Morgunblaðið - 02.12.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.12.1975, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1975 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1975 21 (Ljósm. Mbl. Friðþjófur). EFST: Axel Axelsson gnæfir yfir vörn Luxemborgar- manna, sem þó tókst að stöðva kappann með því að koma út á móti honum. I MIÐIÐ: Ingimar Haraldsson kominn í dauðafæri á lfnunni er gróflega var brotið á honum og vítakast dæmt. NEÐST: Árni Indriðason flýgur inn í teiginn og skorar eitt af 29 mörkum íslands í leiknum. Skuggi stórsiprs Jngóslavín vofði yfir og íslenzka liðið ætlaði alðrei að komast í gang ÞAÐ var farið að fara alvarlega um menn í Laugardalshöllinni á sunnudagskvöldið er fyrri hálfleikur í landslcik tslands og Luxem- burgar var rúmlega hálfnaður og staðan var 6—5 fyrir gestina. Gat það verið mögulegt að þetta lið sem er hið slakasta landslið sem hefur sðtt okkur hingað heim, að Itölum undanskildum, settj strik f reikninginn hjá okkur og Olympfuslagurinn yrði þegar tapaður þegar að leiknum við Júgóslava kæmi? Nei, sem betur fer reyndist ekki svo. Eftir frámunalega lélega byrjun sótti fslenzka liðið í sig veðrið og vann stórsigur I leiknum 29—10, eftir að markamismunur f hálfleik hafði aðeins verið 5 mörk, 13—7. Samkvæmt þessum úrslitum erum við aðeins hálfdrættingar á við Júgóslavi sem settu heimsmet f markaskor- un er þeir mættu Luxemburgurunum f Júgóslavfu, sigruðu 54—13, en það met þeirra hefur nú verið slegið af norska landsliðinu sem leikur hér f kvöld — það skoraði 55 mörk f Olympíuleik sfnum gegn Bretum um helgina. Málið er þó ekki vona einfalt. Þrátt fyrir að tslendingar sigruðu Luxemburgara „aðeins" með 19 marka mun má engan veginn nota það sem mælikvarða né gefa upp vonina um sigur yfir Júgóslöv- um. Sjálfsagt hefur skuggi þessa stórsigurs Júgóslavanna fylgt íslenzku leikmönnunum inn á völlinn á sunnudagskvöldið. Til að byrja með var um algjört van- mat á andstæðingnum að ræða. Þaö hreinlega gleymdist að spila vörn, og i sóknarleiknum átti helzt að gera tvö mörk í hverri sókn. Tók það islenzka liðið fullar 20 mínútur að hlaupa úr sér hroll- inn, og eru þær 20 mínútur senni-1 lega það slakasta sem islenzkt landslið hefur sýnt i leik fyrr og síðar. Loks kom að því að farið var að leika vörnina svona svipað því sem búast mátti við að gæfi bezta raun, og þar með var líka j punkturinn settur fyrir aftan markaskorun Luxemburgara í leiknum. Þeir skoruðu aðeins 3 mörk í seinni hálfleiknum, öll fremur ódýr. Óhugsandi er með öllu að gera þennan leik að einhverjum mæli- kvarða á getu fslenzka liðsins. Til þess Var samæfing leikmanna fyrir leikinn alltof lftil og and- stæðingurinn of auðveldur. En ljóst má þó vera, að ýinsu þarf að kippa f liðinn fyrir leikinn við Júgóslavi, ef ekki á illa að fára. Þýzkalandsleikmennirnir tveir, Ólafur H. Jónsson og Axel Axels- son, voru i erfiðu hlutverki i þess- um leik. Þeir þurftu að standa undir öllu því lofi sem þeir hafa verið ausnir að undanförnu, og markaðist leikur þeirra töluvert að þessu. Hvorugur þeirra var nálægt sínu bezta í þessum leik, og einkum var Axel Axelsson óákveðinn. — Þetta var bara sprikl í honum, sögðu leikmenn Luxemburgar eftir leikinn. Ólaf- ur var hins vegar atkvæðameiri, þótt oft hafi maður séð hann miklu betri, en oft hefur það verið þannig að Ólafur er maður- inn sem blómstrar gegn svo slöku liði sem Luxemburgararnir eru r~ Leikurinn í tölum ÞEGAR tafla um árangur einstakra landsliðs- manna í leiknum við Luxemhurgara á sunnudags- kvöldið er skoðuð kemur í Ijós að nýting þeirra er yfirleitt mjög góð. Að vfsu eru hér ekki allar skottilraunir taldar, einungis þær sem leiddu til þess að Luxemburgarar fengu knöttinn, hvort sem var eftir mark eða misheppnaða tilraun. Athyglisverð er t.d. nýting Jóns Karlssonar sem átti í leiknum 7 skot og 6 mörk. Er slfk nýting sennilega fátTð í landsleik. Þá kemur f Ijós að alls misstu Islendingar knöttinn sex sinnum til Luxemburgara fyrir klaufaskap eða mistök og skipta Iandsliðsmennirnir þeim jafnt á milli sín. I3LAND - LUXEMBORG 29:10 (15:7) 3KOT MÖRK VARID STöNG FRAMHJÁ bolta tapap ^ENGID VITI Páll B.iörP'vinsson 14 9 4 1 1 1 Axel Axelsson 7 5 1 1 1 Olafur Jónsson 7 4 1 1 1 S.iörrvin B.iörnvinsson o 1 I 1 o friírik Frióriksson p 1 1 1 Vieiíó SipurJsson 5 2 1 1 1 Stefán Gunnarsson 1 1 1 J6n Karlsson 7 6 1 Srni IndriJason 1 1 Xneimar Haraidsson 1 1 og leikur það grátt. Björgyih Björgvinsson lék Ifka undir jafn- ,vel meira álagi í leik þessum en þeir Ólafur og Axel, þar sem val hans í landsliðið hefur verið tölu- vért gagnrýnt að undanförnu. Og Björgvin var engan veginn sjálf- um sér líkur. Að vtsu sýndi hann gamalkunna takta öðru hverju, en þess á milli gerði hann mistök sem ekki er algengt að sjá Björgvin Björgvinsson gera. Tveir langbeztu leikmenn íslenzka liðsins í þessum leik — mennirnir sem björguðu andliti liðsins voru þeir Jón Karlsson og Páll Björgvinsson, sem báðir áttu þarna ágætan leik. Jón var reyndar nokkuð lengi utan vallar, en spil islenzka liðsins og ógnun í spili þess var aldrei meiri en þegar hann var inni á vellinum, og aldrei gaf hann þumlung eftir x baráttunni. Páll var einnig mjög atkvæðamikill — ógnaði vel og var virkur í sókninni, auk þess sem hann virtist kunna manna bezt að leika þá vörn sem Islend- ingarnir beittu með góðum árangri í seinni hálfleiknum — fóru fram og reyndu að trufla sóknir Luxemburgarliðsins. Þá átti Viggó góða spretti í leiknum, svo og Friðrik Friðriksson sem lék þarna sinn fyrsta landsleik og gerði margt laglega. Dómarar leiksins vorufrá Vest- ur-Þýzkalandi og var túlkun þeirra á reglunum töluvert öðru vísi en við eigum að venjast, en yfirleitt voru þeir sjálfum sér samkvæmir. Það sem helzt var öðruvfsi hjá þessum dómurum var að þeir hikuðu ekki við að dæma vítakast jafnvel úti á punktalínu, ef þeir töldu að leik- maður hefði verið hindraður frá upplögðu færi. Væri hins vegar brotið harkalega á línumanni var aukakast oftast það sem þeir dæmdu, svo fremi sem viðkom- andi leikmaður reyndi að skjóta eftir að brotið var á honum. Langbezti leikmaður Luxem- burgaranna var Karpen Roland, en markvörðurinn, Camille Poos, varði vel þau skot sem komu uppi, en hins vegar ekki eitt einasta skot sem fór í eða með gólfi. — stjl. Jón Karlsson kom á óvart I Ieiknum gegn Luxemborg og skoraði falleg mörg. Á meðfylgjandi mynd er eitt þeirra í burðarliðnum. Leikurinn í stuttu máli t STUTTU MALI: 39. Viggó 17:7 Landsleikur í LauKardalshöli 30. nóvember 40. Páll (v) 18:7 Olympíukeppnin f handknattleik. 41.' Björgvin 19:7 ÚRSLIT: ISLAND — LUXEMBURG 29—10 44. 19:8 Kaiser (13—7) 46. 19:9 Théa ()anj>;ur leiksins: 48. ólafur > 49. Páll 20:9 21:9 50. Axel 22:9 Mfn. fsland Luxemburg 50. Axel 23:9 2. Axel (v) 1:0 51. Páll 24:9 3. 1:1 Koland (v) 53. Páll 25:9 4. ólafur 2:1 54. 25:10 Baistert 5. 2:2 Thóa 54. Páll (v) 26:10 9. Axel 3:2 55. Axel 27:10 13. 3:3 Roland 57. Friórik 28:10 14. 15. Páll 16. ólafur 3:4 4:4 5:4 Roland 60. Páll (v) 29:10 17. 5:5 Nigra MÖRK ISLANDS: Páll Björgvinsson 9, Jón 18. 5:6 Kaiser Karlsson 6, Axel Axelsson 5, ólafur II. Jóns- 20. Páll 6:6 son 4, Viggó Sigurðsson 2, Björgvin 21. Jón K. 7:6 Björgvinsson 1, Arni Indriðason 1, Friðrik 22. 7:7 Roland (v) Fríðriksson 1. 23. Páll 8:7 MÖRK LUXEMBURGAR: Karpvn Roland 4, 25. Jón K. 9:7 Théa 2. Kaiser René 2, Baistert Alain 1, 26. ÓlafurJ. 10:7 Nigra Joseph 1. 27. Jón K. 11:7 BROTTVtSANlR AF VELL Raymond 29. Arni 12:7 Gales í 2 mín. og 5 mfn., Thill Téa í 2 mfn. og 30. Jón K. 13:7 Nigra Joseph í 2 mín., Axel Axelsson 12 mín. Hálfleiku r Arni Indriðason í 2 mín. 32. Jón K. 14:7 MISIIEPPNUÐ VtTAKÖST: Camllle Pnos 32. Viggó 15:7 varði vftaköst frá Axel Axels syni og Páli 36. Jón K. 16:7 BjörgvinssVni Breytingin kom ofseint MORGUNBLAÐIÐ fékk hinn kunna handknattleiksmann Geir Hallsteins- son til þess að bregða sér í blaðamannshlutverk á landsleik íslands og Luxemburg á sunnudagskvöldið. Sem kunnugt er þá var leitað eftir því við Geir að hann gæfi kost á sér í landsliðið að þessu sinni, en vegna anna treysti hann sér ekki til að vera með. 1 meðfylgjandi grein segir Geir álit sitt á leiknum — leikaðferðum íslenzka liðsins og uppstillingu þess. ,,ÞAÐ er erfitt að dæma svona Ieik, til þess var mótherjinn of veikur. En ef við snúum okkur strax að skipulagi í sókn og vörn hjá Islending- unum þá ætlaði að ganga erfiðlega fyrir leik- mennina að finna hver annan í sókninni. Leik- kerfið var aðallega byggt upp á 3:3 með Björg- vin einan á línunni og Stefán og Friðrik úti í hornunum til að byrja með og Axel, Ólaf og Pál fyrir utan. Þetta gekk illa fyrst og fremst vegna þess að hornamennirnir voru ekki nógu djúpt úti i hornunum, en með því hefði vörn andstæðing- anna slitnað og glufur frekar myndast fyrir skytturnar og meira svigrúm fyrir Björgvin á línunni. Sama var uppi á teningnum þegar Viggó var inni, hann átti að halda breiddinni hægra megin, en sótti út i sína stöðu, sem hann spilar með Víkingi. Þannig varð nýtingin á vellinum hægra megin nánast engin, enda var hægt að telja á annarri hendinni mörkin sem skoruð voru úr hornunum. Þar vantaði Sigur- berg og fleiri vana hornamenn. I fyrri hálfleik vantaði meira að láta boltarin ganga hraðar á milli manna, heldur voru menn að stinga niður boltanum og hnoðast inn í vörn andstæðinganna. Einnig vorum við ragir við að keyra upp í hröð upphlaup, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Voru það reyndar yfirleitt sömu mennirnir sem reyndu það — Páll, Friðrik, Björgvin og Jón, en hinir sátu eftir. Þegar tveir voru settir inn á miðja linuna (2:4) vantaði meiri hreyfingu hjá þeim. Þeir unnu ekki á móti boltanum og komu ekki út á punktalínu til að draga vörnina fram öðru hvoru. Þá sást ekki mikið af „blokkeringum" fyrir skytturnar, náðu bakverðir Luxem- borgarliðsins of oft að stöðva Axel, Ólaf og Pál og fengu aðeins dæmt á sig fríkast. Oft sáust góðar klippingar hjá skyttunum og samvinna Björgvins og Axels er góð. Ég held að skytturnar hafi flaskað á því að koma eins nálægt vörninni og þeir gerðu oft á tíðum, þeim hefði verið óhætt að reyna skot af Iengra færi. Ef maður lítur yfir heildina hvað sóknar- leikinn varðar, þá var hann rétt upp byggður gegn svona liði. Með aðallega þrjá hreyfanlega menn fyrir utan, en eins og ég sagði áðan vantaði méiri breidd í leikinn. Að vfsu voru hornamennirnir nógu utarlega í byrjun hverr- ar sóknarlotu, en sóttu sfðan út fyrir og inn á miðjuna þannig að fimm menn voru fyrir utan. Liðið okkar er létt og vel leikandi með 3—4 mjög fljóta og hreyfanlega menn og flestir skjóta bæði vel og fast. Hvað varðar varnarleikinn þá spiluðum við of aftarlega með afturliggjandi „senter“ (5:1 leikkerfi) og fengu Luxemborgarmenn of mik- ið næði til að hlaupa og athafna sig — og það fyrir innan punktalínu. Getur verið að landinn hafi verið að þreifa fyrir sér, en það tók eigi að síður of langan tíina að breyta þessu yfir í næstum 3:3 vörn. Um leið og það var gert fóru þeir að skjóta lengra frá og hittu illa. Þeir stoppuðu ekkert í hornunum og meira að segja eini línumaðurinn þeirra fór langt út fyrir punktalfnu til að „blokkera“ fyrir útispilar- ana. Þarna hefðu andstæðingarnir átt að spila 2:4, tvo inn á línu og vel inn í hornin. Þá hefðu Islendingarnir þurft að bakka með vörnina, en Luxemborgarmenn breyttu þessu ekki út leik- inn og því fór sem fór; aðeins þrjú mörk í seinni hálfleiknum. Leikur þeirra miðaðist að því við að fá færi fyrir skytturnar á miðjunni og hornin gleymdust, því þaðan gerði liðið ekkert mark í leiknum. Sfðustu 10—15 mínúturnar hefði verið skyn- Geir Hallsteinsson fylgist með leiknum úr stúku blaðamanna. samlegt að gefa þeim mönnum tækifæri til að leika saman, sem byrja leikinn gegn Norð- mönnum og hvfla Ólaf og Axel. En það er bara einn leikur i einu! Mitt persónulega mat er að leika hefði átt allan leikinn í sókn og vörn eins og gert var í seinni hálfleiknum. Þá hefðu tölur eins og 42:6 orðið útkoman í leiknum." ÍSLENZKU leikmennirnii1 voru sæmi- lega ánægðir með sigurinn f lciknum við Luxenxborg. Þeir höfðu þá alltjent unnið með 19 marka mun og það er hægara sagt en gert að vinna andstæð- ing með meiri mun, jafnvel þótt hann sé lélegur. Þeir gerðu sér þó fulla grein fyrir því að Luxemborgarleikur- inn var aðeins upphitun fyrir enn stærri verkefni, leiki við Noreg, Júgó- slavíu og Sovétríkin. Einhver lands- liðsmannanna sagði að þetta hefði verið ágæt æfing og eitt af fvrstu skipt- unum, sem allir lanðsliðsmennirnir hefðu veriö saman. Jón Karlsson komst mjög vel fram hjá þessum leik og er við ræddum við hann í búningsklefanum að leiknum loknum sagðist hann bæði vera ánægð- ur og óhress með leikinn i heild. — Nokkrir leikmanna liðsins voru undir mikilii pressu í þessum leik og af þeim var krafist stórra hluta. A ég þar við þá Ólaf Jónsson, Axel Axelsson og Björg- vin Björgvinsson, en þessir menn hafa sætt nokkurri gagnrýni eða þá að búist hefur verið við algjörum stórleik af þeirra hálfu. Þá lék Friðrik Friðriks- son þarna sinn fyrsta landsleik og það hefur vissulega taugaspennu f för með sér. ALDURSFORSETI — Annars var það ekki aðalatriðið að vinna endilega með mörgum mörkum, því markatala úr þessum leik kemur tæplega til með að ráða úrslilum í riðli forkeppni Ólympíuleikanna. Við ma-tum Norðmönnum á þriðjudag og miðvikudag og þá revnir fyrst á mann- skapinn að sýna hvað f honum býr. — Annars er eitt atriði, sem mér finnst að menn hafi glevmt, það er hversu ungt landsliðið er. Ég er aldursforseti og er ég þó ekki nema 26 ára, sagði Jön Karlsson að lokum. — Þetta var eins og ég bjóst við, sagði Axel Axelsson að leiknum loknum. — Byrjunin mjög fálmkennd og vandræðaleg, en lagaðist er leið á leikinn. Liðið hefur ekki verið mikið saman enn þá og eðlilega kom það niður á leik liðsins, en ég hef trú á þessu liði, það á eftir að spjara sig, sannaðu til. Axel og Olafur taka ekki þátt f leikj- unum við Norðmenn á þriðjudag og miðvikudag. Þeir héldu til Þýzkalands á mánudagsmorgun og leika með Dankersen gegn Gummersbach f kvöld. Um þann leik sagði Axel að hann yrði vfst alveg örugglega bæði harðari og erfiðari. en leikurinn við Luxemborg. Þeir koma hins vegar til móts við landsliðið I Danmörku og taka þátt f leikjum þess þar, sem meðai annars verða við danska landsliðið, Sjálandsúrval og tvö sterk félagslið frá Póllandi og Ungverjalandi. Á HÆLUNUM Ólafur Benediktsson markvörður var langt frá því að vera ánægður með eigin frammistöðu f þessum leik. — Leikir við Iið eins og landslið Luxem- borgar eru leiðinlegustu og erfiðustu leikir sem maður tekur þátt í. And- stæðingurinn mun lélegri og leikur liðsins Ifkari hnoði en handknattleik. Maður nær aldrei að hitna, veit aldrei hvenær skotin þeirra linu korna og svo loksins þegar þeir sleppa tuörunni er maður kominn á hælana og lélegustu skot leka inn. Ég er sko ekki ánægður með þennan leik, en lofa betri frammi- stöðu f leikjunum við Norðmenn. ENGINN MÆLIKVÁRÐI — Þessi leikur er enginn mælikvarði á raunverulega getu landsliðsins, til þess var andstæðingurinn of lélegur, sagði landsliðsþjálfarinn Viðar Sfmon- arson að leiknum loknum. — Ég vissi það af gamalli reynslu að byrjunin hjá okkur yrði eins og hún varð, var ég þó búinn að brýna fvrir strákunum að vanmeta ekki andstæðinginn og leika á fullu. Það voru gerðar miklar kröfur til leikmannanna S þessum leik og hjálpaðist margt að við að setja þá undir óvenju mikla pressu f leiknum. Júgóslavar höfðu gjörsigrað þetta lið og stóru tölurnar frá þeim leik juku kröfurnar til liðsins. Blaðamenn og unnendur handknattleiksins hafa gagnrýnt ósparlega að undanförnu og fleira mætti nefna, sem gerði þennan leik erfiðari en ella fyrir mannskap- inn. _ áij. Björgvin hefur fundið glufu á vörn andstxeðinganna og eftir send- ingu Axels flaug Björgvin inn í teiginn og skoraði. Þið eigið enga mögn- leika gep Jngóslavín - sögðn leikmenn Lnxembnrgarliðsins — ÞIÐ hafið ekkert í Júgóslavana að gera, sögðu leikmenn Luxem- burgarliösins, eftir leikinn á sunnu- dagskvöidið en þá ræddi Morgun- blaðið við tvo þeirra, Reymond Gales og Alain Baistert. — Skotin hjá ykkur eru eins og sendingarnar hjá þeim. Júgóslavneska liðið er hreint stórkostlegt. Hver einasti maður í liðinu er toppmaður, en fremstur allra er þö fvrirliðinn Hor- vant sem ta>past er ha'gt að lýsa með orðum. Hann stjörnar öllu hjá Júgó- slövunum og hefur vfir mikilli tækni að ráða f leik sfnum. Þeir félagar sögðu að leikurinn á sunnudagskvöldið hefði verið svip- aður og þeir hefðu búizt við. Þrír leiknxanna liðsins hefðu áður leikið gegn landsliði Islands, þá f Luxém- burg, og flestir hinna hefðu séð þann leik. — tslenzka liðið núna er ekki eins sterkt og það lar þá, — þaö er miklu meira óörvggi f liðinu ykkar núna, sögðu þeir, og einstakl- ingarnir eru líka ta^past eins sterk- ir. Þegar þeir félagar voru að þvf spurðir hver þeim hefði fundist vera bezti maður fslenzka liðsins, þurftu þeir ekki að hugsa sig um. — Það var Páll Björgvinsson, sögðu þoir og einnig nefndu þeir til Jón Karlsson og Ólaf II. Jónsson. Þeir sögðust hafa séð til þeirra Ólafs og Axels f sjónvarpinu úti og þvf kannast vel við þá. Við enduðum rabb okkar við þá félaga með þvf að spvrja hvort þeir héldu að lslendingar ættu ein- hverja möguleika á að vinna Júgó- slava hér áheimavelli. — Þeir möguleikar eru litlir, sögðu þeir, — í mesta lagi 20 á móti 100. óg í Júgóslavíu getið þið liuo gert annað en að biðja fyrir ykkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.