Morgunblaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÖVEMBER 1975 — Franco Framhald af bls. 1 sagði: „Gleymið ekki að Spánn og kristin menning eiga sér fjandmenn. Verið á verði og látið aila persónulega hags- muni víkja fyrir málstað föður- landsins og spænsku þjóðar- innar." Erlendis lýstu spænskir út- lagar yfir þvi að þeir mundu efna til nýrrar baráttu gegn arftökum Francos. Ford Banda- ríkjaforseti var að heita má eini erlendi þjóðarleiðtoginn sem lét í ljós persónulegan harm vegna fráfalls Francos. Páll páfi sagði aðeins í yfirlýsingu að hann mundi biðja fyrir sál spænska leiðtogans. Viðbrögðin í kommúnista- ríkjum Austur-Evrópu voru kuldaleg og fjandsamleg en í sumum Suður-Ameríkuríkjum og Arabalöndum var lýst yfir opinberri sorg. I Vestur- Evrópulöndum eins og Vestur- Þýzkalandi, Hollandi, ítalíu, Svíþjóð, Austurriki og í Sviss var látin í ljós von um að lýð- ræði mætti blómgast á ný á Spáni að Franco látnum. I grannríkinu Portúgal birti blaðið „O Seculo" sem er í ríkis- eign fréttina á forsíðu með fyr- irsögninni: „Franco er látinn lengi lifi spænska þjóðin.“ „Dimmum kapitula í sögu Spánar er lokið,“ sagði foringi spænska sósíalistaflokksins, Felipe Gonzales. Foringi kommúnista, Santiago Carrillo, hvatti alla andstöðuflokka stjórnarinnar að mynda bráða- birgðastjórn. — Verulegar Framhald af bls. 1 færingar, sem ég get ekki tjáð mig nánar um nú. Aðspurður um hvernig hann héldi að þessi samningsdrög myndu mælast fyrir hér sagði hann: — Ég vona auðvitað að þeim verði vel tekið. En hins vegar geri ég mér grein fýrir að mikil and- staða er hjá ýmsum hópum við hvers konar samningagerð. En ef gera á samninga við Vestur- Þjóðverja á annað borð held ég að þetta samningsuppkast sé fram- bærilegt. Hans JUrgen Wishcnewski, ráðuneytisstjóri í vestur-þýzka ut- anríkisráðuneytinu og formaður þýzku nefndarinnar í viðræðun- um, sagói eftir viðræðufundinn að báðir aðilar ættu að geta sætt sig við samningsdrögin. Hann taldi líklegt að samningur yrði undirritaður innan 10 daga en lagði áherzlu á að hann fæli ekki í sér viðurkenningu Vestur- Þjóðverja á 200 mílna fiskveiði- lögsögu íslendinga. Hann lagði á það áherzlu að hafréttarráðstefnan ætti eftir að ákveða stærð landhelgi og fisk- veiðilögsögu f heiminum. Hann sagði að sjónarmið Breta hefðu að miklu leyti verið tekin til greina í viðræðunum. Wischnewski sagði að ef ís- lenzka rfkisstjórnin hafnaði samningnum við Bonn-stjórnina væri ekkert svigrúm til tilslak- ana. Hann sagði að Vestur- Þjóðverjar gerðu þennan samn- ing við íslendínga af því þeir væru mikilvægur samherji f NATO og efnahagslega háðir fisk- veiðum. Hann sagði að með þvf að auka útflutning sfnn á fiskafurð- um til Vestur-Þýzkalands ættu Is- lendingar að geta dregið úr mikl- um halla á greiðslujöfnuði. Hann lagði áherzlu á að samn- ingurinn tæki ekki gildi nema að fengnu samþykki fslenzku ríkis- stjórnarinnar. Hann sagði að Bretum hefði verið skýrt frá gangi viðræðnanna. Þótt ekkert væri látið uppi um þann aflakvóta sem Vestur-Þjóðverjar fá, hefur Reuter eftir góðum heimildum að um óverulega minnkun verði að ræða, miðað við veiðar þeirra í fyrra þegar þær voru ekki tak- markaðar. AP hefur eftir áreiðanlegum heimildum að sá veiðikvóti sem Vestur-Þjóðverjar fallist á fyrir togara sína innan 200 mílnanna sé 60.000 lestir. I samningsdrögunum er einnig kveðið á um fjölda þeirra togara sem verður leyfilegt að stunda veiðar og gert ráð fyrir að samn- ingurinn gildi til tveggja ára sam- kvæmt heimildum AP. Bonn-stjórnin mun einnig hafa ákveðið að failast á að „bókun sex“ taki gildi, en á það er bent sem fyrr að hin Efnahagsbanda- lagsiöndin þurfi einnig að sam- þykkja það svo það verði að veru- leika. Vegna átaka Islendinga og Breta er talið vafasamt að Bretar fallist á þetta. Samkvæmt þessum heimildum mun ekki í samkomulagsdrögun- um koma fram viðurkenning Vestur-Þjóðverja á 200 mílna fisk- veiðilögsögu Islendinga. — Sykur Framhald af bls. 36 markaðsverðið á sykri væri nú á bilinu 400—500 dollarar tonnið en áður en verðfallið mikla varð var það i um 1400 dollarar. Litlar birgðir eru í landinu um þessar mundir að sögn Gunnars, svo að hann taldi að flestir aðilar hér gætu boðið sykur á svipuðu verði og Hagkaup. — 20 árekstrar Framhald af bls. 36 vel flugvélaumferð. Þá benda þeir á að stutt sé fyrir mávinn að ná í æti, tveir sorphaugar séu í grenndinni, þar af annar fyrir innan vallargirðingu, mörg fisk- vinnsluhús séu ekki allfjarri og einnig sé stutt fyrir mávinn að fara í ætisleit út á sjó. Er í skýrsl- unni lagt til að sorphaugarnir séu fjarlægðir, hætt verði við að nota flugbrautir undir loðnu eins og tíðkast hefur og byrjað verði á markvissri útrýmingu sílamávs innan vallargirðingar til að auka öryggi flugvéla sem um völlinn fara. Sé þá bezt að flæma varp- fuglinn burtu með því að setja deyfilyf í æti og drepa siðan full- orðna fuglinn. Ætti varp þannig að geta lagst niður. — ísland fékk Framhald af bls. 2 manns íslenzku nefndarinnar, var það ekki fyrr en rétt um það bil sem slíta átti fundinum að sam- komulag náðist um fyrrgreint 87 þúsund tonna aflahámark á sfld- veiðunum í Norðursjó fyrrihluta næsta árs. Virtist um tíma sem ekkert samkomulag yrði um þetta atriði i nefndinni, og hefði það þá haft í för með sér að gengið hefði í gildi það fyrirkomulag veiðanna, sem Danir og Islendingar höfðu neitað að fallast á fyrir nokkru. Þegar einnig lá fyrir að Norð- menn myndu ekki geta sætt sig við það fyrirkomulag var orðið. ljóst að það var einnig úr sögunni að því allt útlit fyrir algjört stjórnleysi myndi ríkja varðandi síldveiðarnar f Norðursjó. Urðu menn því ásáttir um það á sfðustu stundu að fallast fremur á 87 þúsund lesta kvóta fyrstu sex mánuði næsta árs, en síðan yrði haldinn annar fundur f febrúar eða mars þar sem ákveðið yrði frekar með Norðursjávarveiðarn- ar á næsta ári. Af framangreindum 87 þúsund tonna kvóta var ákveðið að Island fengi f sinn hlut 5 þúsund tonn og sagði Þórður að enda þótt harma bæri að tillagan um algera friðun næði ekki fram að ganga, þá hefði — úr því sem komið var — hlutur Islands orðið bærilegur, þar eð íslenzk fiskiskip hefðu yfirleitt ekki aflað meira en þessu afla- marki næmi fyrri hluta ársins. I fréttaskeytum af fundinum kemur fram að af öðrum þjóðum hafa Danir fengið 23 þúsund tonn í sinn hlut og Bretar 5.700 tonn. Hins vegar verður að taka fram að mestur hluti heildarkvótans nú er ætlaður til manneldis. Undanfar- in ár hefur allverulegur hluti kvótans verið fólginn í svonefndri aukaveiði — þ.e. þegar síld kem- ur í nætur við aðra veiði svo sem á spærlingi — og fer sá afli undan- tekningalaust f bræðslu eins og aðalveiðin. Aðurfyrrgat slík auka- veiði orðið veruíe^t hlutfall af heildarkvótanum en í samkomu- laginu nú hafa allar reglur varð- andi slíka veiði verið þrengdar mjög. — Minkurinn Framhald af bls. 2 markaðurinn verið góður. Með til- liti til alls þessa kvað hann eigi ofmælt að minkaskinnamarkaður- inn í desember yrði um 20% hærri en hann var í desember í fyrra. Ætti þetta sérstaklega við um svartmink og pastelmink, en um 90% framleiðslu Islendinga eru skinn af þessum tegundum. — Bókmenntir Framhald af bls. 10 Sigurður ekki hlotið þökk annarra fyrir hina sérstæðu og merkilegu ritsmíð en Bene- dikts Jónssonar frá Auðnum... Meðal annars ræðir Sigurður í bréfi sínu — eins og dr. Guð- mundur Finnbogason — horfur mannkyns og menningar og segir: „Aldrei hefur reynt á þrek og bjartsýni sem nú . . .“ Og siðan segir hann það, sem mér þykir næst vel hæfa að láta feitletra, svo sem nú standa sakir okkar Islendinga: „Eg las nýlega um meðferð Breta á Gandhi, þessum sann- heilaga manni. Það er ekki álit- legt, er helzta menningarþjóð heimsins þorir að leika svo göfugasta mann, sem nú lifir undir sólunni, og svfkur öll heit, er Indum voru gefin fyrir strfð, sem þeir voru ginntir í með fögrum loforðum. Dómar- ínn, er dæmdi Gandhi, vottaði honum virðingu um leið og hann dæmdi hann f sex ára dýflissu. Dómur sögunnar hef- ur ekki haft mikil áhrif á brezka dómstóla." Svo þakka ég þessa ból( og segi: „Hver er alltof uppgef- inn“ til þess að hann lesi hana, þó að hann jafnvel þyrfti að ..vaka ‘ t t -t-__ — Hattersley Framhald af bls. 1 koma í ljós og við verðum að gefa þeim tóm til að sinna störfum sínum.“ Reginald Maudling, talsmaður íhaldsflokksins í utanrfkismálum, kvað það „mjög raunalegt ástand“ þegar „réttmætir hagsmunir“ brezku þjóðarinnar virtust stangast á við vináttu við erlend ríki. Hann lýsti yfir „eindregnum stuðningi" íhaldsflokksins við þá stefnu stjórnarinnar að vernda hagsmuni brezkra sjómanna. STYÐUR ÍSLAND John Prescott, þingmaður Verkamannaflokksins frá Hull, sakaði stjórnina um að fylgja „brjálsamri stefnu sem stofnaði lífi mannanna á togurunum í hættu.“ Hann taldi betra að rétt- mæti málstaðar Islendinga yrði viðurkennt. Þannig sagði Prescott að Bretar gætu styrkt málstað sinn og tekið Islendinga sér til fyrirmyndar gagnvart Efnahagsbandalaginu og krafizt þess að þeir hefðu einir allra aðildarlandanna rétt til veiða á brezkum miðum. Prescott hvatti jafnframt til ráðstefnu utanríkisráðherra allra Efnahagsbandalagslandanna, Islands og Noregs til að ræða verndun fiskstofna og nýtingu þeirra innan 200 mflna fiskveiði- lögsögu sem hann sagði að Bretar mundu helga sér á næsta ári. Hattersley sagði að tillaga Prescotts væri óaðgengileg þar sem hann færi fram á að stjórnin gripi til ráðstafana áður en niður- stöður hafréttarráðstefnunnar lægju fyrir og gengi út frá því að breyting yrði gerð á fiskveiði- stefnu Efnahagsbandalagsins. I svari við annarri fyrirspurn sagði Hattersley að stjórnin væri reiðubúin til að veita brezka fiski- skipaflotanum hverja þá aðstoð og vernd sem hann þarfnaðist en sá stuðningur yrði ekki veittur þannig að hann drægi dilk á eftir sér og ekki í fáti. VILL SEMJA I ræðu sinni sagði Hattersley: „Stjórnin stendur andspænis þvf einfalda verkefni að vernda hags- muni — og það táknar atvinnuör- yggi — mannanna sem sigla á fiskiskipaflotanum og mannanna sem styðja þá í landi.“ „Við viljum einfaldlega komast að samkomulagi," hélt hann áfram sem getur gert okkur kleift að halda áfram að veiða út frá þjóðhagslegu sjónarmiði og með sóma og um leið verndað fiskstofna fyrir ókomnar kynslóð- ir.“ I svari við fyrirspurn viður- kenndi Hattersley að íslendingar ættu við sérstök vandamál að stríða þar sem þeir væru nær al- gerlega háðir fiskveiðum. „En við getum ekki hjálpað þeim að ieysa þessi vandmál ef þeir vilja ekki semja við okkur," sagði hann. Hann endurtók að hann hefði lagt til við Islendinga að möskva- stærð brezkra fiskineta yrði stækkuð til að koma í veg fyrir veiði á smáfiski. I fyrrakvöld vakti James John- son, þingmaður frá Hull, máls á fiskveiðideilunni í Neðri málstof- unni og kvað skoðanaágreining Breta og íslendinga stafa af „framferði íslendinga", ekki af því að þeir væru ósammála um „endanleg markmið". Hann kvað Islendinga hafa „tekið lögin í sínar hendur". Hann sagði að þeir hefðu boðið Bretum sama kvóta I lok viðræðn- anna og í byrjun þeirra, en Bretar hefðu viljað semja. Urslitakostir I morgun sagði formaður félags yfirmanna á togurum í Hull, Jack Lilley skipstjóri að brezkir skip- stjórar á Islandsmiðum hefðu gef- ið verndarskipunum sólarhrings- frest til að sýna hvað þau gætu. Hann taldi ósennilegt að gagn væri í þeim þar sem þau væru ekki eins hraðskreið og íslenzku varðskipin, en bætti við: „Okkur skilst að við getum fengið flota- vernd hvenær sem við viljum." Hann sagði að á fundi fulltrúa brezka sjávarútvegsins og ríkis- stjórnarinnar hefði Fred Peart sjávarútvegsráðherra sagt að hann hefði heimild til að kalla á flotann hvenær sem hann teldi þess þörf. Lillev sagði að brezku skipstjór- arnir mundu hætta veiðunum á laugardag ef flotinn væri ekki kominn þá. Um þær fréttir frá tslandi að ágreiningur væri risinn með skipstjórunum á miðunum sagði Lilley að þær væru „mjög trúlegar“. Bezta veiðisvæðið á þessum árstíma væri undan norð- vesturströndinni en togurunum væri sagt að þjappa sér saman í hóp suðaustur af íslandi. Megnið af brezka togaraflotan- um var í 70 mílna löngu og 30 mílna breiðu hólfi suðaustur af Islandi samkvæmt brezkum frétt- um og Lilley skipstjóri sagði að ástandið þar einkenndist af mik- illi „beiskju og taugaspennu". Skipstjórarnir væru argir þar sem þeir hefðu glatað dýrmætum veiðitíma. Benella, sem skorið var á tog- víra hjá, hefur verið að veiðum í tæpa viku. Togarinn fór frá Hull og venjulegur veiðitúr er þrjár vikur. Togarinn er smíðaður 1958 og er 789 Iestir. Benella er systur- skip Primellu, fyrsta togarans sem kom við sögu síðustu átak- anna. Búizt var við því í gær sam- kvæmt brezkum fréttum að Ben- ella hæfi aftur veiðar jafnskjótt og gert hefði verið við veiðibúnað togarans. — Málverk Framhald af bls. 3 sem myndirnar þrjár eru frá mismunandi stöðum á landinu og merktar mismunandi árum. Þórarinn B. Þorláksson var mjög vandfýsinn á efni sitt, og því lftt sennilegt að hann hefði notað pappír undir feitan olíu- ,lit. 4. Tvær framangreindra mynda eru merktar ártalinu 1922, og er önnur talin með myndefni undan Eyjafjöllum, en hin nærmynd af Heklu. Sum,arið 1922 hafði Þórarinn lokið við að fullgera sumar- bústað sinn á Laugarvatni og dvaldist þar með fjölskyldu 'sinni allt það sumar, fram á haust. Málaði hann mikið þar f ‘nágrenninu og sumt stórar myndir (t.d. Sýn til Heklu í -Listasafni Islands, 96x128 sm.J, og að sögn dóttur hans, sem var þar með foreldrum sínum, vék hann ekki burt af staðnum allt það sumar. Það er því harla ólíklegt að hann hafi málað undir Eyjafjöllum eða í nágrenni Heklu það sumar, sem ártölin nefna. 5. Eftir að hafa athugað litla frumdrætti Þórarins sem hann ætlaði sér að fyrirmyndum í stærri verk, virðist nær úti- lokað að hann hafði áritað slík frumköst nafni sínu og ártali. 6. Sumarið 1917 dvaldist Þórarinn um skeið uppi í Borgarfirði, en ekki er til þess vitað að hann hafi farið norður í land það sumar. Þórarinn B. Þorláksson málaði ekki staði víðsfjarri sér, nema þá eftir frumköstum sem hann hafði áður gert á staðnum sjálfum. Hér er slfku ekki til að dreifa. Að þessum atriðum saman- dregnum, hlýtur það að verða niðurstaða mín, að nafnrit- anirnar á þessum þrem mynd- um séu falsaðar, nema því aðeins að fyrri eigandi eða eig- endur gefi sig fram og sanni uppruna og feril myndanna á viðhlítandi hátt. Rvfk. 13. nóv. 1975, Bj. Th. Björnsson. Eins og að framan greindi ræddi Mbl. við þrjá aðila þessa máls. Guðmundur Axelsson, núverandi eigandi myndanna kvaðst á þessu stigi ekkert ætla að gera í málinu heldur bíða og sjá hverju fram yndi. Sagði Guðmundur það vera sitt álit að Guðrún dóttir Þórarins B. Þorlákssonar ætti að taka ákvörðun um það hvort óska bæri eftir því að Sakadómur rannsakaði hver hefði falsað þessar myndir. Guðrún sagði aðspurð að hún hefði fyrst i gær heyrt niðurstöður Björns Th. Björnssonar og væri hún nú að athuga hvort hún ætti að fara fram á frekari rannsókn í málinu. Þórður Valdimarsson hefur átt myndirnar s.l.'20 ár og það var hann sem seldi Guðmundi Axelssyni myndirnar. Þórður sagði í samtali við Morgunblað- ið í gær að hann hefði á sínum tíma fengið myndirnar í skipt- um fyrir nokkur trúarleg rit sem hann hefði eignast í Frakk- landiTSHénn hefði hitt konu úr sveit sem hefði haft mikinn áhuga á trúarlegum bókmennt- um og hefði hún falast eftir bókum sínum. Hefði það orðið úr að hann fengi I staðinn þess- ar myndir. Sagði Þórður að það hefði verið ætlunin þau ættu meiri viðskipti þegar konan kæmi næst til Reykjavíkur en hún hefði aldrei haft samband við sig. Sagði Þórður að konan hefði gefið sér upp nafn og heimilisfang en hvortveggja hefði hann nú löngu gleymt. „Ég hef alla tíð sfðan haldið að myndirnar væru eftir Þórar in B. Þorláksson enda hefur mér fundist þær lfkjast öðru sem hann hefur gert, en sýni- lega hefur mér skjátlast þar,“ sagði Þórður. Hann sagði að lokum að sér væri hlýtt til Guðmundar f Klausturhólum og hefði hann boðið honum að taka við myndunum aftur og greiða fyrir sömu upphæð og hann fékk fyrir þær. „Mér þykir vænt um þessar myndir og það skiptir mig ekki svo miklu máli þótt þær séu taldar falsaðar“, sagði Þorður að lokum. — Mannfólk Framhald af bls. 5 og verzlunin: hin andlega og ver- aldlega forsjá eru heldur ekki gleymd, þótt allt sé þetta farið veg allrar veraldar. Og svo er sagt frá landinu milli fjalls og fjöru. Fyrir utan söguna sjálfa, þar sem heim- ilda er leitað f fornum bókum og gömlum bréfum og stuðst er við frásagnir gamalla manna — þá eru f þessari bók hátt á annað hundrað myndir af landslagi, mönnum og mannvirkjum. En á milli kafla þessarar sögu er skotið smáletursgreinum með ýmsum fróðleik og fyrirburðasögum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.