Morgunblaðið - 02.12.1975, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1975
16
flfaKgpusiltffiMfe
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10 100.
Aðalstræti 6, simi 22 4 80.
Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 40,00 kr. eintakið.
Eftir þær umræður, sem
orðið hafa síðustu vikur
um ástand fiskstofnanna og
samninga um veiðiheimildir
fyrir aðrar þjóðir innan 200
milna fiskveiðimarkanna, er
Ijóst, að ekkert viðfangsefni er
þýðingarmeira í okkar þjóð-
félagi um þessar mundír en
verndun fiskstofnanna.
Skýrsla Hafrannsóknastofnun-
ar í októbermánuði, sem sýndi
að hámarksafli þorsks á næsta
ári mætti ekki verða meiri en
230 þúsund tonn ef komast
ætti hjá hruni þorskstofnsins á
árinu 1 979, hefur komið eins
og þruma úr heiðskíru lofti yfir
þjóðina og er það í sjálfu sér
skiljanlegt vegna þess, að ekki
hefur, fyrr en nú, verið gerð
alvarleg tilraun til þess að
koma fólki i skilning um hvilík
hætta er hér á ferðum
En þótt við séum nú fyrst að
vakna til vitundar um þá stað-
reynd, að sá fiskstofn, sem
þjóðin byggir lifsafkomu sina á,
er í alvöru i þeirri hættu að fara
sömu leið og síldarstofninn
fyrir tæpum áratug, er Ijóst, að
visindamenn okkar hafa á
undanförnum árum gert
itrekaðar tilraunir til þess að
koma aðvörunum á framfæri
en ekki verið á þá hlustað
Þannig hefur nú verið upplýst,
að í marzmánuði 1 972 skrifaði
Hafrannsóknastofnun þáver-
andi sjávarútvegsráðherra,
Lúðvík Jósepssyni, bréf, þar
sem þeirri skoðun Haf-
rannsóknastofnunar var lýst að
minnka yrði sóknina i þorskinn
um helming, ef ekki ætti illa að
fara. Lúðvik Jósepsson hafði
þessar aðvaranir
Hafrannsóknastofnunar, og
aðrar af sama tagi, sem
stofnunin sendi frá sér um
þetta leyti, að engu. í maí-
mánuði 1972 flutti einn
fremsti sérfræðingur þjóðar-
innar í þorskrannsóknum, dr.
Sigfús Schopka, útvarpserindi,
þar sem hann sagði m.a.: „Það
er samdóma álit fiskifræðinga,
að islenzki þorskstofninn sé nú
fullnýttur og aukin sókn muni
ekki skila.sér í auknum afla.
Þvert á móti muni afli i sóknar-
einingu minnka við aukna sókn
þ.e að minni afli kemur i hlut
hvers og eins og er þvi full
ástæða að koma í veg fyrir, að
sóknin aukist. Langæskilegast
væri að draga úr sókninni í
þorskinn þar sem það stuðlar
að hagkvæmari veiðum."
Fjölmargar fleiri slíkar til-
vitnanir mætti draga fram úr
greinum og ræðum fiskifræð-
inga okkar á árinu 1972, og
bæði fyrr og síðar, en bersýni-
legt er, að þeir hafa talað þar
fyrir daufum eyrum. Þar er að
sjálfsögðu við marga að sakast
og hvert okkar um sig getur
litið í eigin barm og spurt,
hversu mikið mark við höfum
tekið á þessum aðvörunum
visindamanna okkar. Augljóst
er hins vegar að mest er ábyrgð
þess manns, sem gegndi æðsta
embætti í islenzkum sjávarút-
vegsmálum á þessu tímabili,
Lúðvíks Jósepssonar, sem virti
aðvaranir fiskifræðinganna að
vettugi en stuðlaði miklu frem-
ur að stóraukinni sókn i þorsk-
stofninn. Þetta er nauðsynlegt
að menn geri sér Ijóst og liggi
fyrir enda þótt það muni ekki
verða þorskstofninum til bjarg-
ar að rifja upp þau mistök, sem
aðrir menn hafa gert á undan-
förnum árum.
Hitt er miklu þýðingarmeira
verkefni nú á næstu mánuðum
og misserum, að ríkisstjórnin
taki ótviræða forystu i þeim
málum, sem varða verndun
þorskstofnsins og annarra fisk-
stofna á íslandsmiðum. Þetta
eru þær auðlindir, sem við ís-
lendingar höfum að byggja á
lifsafkomu okkar og jafnvel
þótt það muni reynast miklum
erfiðleikum bundið að gera
nauðsynlegar ráðstafanir til
þess að'vernda þessar auðlindir
er svo mikið i húfi fyrir þjóðina
alla, að ekkert má láta ógert í
þessum efnum. Sá þáttur
þessa máls, sem mest hefur
verið til umræðu á undanförn-
um vikum, þ.e. samningar við
erlendar þjóðir um veiði-
heimildir á íslandsmiðum, er
aðeins hluti vandans. Miklu
minna hefur verið rætt um þá
hlið, sem að okkur sjálfum snýr
þ.e. veiðar okkar sjálfra á fiski-
miðunum og rányrkju okkar
sjálfra. Ekki leikur nokkur vafi á
þv!, að þegar að þvi kemur á
næstu mánuðum, að stjórnvöld
gera tilraun til þess að koma
einhverri stjórn á veiðar okkar
sjálfra á miðunum mun heyrast
hljóð úr horni og margir munu
verða tilbúnir til þess að risa
upp og efna til æsinga vegna
þess að takmarkanir verði sett-
ar á það frjálsræði, sem fiski-
menn okkar hafa haft til þess
að sækja aflann. Þess vegna er
nauðsynlegt að við gerum okk-
ur strax grein fyrir því að stjórn
og skipulag veiða okkar sjálfra
til verndunar fiskstofnunum er
stærsta mál islenzku þjóðar-
innar í dag ásamt því að beita
öllu afli okkar til þess að draga
úr veiðum útlendinga, og horfa
að lokum á eftir siðasta
togaranum, sem siglir heim frá
íölandsmiðum.
VERNDUN
FISKISTOFNANNA
Andrei Kirilenko
Leiðtogaskipti í
Sovétríkjunum?
Leonid Brezhnev
Moskvu — 1. des. — NTB — Reuter — Observer.
TILKYNNING sovézka kommúnistaflokksins að loknum
miðstjórnarfundi flokksins nú um helgina þykir gefa til
kynna að engin breyting verði á valdastöðu Brezhnevs,
aðalritara, f nánustu framtíð, auk þess sem tilkynningin
er taiin bera með sér, að Kosygin gegni stöðu forsætis-
ráðherra landsins enn um sinn.
Á miðstjórnarfundinum var
samþykkt dagskrá 25. þings
kommúnistaflokksins, sem hefst f
febrúarlok á næsta ári. Sam-
kvæmt dagskránni flytur Leonid
Brezhnev skýrslu miðstjórnarinn-
ar fyrir þau fimm ár, sem þá
verða liðin frá sfðasta flokks-
þingi. Verður ræða Brezhnevs að-
alræða þingsins. Á flokksþinginu
mun Aleksei Kosygin flytja ræðu
um stefnu flolíksins fram til árs-
ins 1980.
Að undanförnu hefur ýmislegt
þótt benda til þess, að leiðtoga-
skipti í Sovétríkjunum væru á
næsta leiti. Þannig greinir brezka
blaðið Observer frá því nú um
helgina, að Andrei Kirilenko taki
að öllum líkindum við af Brezhn-
ev á næstunni. Hafi þetta orðið
niðurstaða framkvæmdanefndar
flokksins (Politburo), sem 16
manns eiga sæti í, eftir meirihátt-
ar ósamkomulag innan miðstjórn-
ar flokksins um ýmis stefnuatriði,
svo sem slökunarstefnuna (dét-
ente) og ákvörðun um eftirmann
Brezhnevs.
Andrei Kirilenko er jafngamall
Brezhnev, — 69 ára. Hann er
Ukrafnumaður og einn áhrifa-
mesti miðstjórnarmaður komm-
únistaflokksins, en hann á jafn-
framt sæti i forsætisnefnd flokks-
ins. Kirilenko var á sfnum tima
skjólstæðingur Krushevs. Hann
hefur oft komið fram fyrir hönd
Brezhnevs I forföllum hans und-
anfarið ár. Almennt hefur verið
talið, að undir forystu hans yrði
stefnan að mestu óbreytt frá því
sem verið hefur.
Miðstjórn kommúnistaflokks
Sovétríkjanna hefur ekki komið
saman síðan í aprílmánuði s.L,
enda þótt I lögum sé svo ráð fyrir
gert, að hún komi saman eigi
sjaldnar en á misserisfresti. Hef-
ur þetta verið talið stafa af ósam-
komulagi því, sem að ofan greinir.
Vfsbendingin um áframhald-
andi forystu Brezhnevs þykir
benda til þess, að árangurs sé að
vænta í afvopnunarviðræðum
Bandarikjanna og Sovétrfkjanna
(SALT), en bandarískir embætt-
ismenn hafa látið í ljós ótta við, að
hlé kynni að verða á viðræðunum,
ef leiðtogaskipti yrðu i Sovétríkj-
unum.
1 FRÉTTABRfiFI Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunarinnar
(WHO) segir að árlega deyi um
fimm milljónir manna af völdum
krabbameins f heiminum, og á
sama tímabili komi í Ijós sex
milljónir nýrra krabbameinstil-
fella.
Skýrslur leiða í ljós, að nú er
hægt að lækna þrjá til fjóra af
hverjum tíu krabbameins-
sjúklingum, en mestum árangri
hefur verið náð í viðureigninni
við krabbamein í legi, barka, vör-
um og húð.
Eiturefni 1
umhverfínu
aðalorsök
krabbameins
Þar sem viðeigandi meðferð er
beitt við sjúklinga, sem eru með
legkrabba á byrjunarstigum, ber
lækning árangur f 60 til 80 tilfell-
um af hverjum 100. Skýrslur frá
Heilbrigðismálaráðuneyti Sovét-
ríkjanna greina frá því, að um 1,5
milljónir manna, sem læknazt
hafi af krabbameini fyrir fimm
árum eða meira. séu enn á lifi.
1 grein, sem aðstoðarforstjóri
WHO, dr. Alexander Pavlov, ritar
í nóvember-tölublað World
Health, — tímarit, sem gefið er út
af stofnuninni, koma þessar upp-
lýsingar fram, en þar segir Pavlov
einnig: „Það er ekki fráleitt að
búast við þvf, að krabbameins-
vandamálið verði leyst jnnan
fárra áratuga.“
Rannsóknir hafa leitt f ljós lík-
ur á því, að 80 af hundraði allra
krabbameinstilfella í mönnum
stafi beint eða óbeint af eiturefn-
um í umhverfi mannsins. Þá hafa
rannsóknir á krabbameini í lifur
leitt í ljós að sjúkdómurinn stend-
ur í beinu sambandi við ofneyzlu
áfengra drykkja. I Norður-
Frakklandi hafa margir of-
drykkjumenn fengið krabbamein
í vélinda, en það virðist ótvfrætt
eiga rætur sínar að rekja til
neyzlu áfengis, sem búið er til úr
eplasafa, og mikið er drukkið á
þessum slóðum.
í Wórld Health ritar dr. Gisela
Gástrin, finnskur sérfræðingur f
leit að brjóstkrabba, grein, þar
sem lögð er mikil áherzla á mikil-
vægi upplýsingastarfs þegar um
er að ræða krabbameinsvarnir.
Hún telur að slíkt upplýsingastarf
þurfi að miðast við heilbrigt fólk,
sem hætt er við sjúkdómnum,
annaðhvort af völdum tóbaks-
reykinga eða vegna sérstakra að-
stæðna á vinnustað, ekki síður en
þeirra, sem þegar hafa sýnt merki
þess að hafa tekið sjúkdóminn.