Morgunblaðið - 30.11.1975, Síða 44

Morgunblaðið - 30.11.1975, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÖVEMBER 1975 Hjalti húsmannssonur Þegar konungssonur fór að hátta, setti hann hringinn upp í sig. en bráðlega tók hann að hrjóta heldur hátt og hrökk þá hringurinn ofan í hann. Vaknaði hann við þetta og hóstaði svo harkalega að hringurinn hrökk aftur upp úr kverkum hans og langt út á gólf, en þá var rottan ekki sein á sér, greip hringinn og hljóp með hann út að holunni til kattarins, sem þar beið eftir henni. En meðan þetta gerðist, hafði konung- urinn komið auga á Hjalta og var ekki seinn á sér að láta setja hann í dýflissu og dæma hann til dauða, þ.ví hann hefði gert dóttur hans háðung og hneisu, sagði hann og skyldi nú Hjalti líflátinn að þrem dögum liðnum. Var Hjalti lokaður- inni í dimmum klefa í turni einum. Kött- urinn var að snuðra kringum turninn með hringinn, til þess að vita, hvort hann gæti ekki komist inn til Hjalta með hann. En allt í einu kom örn fljúgandi, læsti klónum í köttinn og flaug með hann út yfir sjóinn. Þar kom fálki og réðist á örninn, svo hann sleppti kisu og fór að fást við fálkann, en þegar kisa datt í COSPER lcospta hann kann að hafa falið sig f klæðaskápn- sjöinn, kom að henni svo mikill vatns- skelkur, að hún sleppti hringnum, sem óðar sökk til botns, Synti svo kisa í land og hristi sig duglega á ströndinni, en þá kom að henni hundurinn, sem húsbóndi Hjalta hafði einnig keypt handa honum, og sagði þá kötturinn: „Æ, hvernig á ég nú að fara að? Nú er hringurinn horfinn og þeir eru búnir að dæma hann Hjalta til dauða?“ Og kisa hágrét og bar sig aumlega. ,,Ó, það veit ég nú ekki,“ sagði hundur- inn, en „en hitt veat ég, að mér er svo illt í maganum að ég veit ekki hvað ég á að gera.“ ,,Þá hefir þú étið eitthvað óheilnæmt," sagði kötturinn. „Ekki veit ég nú til þess að ég hafi étið neitt annað nýlega, en dauðan fisk, sem ég fann á floti hérna í sjónum.“ „Kannske fiskurinn hafi gleypt hring- inn og ekki þolað gullið og þú þolir það ekki heldur,“ sagði rottan, er þar var komin, hún hafði farið í humátt á eftir, þegar hún sá örninn fljúga burt með kisu. „Það getur svei mér verið,“ sagði hundurinn, en hvað gagnar það honum Hjalta?“ „Ég skal bara fara ofan í þig og sækja hringinn," sagði rottan, „ég þarf ekki stóra smugu að fara eftir, og ef hringur- inn er í maganum á þér, þá skal ég finna hann. Svo fór rottan upp í hundinn og alla leiö niður í maga, og þótt seppa liði ekki sem best á meðan, þá fann hún nú hringinn og kom með hann aftur. Svo báru þau ráð sín saman og hundur- inn var hissa á að kettinum skyldi ekki hafa hugkvæmst að reyna að klifra upp turninn og vita hvort hann fyndi ekki holu, þar sem hann gæti laumað hringn- um inn til Hjalta. — Þetta reyndi kisa svo, og það tókst, og um leið og Hjalti fékk hringinn óskaði hann að turninn rifnaði í tvennt. Svo óð hann inn til konungshjónanna og lét dynja á þeim skammirnar fyrir alla þeirra klæki. Kon- ungur var ekki lengi að kalla á marga hermenn og skipaði þeim að taka Hjalta, en hann var þá ekki seinn á sér að óska, að allir hermennirhir væru á kafi upp undir hendur í keldunum í fúamýrinni upp undir fjallinu og þar átti hver þeirra nóg með sig. Þegar Hjalti var búinn að segja kónga- Ég verð fylgdarmaður vkkar á þessum gíraífaveiðum. talar heldur páfagaukurinn sem er búktalari. N Ég á við vissa erfiðleika að stríða líka, því kvennabúrið mitt skilur mig ekki. Er ekki upplagt fyrir þig að æfa þig í að stoppa í sokkana mína áður en við giftum okkur? 1 veizlu í Lundúnum sat ung- ur lávarður, sem var heldur leiðinlegur á móti listamann- inum VV'histler. Þeir töluðust ekkert við, en loks sneri lávarð- urinn sér að Whistler og sagði: — A ég að segja vður, herra VVhistler, ég ók framhjá bú- garði yðar í gær. — Þakka vður fvrir, sagði Whistler, þakka yður kærlega fyrir. X Fjöldi manns kemur árlega til Mount Vernon, bústaðar George Washingtons. Dag nokkurn kom þangað spjátr- ungslegur, ungur Englend- ingur. Hann hitti gamlan mann, Shep Wright að nafni, sem hafði lengi séð um hirð- ingu garðsins umhverfis bú- garðinn. — Nei, sko, sagði Eng- lcndingurinn, ég sé að Georg gamli hefur fengið þessa lim- girðingu frá Englandi. Gamli maðurinn leit rann- sakandi augum á unga mann- inn, var þögull um stund, en sagði síðan: — Já, það er rétt — og það er ekki það mesta. Hann fékk allt þetta blómlega land frá Bret- um. X Fátækur Þjóðverji kom eitt sinn til auðugs frænda síns og hað hann um ölmusu. Sá ríki gaf honum fimm mörk. — Hvað, sagði sá fátæki móðgaður, sonur þinn gaf mér tfu mörk. — Það er ekkert að marka það, sagði sá gamli, þorparinn sá á ríkan föður. Morðíkirkjugarðinum Eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjóns dóttir þýddi 47 skynja þetta strax. Það liggur f loftinu. Ef hún þyrði fyrir ofríki móður sinnar, myndi hún sofa hjá hverjum þeim karlmanni sem henni hyðist. — Þó varla Connie Lundgren? sagðí ég vantrúuð. Einar hló. — Ég býst við þér finnist hinn rauðhærði Márten Ifklegri? Ég bendi á að hann hringdi til henn- ar fyrr um kvöldið og ég sé ekki annað en ýmislegt renni stoðum undir að hann sé á einhvern háft flæktur f það sem gerðist á að- fangadagskvöld. Þá rifjaðist dálftið upp fyrir i»ér. — Já, það er líka alveg rétt og Susann sagði ósatt á einhverjum punkti. þegar hún var að lýsa gönguferðinni heim til sfn á að- fangadagskvöld. Það hefur kannski verið Márten sem hún hitti... Faðir minn andvarpaði. — Mér hafði nú reyndar skilizt að það væri glæsikonan Barbara sem færi á stefnumótin mcð Márten Gustafsson? Þetta var meira en nóg til að áhugi Einars á Susann hjaðnaði verulega. — Já. Hvar er Barbara? spurði hann skyndilega. — Ilún hefur ekki sézt sfðan við kvöldverðar- borðið. — Ég býst við, sagði faðir minn, — að hún sé að tala við Tord undir fjögur augu uppi f vinnuherberginu. En ég varð ailt f einu gripinn hinum mesta leiða á öllu þvf sem viðkom þokkafullum Ijóskum. — Mér finnst nú reyndar að cf einhver er illa flæktur f þetta mál hljóti það sannarlega að vera Bar- bara. Hvers vegna reynir enginn að harka neitt upp úr henni? Við vitum að hún hefur gerzt sek um fjárdrátt... að hún var til þess fús að giftast Motander forstjóra sem var meira en tuttugu árum eldri en hún, að Ifkindum aðal- lega til að komast yfir peningana hans. Við vitum Ifka að hún er ákaflega hirðulaus f peningamál- um. Er nokkuð óeðlilegt f þeirri hugsun að hún hafi sfðast látið sér detta f hug að stela kirkju- gripunum til að útvega sér enn meiri peninga? Og hvað f ósköpunum var hún að gera útf f kirkjugarði klukkan hálf sex á aðfangadagskvöld cf það var ekki... Ég beit á vör mér og þagnaðí skyndilega. f>rjú pör af augum störðu á mig. Augnaráð Einars og Christer báru vott um ósvikna undrun, faðir minn var spyrjandi. — Ég... ég er vfst að verða þreytt... stamaði ég eymdarlega. — Ég er farin að rugla öllu saman. Ég skammaðist mfn óhemju mikið fyrir að ég hafði óvart Ijóstrað þvf upp að ég hefði legið á hleri og heyrt samræður föður mfns og Tords. Ég hafði aldrei verið jafnfegin að sjá Hjördfsi Hoim og þegar hún birtist nú þarna f stofunni. Samræður okkar beindust að hlutlausari efnum og ég vonaði að faðir minn myndi gleyma þessu. Það gerði hann reyndar en það stafaði eingöngu af þeim ægilegu athurðum sem gerðust stuttu sfðar. Við ætluðum að drekka kaffi klukkan nfu og tuttugu mfnútur fyrir nfu gekk ég upp á herbergi mitt til að snyrta mig og hafa fataskipti áður en nýja árið gengi f garð eftir fáeina klukkutfma. Ég klæddi mig úr svörtu dragt- inni minnf og fór f gulan og glað- legan bómullarkjól, greiddi mér og málaði á mér varirnar. Svo siökkti ég I jósið f gestaher- berginu og gekk fram f ganginn. Eitthvað undarlegt hugboð fékk mig til að ganga að einum glugganum og stara f st jörnulaust gamlárskvöldið. (Jtiljósið var kveikt og f Ijósgeislanum sem féll út f þétt myrkrið uppgötvaði ég mér til óblandinnar undrunar litla hvftklædda veru sem gekk einörðum skrcfum frá húsinu. Ég veit ekki hvað ég var að hugsa, þegar ég þaut niður stigann og fram f forstofuna, smeygði með eldingarhraða á mig stfgvélum og greip pelsinn minn og kastaði honum yfir mig og hljóp út á eftir henni gegnum hliðið og inn f niðdimman kirkju- garðinn. En án þess að ég vissi eiginlega hvernig það vildi til hvarf hún skyndiiega f myrkrið og ég var eín, umkringd óhugnan- legri kyrrð kirkjugarðsins. Ég reyndi að hrópa nafn hennar en rödd mfn varð að hvfsli og ég gat ckki gert aðra tilraun. Það var alveg sama hvert ég sneri mér ég sá ekk«rt annað en skugga trjánna og legsteinanna. Hjartað barðist svo ótt f brjósti mér að ég hélt það væri að springa. Alls staðar fannst mér ég sjá skugga sem hreyfðu sig f kirkjugarðinum og ég varð gripin ofboðslegri skeifingu. Voru ein- hverjar iifandi verur á kreiki hér f garðinum. Var morðinglnn sem hafði lyft öxinni til höggs og reitt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.