Morgunblaðið - 02.12.1975, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1975
Aðalfundur
Amnesti í kvöld
AÐALFUNDUR Islandsdeildar
Amnesti International verður
haldinn í kvöld klukkan 20,30 að
Hótel Esju. Á dagskrá verða
venjuleg aðalfundarstörf, en
einnig flytur biskupinn, herra
Sigurbjörn Einarsson, erindi
um mannréttindi.
Samtökin hafa nú starfað í eitt
ár á Islandi, en þau vinna að því
að fá leysta úr haldi pólitfska
fanga og berjast fyrir þvf að
mannréttindayfirlýsing Sam-
einuðu þjóðanna sé haldin.
„Kreppan” í
Háskólabíói
HÁTlÐARSAMKOMA stúdenta á
fullveldisdaginn 1. desember var
haldin I gær I Háskólabfói.
Dagskrá samkomunnar var helg-
uð „kreppunni" og var flutt f tali
og tónum.
Dagskránni var útvarpað.
Styttum biðina með þvíað rifja upp
endurmmningamar
segja sögur og tálga
Hríðarbólstrar á suðurhimni.
Ljósm.: Ól. K. M.
A SUNNUDAGINN komu til Ólafsfjarðar mennirnir þrfr, sem
höfðu verið tepptir í skipbrotsmannaskýlinu í Héðiqsfirði í fjóra
sólarhringa. Mennirnir höfðu farið til Héðinsfjarðar að ná í fé en
tepptust þar þegar árabátur sökk undir þeim og nokkrum kindum f
svartamyrkri 20 faðma frá landi og björguðust mennirnjr naumlega
f land. Ekki reyndist unnt að ná í mennina sjóleiðina vegna veðurs
og var brugðið á það ráð á laugardaginn, eins og fram kom f Mbl. á
sunnudag, að senda þrjá menn á skíðum landlciðina til Héðins-
fjarðar með mat og skfðaútbúnað. 1 ferðina fóru þeir Björn Þór
Ólafsson, Sveinn Stefánsson og Konráð Antonsson. Þeir Björn Þór
og Sveinn eru báðir landskunnir skfðamenn en Kohráð er þaul-
kunnugur Ieiðinni sem farin var, en hún er illfær á vetrum vegna
snjóa.
Mennirnir sex komu síðan
allir landleiðina á skfðum á
sunnudag og sagði Björn í sam-
tali við Jakob Ágústsson, frétta-
ritara Mbl. á Ólafsfirði, að óvíst
væri að þeim félögum hefði
tekizt að komast á leiðarenda ef
þeir hefðu ekki notið kunnug-
leika Konráðs, en vandratað er
í slfku veðri sem var á laugar-
daginn, hvassvirði og snjó-
komu. Þeir Sveinn og Konráð
eru úr björgunarsveit SVFI á
staðnum en hún undirbjó
björgunarleiðangurinn og hafði
samband við björgunarmenn-
ina meðan á ferðinni stóð. For-
maður björgunarsveitarinnar
er Ari Eðvaldsson.
„Það var allt í þessu fína hjá
okkur," sagði Sigmundur Agn-
arsson, einn þremenninganna
sem veðurtepptir urðu þegar
Morgunblaðið hafði samband
SKVLIÐ 1 HEÐINSFIRÐI — Þetta er skýli Slysavarnafélagsins.
Það var reist árið 1966 og stóðu slysavarnadeildirnar Vörn og
Strákar I Siglufirði að byggingu þess. Félagar úr Strákum, sem
reistu skýlið, sjást hér fyrir framan það.
við hann í gær og innti eftir
dvelinni í Héðinsfirði. Hinir
tveir eru Rögnvaldur Ingólfs-
son og Elmar Vfglundsson.„Það
var ágætur hiti í skýlinu enda
nóg af kolum og ullarfatnaði.
Við höfðum ljósaluktir og kerti
og svo gátum við haft samband
við Ólafsfjörð í gegnum talstöð-
ina í skýlinú. Lítið matarkyns
var í skýlinu, aðeins súpur og
kaffi en það var engin neyð á
ferðum og ef í harðbakkan
Framhald á bls. 26
Kjarvalsmynd seld
á uppboði í Höfn
á 800 þús. krónur
LISTMUNAUPPBOÐ var
haldið í Kunsthallen í
Kaupmannahöfn dagana
26. og 27. nóvember síðast-
liðinn. Á uppboðinu voru
óvenjumörg íslenzk lista-
verk, en dýrasta myndin,
sem slegin var af hinum
íslenzku, var Þingvalla-
mynd eftir Jóhannes S.
Kjarval, sem slegin var á
29 þúsund danskar krónur
eða um 800 þúsund íslenzk-
ar. Matsverð myndarinnar
var samkvæmt verðskrá 18
þúsund danskar krónur
eða um 500 þúsund. Mál-
verkið mun íslendingur
hafa keypt.
Uppboðið stóð í tvo daga eins og
áður er getið. Fyrri daginn voru
boðin upp verk eftir listamennina
Gunnlaug Blöndal, Kristján
Davíðsson, Jón Engilberts,
Framhald á bls. 26
Nóg vinna á Raufarhöfn
„ÞAÐ er nóg vinna hérna,“ sagði
Guðmundur Friðriksson verk-
stjóri hjá frystihúsinu Jökli á
Raufarhöfn f samtali við Mbl. f
gær.“ Það er unnið hér til kl. 7
flesta daga og hér vinna um 60
manns. Þetta er aðalvinnan hér og
reyndar sú eina og allt byggist
þetta á skuttogaranum Rauða-
núpi. Hann landar hér að jafnaði
vikulega 60—80 tonnum, er nú á
sjó f brælunni á miðunum fvrir
vestan. Hljóðið? Jú, það er gott f
okkur hérna, en það er hins vegar
leiðindaveður."
flokksráðsins: Skýra ber málstað íslands
á vettvangi Atlantshafsbandalagsins
— Ósk um endurgjald fyrir varnar-
aðstöðu kemur ekki til greina
Kafbáturinn
sovézkur
SAMKVÆMT áreiðan-
legum upplýsingum,
sem Mbl. hefur aflað sér,
mun kafbáturinn, sem
sást frá landhelgisgæzlu-
flugvélinni SÝR í fyrri
' viku, hafa verið sovézk-
ur. Kafbáturinn sást
bæöi í ratsjá og eins með
berum augum 33 sjómíl-
ur frá landi. Er kafbát-
urinn varð flugvélarinn-
ar var stakk hann sér í
djúpið.
SAUTJÁN starfsmönnum
ísafoldarprentsmiðju h.f.
hefur verið sagt upp störf-
um, þar sem verið er að
leggja gömlum vélum
prentsmiðjunnar, en í gær
var undirritaður samning-
Á FUNDI flokksráðs Sjálf-
stæðisflokksins sl. laugar-
dag var samþykkt ályktun,
þar sem segir að nýta beri
ur við Guðmund
Benediktsson um að hann
tæki að sér setningu fyrir
ísafold.
Samkvæmt upplýsingum
Ólafs B. Thors, sem er í
stjórn ísafoldarprent-
Atlantshafsbandalagið sem
vettvang til að skýra mál-
stað íslands í landhelgis-
málum en jafnframt er
smiðju, hefur samningur
verið gerður við Guðmund,
sem hefur undir höndum
mjög afkastamiklar raf-
eindavélar, sem setning fer
fram með. Slík setning er
mun hagkvæmari en
blýsetning og er verið með
þessu að gera rekstur
prentsmiðjunnar hag-
kvæmari. Af þeim 17
starfsmönnum, sem sagt
hefur verið upp, eru flestir
setjarar.
ítrekuð sú stefna Sjálf-
stæðisflokksins að ekki
komi til greina að æskja
endurgjalds fyrir varnar-
stöðu þá, sem látin er í té í
landinu.
Ályktun flokksráðsins er
svohljóðandi:
Flokksráðsfundur Sjálfstæðis-
flokksins 1975
Varnarmál
FLOKKSRÁÐ sjálfstæðismanna
leggur áherzlu á nauðsyn þess að
tryggja öryggi landsins með aðild
að varnarsamtökum vestrænna
þjóða.
FORD-umboðin Sveinn Egilsson
h.f. og Kr. Kristjánsson hafa nú
verið sameinuð í eitt og mun fyr-
irtækið verða starfrækt í Skeif-
Telur flokksráðið að nýta beri
Atlantshafsbandalagið sem vett-
vang til þess að skýra málstað
íslands í landhelgismálinu og
koma f veg fyrir áframhaldandi
ólögmæta valdbeitingu Breta í
íslenzkri fiskveiðilögsögu.
Flokksráðið ítrekar þá stefnu
Sjálfstæðisflokksins, að ekki
komi til greina að æskja endur-
gjalds fyrir varnaraðstöðu þá,
sem látin er í té í landinu.
Afstaðan til varnarsamstarfsins
og varnarstöðvanna hlýtur að
mótast af öryggishagsmunum
landsins á hverjum tíma.
unni 17 undir nafninu Sveinn Eg-
ilsson h.f.
Búið er að flytja starfsemi Kr.
Kristjánssonar í Skeifuna þar
sem öll starfsemi umboðsins verð-
ur f nýju húsi sem liggur fast að
gömlu verzluninni hjá Sveini Eg-
ilssyni h.f. Þar verður til húsa
verzlun, sýningarsalur og skrif-
stofur að sögn Þóris Jónssonar
forstjóra.
Uppsagnir vegna
breytinga á setningu
Ford-umboðin í eitt