Morgunblaðið - 02.12.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1975
19
Auðvelt hjá ÍR
ÍSLANDSMEISTARAR ÍR þurftu ekki
að sýna neinn glansleik þegar þeir
sigruðu Snæfell. Mikill getumunur
er á þessum liðum, og það kom ekki
að sök fyrir ÍR þótt menn eins og
Þorstein Hallgrímsson og Agnar
Friðriksson vantaði I liðið.
Ekki gekk þó allt átakalaust hjá
ÍR-ingum I byrjuninni, Snæfell hélt !
við þá fram undir miðjan fyrri hálf-
leik og staðan var 11:11, og átti
Snæfell þrlvegis möguleika á að
komast yfir, en Davlð Sveinsson
hinn ungi bakvörður sem komst inn i
ónákvæmar sendingar hitti ekki úr
hinum auðveldustu færum undir
körfunni. fR-ingar sneru hins vegar
leiknum sér ! hag og voru komnir
með 52 : 32 forskot i hálfleik.
Nokkuð jafnt var skorað lengi vel !
síðari háltleik, en ÍR jók muninn ! 35
stig áður en yfir lauk, og hinn
margumtalaði 100 stiga „múr" var
rofinn rétt fyrir leikslok. Lokatölur
102:67.
Sem fyrr var Kristján Ágústsson
sterkasti maður Snæfells ! þessum
leik, geysilega sterkur undir körfun-
um. Þá var Sigurður Hjörleifsson
sprækur, svo og „Nestorinn" ! liðinu
Einar Sigfússon.
Kolbeinn Kristinsson og Kristinn,
Jörundsson voru bestu menn ÍR
ásamt Jóni Jörundssyni sem átti
sinn besta leik á tlmabilinu.
Kolbeinn er þá dálltið of eigingjarn
með boltann. Hann skoraði mest
fyrir ÍR, 32 stig, Jón 26, Kristinn 21.
Kristján var stighæstur
.Hólmaranna" með 25 stig, Sig-
urður Hjörleifsson 15, Einar 13.
gk.
Kolbeinn Kristinsson, IR-
ingur á fullri ferð f leiknum
við Snæfell.
rekinn ut
GUÐMUNDI Þorsteinssyni
þjálfara Vals var visað úr húsinu !
miðjum leik Vals við ÍS um helg-
ina. Hann var ekki beint ánægður
með dómgæsluna i leiknum, og
lét aðaldómara leiksins Þráin
Skúlason vita sina skoðun á dóm-
gæslunni umbúðalaust. Eftir að
hafa verið aðvaraður fékk hann
siðan að sjá gula spjaldið hans
Þráins, og þegar það dugði Þráni
ekki fékk hann það rauða með
þeim orðum að fjarveru hans frá
leiknum væri óskað. Tók
Guðmundur þvi vel og yfirgaf
húsið ! miðjum leiknum.
— „Þessi „Gosi" hefur dæmt
báða leiki Vals ! 1. deild og hefur
tekist að eyðileggja þá báða fyrir
okkur," sagði Guðmundur þegar
við ræddum við hann. „Við
getum ekki þolað þetta lengur og
höfum nú óskað þess að hann
dæmi ekki leiki okkar ! vetur."
Þráinn Skúlason dómari vildi
hins vegar ekkert tjá sig um þetta
mál við okkur, visaði bara til
aganefndar K.K.f. sem hefur
fengið málið til meðferðar. Telja
má víst, að Guðmundur fái ekki
að stjórna liði Vals í næsta leik,
en það er leikur Vals gegn
Ármanni um næstu helgi.
Dómarar á þeim leik eru sam-
kvæmt leikjabókinni þeir Jón
Otti Ólafsson og Þráinn Skúla-
son.
gk.
Furstu stig stúdenta
fS hlaut sln fyrstu stig i fslandsmót-
inu á laugardag þegar tiðið sigraði
Val með 90 stigum gegn 73. Loks
kom leikur sem stúdentar geta verið
ánægðir með, og tvö fyrstu stigin
langþráðu eru komin i safnið tilvon-
andi.
Valsliðið var i miklum vandræðum
að þessu sinni. Torfi Magnússon fékk
eins og i leiknum gegn KR sina 5 villu
i fyrri hálfleik og varð að fara af velli,
og vissulega er það slæmt fyrir Vals-
menn að missa sinn besta mann svona
útaf leik eftir leik En yngri mennirnir í
liðinu eru að koma til, sérstaklega þó
Rikharður Hrafnkelsson sem á nú
hvern leikinn öðrum betri. Þegar svo
Þórir verður kominn inn i liðið á ný og
Þröstur Guðmundsson kominn i æf-
ingu skyldi ekkert lið bóka sér sigur
fyrirfram gegn Val
f stuttu máli var gangur leiksins á
laugardaginn þannig að eftir 7 min
var staðan 14:7 fyrir ÍS, og rétt fyrir
Ingi Stefánsson, IS, dregur ekki af sér þegar hann gómar þarna frákast
I leik Iiðs hans við Val.
Margtá döfinni
ÞEIR Gunnar
Gunnarsson og
Kristinn Stefánsson
hafa skipað Unglinga-
landsliðsnefnd K.K.I.
undanfarin ár, og þeir
þjálfa einnig þau lið
sem hafa æft og æfa á
vegum nefndarinnar.
Frá því þeir tóku við
þessum málum hafa
verið leiknir 15 ungl-
ingalandsleikir, og á
næstu árum eru marg-
ir fyrirhugaðir. Til að
fræðast um starf
þeirra félaga fengum
við Kristin sem er
form. nefndarinnar í
viðtalið í dag.
„Við tókum við þess-
um málum vorið 1974
og byrjuðum þá á að
kalla saman hóp pilta,
sem fæddir eru ’56 og
’57, til æfinga fyrir
Pólar Cup sem fór
fram i Svíþjóð í jan.
s.l. I þeirri ferð lékum
við alls 6 leiki, unnum
3 og töpuðum þrem.
Við unnum Dani, og á
heimleið unnum við
Norðmenn tvívegis í
Osló, en þeir höfðu
unnið okkur stórt
nokkrum dögum áður
í Svíþjóð. Það var
mjög áberandi að liðið
tók miklum framför-
um við hvern leik í
þessari ferð, en fyrir
hana höfðu þessir
piltar sáralitla
reynslu. Eftir þessa
ferð hætti eldri
árgangurinn i liðinu
en við bættum við pilt-
um fæddum árið 1958.
S.l. sumar tókum við
svo þátt i Evrópu-
keppni unglinga sem
fram fór í Grikklandi,
og höfnuðum þar í 12.
sæti af 22 þátttöku-
þjóðum. I þessari ferð
unnum við m.a. lið
Englands, Skotlands
og Austurríkis og töp-
uðum einnig naumt í
nokkur skipti leikjum
sem við hefðum átt að
vinna, t.d. gegn Frökk-
um.“
— Hver eru helstu
verkefnin sem þið
vinnið að í dag?
„Aðalverkefni
okkar í dag er undir-
búningur fyrir
Evrópukeppni juniora
sem fram fer í Tyrk-
landi næsta sumar.
Þar erum við í riðli
með Tyrkjum, Israel,
Tékkóslóvakíu, Finn-
landi og Englandi. Það
er sami hópur og lék í
Grikklandi sem æfir
fyrir það verkefni, og
erum við bjartsýnir á
árangur okkar þar.
Auk þess höfum við
kallað saman til
æfinga „kadetta" liðið
okkar, en þeirra verk-
efni verður Polar Cup
í Noregi 1977 og síðan
EM juniora árið eftir.“
(I körfuknattleik eru
tvær keppnir fyrir
unglinga, juniora sem
eru 18 og 19 ára gaml-
ir og kadetta sem eru ,
16 og 17 ára).
„Þá er ekki langt í
það að kallaðir verði
til æfinga piltar sem
eiga að leika á Polar
Cup hér heima 1979 og
EM í Líbanon sama ár.
Það er því margt á döf-
inni eins og sjá má.“
— Eru þessir piltar
vel á vegi staddir varð-
andi undirstöðuatriði
þegar þið takið við
þeim til æfinga?
„Það er dálítið mis-
jafnt, en yfir höfuð má
segja að svo sé ekki.
Félögin virðast enn
ekki leggja nægjan-
lega áherslu á að
kenna undirstöðu-
atriðin og er það
miður. Ef vel ætti að
vera, ættu okkar æf-
ingar einungis að vera
samæfingar og leik-
skipulagsæfingar."
— Er húsnæðis-
vandamálið alræmda
ykkur þrándur í götu?
„Já það er óhætt að
segja það. Við æfum
t.d. í Árbæjarskóla í
allt of litlum sal, og
við erum i sífelldum
vandræðum vegna
húsnæðisleysis eins og
aðrar íþróttagreinar.“
— Verður Pétur
Guðmundsson kominn
frá Bandaríkjunum
það snemma að hann
geti farið með ykkur
til Tyrklands næsta
sumar?
„Já það vona ég.
Maður með hans hæð
(2,16m) styrkir hvaða
lið sem er, og það yrði
slæmt ef hann gæti
ekki verið með. En ég
hef nú heyrt að fleiri
en við höfum áhuga á
að nota hæfileika
hans. Landsliðsnefnd
karla er víst farin að
renna til hans hýru
auga.“ Við þökkum
Kristni spjallið og ósk-
um honum og Gunnari
' velfarnaðar í því upp-
byggingarstarfi sem
þeir vinna.
hálfleik 29 23 Staðan t hálfleik var
44:33 fyrir ÍS
Lokatölur 90 stig gegn 73 eins og fyrr
sagði
Þeir Bjarni Gunnar og Jón Héðins-
son voru mjög góðir I liði IS, og
skoruðu báðir 20 stig auk þess að vera
drjúgir I fráköstunum Þá var Guðni
Kolbeinsson drjúgur og skoraði 15
stig, Ingi Stefánsson 13 stig. En yfir
höfuð var ÍS liðið jafnt og gott að
þessu sinni
Rikharður Hrafnkelsson skoraði
mest fyrir Val, 23 stig, og hann er að
verða traustasti hlekkurinn i liðinu,
a m.k meðan Torfi getur ekki leikið
meira með en hingað til vegna villu-
vandræða Torfi skoraði þó 10 stig, og
það gerði einnig Lárus Hólm
Dómarar voru Þráinn Skúlason og
Sigurður Jónsson, og komu mikið við
sögu (sjá nánar frétt á siðunni um
brottvísun þjálfara Vals úr húsinu i
miðjum leik.). gk—.
Staðan
ÍR
3 3 0 265:201 6
KR 2 3 0 198:141 4
UMFN 3 2 1 253:225 4
Ármann 1 1 0 107:84 2
Fram 2 1 1 170:152 2
ÍS 3 1 2 247:167 2
Valur 2 0 2 161:200 0
Snæf 4 0 4 257:388 0
STIGAHÆSTIR:
Kristján Ágústsson Snæf. 92
Kristinn Jörundssonn ÍR 82
Carter „Trukkur" KR 69
Stefán Bjarkason UMFN 62
Kolbeinn Kristinsson ÍR 58
Bjarni Gunnar ÍS 54
Gunnar ÞorvarSarsson UMFN 51
Vítaskotanýting: (Miðað við 8
skot eða fleiri).
Steinn Sveinsson ÍS
17:16 — 94,1%
Jón Björgvinsson Á
8:7 — 87,5%
Jón Jörundsson ÍR
12:9 — 75,0%
Kristinn Jörundsson ÍR
8:6 — 75,0%
Stefán Bjarkason UMFN
8:6 — 75,0%
Þorsteinn Bjarnason UMFN
8 6 — 75,0%
Dæmdar villur á MS:
UMFN 70
Snæfell 69
ÍS 65
ÍR 63
Valur 63
Fram 53
KR 50
Ármann 36
Vitaskotanýting:
Ármann 16:13 — 81%
ÍS 101:67 — 67%
ÍR 40:24 — 60%
Fram 28:16 — 57%
KR 44:25 — 56%
Valur 60:31 — 50%
Snæfell 79:39 — 49%
UMFN 60:29 — 48%
33 stiga sigur
Njarðvíkinga
EINS og vænta mátti voru Njarðvik-
ingarnir ekki ! miklum erfiðleikum
gegn Snæfelli á heimavelli slnum !
Njarðvlk. Þeir unnu þar nokkuð auð-
veldan yfirburðasigur, og það þótt
Snæfell léki sinn besta leik til þessa.
Þeir sigruðu með 105 stigum gegn
72, eftir að hafa haft yfir 52:33 !
hálfleik.
Eins og venjulega stóðu Snæfells-
menn I andstæðingi sínum fram yfir
miðjan siðari hálfleik, en þá misstu
þeir UMFN framúr og áttu aldrei
möguleika eftir það. Það munaði t.d.
aðeins 5 stigum um miðjan hálfleikinn,
en þá var engu likara en úthaldið þryti
Það er að vísu mjög erfitt hjá leikmönn-
um Snæfells hvað breiddin i liðinu er
lltil, þeir geta helst ekki skipt neinum
úr byrjunarliðinu út af án þess að
veikja liðið mjög
Nú var Brynjar Sigmundsson með
„byssun'a" stillta rétt og hitti mjög vel
af færi. Þá var Kári mjög góður, en að
öðru leyti var lið UMFN mjög jafnt og
ekki mikið um veika hlekki En það
verður að segjast eins og er, að mót
staða Snæfellsmanna I leikjunum til
þessa hefur ekki verið mjög mikil, og
ekki beint að marka getu andstæðing-
anna i leikjunum gegn þeim Það er
ekkert gaman að þurfa að segja þetta,
en þannig eru málin samt
Brynjar var stighæstur Njarðviking-
anna með 22 stig, Gunnar Þorvarðar-
son 19, Stefán Bjarkason 18, Kári
Marísson 1 6, og Þorsteinn Bjarnason
vsem er að verða mikilvægur maður i
liðinu var með 1 0 stig
Kristján Ágústsson var að venju stig-
hæstur i liði Snæfells, nú með 23 stig,
Sigurður Hjörleifsson sem hitti mjög
vel var með 20 stig
Leikinn dæmdu þeir félagar Hólm-
steinn Sigurðsson og Sigurður V.
Halldórsson gk.
ír öðrnm deildnm
KR-STELPURNAR í körfuknattfeiknum áttu aldrei í minnstu erfiðleikum með
lið ÍS í leik liðanna um helgina. KR náði 18:9 forystu í fyrri hálfleik og
lokatölur urðu 46:31. Erna Jónsdóttir skoraði mest fyrir KR eða 19 stig.
Linda tvíburasystir hennar sem skoraði mikið gegn Fram á dögunum hafði sig
lítið í frammi að þessu sinni — nema hér sé um einhvern nafnaleik hjá þeim
systrum að ræða, en fáir þekkja þær í sundur. Ragnheiður var hins vegar
stigahæst í liði ÍS með 1 5 stig.
Grindvikingar unnu Hauka óvænt í 2. deild karla 64:54 og byggðist sigur
liðsins fyrst og fremst á mjög góðum kafla T fyrri hálfleiknum, en þá skoraði
UMFG 18 stig i röð. Ingvar Jónsson — bezti leikmaður Haukanna var ekki
með í þessum leik og kann fjarvera hans að hafa gert útslagið i leiknum.
Ólafur Jóhannesson skoraði flest stig UMFG eða 19. Pétur Stephensen
skoraði 10 stig fyrir Hauka.
Skallagrimur úr Borgarnesi lenti í kröppum dansi í leik sinum við
Breiðablik um helgina. Guttormur Ólafsson og félagar hans í Breiðablik stóðu
Í Borgnesingunum alveg fram undir lokin, en þá seig Skallagrímur fram úr og
vann 72:62. Leikur þessi liktist á margan hátt einvígi á milli Guttorms og
Braga Jónssonar en þeir tveir voru áberandi beztu menn vallarins. Bragi
hafði betur Í einvíginu — skoraði 30 stig gegn 29 stigum Guttorms.
Keflavikurliðið í körfuknattleik er liklegt til sigurs i 3. deildinni, um helgina
unnu Keflvikingar yfirburðasigur gegn Selfyssingum. 67:29 urðu úrslit
leiksins. Skúli Skúlason skoraði 17 stig fyrir ÍBK, Haukur Hafsteinsson 16.
Magnús Jakobsson skoraði 10 af stigum Selfyssinga. —gk.