör búa. Könnun þessa skal rikisstjórnin fela fulltrúum, kjörnum af eftir- greindum samtökum: Alþýðusam- bandi íslands, Bandalagi starfs- manna ríkis og bæja, Bandalagi háskólamanna, Stéttarsambandi bænda, Framleiðsluráði land- búnaðarins og Búnaðarfélagi Is- lands, einum frá hverju þessara samtaka. Ríkisstjórnin skipar for- mann nefndarinnar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.