Morgunblaðið - 02.12.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.12.1975, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1975 Seldu í Þýzkalandi Reyðarfjörður, 1. desember. REYÐARFJARÐARBÁTARNIR Gunnar og Snæfugl hættu sfld- veiðum 12. nóvember og fóru á þorskanet. 1 dag seldu bátarnir aflann í Þýzkalandi, Gunnar seldi í Bremerhaven 77,4 tonn fyrir 8.795 þúsund krónur eða 113,40 fyrir hvert kg. Snæfugl seldi 87,3 tonn f Cuxhaven fyrir 9.870 þúsund krónur. Búið er að salta hjá GSR um 1.800 tunnur af síld og í dag er verið að salta úr Hring GK 18 300 tunnur. Leiðindaveður hefur ver- ið á Reyðarfirði undanfarið. — Gréta. — Ríkisábyrgð Framhald af bls. 40 minni togararnir eru dreifðir um ailt land. Einar B. Ingvarsson aðstoðar- maður sjávarútvegsráðherra tjáði Mbl. f gær að nú væru í smíðum eða í pöntun fyrir íslendinga 13 skuttogarar. Erlendis frá eru væntanlegir 6 togarar. Þrír þeirra eru frá Noregi, fyrir Fiateyringa, Sandgerðinga og Stöðfirðinga, og þrír frá Póllandi, fyrir útgerðar- félög á Selfossi, Keflavfk og Sand- gerði og Kópavogi. Stálvík í Garðahreppi smíðar skuttogara fyrir útgerðarfélög á Suðureyri og í Reykjavík, Slippstöðin á Akureri smíðar skuttogara fyrir útgerðarfélög i Sandgerði, á Akranesi og fullklárar togara fyr- ir Dalvíkinga, Þorgeir og Ellert á Akranesi smíða lítinn skuttogara fyrir Vestmannaeyinga og Marselíus Bernharðsson á Isafirði byggir sams konar skip fyrir Bol- víkinga. Ekki tókst Mbl. í gær að fá uppgefið það fjármagn sem lagt hefur verið í þá 57 skuttogara sem komnir eru til landsins, en ef mið- að er við verð slíkra skipa í dag, sem talíð er minnst 450 milljónir fyrir minni skuttogara og 750 milljónir fyrir togara af stærri gerðinni, er hér um að ræða yfir 30 milljarða króna. — Brotsjór Framhald af bls. 40 29 ára yfirmaður, rifbeinsbrotn- aði og meiddist á öxl, og 44 ára gamall yfirmaður að nafni David Patterson meiddist á öxl og fót- um. Stórviðrið, sem gekk yfir miðin austur af landinu gekk niður í fyrrinótt og hófu þá brezku togararnir, sem þar veiða í óþökk Islendinga aftur veiðar, sem legið höfðu niðri í þrjá sólarhringa. Samkvæmt talningu Landhelgis- gæzlunnar í gær voru 43 togarar að veiðum á svæðinu frá Glett- inganesi að Ingólfshöfða. Á meðal skipanna voru freigátan Brighton, Lloydsman og Star Aquarius, sem öll voru úti af Reyðarfirði, og Othello, sem var suð-austur af Ingólfshöfða. Nimrod-þota kom f gær sem endranær yfir miðin og grann- skoðaði ástandið á miðunum. Eftir atvikið úti af Þistilfirði í fyrri viku hefur Nimrod-þotan nú tekið upp þann hátt að hafa sam- band við SÚ, flugvél Landhelgis- gæzlunnar, og gefur hún upp flughæð í lágflugi yfir svæðinu. I gær flaug SYR í 300 feta hæð, en Nimrodinn var f 500 feta hæð. Er þetta til aukins öryggis. Samkvæmt fréttum frá Hull í gær, mun nýr dráttarbátur vera á leið á miðin. Er það Euroman og mun hann taka við af Lloydsman, sem mun eiga að fara af miðun- um, þó eigi fyrr en 18. desember. Sjávarútvegsráðuneytið brezka tilkynnti f gær að Star Síríus myndi halda af Islandsmiðum ein- hvern næstu daga, en Sírfus var einmitt eitt þeirra skipa, sem ekki fundust á miðunum f gær. Eins og sagði í fréttum Morgun- blaðsins á sunnudag, var Miranda þá á leið inn til Seyðisfjarðar með slasaðan mann. Skipið kom þangað klukkan 21 og reyndist skipverjinn, sem var af Grimsby- togaranum Black Watch, Dennis Prickett, illa marinn. Fékk skip- verjinn hinar prúðmannlegustu móttökur á Seyðisfirði, en heldur illa gekk Miröndu að komast frá bryggju þar aftur, þar sem rokið var svo mikið, að skipið rak alltaf aftur upp að garðinum. Varð varðskipið Týr að koma til aðstoðar og draga Miröndu út úr höfninni. Varðskipið Öðinn var í gær- kveldi við Færeyjar á leið til landsins úr endurbyggingu í Árósum. Gekk ferðin vel og var búizt við skipinu þeim um miðja vikuna eða rúmlega það. Er haft eftir Sigurði Árnasyni að skipið standi t.d. Tý sízt að baki eftir gagngera viðgerð. Bílslys í Hrútafirði BfLSLYS varð f Hrútafirði aðfaranótt s.l. laugardags, ekki langt frá Staðarskála. Bfll með starfsmenn Rarik á heimleið til búða sinna lentu utan vegar en fór þö ekki á hliðina. Var reynt að ná bílnum upp en ekki vildi betur til en svo að einn mannanna varð undir bflnum og slasaðist tölu- vert mikið. Mun hann m.a. hafa mjaðmargrindarbrotnað. Hann var fluttur til Akraness með sjúkrabfl frá Hvammstanga og sfðan á Landspftalann þar sem hann Iiggur nú. — Kjarval Framhald af bls. 2 Kristínu Jónsdóttur og Jóhannes Kjarval. Síðari daginn voru boðin upp listaverk eftir Tove Olafsson, Gunnlaug Scheving, Þorvald Skúlason, Braga Asgeirsson, Guðmund Einarsson og Veturliða Gunnarsson. Flestar myndanna munu hafa farið yfir matsverði. Þær höfðu verið til sýnis nokkrum dögum fyrir uppboðið. — Diplómat Framhald af bls. 1 var dæmigert að það leiddi til þess að þrjú lönd önnur f Indókfna urðu að gefast upp hvert á fætuT öðru“ segir Solzheitsyn. Solzhenitsyn dregur mjög í efa að Kissinger skilji hugsana- gang kommúnistaleiðtoganna og f greininni segir hann að niðurstaðan sé sú að Kissinger setjist við samningaborðin með bundið fyrir augun. — Spænskir Framhald af bls. 1 þeirra f embætti þingforseta. Áreiðanlegar heimildir hermdu að líklegastur í það embætti væri Torcuato Fernandez Miranda, sem var varaforsætisráðherra Luis Carrero Blancos, er sá síðar- nefndi var myrtur árið 1973, Áreiðanlegar heimildir hermdu að ekki væri víst að Juan Carlos myndi taka við hugsanlegri lausnarbeiðni Arias Navarro, for- sætisráðherra, en fari svo er það hlutverk fyrrnefndrar ráðgjafa- nefndar að velja þrjá menn til þess embættis. Meðal þeirra sem eru helzt taldir koma til greina eru Jose Maria de Areiza, fyrrum sendiherra í Bandaríkjunum og Frakklandi, Pedro Gamero del Castillo, fjármálamaður, Manuel Fraga, fyrrum sendiherra í Bret- landi, og Manuel Diez Alegria, fyrrum yfirmaður herráðsins. — Reiði. . . Framhald af bls. 1 embættismenn á sama hátt og heimildir innan stjórnarinnar hermdu að ályktunin fæli í sér augljósa fordæmingu á „skref- fyrir-skref“ sáttatilraunum Henry Kissingers, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. Hún væri mikilvægur árangur fyrir Mið- austurlönd og málstað Palestfnu- araba. I yfirlýsingu ísraelsku ríkis- stjórnarinnar í dag segir að hún muni engu að síður fylgja áfram aðskilnaðarsamkomulaginu við landamæri Sýrlands á meðan Sýr- lendingar gerðu slíkt hið sama. Hins vegar yrðu öryggisráðstaf- anir þar hertar. Israelskir emb- ættismenn lýstu I dag gremju sinni yfir þvf að Bandaríkin skyldu hafa ákveðið að styðja ályktun öryggisráðsins og væri um að ræða tilslökun af þeirra hálfu í Palestfnumálinu. Þeir sögðu að Yigal Allon, utanríkis- ráðherra hefði sent áríðándi skeyti til Kissingers í gær þar sem þess var farið á leit að Bandarikin styddu áfram afstöðu Israela, en við þvf hafði ekkert svart borizt. Stjórnarandstæðingar f ísrael hvöttu sumir stjórnina til að afturkalla stuðning sinn við sveit- ir S.Þ. í Gólanhæðum. — Umsátur Framhald af bls. 1 til að biðja stuðningsmenn sfna um að afhenda óheimil vopn og halda ekki mótmæla- aðgerðir á næstu dögum. Með- al þeirra stjórnarandstöðu- flokka sem áttu fulltrúa á fundinum f dag voru Alþýðu- demókratfsku samtökin (UDP) og Sósfalíski vinstri- flokkurinn (MES), auk Ieið- toga stjórnarflokkanna, — sós falista, alþýðudemókrata (PPD) og kommúnista. Þá var þess krafizt að leynilegir út- varpssendar yrðu afhentir yf- irvöldunum. Þá lagði Costa Gomes og ráðgjafar hans áherzlu á aukna framleiðni f atvinnulffinu, en stjórnmála- skýrendur telja sumir hverjir að sigur hægfara afla eftir uppreisnartilraunina f síðustu viku kunni að leiða til strang- ari stefnu f efnahagsmálum. — Ford í Peking Framhald af bls. 1 ir hina þungu stemmningu í veizlusölunum. Þar voru dýrustu krásir á borðum. Fyrr um daginn hafði Chiang Ching, eiginkona Mao formanns, heilsað upp á Ford, Betty eigin- konu hans og dótturina Susan sem eru með í förinni, en hún var ekki í veizlunni um kvöldið. Á þriðjudagsmorgun hefja Ford og Teng hinar eiginlegu stjórnmálaviðræður, en ef marka má ávarp Tengs í kvöld eru taldar litlar likur á að eining náist við fundahöldin. Til umræðu verða slökunarspennan og heimsmálin, og væntanlega Formósumálið, sem hefur verið helzti þrándur í götu fyrir fullum stjórnmálasam- skiptum landanna. Ekki er vænzt lausnar í þvf máli. Á fundunum munu einnig taka þátt m.a. Henry Kissinger, utanríkisráðherra, og kínverski starfsbróðirinn, Chiaou Kuan-hua. Áður en Ford hélt frá Bandaríkjunum mun Kissinger hafa varað Kínverja við því að reyna að kenna Ford hvernig hann ætti að mæta Sovétmönnum og tilraunum þeirra til yfirráða, en fréttamenn segja að þeim ráð- um hafi Teng ekki fylgt við veizluhöldin í Peking í kvöld. Ford verður í Peking þar til á föstudagsmorgun. — Sáttmáli Framhald af bls. 1 staðið hefur f áratug. Við stutta athöfn f morgun voru þannig lögð drög að þróun í átt til meirihluta- stjórnar blökkumanna, en fyrsti fundur stjórnarskrárráðstefn- unnar er ráðgerður alveg á næst- unni. Talsmaður Smiths taldi hugsanlegt að hann yrði fyrir jól, en aðrar heimildir töldu 1. janúar 1976 líklegri dagsetningu. Aður verður haldinn óformlegur undir- búningsfundur Smiths og Nkom- os. Þessir fundir verða haldnir f Ródesfu, en lokaráðstefnan hins vegar utanlands, sennilega í London. Það kom fram að Smith hefur látið undan þeirri kröfu Nkomos að öllum þjóðernissinn- um verði gert kleift að sækja ráð- stefnuna án þess að þurfa að ótt- ?st handtöku. Hins vegar hefur brot það innan afríska þjóðarráðsins sem lýtur forystu Abel Muzorewa biskups lýst því yfir að það eigi enga aðild að þessum sáttmála Nkomos og Smiths og fordæmdi hann. „Við hyggjumst skjóta okk- ur leið in í Zimbabwe (Ródesíu),“ sagði í yfirlýsingu þessara sam- taka. I Ródesíu eru um sex milljónir blökkumanna en um 300,000 hvíitir menn. Nkomo stefnir að rfkisstjórn sem spegli meirihluta blökkumanna, en Muzorewa og menn hans draga í efa getu Nkomos til að tryggja slíkt með samkomulagi við Smith. — Bjargaði Framhald af bls. 40 urinn Andrés. Jón Gunnar hélt fyrst að þetta væru krakkar á sleða en hundurinn linnti ekki látum fyrr en Jón elti hann að þústinni sem reyndist vera Andrés Karslson. Landsmenn kannast vafalaust margir við Andrés en sjónvarpið gerði á sínum tfma mynd um trillu karlinn Andrés. _Páll. — Einstaklingur Framhald af bls. 40 opnaði. Þá kvað hann hafa borizt tilboð frá hinu opinbera um 4 myndir á 300 þúsund krónur, en matsverð þeirra hefði verið 535 þúsund krónur. Sveinn vildi ekki gefa upp nafn kaupanda myndanna, né það verð, sem hann greiddi fyrir þær. — Styttum biðina Framhald af bls. 2 hefði slegið hefðum við getað fargað einni kind.“ — Hvernig eydduð þið tímanum í „útlegðinni"? „Það var nú ekki mikið hægt að gera. Ekkert útvarp, engar bækur, ekki spil og ekkert tafl. Þaðvarhelzt að við reyndum að stytta biðina með því að rifja upp gamlar endurminningar, segja sögur og tálga spýtur." — Voruð þið ekki blautir og hraktir eftir volkið í sjónum? „Við höfum líklega verið cina 20 faðma frá landi þegar við fórum í sjóinn. Það var svarta- myrkur og töluvert rót en þetta hafðist nú í land. En ég hefði ekki boðið í okkur ef við hefðum ekki allir verið í björg- unarvestum. Þá hefðum við liklega ekki haft það í land, svo þungir vorum við.“ — Það hefur einnig verið ykkar heppni að það skyldi vera þarna skýli? „Já það er vist ábyggilegt. Ég er hræddur um að ég væri ekki hér til frásagnar ef ekkert skýli hefði veriðþannaogvið sjóblaut- ir í frostinu. Ég vil nota tæki- færið og koma á framfæri þakklæti til félaga f björgunar- sveitum Slysavarnafélagsins f Siglufirði sem stóðu að þvf að reisa þetta skýli. Einnig vil ég þakka björgunarsveitar- mönnum á Ólafsfirði fyrir þeirra þátt í að ná okkur úr Héðinsfirðinum.“ — Hvenær verður svo féð sótt? „Það verður reynt við fyrsta tækifæri. Tveir okkar sem tóku þátt í þessu ævintýri sem við köllum nú svona eftirá, erum skipverjar á Ölafi Bekk og vor- um í fríi i einn túr. Okkur þótti verst að þurfa að nota helming- inn af tímanum í þetta í stað þess að vera hjá fjölskyldunni. En samt held ég að ég myndi ekki skorast undan ef ég yrði beðinn að fara aftur. Það vill nefnilega svo til að í ferðinni eignaðist ég mina fyrstu kind. Mágur minn, Elmar Víglunds- son, átti flestar kindanna í Héðinsfirði og hann gaf mér eina þeirra fyrir þátttökuna í þessu.“ . — Bretar halda Framhald af bls. 39 ekki nema til bráðabirgða," segir Observer. Þá segir í forystugreininni: „Bráðlega munu Bretar sjálfir eigna sér 200 mílna fiskveiði- lögsögu og verða þá annaðhvort að komast af með þær fisk- tegundir, sem er að hafa innan þeirra marka, eða að semja um gagnkvæmar veiðiheimildir við önnur ríki. Bretar auka ekki líkur á slíkum samningum með því að reyna að leika alþjóðleg- an þungavigtarmeistara, sér- staklega ekki gagnvart Islendingum." Þá segir: „Auð- vitað eru tslendingar ósann- gjarnir. Þannig haga smáþjóðir sér sem eiga ekki nema eina tegund auðlinda, þegar nærri þeim er gengið. Bretar ættu að varast að gera slíkt hið sama,“ segir f niðurlagi forystugreinar- innar. I viðtalinu við Geir Hallgrímsson eru þau ummæli eftir honum höfð, að lausn fisk- veiðideilunnar við Breta gæti verið fólgin f fiskveiðisamningi tslands við ríki Efnahagsbanda- lagsins. Mbl. sneri sér til forsætisráð- herra og spurði hann hvort þessi ummæli væru rétt með farin, en hann kannaðist ekki við að hafa látið þessi orð falla og taldi, að hér væri um að ræða misskilning blaða- mannsins. Laurence Marks telur það til- gang íslendinga að einangra Breta frá öðrum þjóðum Efna- hagsbandalagsins svo og innan Atlantshafsbandalagsins og á Hafréttarráðstefnu SÞ. „Is- lendingar reikna dæmið þannig, að Bonnstjórnin muni reyna að telja Breta á að hætta þorskastríðinu, þannig að ákvæðið um tollaeftirgjöf geti tekið gildi.“ Þá telur Marks að fiskur sé tilfinningamál á Is- landi og bendir á í því sam- bandi að jafnvel hægri sinnaðir stuðningsmenn íslenzku rfkis- stjórnarinnar vilji að aðstaða innan Atlantshafsbandalagsins verði hagnýtt í sambandi við þetta mál. Þá rekur Marks nokkuð sjónarmið Islendinga í deilunni: „Þeir telja rök Breta úrelt, þar sem Hafréttar- ráðstefnan muni að líkindum ákveða 200 mílna auðlindalög- sögu allra strandríkja, og segja að hin nýja fiskveiðilögsaga þeirra sé f samræmi við skoðanir nútímafólks á hinum efnahagslega raunveru- leika...“ Marks vitnar f það að 83 af hundraði þjóðartekna Is- lendinga séu af fiski, greiðslu- jöfnuður við útlönd verði æ óhagstæðari, lífskjör fari Versn- andi og verðbólgan éti upp fjár- muni þeirra. „Það er auðvelt að gleyma þvf að samkvæmt alþjóðalögum eiga Islendingar aðeins rétt á 12 mílna landhelgi, þegar hlustað er á þessa röksemda- færslu af vörum hinna vin- gjarnlegu Islendinga," segir Marks, „líkaþvf aðtilboð Breta stefnir ekki að umhverfislegri kollsteypu, eins og margir Is- lendingar halda fram opin- berlega, og því að flestir Reyk- vfkingar eru þrátt fyrir allt helmingi betur stæðir en flestir fbúar Hull.“ Fiskur ekki á matseðlinum önnur helgarblöð f Lundún- um birta frásagnir af fiskveiði- deilunni og segir þar aðallega frá viðleitni brezku her- skipanna við að vernda brezka togaraflotann. Dálkahöfundur i Sunday Telegraph skrifar um brezkan starfsfélaga sinn í Reykjavík, sem hann segir að hafi skyndi- lega gerzt mjög sólginnn I þorskflök. Hins vegar hafi hann ekki getað orðið var við að slfkan rétt væri að finna á neinum matseðli veitingastaða. „Að lokum settist hann við borð á matsölustað f Reykjavík. Honum var ráðlagt að fá sér rétt dagsins, sem væri skarfur. Sem hann sat og gæddi sér á þessu dökka og mjúka fugla- kjöti, kom forstöðumaður veitingastaðarins til hans og spurði: „Veiztu hvað þú ert að borða?“ Þá fyrst komst hann að því að hann var að borða skarf. Hann hefur lagt sér til munns nætureðlur f frumskógum Mið- Ameríku, flóðhesta í svörtustu Afríku og geitaraugu í Kúrdistan, en tilhugsunin um skarf á Islandi sló hann alveg út af laginu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.