Morgunblaðið - 02.12.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1975
15
verja það fyrir umbjóðendum
sínum, vestfirzkum kjósendum að
greiða atkv. með þessu samkomu-
lagi hér á Alþ. Því er nú til að
svara af minni hálfu, að ég lít á
það sem grundvallaratriði, að
þingmenn séu bundnir við sann-
færingu sína I hverju máli og
hana eina og hafi kjark til að taka
afstöðu eftir þvl.
Við Vestfirðingar, hvorki ég né
hv. 5. þm. Vestf. Karvel Pálmason
erum auðvitað ánægðir með, að
Vestur-Þjóðverjar skuli fá
samningsbundinn veiðirétt innan
50 mílna fyrir norðanverðum
Vestfjörðum, enda þótt aðeins sé
um 6 mánaða tímabil að ræða, og
að þeir skuli ekki vera útilokaðir
frá veiðum út að hinum nýju fisk-
veiðimörkum fyrir Vestfjörðum.
Þrátt fyrir þetta, þá verð ég að
segja það að ég tel, að þessi sam-
komulagsdrög hafi meiri kosti
heldur en galla. En við hinir sömu
vorum heldur ekkert ánægðir með
brezku samningana I nóv. 1973,
þar sem Bretum voru veittar
veiðiheimildir innan við 50 sjó-
mílna mörkin inn á bátaslóð úti
fyrir Vestfjörðum I 10 mánuði á
ári. En hv. 5. þm. Vestf. lét sig
hafa það að greiða atkv. með þeim
samningum hér á Alþ. Það er svo
aftur sérstakt athugunarefni,
hvort Bretar hafi veitt meira á
Vestfjarðarmiðum samkv. slnum
samningi I 10 mánuði á ári eða
hvort þar verði um að ræða meiri
veiðar af hálfu Vestur-Þjóðverja
samkv. þessu samkomulagi, ef
það kemur til framkvæmda I 6
mánuði. Svo mikið er vlst, að ekki
verða Þjóðverjar þarna lengi að
veiðum án þess að verða varir við
þorsk og hámarksafli af þorski er
þó ekki meiri en 5 þús. tonn, þá er
litið svo á , að þeir hafi fyllt sinn
veiðikvóta. En ég vek athygli á
því, að það hefur mikil breyting á
orðið I þessum efnum síðan I við-
ræðum við Þjóðverja á fyrra ári.
Þá voru kröfur Vestur-Þjóðverja
þær að fá veiðar fyrir bæði ísfisk-
togara og frystitogara upp að
24—36 sjómllum, úti fyrir Vest-
fjörðum allt árið samkv. svo-
kallaðri brotinni línu. Nú er gert
ráð fyrir því að allt svæðið fyrir
Vestfjörðum innan 50 sjómílna
verði alveg lokað fyrir veiðum
Þjóðverja I 6 mánuði á ári frá 1.
des. til 31. maí eða yfir alla vetrar-
vertíðina. Togarar Þjóðverja
Oddur Olafsson, þingmaður
Reyknesinga
ufsa og karfa. Það er mín skoðun
að takmarkaðar veiðar, bæði að
afla og tlma, 40 fsfisktogara, að
helmingi i gömlum aldursflokki,
trufli lítt veiðar íslendinga. Þessi
samningur kann að verða aðeins 5
mánaða gamall vegna frestunar-
ákvæðis, ef tollfríðindi á útfluttar
sjávarafurðir á Evrópumarkað
koma ekki til framkvæmda. En
þó hann endist út 2ja ára samn-
ingstímann kannhannað skapa
atvinnuöryggi og betri afkomu,
a.m.k. I sumum byggðarlögum
hérlendis, og liggja til þess tvenn-
ar ástæður. I fyrsta lagi skapar
hann suðvesturlandinu, þaðan
sem ufsa- og karfaveiðar eru eink-
upi sóttar, markaðsöryggi og,
hærra verð á ufsa og karfa. I öðru
lagi mun hann tryggja afkomu
rækjuvinnslunnar, sem er veru-
legt atvinnuspursmál víða á Norð-
ur- og Vesturlandi. Þetta eru stór
atriði, ef samningurinn stendur
meir en 5 mánuði, sem ég er eng-
an veginn viss um.
SVARTA SKÝRSLAN
Eðlilegt er að mönnum verði
margrætt um svokallaða „svarta
skýrslu“ Hafrannsóknastofnunar.
verði algerlega útilokaðir frá
þýðingarmiklum veiðisvæðum
svo sem Vfkurálnum sem er ákaf-
lega þýðingarmikið veiðisvæði
fyrir bátaflota Vestfirðinga á
vetrarvertíð. Það er alkunna, að
vestfirzkir bátar hafa oft orðið
þar fyrir ágangi erlendra togara
og gífurlegt veiðarfæratjón af
hlotizt. Um slikt á ekki að verða
að ræða framar að þvf er vestur-
þýzka togara varðar, ef
þessi samningsdrög verða sam-
þykkt.
50 MlLUR ALFRIÐAÐAR
NÆSTU 6 MANUÐI
Ég tók eftir því hér I umr. I
gærkvöldi, þegar hv. 3. þm.
Reykjv. Vilborg Harðardóttir, tók
til máls, að m.a. eitt af því sem
hún hafði til málanna að leggja I
sambandi við þessi breyttu
viðhorf með Vfkurálinn var að
hún taldi, að ástæðan fyrir því, að
Vfkurállinn væri nú alfriðaður
fyrir veiðum þýzkra togara væri
sennilega sú, að hann væri f
hávestur frá sumarbústað hæstv.
sjútvrh., Matthíasar Bjarnasonar,
fyrir vestan. Ef þetta mál land-
helgismálið væri nú ekki flóknara
en svo að afstaða sumarhúsa ein-
stakra ráðh. gagnvart fiskimiðum
gæti ráðið þar úrslitum, þá væri
nú ekki um mikinn vanda að ræða
Ég nefni þetta vegna þess að
svona hluti eiga þingmenn ekki
að koma fram með hér á Alþ. f
slíkum umr. sem þessum.
Þá vil ég benda á það að ef þetta
samkomulag tslendinga og Vest-
ur-Þjóðverja tekur gildi um
næstu mánaðamót, þá verða 50
sjómílur fyrir Vestfjörðum alfrið-
aðar fyrir veiðum vestur-þýzkra
togara næstu 6 mánuði. Fari svo
að bókun 6 við samning íslands og
Efnahagsbandalags Evrópu komi
ekki til framkvæmda inna 5 mán-
aða, þá freistast þessi fiskveiði-
samningur við Vestur-Þjóðverja
og þeir verða að fara með togara
sína út fyrir 200 mílna mörkin á
meðan svo stendur. Þetta kom
fram í ákveðinni yfirlýsingu
hæstv. utanrrh., er hann svaraði
fsp. hv. 2. þm. Vestf. Steingríms
Hermannssonar hér í gær, og
hefur verið skýrt þannig. Takist
ekki þetta samkomulag við Efna-
hagsbandalagið, þá er'það ljóst,
að samningur þessi við Vestur-
Samkvæmt henni er það fyrst og
fremst þorskurinn, sem er í
bráðri hrunhættu. Og það er ein-
mitt mergurinn málsins að þing
og þjóð geri sér grein fyrir þvf,
hvern veg bezt verður tryggð
viðkoma þorskstofnins og
þeirrar útgerðar og fiskiðnaðar,
sem á honum byggir. Þar
á hefur þessi samningur
ekki stór áhrif, nema þá til
hins betra, að því er varðar
friðun hrygningar- og uppeldis-
svæða, sem Þjóðverjar undirgang-
ast að virða, auk þess að víkja
frysti- og verksmiðjutogurum út
fyrir 200 mílna mörkin. Slík
friðunarákvæði tel ég mjög mikils
virði í þeirri óhjákvæmilegu við-
leitni okkar, að þorskurinn fái
möguleika á að ná á ný eðlilegri
stofnstærð, þ.e. að hrygning og
sfðan vöxtur ungfisks megi fram
ganga með eðlilegum hætti.
BLEKKING
VIÐ HÖFÐ
Sú blekking er viðhöfð í rök-
ræðum um þetta mál, að hér sé
um tvo afmarkaða valkosti að
ræða: veiðar útlendinga eða alls
engar veiðar þeirra. Þessi blekk-
ing stangast á við reynslu okkar f
fyrri útfærslum og staðreyndir
máls í dag, sem við augum allra
blasa. Veiðar f óleyfi verða ekki
fyrirbyggðar með orðum einum,
en takmarka má þær með hygg-
indum, eins og nú er að stefnt.
Þegar þessi samningur rennur
út, endist hann út samningstíma
bilið, þá eru allar ástæður til að
ætla, að fiskveiðilögsaga okkar
hafi fengið alþjóðlega viðurkenn-
ingu við lyktir hafréttarráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna, sem og, að
ekki verði um frekari veiðar út-
lendinga að ræða á Islandsmiðum.
Ég greiði því með góðri samvizku
þessum samningi atkvæði mitt —
og lít svo á, að hann sé stórt spor í
þá átt að friða 200 sjómílna fisk-
veiðilandhelgi okkar.
Þjóðverja verður aðeins í 5
mánuði og Vestur-Þjóðverjar fara
ekki framar til veiða innan 50
sjómílna og ekki heldur innan
hinna nýju 200 mílna marka.
HEILDARLAUSN
MALSINS.
Afstaða mín í þessu máli
byggist fyrst og fremst á þvf sem
að framtíðinni snýr og heildar-
lausn málsins, þ.e. landhelgis-
málsins, þeirri stundu, þegar Is-
lendingar geta einir hagnýtt 200
mílna lögsögu hér við land. Þetta
er liður í okkar sjálfstæðis-
baráttu. Barátta okkar Islendinga
fyrir útfærslu fiskveiðilögsög-
unnar er ekki að hefjast nú. Hún
hófst með setningu landgrunns-
Iaganna 1948 og hefur staðið hátt
á þriðja áratug. Útfærslan í 200
sjómflur er fjórði og lokaáfanginn
í þessari baráttu. Það hefur áður
þurft að semja og ég lít á þann
samning, sem nú stendur til að
gera við Vestur-Þjóðverja, sem
áfanga að lokamarkinu. Hann
gildir aðeins f tvö ár og ekkert
hefur komið fram, er gefi tilefni
til þess að ætla að til framlenging-
ar hans komi.
Þá eru einnig líkur á því að
þegar þar að kemur, verði störf-
um hafréttarráðstefnunnar lokið.
Hafréttarráðstefna Sameinuðu
þjóðanna er það sem við Islend-
ingar lítum eðlilega til með loka-
sigur í landhelgismálum okkar í
huga. Það er álit margra, sem um
þessi mál hafa fjallað að
samningar við Vestur-Þjóðverja
nú og sömuleiðis Norðmenn
Belgiumenn og Færeyinga verði
til þess fremur að bæta aðstöðu
okkar á hafréttarráðstefnunni og
draga úr líkum fyrir þvf að komið
verði á fót gerðar.dómsfyrirkomu-
lagi, sem yrði okkur ekki hag-
stætt. Um samninga við Breta
gegnir að mínu áliti allt öðru
máli. Þeir hafa nú enn einu sinni
sýnt ofbeldishneigð í þessu lífs-
hagsmunamáli okkar Islendinga.
Ég treysti ríkisstj. til að taka á
þessum nýju viðhorfum vegna of-
beldis Breta á þann veg, að til
farsælar verði.
ALÞJÖÐLEGAR
HAFRÉTTARREGLUR
Herra forseti. Þess er að vænta
að þjóðir heims eigi eftir að koma
sér niður á alþjóðlegar reglur á
sviði hafréttarmála hið allra
fyrsta, þar sem strandríki hafi
umráðarétt yfir 200 mílna lög-
sögu. En skynsamleg nýting fiski-
miðanna er ekki einungis mál við-
komandi strandríkis Það er í raun
og veru mál alls mannkyns. Sjór-
inn er sú matarkista sem mann-
kynið getur ekki verið án og það
eru því almannahagsmunir í
vfðasta skilningi þess orðs, sem
hér verður að taka tillit til.
Að svo mæltu tek ég fram, að ég
mun greiða atkv. með þessari
þáltill.
alltaf eitthvaÖ á
PRJÓNUNUM
Hjá okkur er yfirleitt eitthvað á prjóhunum. Nú
höfum við opnað „seinni hluta” nýju búðarinnar
í Hafnarstræti 1 7 þ.e. innaf hljómplötuverzlunni
er nú komið fatadeild þar sem við munum
kappkosta að hafa sem þægilegastan klassiskan
fatnað á boðstólum svo sem, gallabuxunum frá
Levi’s Inega og USA skyrtur, boli, blússur og
peysur, allt heimsþekkt gæðavara. Gerið svo
vel að líta inn, Hafnarstræti 17 er í alfaraleið. —
Hjá okkur er yfirleitt eitthvað á prjónunum.
/^^^J|isími 13303
Hafiiarstræti 17