Morgunblaðið - 02.12.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1975
13
„Þar er spurt um leyndar-
mál hins lifandi heims”
Málverkasýningar Jónasar Guð-
mundssonar í 3 borgum erlendis
MALVERKASVNINGAR á verk-
um Jónasar Guðmundssonar list-
málara og rithöfundar hafa staðið
yfir að undanförnu í borgunum
Oxnabriick og Miinster f Þýzka-
landi og einnig f Luxemburg. Við
röbbuðum stuttlega við Jónas um
þessar svningar, en þær hafa
fengið lofsamleg ummæli í er-
lendum blöðum.
Upphaf þessara sýninga var
með þeim hætti að þýzkur graffk-
listamaður, Rudolf Weissauer,
bauð Jónasi að sýna með sér í
Miinster í Galleri Clasing. Þar eru
fjórir salir og sýndu þeir í tveim-
ur hvor, en salurinn er einn sá
þekktasti í þessum fjðlmenna
háskólabæ þar sem tugþúsundir
stúdenta stunda nám.
Jónas kvað viðtökurnar hafa
verið ákaflega ánægjulegar, fólk
hefði heypt myndir og ummæli
blaða hefðu verið lofsamleg og
var sýningin framlengd.
þessum sýningum og verður
myndin sýnd í þætti sem heitir
List í Evrópu og verður þar einn-
ig sett inn í filma sem sjónvarps-
menn báðu Jónas úm af vinnu
hans í vinnustofu sinni.
Hinn kunni gagnrýnandi
Munsterischer Anzeiger, dr.
Bernard Gervink, segir í gagnrýni
sinni undir fyrirsögninni ,,Frá
ókunnum ströndum", að mynd-
irnar beri sterk séreinkenni, en í
þeim komí fram þrá eftir víðátt-
unni eins og söknuður til fram-
andi stranda. Þá getur hann þess
einnig að það sé einkennandi hve
skip komi aftur og aftur. Síðan
segir Gervink: „Vatnslitamynd-
irnar sem hangá í sýningarsaln-
um sýna að Jónas er tilfinninga-
næmur og hugmyndaríkur lista-
maður. Myndefnin eru að mestu
frá íslenzku umhverfi og við hlið
skipa eru landslag, eldfjöll, menn
og dýr. Myndirnar eru mjög hug-
Jónas Guðmundsson
lægar en renna þó ekki út í hið
óraunverulega, heldur er sköpun
þeirra örugg og ákveðin. Veröld
sú sem þessi listamaður málar
hefur hann séð og upplifað. Lit-
irnir eru daufir og skera ekki í
augun, en einmitt i því liggur
máttur þess sem þeir eiga að lýsa.
Myndirnar eru árangur einlægrar
vinnu, þar sem spurt er um leynd-
armál hins lifandi heims".
Gagnrýnandi France Journal
sem gefið er út í Luxemburg, lýsir
sýningu Jónasar sem eftirtektar-
verðri þar sem frásagnarhæfileik-
ar Jónasar komi vel fram og verk
hans einkennist af lífsþrótti og
innra afli. „Sérliver mynd,“ segir
blaðið, „segir sina sögu, fallega
eða dapurlega, en alltaf sanna.
Málarinn hefur stöku sinnum
gaman af að gera nákvæma lýs-
ingu á landslagi og í slíku um-
hverfi verða lýsingar hans svo
flóknar að sumir telja abstrakt,
en með frásagnarhæfileikum sín-
um skapar málarinn líf með ein-
faldri mynd af fáeinum bátum á
dökkum grunni."
STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS
Fundatækni
Námskeið i fundatækni verður haldið að Skipholti 3
og 1 2. desenber og stendur yfir kl. 1 5:30 — 1 9:00 alla dagana.
Fundarstörf eru veigamikill þáttur í stjórnun, og flestir stjórnendur eyða
miklum tíma á fundum. Tilgangur námskeiðsins er að benda á, með
hverjum hætti er mögulegt að nýta betur þann tima, sem varið er til
fundarstárfa.
Leiðbeinandi verður Friðrik Sophusson framkvæmda
stjóri.
Þátttaka tilkynnist í síma
82930.
Þekking er góð fjárfesting.
I Oxnabrúck sýndi Jónas 16
vatnslitamyndir á einkasýningu
og i ágúst s.l. opnaði hann sýn-
ingu í Galleri Jos Beffa, sem er
elzti og virtasti sýningarsalur
Luxemborgara. Sú sýning var
einnig framlengd þar til fyrir
skömmu.
Evrópusjónvarpið tók myndir á
Jökull Jakobsson
„Feilnóta í
fimmtu sin-
fóníunni
Ný skáldsaga eftir
Jökul Jakobsson
BÓKAÚTGÁFAN örn og Örlygur
hefur gefið út nýja skáldsögu
eftir Jökul Jakobsson. Nefnist
hún „Feilnóta í fimmtu sin-
fóníunni". Bókin fjallar um til-
finningalíf giftrar, miðaldra konu
í Arnarnesinu. Hún heldur við
síðhærðan slána i Þingholtunum,
meðan eiginmaðurinn klifrar
metorðastigann og rennir stoðum
undir þingmennskuna.
Á bókarkápu segir m.a.: „Mann-
lífið er margslungin sinfónía og
mannfólkið eins og strengir i
stóru slagverki, sem sífellt skipta
um tóntegund og hljóma, allt eftir
því hvernig á þá er slegið. Einn
getur framkallað undursamlega
tóna, þar sem annar nær engu
nema óræðu surgi. Mannleg
náttúra lætur ekki að sér hæða nú
fremur en fyrri daginn“.
Aflabrögð á Akranesi
Akranesi, 28. nóvember
1 VIKUNNI, sem er að líða, lönd-
uðu skuttogararnir Haraldur
Böðvarsson AK 12 106 lestum og
Ver AK 200 85 lestum með blönd-
uðum fiski. Fimm vélbátar veiða
nú með línu hér í Faxaflóanum.
Þeir hafa aflað frá þremur til
fimm lesta í veiðiferð. Aflinn
hefur verið fallegur þorskur og
ýsa. Raunar veiðir línan vænsta
fiskinn og grisjar stofnana hæfi-
lega. — Júlíus.
Röndóttir ^
Rúllukraga
LAUGAVEGUR
©-21599
BANKASTRÆTI
©-14275