Morgunblaðið - 30.11.1975, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1975
37
Meistari Jakob ★ ★
EmmanueUe ★
Lögreglumaöur/373 ★ ★
Nœturmyrkur Pasolinis
kvik
munl
/ídflA
SÆBJÖRN VALDIMARSSON
MEISTARI JAKOB * *
NÝJA BIÓ.
Þrátt fyrir nokkrar hressileg-
ar hláturgusur á stangli fæ ég
ómögulega skilið hvernig í
ósköpunum stóð á því að þetta
var ein vinsælasta gamanmynd-
in á meginlandinu á sfðasta ári.
Mikið er raunar af smá-
bröndurum en fæstir þeirra
eru þess megnugir að erta
hláturtaugarnar svo neinu
nemi.
Þess ber þó að gæta að mynd-
' in er stórskemmd af enska
talinu sem „dubbað“ er inná
hana. Látæði, málfar og öll
framkoma burðaráss myndar-
innar, Louis De Funes, er með
svo miklum eindæmum og al-
frönsk, að enskan hreinlega
sker í eyrum. Við skyldum nú
aldrei verða orðin svo „vest-
ræn" vegna yfirgnæfandi
fjölda engilsaxneskra mynda á
íslenzkum markaði, að við
hlæjum helzt ekki nema að
amerískri fyndni?
S.V.
HVERSVEGNA ALLT
ÞETTA UMTAL?
EMMANUELLE *
Frönsk, frá 1974. Gerð eftir
samnefndri skáldsögu
Emmanuelle Arsan, leikstjóri
Just Jackin, aðalhlutverk
Sylvia Kristell.
Það sem að E. hefur til síns
ágætis er fyrst og fremst hinn
hrífandi, sakleysislega
eggjandi persónuleiki „leikkon-
unnar“ Sylviu Kristell. Þokka-
leg kvikmyndataka í fögru um-
hverfi í Thailandi, (minnir þó
alloft á væmnar sjónvarpsaug-
lýsingar, enda höfðu það verið
einu viðfangsefni leikstjórans
til þessa), svo og kitlandi
kroppar kvennanna. Þar fyrir
utan er myndin hálfgert
prump, efnisþráðurinn bág-
borinn ogtilgangur hennar ber-
sýnilega sá einn að auðga fram-
leiðendurna, sem hefur og
dável tekizt.
Fyrir nokkru barst mér í
hendur hin þekkta, franska
ástalífssaga TEH STORY OF O,
sem af mörgum (þ.á m. Graham
Greene) er talin ein af hinum
sígildu verkum klámbókmennt-
anna. Mértii nokkurrar ánægju
las ég fyrir skömmu að
sýningar væru hafnar á kvik-
myndagerð bókarinnar og að
henni stæðu sömu aðilar og E„
þ.e.a.s. þau Kristell og Jackin.
Efni þeirrar furðulegu ástar-
sögu er það mergjað að kvik-
myndin THE STORY OF O er
flokkuð undir „hard core
pornography", en Emma þykir
ósköp bragðdauf útí hinum
stóra heimi og fékk því
„softcore“ stimpilinn. Hér á
landi þykir hún svo djörf að
klippa verður úr henni atriði,
sem í rauninni var sauðmein-
laust, tveir álfakroppar að gæla
hvor við annan. Nær hefði
verið að „týna“ atriðinu þar
sem Emma sleikir svitann af
Fippanum, en það er náttúrlega
smekksatriði.
Það mætti segja mér að ein-
mitt THE STORY OF O yrði
tímamótamynd hérlendis,
fyrsta raunverulega djarfa
myndin sem birtist í íslenzku
kvikmyndahúsi, þrátt fyrir
vammir og vol pipraðra ráða-
manna.
Sjáum nú bara til.
S.V.
HÁSKÓLABIÓ
LÖGREGLUMAÐUR/
373 if if
Einn harðsoðnasti leynilög-
reglumaður sem starfað hefur í
New York-borg hét Eddie Egan
og varð heimsfrægur af þeim
afrekum sínum sem kvikmynd-
uð voru i THE FRENCH
CONNECTION (þar fór Gene
Hackman með hlutverk hans.).
L. 373 segir frá lítt þekktari
hreystiverkum garpsins, en
þess má geta að honum var
vikið frá störfum fyrir fullt og
allt vegna drápsins á samstarfs-
manni hans, og sýnt var i lok
myndarinnar T.F.C.
Einn stærsti kostur myndar-
innar er að hér fer Eddie Egan
með stórt hlutverk, þó ekki
leiki hann sjálfan sig. Því
virðist myndin aldrei fjarri
gráum, miskunnarlausum sann-
leikanum, hér er maður fyrir
sjónum okkar sem raunveru-
lega upplifði obbann af þessum
ómannlegu atburðum. Og það
má segja leikstjóranum til
hróss að myndin er réttilega
grámuskuleg.
Aftur á móti er söguþráður-
inn dramatiseraður um of og
leikur Duvalls er tæpast nægi-
lega groddalegur fyrir þetta
ruddahlutverk, (minnist bara
Hackmans í T.F.C.) Duvall er
yfirleitt afbragðsgóður t.d. í
THE GODFATHER eitt og tvö,
og sérstáklega í THE GREAT
NORTHFIELD MINNESOTA
RAID. En Verna Bloom (eftir-
minnileg úr blóðveizlu East-
woods, HIGH PLAINS
DRIFTER) er vel niðrá
jörðinni og skilar litlu hlut-
verki með prýði. Og Eddie
Egan er hálf vandræðalegur, —
skyldi hann ekki hafa langað í
aðalhlutverkið?
Sæbjörn Valdimarsson.
NÆTURMYRKUR
PASOLINIS.
Fyrir skömmu gafst mér
kostur á að sjá mynd Pasolinis,
1001 ARABIAN NIGHTS, sem
er að því er ég bezt veit, nýjasta
mynd þessa umdeilda leik-
stjóra. Pasolini var myrtur fyr-
ir fáum vikum, galt hann þar
fyrir öfuguggahátt sinn með
lífinu.
Hérlendis hafa sárafáar
myndir hans verið sýndar, ég
man eftir aðeins þremur i
svipinn. Það eru Svínastían,
MAMMA ROMA OG
THEOREMA. Allar höfðu
myndinar sitthvað til sins
ágætis, Pasolini sýndi fólki
rotnari hliðina á tilverunni um-
búðalaust. Hórur og mellu-
dólgar, þjófar og öfuggar voru
gjarnan söguhetjur mynda
hans. I því umhverfi ólst hann
sjálfur upp og gjörþekkti.
En síðari árin fjarlægðist
Pasolini æ meir raunveru-
leikann. Rangsnúinn hugsunar-
háttur hans setti meiri og meiri
svip á verk þessa gustmikla
leikstjóra. Þau eru m.a. THE
CANTERBURY TALES. (tvær
myndir), THE NIGHTS OF
DECAMERON, 1001
ARABIAN NIGHTS og sú sem
hann vann að er hann lést, THE
201 DAYS OF SODOM. I þeirri
siðastnefndu gekk hann lang-
lengst í sóðaskapnum og er
talið mjög óliklegt að hún fáist
nokkurn timann sýnd á frjáls-
um markaði. Reyndar bendir
fátt til þess í dag að svo verði,
þar sem næstum allri filmunni
var stolið ásamt hluta af
nýjasta listaverki Fellinis,
CASANOVA, úr framköllunar-
stofum TECHNICOLOR í Róm.
En það er Þúsund og ein nótt
þessa ítalska kynvillings og
kommúnista sem ég ætlaði að
fjalla um. Myndin er ærið
sundurlaus og torskilin, sömu
persónunum bregður fyrir
annað slagið myndina út. Efnis-
þráður illfylgjanlegur. Myndin
er að sjálfsögðu vettvangur
fyrir kynrugl Pasolinis. Hér
fara dökkeygir og glæstir Ara-
bapiltar með aðalhlutverkin, og
þrátt fyrir nokkur mök við þel-
dökkar og seiðandi Mára-
stúlkur og bosmamiklar
Bedúinaskvísur virðast þeir
langskotnastir hvor í öðrum.
Ekkert er sameiginlegt hinum
arabísku ævintýrum nema
nafnið.
Alloft þótti mér sem Pasolini
væri að sækja á svipuð mið og
Fellini í myndinni
SATYRICON. Afleiðingin var
aðeins skuggi af verki meist-
arans. Sá broddur þjóðfélags-
ádeilu, sem einkenndi fyrri
myndir Pasolinis, virtist nú bit-
laus orðinn.
Þó brá fyrir glömpum
hnignandi, deyjandi snilli í
surrealistiskum uppstillingum
og einstaka atriði þar sem Paso-
lini virtist helzt vera að skopast
að sjálfum sér.” Ef til vill er
Pasolini enn eitt dæmið um enn
síhnignandi andlegt heilsufar
Rómverja.
Þegar ég gekk útaf þessari
einkennilegu sýningu inní
kvöldblæ Ipswich-borgar,
iðandi af lífi, gerðist sú
spurning ágeng:
— Hvert stefndi lista-
maðurinn sem skóp
ACCATTONE, TIIE GOSPEL
ACCORDING TO ST.
MATTHEW, var talinn bezta
ljóðskáld Italiu sinnar samtiðar
og frábær rithöfundur, hvers
vegna?
Sæbjörn Valdimarsson.