Morgunblaðið - 02.12.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.12.1975, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1975 18 Er stiórn HSÍ hafin yfir gagnrýni? S.L. föstudag birtist í einu dag- blaðanna viðtal við formann Handknattleikssambands íslands, Sigurð Jónsson, sem vakið hefur furðu og umtal þeirra er lesið hafa. Fyrirsögn greinarkorns þessa er: „Tætt niður — en ekki bent á neinar úrbætur," og beinir formaðurinn þar spjótum sínum fyrst og fremst að þeim íþrótta- fréttamönnum sem náðarsamleg- ast hafa ekki verið samniála honum og stjórn HSI að undan- förnu hvað varðar þjálfun og skipulag landsliðsmála í hand- knattleik hérlendis. Eru íþrótta- fréttamenn bornir mjög þungum sökum í grein þessari, m.a. þeim að persónulegar ástæður ráði því að mál þessi hafa verið gagnrýnd, svo og að þannig hafi verið ráðist að landsliðsþjálfara og landsliðs- nefndarmanni að þeir hafi haft mannskemmdir fyrir. Ekki rök- styður þó formaðurinn þessa alvarlegu sleggjudóma sína. Sig- urður Jónsson, sem formaður eins stærsta sérsambands Islands, get- ur ekki látið hafa eftir sér annað eins og þetta, án þess að þurfa að standa fyrir máli sínu. Rauða þráðnum í orðum for- mannsins í viðtali því er hér um ræðir, má annars bezt lýsa með orðum sem finna má í hinni helgu bók, Biblíunni: „Ilrósi ég mér ekki sjálfur, mun min dýrð engin.“ Allt frá upphafi viðtalsins til enda er formaðurinn að reyna að rökstyðja hversu vel hafi verið að málum staðið hjá HSl og hversu undirbúningur landsliðs- ins sé nú góður — „Ég man ekki eftir öðrum eins undirbúningi í sambandi við einn leik ólympíu- leikinn við Júgóslava, sem verður 18. desember — og hefur verið nú fram að leiknum. Þó hef ég verið í þessum málum og fylgzt með þeim um langt árabil," er haft eftir formanninum í viðtalinu, og þegar lengra er lesið verður ekki annað séð en að hann meini það sem hann segir þarna í fullri alvöru, en ekki sé um grín að ræða, eins og virðist við fyrstu sýn. Það má vel vera rétt hjá for- manninum, sem segir í fyrirsögn að viðtalinu, að ekki hafi frá hendi þeirra sem gagnrýnt hafa skipan landsliðsmála verið bent á ákveðnar leiðir til úrbóta í þessu efni, og skal undirritaður gera það fyrir sitt leyti hér á eftir, jafnframt því sem viðtalið og um- mæli formannsins í þvi< gefa til- efni til þess að rifja upp ýmislegt sem fram hefur farið i málefnum landsliðsins frá því að hann tók við formennsku í HSl. Sigurður segir, að Islendingar geti ekki hagað undirbúningi sín- um fyrir ólympíukeppnina á sama hátt og Júgóslavarnir, mótherjar okkar gera, og vissulega er það rétt. I Júgóslavíu var ólympíu- liðið valið fyrir alllöngu síðan og það hefur síðan forgang bæði við æfingar og leiki á meðan á undir- búningi þess stendur, en Júgóslavarnir miða hann allan við að þeir komist í lokakeppnina í Montreal og að verja þar titil sinn. En þeir eru alls ekki einir um að hafa hafið undirbúninginn fyrir löngu. Flestar þær þjóðir sem á annað borð taka keppni þessa alvarlega og telja sig eiga möguleika á að komast í loka- keppnina, hófu skipulegan undir- búning þegar fyrir ári, án þess að raska mikið mótakerfi sínu eða öðru því er að félögum lýtur. Og sennilega veit Sigurður Jónsson, sem „fylgzt hefur með þessum málum um langt árabil", að þjóðir þessar álíta það grundvallaratriði að hefja skipulagðar æfingar landsliðskjarna eða hóps snemma og halda honum siðan vel saman til undirbúnings verkefnisins. Af þessu hafa Islendingar einnig nokkra reynslu, er íslenzka liðið var undirbúið undir síðustu Olympíuleika, í Miinchen 1972, og undankeppnina þá. Ef litið er á niðurstöðuna úr því dæmi verður ekki annað sagt en að íslenzka liðið hafi náð góðum árangri. Það tapaði ekki leik í undankeppn- inni, og mætti þó m.a. Norðmönn- um og Pólverjum, og í sjálfri úr- slitakeppni leikanna var íslenzka liðið aðeins hársbreidd frá því að komast í hóp átta beztu. Við næsta stórverkefni sem var heims- meistarakeppnin var svo undir- búningi landsliðsins hagað á svip- aðan hátt og nú er gert; íslenzka liðið fékk þá léttari andstæðinga í undankeppninni en svo fór að það slapp naumlega með skrekkinn og í sjálfri úrslitakeppninni varð árangurinn ekkert til að hrópa húrra fyrir. Spiluðu þar einnig aðrar ástæður inn í. Ef undirritaður man rétt þá var af hálfu HSI skipuð nefnd til þess að gera úttekt á landsliðsmálun- um og tillögur til úrbóta eftir þessa keppni, má þó vera að það hafi verið fyrr, en eitt er víst að í þeirri nefnd átti Sigurður Jóns- son sæti. Nefnd þessi gerði það að tillögu sinni m.a. að framvegis yrði lögð á það áherzla að halda landsliðinu saman og veita því sem mesta samæfingu árið um kring, auk þess sem gengið var svo langt að peningagreiðslur til leikmanna var talin forsenda verulega góðs árangurs. Nú hefur Sigurður Jónsson greinilega tekið sinnaskiptum, en það er skoðun undirritaðs og ábending hans til úrbóta, að þessari stefnu verði fylgt. Þrátt fyrir Islandsmót og annir handknattleiksmanna yrði þess freistað að kalla landsliðið saman til æfinga með ákveðnu millibili og þess freistað að mynda liðskjarna vel samæfðra manna. Þegar Sigurður Jónsson tók við formennsku í HSl lýsti hann yfir því að hann hefði tvö meginmál á stefnuskrá sinni: Að rétta við fjárhag HSI og ráða hingað er- lendan landsliðsþjálfara. Hefur Sigurði og mönnum hans tekizt mjög myndarlega að leysa úr hinu fyrrnefnda, svo myndarlega að mér er til efs að annað eins átak hafi verið gert í fjármálum innan íþróttahreyfingarinnar hér fyrr og síðar. En hið siðarnefnda? I fyrrahaust fengu íþróttafrétta- menn að vita að því miður gæti ekki orðið af ráðningu landsliðs- þjálfarans fyrr en um áramót, en þá kæmi hann líka örugglega. Birgir Björnsson • var ráðinn landsliðsþjálfari til bráðabirgða og sú stefna rikti einnig til bráða- birgða, að æfingar landsliðsins fyrir leiki voru mjög tak- markaðar. Var þvi árangur is- lenzka landsliðsins ekki eins góður í Norðurlandamótinu og vonir stóðu til, en menn sættu sig við það. Hinn erlendi þjálfari sem von var á eftir áramótin myndi færa þessi mál til betri vegar. En tíminn leið og aldrei bólaði á hinum erlenda þjálfara. Birgir Björnsson var með landsliðið áfram, án þess að hafa raunveru- legan starfsgrundvöll. Hans hlut- verk var aðeins að stýra Iiðinu i þeim leikjum sem búið var að ákveða. Loks s.I. vor var blaða- mönnum hóað saman á fund hjá HSI og þeim tilkynnt stefnubreyt- ing sambandsins. — Erlendur þjálfari var ekki lengur lausnar- orðið, heldur fremur það að lang hyggilegast væri að ráða innlend- an þjálfara, og búið að gera slíkt. Reyndar sat Sigurður Jónsson ekki þennan fund, en þar tók hann sinnaskiptum öðru sinni. Það er skoðun undirritaðs að með þessu háttalagi hafi tapast heill vetur við undirbúning landsliðs- ins, þar sem hreinlega var látið reka á reiðanum, frá leik til leiks. Það var tvímælalaust rétt hjá for- manni HSl, það sem hann í upp- hafi greindi frá, að erlendur þjálfari hefði getað hleypt nýju blóði í íslenzkan handknattleik, jafnvel þótt ekki hefði verið um toppþjálfara að ræða. Við höfum dæmi um þetta úr knattspyrn- unni. Þar hafa erlendu þjálfararnir gert stórvirki, jafn- vel fyrir það eitt að þeir eru út- lendingar. Áður en Viðar Simonarson var ráðinn landsliðsþjálfari höfðu mál þessi verið mikið til umræðu hjá stjórn HSl. Henni stóð til þoða sá þjálfari er áður hafði verið með landsliðið og síðan farið í erlendan skóla og m.a. aflað sér þar menntunar á þessu sviði. Er hér átt við Hilmar Björnsson. En Hilmar setti skilyrði fyrir því að taka að sér þjálfunina og þau mun Sigurður Jónsson ekki hafa getað fellt sig við. Skömmu síðar var þó gengið að sömu skilmálum hjá Viðari Símonarsyni. Ekki dettur mér í hug að halda að nokkuð persónulegt hafi verið þarna um að ræða hjá formanninum. Hann hefur vafalaust talið Viðar betri þjálfara, en það er skoðun undir- ritaðs að þarna hafi stjórn HSl misst af þeim þjálfara sem alla vega hafði bezta menntun á þessu sviði hérlendis, auk þess sem hann hafði svo fengið dýrmæta reynslu sem landsliðsþjálfari. Sigurður Jónsson hafði einnig skýrt blaðamönnum frá þeirri stefnu HSÍ, að landsliðsmenn fengju greiðslur vegna æfinga sinna og undirbúnings fyrir undankeppni Olympíuleikanna og var þá helzt að skilja að æfa ætti daglega mikinn hluta sumarsins. En enn einu sinni tók formaður sinnaskiptum. Af þessu varð ekki. Þarna er auðvitað um mjög veigamikið atriði að ræða, en ef til vill erfitt í framkvæmd. Eftir allt þetta var svo ákveðið að undirbúningurinn vegna Júgóslavaleiksins skyldi verða eins og raun ber vitni. Vissulega hlýtur það að vera mjög mikil- vægt að fara í umrædda æfinga- ferð til Danmerkur, þar sem landsliðsþjálfarinn hefur yfir mönnum sinum að ráða á „nótt sem degi“. Þessi æfingaferð verður líka nánast eini undirbún- ingur leiksins. Svo hefur verið í pottinn búið að þær æfingar sem verið hafa til þessa hafa ekki nýtzt sem skyldi, bæði vegna þess að íslenzku leikmennirnir sem dvelja í Þýzkalandi komu ekki nægjanlega snemma til þeirra og eins vegna þess að ekki var gengið úr skugga um hverjir gátu farið til Danmerkur og verið með í undirbúningi fyrir Júgóslava- leikinn. Varð þannig að gera breytingar á landsliðinu, eftir að æfingarnar hófust. Auk alls þessa spilaði svo húsnæðisleysi inn í myndina, og virðist hreinlega ekki hafa verið hugsað fyrir þeim þætti málanna í tíma. Með því er hér hefur verið rakið, telur undirritaður sig hafa bent á nokkrar leiðir sem hann telur að hefðu mátt betur fara í undirbúningi liðsins fyrir hið erfiða verkefni. Þarna er þó ekki um neitt nýtt að ræða, það skal viðurkennt. Sigurður Jónsson hefur haft þetta flest eða allt á stefnuskrá sinni og bent á leið- irnar, en því miður, að mati undirritaðs, hvikað eins langt frá þeim og unnt var að komast. Þá skal vikið að því sem Sig- urður segir í viðtali sínu, að það sé út í hött að halda því fram að HSI geti ráðið þvf hvort íslenzku leikmennirnir í Þýzkalandi leiki með félögum sínum eða ekki eða haft forgöngu i því sambandi. Því hefur mér vitanlega ekki verið haldið fram að HSl hefði getað ráðið neinu í máli þessu, en hins vegar er það skoðun undirritaðs, að HSl hefði tvimælalaust átt að kanna hvort umræddir leikmenn hefðu vilja til þess að leika með landsliðinu áður en þeir fóru, og ef svo hefði verið að fara fram á það að þeir tilkynntu félögum sfnum að íslenzka landsliðið hefði forgang hjá þeim. Ella hefði átt að gefa þessa ágætu leikmenn upp á bátinn, þar sem það er skoðun mín, að sem betur fer hafi íslenzkur handknattleikur yfir það góðum leikmönnum að ráða að þeir gætu fyllt skarð þessara manna, a.m.k. með bærilegri sam- æfingu og þjálfun. Að lokum: Það hefur lengi verið skoðun min, að íslenzkir handknattleiksmenn hafi alla burði til þess að vera í fremstu röð í heiminum í þessari iþrótta- grein, en til þess að svo megi verða þurfum við að miða gerðir okkar, eins mikið og mögulegt er, við hina beztu. Það er það sem ég tel að hafi ekki verið gert af nú- verandi stjórn HSl og fyrir það hef ég gagnrýnt hana. Stjórn HSl hlýtur að hafa veikan málstað ef hún ætlar að svara slíkri gagnrýni með dylgjum um að það sé af persónulegum ástæðum sem menn séu ekki sammála henni, og ef hún skoðar umræður og skoð- anaskipti um mál þessi sem árásir á landsliðsþjálfarann og lands- liðsnefndarmanninn. Steinar J. Lúðvfksson. (Jr landsleik fslands og Júgóslavfu f fyrravetur. Bjarni Jónsson kominn f skotfæri eftir hraðaupphlaup. Tillögur formannsins voru góðar en þeim var bara ekki framfylgt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.