Morgunblaðið - 30.11.1975, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NOVEMBER 1975
Áttrœður:
Jón Guðmundsson
frá Stóra-Laugardal
1 dag er vinur minn, Jón Guð-
mundsson frá Stóra-Laugardai í
Tálknafirði, áttræður. Auðvitað
er álitamál hvort eða á hvern hátt
aðrir eiga að blanda sér í jafn
einkalegt málefni sem afmælis-
dagur er í lífi manna. En eftir
langa og góða samfylgd er freist-
andi að nota slíkt tækifæri til
stuttrar upprifjunar og til að
þakka fyrir sig. E.t.v. er afsakan-
legt að gera þetta f opnu tilskrifi,
telji menn sig vita, að margir
fleiri hugsi eitthvað svipað — og
þá afsökun hefi ég.
Sem Iítill patti, nýlega farinn að
vappa um, man ég eftir Jóni.
Hann var þá fulltíða maður og í
hópi þeirra karla, sem ég leit
fljótlega til með mestri lotningu
— formaður á eigin báti — hafði
reyndar verið formaður frá
sautján ára aldri.
Því miður var ég heldur seint á
ferðinni til að geta kynnzt smá-
bátaútgerð þessara kappa nokkuð
verulega af eigin raun. Þó sá ég
sitthvað af tiltektum þeirra og
vinnubrögðum og nóg til þess að
þeir hafa ætið skipað heiðursess í
huga mínum.
Sannarlega virtist ekki árenni-
legt að sækja sjó við aðstæðurnar,
sem þeim voru búnar — á þessum
litlu veikburða fleytum: Hafnlaus
og löngum brimgirt ströndin —
og þetta stóra opna haf. Mest
fannst mér til um brimið. Þegar
ég horfði á lendingar í úfnum sjó,
óttaðist ég oftar en ekki að bátur-
inn færi yfirum, eða þá flatur og
ylti. Fyrir kom að ég sneri mér
undan og ætlaði naumast að þora
að líta við. En sem betur fór var
ótti minn jafnan ástæðulaus —
báturinn stakkst ekki á endann,
né heldur fór hann flatur og valt.
Löngu seinna sagði einn af
ræðurunum á svona báti í mín
eyru, að þegar faðir sinn hefði
stjórnað löngum og erfiðum brim-
róðri þarna við ströndina, hefði
hann ekki verið manni líkur
heldur villidýri. Ég man að mér
þótti einkennilega að orði komízt,
en skildist brátt, að einmitt svona
hlaut þetta að hafa verið —
maðurinn og villt náttúruöflin
nánast eitt — öðruvísi gat þetta
ekki blessazt.
Margt hefi ég heyrt og lesið um
íslenzkar sjóhetjur. Hefir mér
löngum fundizt að brotalamir
væru þar nokkrar, virtzt sem
hetjuskapurinn væri æði oft
mældur við svaðilfarir og hrak-
föll hámarkið e.t.v. fólgið í því að
hvolfa undir sér bátnum og
skreiðast á kjöl, kannski einn
af áhöfninni, eða sigla í stand
og bjargast með harmkvælum
Engar slíkar hetjusögur
kann ég að segja af Tálkn-
firðingum, enda reyndist sjó-
sókn þeim ekki hættulegri en
svo, að slys voru nánast óþekkt í
útvegi þeirra, í þ.m. svo lengi sem
ég hefi spurnir af. Munu þó fáir
hafa talið þá öðrurm deigari í
sókninni. Virðist mér einsýnt að
þar í byggð hafi verið landlæg sú
menning, sú þekking á umhverf-
inu, landi, Iofti og sjó, sem út-
heimtist til að lifa við þennan
fjörð án þess lífsbjörgin kostaði
fleiri eða færri mannslíf. Fyrir
slíka umgengnishætti við strönd
og sjó sýnist mér að Tálknfirð-
ingar sem og aðrir farsælir sjófar-
endur okkar, eígi inni viðurkenn-
ingarorð í sögunni, og lengi hefir
mér virzt tfmabært að endurskoð-
að væri rækilega sjóhetjuhugtak
okkar.
Þeir fiskuðu oft mikið þessir
karlar, enda fóru þeir ekki í graf-
götur um hvar hann hélt sig „sá
guli“, auk þess sem þá var ekki
enn farið að draga nót tortím-
ingarinnar um flóa og rif. Kappið
var líka mikið og ríkur metnaður-
inn. Stundum slettist upp á vin-
skapinn — þá sagði skapið til sín
og hækkaði rómurinn; kannski
fékk saklaus borðstokkur að
kenna á skorðu eða goggi I
áherzluskyni við vel valin orð!
Þetta voru traustabrestir í inn-
viðum annars innilegrar
1
sambúðar — og krydd í lífsins
sósu! Og metnaðurinn elti þá í
land. Ég sá þá spila ,,Lomber“ og
tók eftir hvernig þorskarígurinn
var með í hverju einasta spili!
Þaö þótti mér skemmtilegt.
Annars hefi ég aldrei kynnzt
elskulegri og dagfarsprúðari
mönnum né skemmtilegri. í landi
var fjörugt mannlíf; heimilin
mannmörg, störfin fjölbreytt og
auðvitað óþrjótandi. Líka voru
skemmtanir, og er ein allra fyrsta
minning mfn bundin við eina
slfka, en þá var ég látinn í poka og
borinn ásamt öðru hafurtaski til
jólafagnaðar að Bakka, í frosti og
hríð! Þá var ekki búið að finna
úpp kynslóðabilið en talið sjálf-
sagt að allir aldursflokkar færu
saman að skemmta sér, ef ekki
gangandi, þá í pokum, ef illa við-
raði! Stóðu slíkar skemmtanir
kvöldið allt og nóttina með, unz
dagur rann, og þótti engum langt,
þó svefn kunni að hafa sótt á
pokafólkið þegar á leið!
Kirkja var að Stóra-Laugardal
og mér fannst sport að fara
þangað, þó aðrir færu náttúrulega
með öðru hugarfari. Var kirkjan
vandað hús og fallegt, en hana
hafði einmitt afi Jóns, Guðmund-
ur bóndi Jónsson, látið byggja
fyrir eigið fé, eftir að kirkju-
sjóðurinn, sem til byggingarinnar
skyldi ganga, var farinn ,,á
flakk“. Hefir Jón tekið ástfóstri
við kirkju þessa og m.a. stofnað
sjóð henni til halds og trausts — í
minningu sinnar yndislegu eigin-
konu, Halldóru Kristjánsdóttur
frá Sellátrum, en henni varð hann
að sjá á bak fyrir sautján árum.
Ég hefi freistað þess að lýsa í
örfáum dráttum umhverfi því,
sem fóstraði Jón Guðmundsson,
mótaði skaphöfn hans, efldi
manndóm hans og metnað, grund-
vallaði lífshorf hans og farsæld í
störfum — og sem einnig var
starfsvettvangur hans á blöma-
skeiði ævinnar. Tel ég mig enda
fara nærri um, að ekki sé annað
umhverfi né tímaskeið honum
hugstæðara. Vissulega var hann
vel í stakk búinn, þegar hann
hlaut mannaforráð á sjónum,
enda farnaðist honum vel. Ekki
vissi ég til að nokkuð sérstakt
kæmi til hjá honum, eins og sagt
er — hann varð m.ö.o'. ekki
rómaður af hrakföllum. Aftur á
móti aflaði hann vel og stundum
með ólíkindum. Mikið kapp með
forsjá — sem vel hefðu getað
verið einkunnarorð hans — glögg-
skyggni hans og síðast en ekki sízt
valinn maður í hverju rúmi —
skipaði honum í fremstu röð fiski-
manna við fjörðinn og þó viðar
væri horft. Hann mun fyrstur
manna á þessum slóðum hafa sett
vél í bát sinn, en það jafngilti
byltingu í aðbúð og möguleikum,
því auk þess að létta af stritinu
við árarnar, gerði það kleift að
færa sig úr návíginu við brimið og
fjölga róðrardögunum.
Þó við Jón værum ekki lengur í
Tálknafirði, höfum við oftast
verið í kallfæri hvort við annan,
fyrst á Patreksfirði en síðan í
Reykjavík. Reyndar hafa sam-
skipti okkar orðið nánari síðari
árin; aldursmunur setti þeim eðli-
leg takmörk framan af, en ein-
hvern veginn virðist sá munur
hafa minnkað heilmikið með
árunum, náttúrlega vegna þess
hvað Jón eltíst miklu hægar
heldur en ég og flestir aðrir!
Ég hafði tækifæri til að fylgjast
með Jóni árin, sem hann rak fisk-
verzlun hér í borginni — hvernig
hann valdist til forustu í sam-
tökum fisksala og hvernig hann
rækti þann trúnað af einbeitni
þrautseigju og hreinlyndi eins og
allt annað, sem hann hefir lagt
hug og hönd að. Einnig vissi ég
hvern hlut hann átti f framfara-
sporum, sem stigin voru f málefn-
um stéttar hans á þeim árum. Og
enda þótt áframhaldið yrði, því
miður, öðruvísi en hann hugsaði
sér og hefði kosið, mun sízt við
hann að sakast um það.
Margháttaðrar hamingju hefir
Jón notið um ævina og ber þar
auðvitað hæst samfylgdina með
Halldóru og mikið barnalán.
Óvenjulegt þrek og heilbrigði
hefir gert athafnaþrá hans kleift
að njóta sfn allt til þessa.
Vammleysi hans, glaðværð og rík
þörf fyrir að blanda geði við fólk
hefir aflað honum vinsælda
meðal margra samferðamanna.
Hann getur því á þessum tíma-
mótum litið með gleði yfir sinn
langa veg, og með góðri samvizku.
Er slíkt ærið tilefni til hamingju-
óska honum til handa, börnum
hans og öðru skylduliði.
Fátt er betra en vinátta góðra
manna. Ég þakka Jóni alla góð-
vild hans og órofa tryggð við mig
og mitt fólk. Vonandi njótum við
þess enn um sinn, enda ellimörk
lítt áberandi hjá honum enn sem
komið er. Megi heilbrigði og gleði
fylgja honum á nýjum áfanga.
30. nóvember 1975.
Kristján Gfslason.
— Jón tekur á móti gestum á
heimili dóttur sinnar og tengda-
sonar í Goðheimum eftir kl. 8 í
kvöld.
— Hjúkrunar-
deild
Framhald af bls. 48
ráðinn yfirlæknir hinnar nýju
deildar í Hátúninu. Páll kvað þó
þegar Ijóst að verulega mundi
muna um þessa nýju deild, þar eð
hún væri jafnstór lyflæknisdeild
Borgarspftalans og stærri en
Grensásdeildin.
VEGNA umræðna á Alþingi um
auglýsingar í Ríkisútvarpinu um
útifundinn á Lækjartorgi
þykir Morgunblaðinu ástæða til
að birta f heild reglurnar almenn-
ingi til glöggvunar:
Reglur
um flutning auglýsinga
í hljóðvarpi
1. gr.
Rikisútvarpið tekur auglýsing-
ar til flutnings í hljóðvarpi. Skal
þess gætt, að þær séu látlaust
orðaðar, lausar við skrum og
hæpnar fullyrðingar, en segi það
eitt, sem er satt og rétt í öllum
greinum.
5. gr.
Auglýsingum skal um efni og
lengd haga samkvæmt óskum
auglýsanda eftir því sem unnt
reynist. Þó skal hafna agglýsing-
um, ef á þeim eru eftirfarandi
annmarkar:
1. Ef auglýsing brýtur í bága við
íslenzk lög.
2. Ef auglýsing (eða heiti auglýs-
anda) er mengað ádeilu eða
málaflokka, stefnur f almenn-
um málum, félagsheildir,
stofnanir eða einstaka menn.
3. Ef auglýsing brýtur í bága við
almennan smekk eða velsæmi.
4. Ef auglýsing er ekki á réttu,
fslenzku máli.
5. Ef auglýsa á áfengi eða tóbak.
6. Ef auglýsa á peningalán,
hjónabandsmiðlun, hverskon-
ar spádóma eða dulrænar
lækningar.
7. Ef flytja á afmæliskveðjur til
einstakra manna.
Auglýsingaskrifstofu er heimilt
að gera breytingár á texta auglýs-
ingar, ef nauðsynlegar eru til þess
að hún samrýmist þessum regl-
— f ráði
Framhald af bls. 2
frystihússins ætíð gengið sæmi-
lega og verið fyrir ofan núllið, svo
að það er ekki fyrr en í ár að
tekur að síga á ógæfuhliðina að
ráði.
Erfiðleika frystihússins má að
miklu leyti rekja til skuttogarans
Rauðanúps sem reynzt hefur
okkur svona óhagstæður I rekstri.
Togarinn er þó talinn af hag-
kvæmustu gerð — 500 tonna
japanskur skuttogari — og hann
er látinn brenna svartolíu. Hins
vegar á hann líklega lengst allra
togara að sækja á miðin vegna
þess hversu þorpið liggur illa við
þeim og t.d. í brælu þegar flestir
aðrir togarar geta siglt inn og
landað verður hann að leita vars
og bíða veðrið af sér.
Togarinn landaði hér síðast
fyrir tveimur dögum alls um 65
tonnum og ætti það að endast þar
til uppsagnirnar taka gildi. En
vonandi tekst að finna lausn á
þessum fjárhagsörðugleikum
fyrir þann tíma, þannig að ekki
þurfi til atvinnuleysis hér að
koma af þessum sökum.
— Helgi.
— Saga
Framhalrl af hls. 2
Hansson prófessor og Þorbjörg
Bjarnar Friðriksdóttir M.A., en
hún var tilnefnd af stofnendum
sjóðsins. Bókaútgáfa Menningar-
sjóðs hefur aðalumboð fyrir rit-
verkið og sér um dreifingu þess,
en ritstjóri er Heimir Þorleifsson.
Mjög hefur verið vandað til allr-
ar gerðar bókarinnar um sögu
Reykjavíkurskóla, og hefur Helga 1
B. Sveinbjörnsdóttir auglýsinga-
teiknari séð um útlit hennar og
teiknað skýringamyndir. Bókin er
sett og bundin í prentsmiðjunni
Hólum en offsetprentuð í prent-;
smiðjunni Grafík. Bókin er 2961
síður að stærð 1 stóru broti og í
henni eru hátt á fjórða hundrað j
myndir og teikningar. Heimilda- j
skrá og nafnaskrá stúdentsmynda I
fylgja, og eru í nafnskránni rúm- ,
lega 6100 nöfn. 1 síðari bindum af |
sögu Reykjavíkurskóla verður
um, enda skulu breytingarnar
gerðar í samráði auglýsanda. Ef
ekki næst til auglýsanda, skal
auglýsingu skotið á frest eða hún
felld niður fremur en að efni
hennar sé verulega raskað eða
gildi hennar rýrt án samþykkis
hans.
6. gr.
Gæta skal þess stranglega, að
auglýsingar frá stjórnmálaflokk-
um eða stjórnmálafélögum eða
auglýsingar í þágu slíkra samtaka
séu með öllu lausar við áróður eða
árásir.
fjallað um skólalif og skóla-
venjur, félagslif, skáldskap og
leiklist í skólanum.
50 þúsund kr.
stolið frá
ungum pilti
50 þúsund krónum var stolið
s.l. föstudag frá 16 ára pilti
sem vinnur hjá Landmæling-
um rfkisins, Laugavegi 176.
Hafði pilturinn fengið útborg-
að þá um daginn og geymdi
peningana í veski sem var í
jakka hans. Það er vissulega
bagalegt fyrir þennan unga
pilt að missa mánaðarkaupið
sitt núna þegar jólamánuður-
inn fer f hönd, og eru það
tilmæli rannsóknarlögregl-
unnar að allir þeir scm ein-
hverjar upplýsingar geta gcfið
hafi samband við sig.
Þorskalifur hent 1
sjóinn því enginn
finnst kaupandinn
Siglufirði 27. nóv.
IIÉR ERU hálfgerð vandræði, þvf
Sfldarverksmiðjur rfkisins, sem
hafa keypt þorskalifur af bátun-
um undanfarin ár, hafa hætt þvf.
Er nú allri lifur hent þvf enginn
er kaupandinn og þykir mönnum
þetta hálf súrt f broti þvf um er að
ræða rfkisfyrirtæki og hér eru
verðmæti að fara forgörðum. —m.j
Slysið í Kópavogi
MORGUNBLAÐIÐ aflaði sér f
gær upplýsinga um Ifðan mann-
anna, sem lentu f bflslysinu f
Kópavogi f fyrrakvöld. Þeir
reyndust allir vera meira og
minna slasaðir. Einn farþeginn
var úr mjaðmalið og auk þess
skorinn á hálsi og andliti, annar
farþegi var með brákaðan ökkla
og sá þriðji fékk mikið höfuðhögg
og var látinn dvelja á gjörgæzlu-
deild Borgarspftalans f fyrrinótt.
Hann hefur nú verið fluttur á
aðra deild. Ökumaður bifreiðar-
innar kjálkabrotnaði.
Slíkar auglýsingar mega vera:
1. um fundi eða aðrar samkomur
og má þá nefna fundarstað og
tíma, ræðumenn, fundarefni
(sbr. þó 1. mgr.)
2. um skrifstofur, heiti skrif-
stofu, stað og símanúmer; og
3. leiðbeiningar til kjósenda um
kosningu t.d. utan kjörstaðar.
Auglýsingar um efni blaða,
tímarita, bæklinga eða bóka skulu
vera með öllu lausar við áróður
eða árásir.
ö-
lcefood
ISLENZK
MATVÆLI
Hvaleyrarbraut 4—6, HafnarfirBi.
o ^
Eigum
fyrirliggjandi:
.o
REYKTAN LAX
GRAVLAX
REYKTA SÍLD
REYKTA ÝSU
REYKTAN LUNDA
HÖRPUFISK
Tökum lax í reykingu ___
og útbúum gravlax. V
Kaupum einnig frosinn lax til reykingar.
Sendum [ póstkröfu
VAKÚM PAKKAÐ EF ÓSKAÐ ER.
íslenzk matvæli
Sfmi 51455
k
Reglurnar um aug-
lýsingar 1 útvarpi