Morgunblaðið - 02.12.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.12.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1975 23 Vörn Breiðabliks galopin eins og svo oft f leiknum og Sölrún nýliði f Valsliðinu, svffur óhindruð inn f teiginn. Breioablik varð Val engin hindrnn BREIÐABLIK varð Val engin hindrun í 1. deild kvenna á sunnudaginn, Valsstúlkurnar sigruðu örugglega 16:7 eftir að staðan hafði verið 8:2 f leikhléi. Að venju var Sigrún Guðmunds- dóttir fremst f flokki hjá Val og skoraði hún 9 mörk í leiknum mörg hver með sannkölluðum þrumuskotum, sem gjörsamlega voru óverjandi fyrir markverði Breiðabliks. Breiðablik saknaði Öldu Helga- dóttur að þessu sinni og hrjáði skyttuleysi Blikastúlkurnar mjög i leiknum. Var leikur liðsins mjög ráðleysislegur lengst af og skoraði liðið ekki mark fyrr en 20 minútur voru liðnar af leiktíman- um, enda varði Inga Birgisdóttir mjög vel í Valsmarkinu í fyrri hálfleiknum. Þegar Breiðablik skoraði sitt fyrsta mark var Valur búinn að gera sjö mörk. Siðari -hálfleikurinn var litt spennandi á að horfa. Urslitin í rauninni ráðin og þó Breiðabliks- liðið léki nú mun betur þá jók Valsliðið eigi að siður muninn í seinni hálfleiknum. Kristin Jónsdóttir var sú eina í liði Breiðabliks, sem komst þokkalega frá viðureigninni en hefur oft leikið betur. Auk Sigrúnar og Ingu i Valsliðinu stóð Elín fyrir sínu að venju i þessum leik og þá sérstaklega í vörninni, Mörk Vals: Sigrún 9, Harpa 4, Elín 2, Oddný 1. Mörk Breiðabliks: Kristín 4, Hrefna, Jóna og Ingibjörg 1 hver. Dómarar voru Theódór Magnússon og Bjarni Gunnarsson og komust þeir vel frá leiknum. - áij Athngasemd frá framkvæmdastjórn ÍSÍ VEGNA blaðaskrifa að undan- förnu varðandi stöðu UMFÍ innan íþróttahreyfingarinnar, vill stjórn I.S.Í. biðja yður fyrir eftir- farandi, hr. ritstjóri: 1. Grein Sigurðar Magnússonar skrifstofustj. ISl er samin og birt f fullu samráði við stjórn ÍSl, enda er samstarf milli stjórnar og starfsmanna það náið, að annað væri óhugsandi. Fullyrðing for- manns UMFl um að skrifstofu- stjórinn skrifi grein sfna í blóra við stjórn ÍSI, fær þess vegna ekki staðist. 2. Stjórn ISl metur mikils hin margvíslegu störf ungmenna- félaganna og UMFl á ýmsum svið- um félagsmála auk sjálfs fþrótta- starfsins og telur að þessi samtök eigi skilið meiri fjárstuðning vegna umsvifa sinna. Það má hins vegar undir engum kringum stæð- um gerast með því að skerða það framlag sem veitt er til iþrótta- hreyfingarinnar og verður íþróttastarf ungmennafélaganna að eiga fulla samleið með annarri íþróttastarfsemi í landinu. Skal í þessu sambandi minnt á það, að fjármagn það sem ÍSI fær til ráð- stöfunar, skiptist milli 27 héraðs- sambanda um land allt og 15 sér- sambanda. 3. Upphaflegar samþykktir Islenskra getrauna kváðu svo á, að ISI væri eignaraðili að 90% og Iþróttanefnd ríkisins að 10%. Fyrir atbeina stjórnar ISI og þá sérstaklega forseta sambandsins, var þvi hins vegar komið til leiðar að eignaraðild var breytt með því að ISl gæfi eftir af sínum hlut til að gera aðild UMFl mögulega. Eftir þá breytingu er eignaraðild- in að Getraunum nú: ISt 70%, UMFl 20% og Iþróttanefnd 10%. Vissulega var þessi breyting gerð með hagsmuni Getrauna einnig í huga. En það skýtur vægast sagt — Torfi Framhald af bls. 22 móts árins, Unglingameistara- móts íslands, sem haldið var á Sauðárkróki síðast í ágúst. Hefðu eitt eða tvö dagblaðanna birt nokkuð af úrslitum án nokkurrar annarrar umsagnar, önnur ekk- ert. Þingið samþykkti eftirfar- andi tillögu með fyrirmælum um að hún yrði send fréttastofum blaða, hljóðvarps- og sjónvarps og einnig samtökum íþróttafrétta- manna: „Sundþing tslands haldið að Hótel Esju 27. september 1975 samþykkir eftirfarandi ályktun: Þingið lýsir óánægju með hvað skökku við þegar formaður UMFI afneitar þeim upplýsingum sem fram komu í grein skrifstofu- stjóra ISl um það, hvernig UMFI varð aðili að Getraunum. Að lokum skal það tekið fram, að það er ekki ætlan okkar að standa í blaðaskrifum um þessi mál, en 'teljum hinsvegar óhjákvæmilegt að framanritað komi fram til leiðréttingar á mis- sögnum f blaðaskrifum formanns UMFt. Með þökk fyrir birtinguna, Framkvæmdastjórn I.S.I. fjölmiðlar hafa verið tregir til að birta fréttir frá sundíþróttinni, jafnvel þó íþróttafréttamönnum hafi verið sendar fréttir skrif- lega “ Það er von sundáhugamanna, að hér væru íþróttafréttamenn- irnir ekki að gera þetta viljandi og vænti þingið því, að hér yrði gerð bót á nú þegar. I stjórn sambandsins næsta ár eru: Torfi B. Tómasson (formaður), stefán Stefánsson, Siggeir Sig- geirsson, Irmý Toft og Hreggvið- ur Þorsteinsson. I varastjórn sitja: Guðmundur Gíslason, Pétur Kr. Jónsson og Sigrún Siggeirs- dóttir. MarkMir í EnglamEi MARKHÆSTU leikmenn f ensku knattspyrnunni, eftir leikina s.l. laugardag, eru eftirtaldir: 1. DEILD: mörk Ted MacDougall, Norwich 17 Peter Noble, Burnley 15 Dennis Tueart, Manchester City 13 Alan Gowling, Newcastle J2 Malcolm Macdonald, Newcastle 11 Alan Taylor, West Ham 11 2. DEILD: Derek Hales, Charlton 13 Paul Cheesley, Bristol City 12 Mike Channon, Southampton 10 3. DEILD': Fred Binney, Brighton 14 Tommy Robson, Peterborough 12 David Kemp, Crystal Palace 11 David Swindlehurst, Crystal Palace 11 4. DEILD: Bredan O’Callaghan, Doncaster 18 Ronnie Moore, Tranmere 17 John Ward, Lincoln 14 Heimsmeistararnir töpuðu tvívegis FRAKKLAND sigraði Austurríki 23—22 í landsleik i handknatt- leik sem jafnframt var liður í undankeppni Olympfuleikanna. Leikurinn fór fram f Graz f Austurrfki á laugardag. Staðan í hálfleik var 10—8 fyrir Frakka. Spánn sigraði Hollendinga 15—12 eftir að staðan f hálfleik hafði verið 8—6 f landsleik í handknattleik um helgina, en leikurinn var liður f undankeppni Olympfuleikanna f handknatt- leik. Fór hann fram í Voorburg f Hollandi. Þriðja liðíð í riðlinum, Danmörk. er mjög líklegur sigurvegari í riðlinum. Þá fóru fram um helgina vináttulandsleikir í handknattieik milli Austur-Þjóðverja og heimsmeistara Rúmenfu. Fyrst var leikið í Cottbus í A-Þýzkalandi og lauk leiknum með sigri Þjóðverjanna 17—16, eftir að Rúmenfa hafði haft vfir f hálfleik 10—8. Seinni leikurinn fór svo fram f Austur-Berlín og í honum unnu Austur-Þjóðverjar einnig sigur 19—16, eftir að hafa haft eins marks forystu í hálfleik 9—8. Svíar burstnðu ítali SVlAR áttu ekki f erfiðlcikum með Itali í landsleik þjóðanna f handknattleik sem fram fór f Napolf á ttalfu um helgina, en leikur þessi var liður f undankeppni Olympíuleikanna í hand- knattleik. Úrslitin urðu 28—14 fyrir Svfþjóð eftir að staðan hafði verið 13—7 í hálflcik. Voru Svfarnir mun betra liðið allt frá upphafi leiksins, svo sem va'nta mátti, en um 2000 áhorfend- ur að leiknum voru óþreytandi að hvetja landa sfna, og yfirgáfu fþróttahúsið ánægðir að leikslokum, enda talin von á miklu stærri ósigri ttala. Virtust Svfarnir ekki leggja á það mikla áherzlu f leiknum að vinna með mjög miklum markamun. Mörk Svfþjóðar f leiknum skoruðu: Björn Anderson 12, Boo Andersson 2, Lennart Eriksson 4, Frick 1, Marziniack 2, Rasmussen 2, Rinne 2 og Stridh 3. Fyrir Italfu skoruðu: Angeli 1, Neuner 5, Lanciano 4, Cerdini 1 og Nicheri 3. Stenmark hefur engn gleymt HINN ungi sænski skfðamaður Ingemar Stenmark sýndi að hann hefur engu týnt niður f sumarfrfinu er hann sigraði með miklum glæsibrag á miklu skfðamóti sem fram fór í Livigo á ttalfu um hclgina. Þótti hæfni og leikni Stenmark með ólfkindum f keppn- inni sérstaklega f sviginu en þar vann hann góðan sigur. I stórsviginu hafði Stenmark forystu eftir fyrri umferðina, rétt á undan Italanum Gustavo Thoeni, en f seinni umferðinni duttu báðir kapparnir og sigurinn féll f skaut Hans Hinterseer frá Austurríki. t svigkeppninni sýndi Stenmark hins vegar mikið öryggi, sérstaklega f seinni umferðinni og tryggði sér sigur. Samanlagður tfmi hans var 101,51 sek. Hans Hinterseer varð annar á 101,70 sek. þriðji varð Piero Gros frá Italíu á 102,02 sek. og heimsbikarhafinn Gustavo Thoeni varð að sætta sig við fjórða sætið á 103,13 sek.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.