Morgunblaðið - 21.11.1975, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1975
25
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Keflavík
Til sölu eldra einbýlishús 5
herb. og eldhús. Laust strax.
Fasteignasalan, Hafnargötu
27, Keflavik, simi 1420.
Rauðamöl
Til sölu rauðamöl heimkeyrð
eða ámokuð. Sjáum einnig
um útjöfnun, þjöppun og
jarðvegsskiptí.
Kambur, Hafnarbraut 10,
simi 43922.
Verðlistinn
Munið sérverzlunina með
ódýran fatnað, Laugarnes-
vegi 82, sími 31330.
Barnarúm til sölu
Upplýsingar í sima 74581;
Vil kaupa trillubát
4—6 tonn. Tilboð sem
greini verð, greiðslukjör,
vélatg. aldur, sendist Mbl.
fyrir 30. nóv. merkt: „trillu-
bátur — 2255"
Skermakerra óskast
Vel með farin skermakerra
óskast. Uppl. í sima 86801.
Barnavagn til sölu
Verð 7.000 kr. Sími 33791.
Notað sófasett
til sölu. Sófi og tveir stólar.
Einnig borðstofuborð. Uppl. i
síma 71671.
Verkfæraleigan Hiti
Rauðahjalla 3, simi 40409.
Múrhamrar, steypuhræri-
vélar, hitablásarar, máln-
ingaspr.
1 ■ ■
húsnædi
í boöi
Vogar
Til sölu nýtt einbýlishús í
Vogum. 4 herb. og eldhús.
Losnar fljótlega. Fasteigna-
salan, Hafnargötu 27, Kefla-
vík, sími 1420.
Ytri-Njarðvík
Til sölu 2ja herb. kjallara-
íbúð. Sérinngangur. Útb.
1100 þús. Fasteignasalan
Hafnargötu 27, Keflavík,
sími 1 420.
Óskum eftir að taka á
leigu
íbúð sem fyrst. Uppl. í síma
81773, frá kl. 4 — 7 e.h.
Smáíbúðarhverfi
Laganemi óskar að taka á
leigu vinnuherb. í smáibúðar-
hv. eða nágrenni, ekki til
ibúðar. Uppl. i S. 84878.
Vantar atvinnu
26 ára ábyggilegan mann
vantar atvinnu. Margt kemur
til greina. Upplýsingar í sima
86941.
Áreiðanleg
22 ára stúlka óskar eftir
atvinnu. Getur byrjað strax.
Upplýsingar i sima 74520.
I.O.O.F. 12 =1571 1218'A
= E.T.I. UM.
1.0.0.F. 1 = 15711218%
= E.T.I. — Spkv.
Æskulýðsvika
Hjálpræðishersins
Æskulýðs og vakningarsam-
koma i kvöld, föstudag kl.
20.30. Séra Lárus Halldórs-
son talar. Ungt fólk syngur
og vitnar.
Allir velkomnir.
Frá G uðspekifélaginu
HINN GULLNI MEÐAL-
VEGUR ROBERTO ASSA-
GIOLIS
nefnist erindi sem Sverrir
Bjarnason flytur i Guðspeki-
félagshúsinu, Ingólfsstræti
22, í kvöld föstudag 21. nóv.
kl. 9. Öllum heimill að-
gangur.
f rRÐAFFLAG
ISLANDS
Laugardagur 22/11
kl. 13.00
Gönguferð um Geldinganes.
Fararstjóri: Guðrún Þórðar-
dóttir. Verð kr. 500. —. Far-
miðar við bilinn. Brottfarar-
staður Umferðarmiðstöðin
(að austanverðu).
Ferðafélag íslands.
Stúkan Freyja númer
218
Fundur í kvöld kl. 8.30 í
Templarahöllinni. Venjuleg
fundarstörf að öðru leiti sér
hagnefndin um fundinn.
Kaffi eftir fund.
Félagar fjölmennið.
ÆT.
Vinafélag Skálatúns
Heldur fund i Félagsheimili
tannlækna að Siðumúla 35,
laugardaginn 22. þ.m. kl.
3.00 e.h.
Fundarefni:
Margrét Margeirsdóttir, fé-
lagsráðgjafi flytur erindi um
hlutverk foreldrafélaga og
samstarf foreldra við stofn-
anir.
Almennar umræður.
Stjórnin.
UTIVISTARFERÐiF
Laugard. 22/11. kl.
13.
Með Elliðaánum.
Fararstj. Friðrik Danielsson.
Verð 400 kr.
Sunnud. 23/11. ki. 13.
Með Hólmsá.
Fararstj. Þorleifur Guð-
mundsson. Verð 500 kr. Frítt
fyrir börn i fylgd með full-
orðnum. Brottfararstaður
B.S.Í. (Vestanverðu).
Útivist.
Kvenstúdentafélag ís-
lands
hádegisverðarfundur verður
haldinn í Átthagasal Hótel
Sögu, laugardaginn 22. nóv.
kl. 12.30.
Vilborg Harðardóttir og Sig-
riður Thorlacius munu segja
frá Kvennaársráðstefnunni í
Mexicó sl. sumar.
Stjórnin.
Kvenfélag Kópavogs
heldur basar i Félagsheimil-
inu, uppi, sunnudaginn 23.
nóvember kl. 2 e.h.
Mikið úrval af handunnum
munum og heimabökuðum
kökum.
Basarnefndin.
radauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
kaup — sala
Nýkomið
Smábarnaskór á háum sóla, stærðir:
22 — 28, verð frá kr. 1 525 -
Leðurstígvél á drengi, stærðir: 29—40,
verð frá kr. 3250,-
Götuskór kvenna, verð frá kr. 2430.-
Karlmannaskór úr leðri, verð frá kr
2980 -
Karlmannaskór í yfirbreidd á leðursóla,
verð kr. 61 50.- og 6965.-
Póstsendum
Skóbúðin
Snorrabraut 38, sími 14 190.
Til sölu fyrir
hálfvirði
nokkrar stakar handlaugar, ýmsir afgangar af keramiklásum,
gætu hentað í eldhús á sófaborð og fleira. Rafmganseldavéla-
sell (OFN 4ra hellna plata, grænt), rafmagnsbakaraofn amer-
ískur, (m/spegilhurð). Hlífar úr fiberglassi í ýmsum litum
framan á 1 70 cm baðkör. Nokkrir hurðarbankarar úr látúni.
Skóskápar vinylklæddir (stæling af innlögðum viði). Uppl. á
morgun laugardag kl. 9 —12 og 1—6 og sunnudag 1—6,
Hverfisgötu 75, kjallara, gengið inn frá Vitatorgi.
Til sölu
Vilbro valtari 5 tonna og traktorsgrafa
John Dere til sölu.
Uppl. í síma 92-1083.
íbúð til sölu
í fjölbýlishúsi við Meistaravelli, 1 1 0 fm. 4
herb. og eldhús. Ibúðin er í góðu standi.
Útb. 5 til 6 millj.
Getur verið laus fljótlega.
Tilboð sendist Mbl. sem fyrst merkt:
Meistaravellir — 2005.
|_________þjónusta___________|
Húsmæður athugið
Erum byrjuð að framleiða góða laufa-
brauðið okkar. Tekið á móti pöntunum til
1 5. des.
Brauðgerð KEA, Akureyri.
— Minning
Framhald af bls. 27
um, en fluttust að Hreiðarsstöð-
um í Fellum, þar sem þau bjuggu
til ársins 1943, er þaú flytjast í
Fljótsdal aftur, og nú að Brekku-
gerðishúsum.
Þar bjuggu þau í tuttugu og
átta ár, eða til haustsins 1971, er
þau fluttu heimili sitt suður að
Holti undir Eyjafjöllum til dóttur
sinnar og tengdasonar, þar sem
þau komu sér fljótlega upp snotru
búi á ný. Þótt mikið átak væri
fyrir þau að yfirgefa átthagana,
kunnu þau mætavel vistinni í
nýju heimkynnunum, þar sem
þau gátu verið í návist dætra og
tengdasona, að ógleymdum litlu
barnabörnunum. Þau Jón og Þor-
björg eignuðust fjórar dætur, elzt
var kjördóttir, sem þau tóku
meðan þau bjuggu á Hreiðarsstöð-
um, og taldi Þorbjörg það einn
sinn mesta hamingjudag, er hún
kom á heimili þeirra.
Dvöl Þorbjargar í Holti varð
aðeins fjögur ár og litlu ömmu-
börnin njóta ekki lengur ástríkis
hennar, en þau voru orðin tíu
talsins, er hún lézt.
Þetta er í stuttu máli ævisaga
Þorbjargar Kérúlf. Hún segir
fæst af mannkostum þessarar
góðu konu, lætur lftið yfir unnum
sigri á oft óblíðum ævikjörum. En
þeir, sem henni kynntust, geyma
minningu hennar í þakklátum
huga. Þorbjörg unni æskuheimili
sfnu heilshugar og minntist þess
oft. Hin jákvæðu uppeldisáhrif
urðu sá fjársjóður, sem hún
ávaxtaði dyggiiega í viðbót og við-
skiptum við aðra menn, og eins og
þau systkin öll var hún ljós vottur
þeirrar blessunar, sem slfkt
heimilislíf leiðir af sér.
Ég var svo lánsöm að dveljast á
heimili Jóns og Þorbjargar um
sinn og átti þau sfðan að sem
nágranna í nær tuttugu ár. Fáa
staði vissi ég betri heim að sækja.
Alltaf var vistlegt, snyrtilegt og
aðlaðandi kringum Þorbjörgu, og
þau hjónin sérlega samhent um
að fagna gestum sínum. Skipti þá
engu, þótt hjörð af hávaðasömum
börnum fylgdi með og skammt
liði milli heimsókna, okkur var
öllum fagnað hvert sinn eins og
við hefðum ekki sézt í áravís.
Þorbjörg var fremur lág vexti,
grönn og létt í hreyfingum. Hún
var fíngerð og viðkvæm í lund og
hafði næman skilning á líðan ann-
arra.
Ekkert var henni fjær en áfeli-
ast aðra fyrir bresti og yfirsjónir,
og æskufólk og börn átti skilning
hennar visan. Oft undraðist ég
langlundargeð hennar, þegar ærsl
og hávaði barna, þ. á m. minna,
höfðu alveg gengið fram af minni
þolinmæði. Þá var henni verulega
skemmt og hún hló hjartanlega að
tiltækjum þeirra.
Fyrir allar þessar liðnu stundir
vil ég nú þakka. Þær verða ekki
frá okkur teknar.
Jóni og dætrum flyt ég inni-
legar samúðarkveðjur frá
gömlum nágrönnum.
Þ. S.
5 sækja um stöðu
borgarbókavarðar
VÆNTANLEGA mun borgar-
stjórn Reykjavíkur á næsta fundi
sfnum taka til meðferðar umsókn-
ir um stöðu borgarbókavarðar, en
Eiríkur Hreinn Finnbogason, sem
gegnt hefur starfinu, hefur sagt
því lausu. Fimm sækja um
stöðuna.
Þeir sem sækja um stöðu
borgarbókavarðar eru: Björn
Teitsson cand. mag. Elfa Björk
Gunnarsdóttir bókasafnsfræðing-
ur, Else Mía Einarsdóttir bóka-
safnsfræðingur, Hilmar Jónsson
bókavörður og Hrafn Harðarson
bókasafnsfræðingur.
r
Arsfangelsi
fyrir nefbit
Chester, Englandi,
18. nóv. Reuter.
PETER nokkur O’Coole fyrrver-
andi hnefaleikamaður, var í dag
dæmdur i árs fanglesi, fundinn
sekur um að hafa bitið nefið af
vini sínum, John O’Dea, þegar
þeir lentu i snörpum orðahnipp-
ingum fyrir nokkru. Nefið fannst
síðar á gangstéttinni og tókst
læknum að græða það aftur á
John.
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐENU