Morgunblaðið - 02.12.1975, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.12.1975, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1975 37 VELVAKAIMDI Velvakandi svarar I síma 10-100 kl. 1 4— 1 5, frá mánudegi til föstu- dags. 0 Lögleiða á nagladekk á vissum árstímum P.P. skrifar: „Ágæti Velvakandi. Ég er einn þeirra fjölmörgu, sem velta því fyrir sér hvað til bjargar megi verða í umferðinni, þar sem enginn virðist vera óhult- ur. Til er mikilsverður öryggisút- búnaöur, sem flestir hafa sem betur fer notfært sér. Á ég hér við nagladekkin svokölluðu. Þó fer þvi fjarri, að allar bifreiðar séu með nagladekkjum yfir vetrar- mánuðina. Af einhverjum ástæð- um, sem ég veit ekki hverjar eru, hafa ekki verið settar reglur um notkun þessara negldu hjólbarða. Mér þætti fróðlegt að vita hver ástæðan er. Um daginn voru nokkrir menn spurðir að því i einu dagblaö- anna. hvort bifreiðar þeirra væru nægilega vel útbúnar í vetrarumferðina, sem er gjör- ólík þvi sem er á öðrum árstimum. I ljós kom að svo var ekki i öllum tilfellum. <?n einn þeirra, sem svöruðu spurn- ingunni, komst svo að orði. að hann hefði ekki ráð á að fá sér nagladekk, enda treysti hann sér til að aka án þeirra í hálku og snjó. Það er bara ekki víst að aðrir vegfarendur treysti þessum manni i umferðinni við erfið skil- yrði og þetta er alls ekki hans einkamál. Þeir sem á annað borð hafa efni á þvi að koma sér upp bíl og standa straum af kostnaði við rekstur hans verða að hafa efni á að kosta nokkru til öryggis- útbúnaðar hans. A sama hátt og notkun nagladekkjanna er bönn- uð á tilteknum árstímum, þá ætti skilyrðislaust að gera það að skyldu, að allar bifreiðar væru með þessum sjálfsagða öryggisút- búnaði yfir vetrarmánuöina. Nú veit ég vel, að nagladekk eru ekki allra meina bót — t.d. eru þau harla gagnslítil í miklum snjó, en hafa þó þann tvimæla- lausa kost, að billinn rennur síður til i hálkunni. Hvað ætli verði margir árekstrar á ári í Reykjavik einni af völdum hálku? Á sama hátt og skylda bifreiða- eigenda er að hafa hemlaútbúnað bifreiðarinnar í lagi, þá ætti það að vera skyída þeirra að setja nagladekk undir hana, því að þeg- ar hált er þá koma hemlarnir að litlu gagni án nagladekkjanna. P.P.“ 0 Bein Iína Magnús Sveinsson hringdi og sagði: „S.l. sunnudagskvöld kom borg- arstjórinn í Reykjavik fram í Beinni línu og svaraði þar spurn- ar fyrr um kvöldið og ég sé ekki annað en ýmislegt renni stoðum undir að hann sé á cinhvern hátt fiæktur f það sem gerðist á að- fangadagskvöld. Þá rifjaðist dálftið upp fyrir mér. — Já, það er líka alveg rétt og Susann sagði ósatt á einhverjum punkti, þegar hún var að lýsa gönguferðinni heim tii sín á að- fangadagskvöid. Það hefur kannski verið Márten sem hún hittí... Faðir minn andvarpaði. — Mér hafði nú reyndar skilizt að þaö væri giæsikonan Barbara sem færi á stefnumótin með Márten Gustafsson? Þetta var meira en nóg til að áhugi Einars á Susann hjaðnaði verulega. — Já. Hvar er Barbara? spurði hann skyndilega. — Hún hefur ekki sézt sfðan við kvöldverðar- borðið. — Eg býst við, sagði faðir minn, — að hún sé að tala við Tord undir fjögur augu uppi f vinnuherberginu. En ég varð allt f einu gripinn hinum mesta ieiða á öllu því sem viðkom þokkafullum Ijóskum. ingum varðandi Breiðholtshverf- in. Þetta var þarflegur og fróðleg- ur þáttur, en fyrst og fremst fyrir þá, sem búa í þessum boi-gar- hluta. Mér hefur þótt bera nokk- uð á þvi, að Breiðholtshverfin hafi á undanförnum árum haft „algjöran forgang", enda eru þau nýjasti borgarhlutinn og að mörgu að hyggja i sambandi við uppbyggingu þar. Nú þætti mér vel við eiga ef borgarstjóri kæmi fram i sama þætti og svaraði spurningum varðandi fleiri borg- arhverfi. Að sjálfsögðu mætti taka fleiri en eitt hverfi fyrir i hverjum þætti, þar sem færra fólk býr að jafnaði í öðrum hverf- unt en Breiðholtinu. Og af þvi að útvarpið er rikisút- varp en ekki Reykjavíkurútvarp, þá væri að mínum dómi sjálfsagt að gefa forráðamönnum annarra byggðarlaga tækifæri til að koma fram í þessum þætti til að ræða við ibúa og svara spurningum. Sjálfur bý ég í gamla austur- bænum og þar er ýmsislegt, sem þarf athugunar við, þótt hverfið sé orðið gamalt og gróið. Margt er þar orðið úr sér gengið og i ósam- ræmi við nútímakröfur. Þótt myndarlega sé að framkvæmdum staðið í Breiðholtinu má það ekki verða til þess að gömlu hverfin verði útundan.“ 0 Grænmeti Jóhanna Gunnarsdóttir skrifar: „Ég hef reynt að hafa alltaf dálítið af grænmeti með matnum á minu heimili, en þetta er að mínu mati alltof dýr matur, mið- að við aðrar fæðuteguridir, næringargildi og hollustu. Þess vegna finnst mér sárgrætilegt hve oft það kemur fyrir, að hluti þess grænmetis, sem búið er að pakka og liggur á búðarborðinu, er skemmdur. Þegar maður vill svo fá að velja sitt grænmeti sjálfur og skoða það áður en það er vegið, þá koma oft i ljós veruleg vand- kva»ði á þvi. Það er ætlazt til að viðskiptavinirnir taki pakkana eins og þeir eru útbúnir, þvi að það er fljótlegast fyrir afgreiðstu- fólkið. Hins vegarjeru ávextir og grænmeti svo viðkvæm matvara, að viðskiptavinurinn þarf að geta skoðað hana vel áður en kaupin eru gerð. Mér finnst ásta'ða til að vekja athygli á þessu, því að hér þarf nauðsynlega að bæta úr. Rétt er þó að taka fram, að mér hefur aldrei verið neitað um að fá að skoða ópakkað grænmeti þegar ég hef farið fram á það, en er þó látin finna að ég sé að stofna til umstangs og öþæginda." 0 Handavinnu- kennsla Um leið vildi Jóhanna koma á framfæri hugmyndum sinum um handavinnukennslu barna, og sagði: „Nú mun vera ætlunin að gera talsverðar breytingar á handa- vinnukennslu. Ég hef áhuga á þessu máli og hef rætt það við vinkonur minar, sem eru á sömu skoðun og ég, a.m.k. i meginatrið- um. Mér finnst að það eigi að miða þessa kennslu við að gera krakkana sjálfbjarga að svo miklu leyti sem hægt er, hvort sem um að ræða telpur eða drengi. Drengir þurfa, ekki síður en telpur, að hirða um fötin sín, kunna að festa tölu og gera við saumsprettur. Eins þurfa telpur að geta rekið nagla, gert við raf- - magnssnúrur og annað sinávegis, sem ekki verður hjá komizt að heimilisfólk geti gert, án þess að þurfa að kalla til iðnaðarmann, sem bæði er dýrt og oft ómögu- legt. Á sama hátt þurfa bæði drengir og stúlkur að kunna til húsverka, svo sem matseldar og halda hreinu í kringum sig. Það er af sem áður var, þegar öll verk innan stokks voru talin kven- mannsverk, sem betur fer. Nú gildir það eitt að kunna að bjarga sér, og þess vegna finnst mér að tilsögn i slikum verkum ætti að miöast jafnt við bæ'ði kynin. Það mætti hafa einhverskonar grund- vallartilsögn i þessu i skólunum, en gefa svo nemendum kost á vali í ýmsum þessara greina þegar lengra væri kornið." HÖGNI HREKKVÍSI Á að bregða sér frá í kvöld? KUKKUK I DnAUtJB/t Auk stóra matseðilsins, þá erum við alltaf með rétt dagsins og i dag er það: Rosenkálsúpa Steikt fiskflök, Portugaise eða ungverskt gull- ash með ekta kartöflumús og gulrótum Sé ykkur í Brauðbæ, KIDDI Biauðbær Vcitingahús við Óðinstorg • simi 20490 J Eldri maður óskar eftir lítilli íbúð eða herbergi með aðgangi að baði og eldhúsi. Upplýsingar í sima 18970 og 27570. PHILIPS rakvélar ein af 6 gerðum Fullkomin varahlutaþjónusta HP 1304 Rakvél með hleðslutæki og rakhaus með 3 stillanlegum rakhnífum. Þetta er rakvélin fyrir þá, sem vilja aðeins það besta. Þessi rakvél sameinar alla kosti í einni vél fullkomna tæknilega hönnun, stillamega rakhnifa og hleðslutæki. PHILIPS PHILIPS kann tökin átækninni heimilistœki sf Hafnarstræti 3—Sætúni 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.