Morgunblaðið - 02.12.1975, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.12.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1975 25 Flokksráðs- fundur Sjálfstæðis- flokksins: Hér fer á eftir stjórnmála- ályktun sú, sem samþykkt var á fundi flokksráðs Sjálfstæðis- flokksins sl. laugardag: * Oskoruð yfirráð Flokksráð Sjálfstæðisflokksins fagnar því, að sú stefna, sem flokkurinn mark- aði i landhelgismálinu fyrir tveimúr ár- um, að færa fiskveiðitakmörkin út í 200 mílur, hefur sigrað. Fundurinn lýsir ein- dregnum stuðningi við ályktun Alþingis um samninga við Vestur-Þjóöverja. Flokksráðið vítir harðlega innrás Breta í fslenzka landhelgi og heitir á Alþingi og ríkisstjórn að gera allar tiltækar ráðstaf- anir til þess að hindra rányrkju og veiði- þjófnað á Islandsmiðum. Fundurinn þakkar starfsmönnum landhelgisgæzl- unnar vasklegá framgöngu í þýðingar- miklum og áhættusömum störfum. íslendingar eiga bæði menningarlega og landfræðilega samstöðu með vestræn- um þjóðum, en hljóta að krefjast þess, að þær virði óskoruð yfirráð íslendinga einna yfir landi og landhelgi og þar með þeim auðlindum öllum, sem tilvist þjóð- arinnar byggist á. Ríkisstjórnin hefur eytt þeirri óvissu, sem var í öryggis- og varnarmálum þjóð- arinnar og ríkir þar á ný traust og Ijós stefna. Akvarðanir f öryggis- og varnar- málum þjóðarinnar verður jafnan að byggja á raunsæu mati á öryggishags- munum lands og þjóðar og ber að varast allar fljótfærnisaðgerðir í þeim efnum. Þrotlaus barátta við óðaverðbólgu Frá þvf að samsteypustjórn Sjálfstæð- isflokksins og Framsóknarflokksins var mynduð hefur hún orðið að heyja þrot- lausa baráttu við óðaverðbólgu, sem ein- kennt hefur íslenzkt þjóðlff frá tímum vinstri stjórnarinnar. Verðbólgan hefur haft örlagarfkar afleiðingar fyrir at- Innrás Breta í íslenzka landhelgi harðlega vítt - Gripið verði til allra tiltækra ráða til að hindra rányrkju og veiðiþjófnað á íslandsmiðum vinnuvegina og valdið upplausn og rót- leysi. Ekki hefur á þeim stutta tíma, sem rfkisstjórnin hefur setið að völdum, tek- izt að ná öllum þeim markmiðum í efna- hagsmálum sem hún setti sér í upphafi. Enn hefur ekki tekizt sem skyldi að stemma stigu við verðbólgunni. Astæð- urnar fyrir því eru m.a. stórfelldar hækkanir á innfluttum vörum. Við- skiptahalii er enn mikill, of lítið sér votta fyrir samdrætti í ríkisbúskapnum og enn hefur ekki löngu úrelt verðlags- kerfi verið afnumið. Á hinn bóginn hef- ur tekizt að halda fullri atvinnu auk þess sem vinnufriður hefur f meginatriðum rfkt í landinu. Verður það að teljast talsverður árangur, á sama tíma og við- skiptakjör þjóðarinnar hafa farið versn- andi. Síðustu mánuðina hefur komið í ljós, að störf stjórnarinnar eru tekin að bera árangur. Enn er þó eftir að yfirstíga margvíslega örðugleika til þess að ná jafnvægi á sviði fjármála, gjaldeyris- mála og efnahagsmála. Er því tæplega að vænta batnandi kjara á næstunni. Reiðubúinn til samstarfs um kjaramál Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokks- ins leggur megináherzlu á, að einskis verði látið ófreistað til þess að stemma stigu við hinni öru verðbólguþróun. Ar- angri þeim, sem náðst hefur nú á allra síðustu mánuðum má með engu móti glata. Fyllsta aðhalds verður að gæta í ríkisútgjöldum og minnka hlutdeild rík- isins í athöfnum þjóðarheildarinnar. Jöfnuði við útlönd verður að ná með traustri stjórn fjármála og hagkvæmri nýtingu atvinnutækja þjóðarinnar. Beina verður nýrri fjárfestingu að stór- efldum iðnaði og nýtingu innlendra orkugjafatil arðbærra framkvæmda. Nauðsyn ber til þess að treysta undir- stöður atvinnuveganna og aúka fjöl- breytni í atvinnulífinu. Þátttaka ein- starlinga og félaga í atvinnurekstri verði örvuð með því að tryggja að það fjár- magn, sem í hann er lagt, skili eðlilegum arði. Skattlagning hins opinbera verði stillt í hóf, svo að framtak einstaklinga og verðmætasköpun fái að njóta sín. Skatta- lagabreytingum þeim, sem unnið er að þarf að hraða. Tekjuskatta skal miða við, að almennar launatekjur verði skatt- frjálsar, og meira réttlæti verði við fram- kvæmd skattalaga en verið hefur. Þrátt fyrir þá miklu erfiðleika sem við er að etja í efnahagsmálum verður að ■tryggja hag aldraðra og sjúkra. Almannatryggingakerfið verði endur- skoðað með það fyrir augum að gera það einfaldara og hagkvæmara. Við gerð kjarasamninganna, sem fram- undan eru, ber að gæta hófsemi. Fagnar fundurinn þvf að skilningur á þessu virðist nú meiri og almennari en oft áður og lýsir því yfir að sjálfstæðisflokkurinn er reiðubúinn til samstarfs við alla þá, sem vilja vinna að gerð nýrra samninga með það í huga að tryggja í senn at- vinnuöryggi og meira réttlæti I kjara- málum án þess að það leiði af sér verð- bólgu. Traust og réttlátt stjórnarfar Sjálfstæðisflokkurinn leggur enn sem fyrr áherzlu á traust og réttlátt stjórnar- far. Það hlýtur að vera óhjákvæmilegt hlutverk ríkisstjórnar, sem Sjálfstæðis- flokkurinn veitir forystu, að draga úrsamþjöppun valds hjá ríkinu og stuðla að dreifingu þess. Sjálfstæðisflokkurinn setur mann- réttindi öllu ofar en þau verða ekki tryggð nema kristilegt lifsviðhorf sé I öndvegi. Hann virðir frelsi einstaklings- ins og rétt fjölskyldunnar. Tryggja ber í íslenzkri löggjöf fullt jafnrétti og jafna aðstöðu kvenna og karla. Á því grundvallarsjónarmiði þarf að byggja, að einstaklingar og félagsheildir hafi sem mest völd um eigin málefni og þannig verði spornað við þeirri þróun, að ríkisvaldið teygi arma sfna inn á æ fleiri svið mannlegs lífs. Á hinn bóginn varar fundurinn við vaxandi tilhneig- ingu einstakra hagsmunahópa til að virða landslög og stjórnarskipulegar leikreglur að vettugi. Aréttuð skal nauðsyn þess, að sveitar- félögum séu færð ýmis skýrt aðgreind verkefni, sem nú eru í verkahring ríkisins. Jafnframt verði þessum aðilum fengnir tekjustofnar til að standa undir auknum verkefnum. Flokksráðsfundurinn itrekar þá sam- þykkt landsfundar Sjáifstæðisflokksins s.l. vor að nú þegar verði horfið frá því pólitíska eftirlitsmannakerfi, sem vinstri stjórnin setti yfir Framkvæmda- stofnun ríkisins. Fundurinn áréttar ennfremur hina ítarlegu stefnumörkun landsfundar á s.l. vori og skorar á miðstjórn og þingflokk, að fylgja þeirri stefnu fast fram. Þótt syrt hafi f álinn um stundarsakir, líta sjálfstæðismenn björtum augum til framtíðainnar. Þjóðin hefur fyrr staðið frammi fyrir efnahagsörðugleikum, en jafnan sigrazt á þeim. Svo mun einnig verða nú ef heilbrigð stjórnarstefna verður ráðandi og nýttir þeir mögu- leikar, sem fyrir hendi eru hjá landi og Þjóð. Frá frímerkjauppboðinu síðastliðinn laugardag. Mikið selt á uppboði frímerkjasafnara SlÐASTLIÐINN laugardag hélt Félag frfmerkjasafnara fyrsta frf- merkjauppboð sitt á þessum vetri. Hófst það klukkan 2 sfðdeg- is f ráðstefnusal Hótel Loftleiða og sóttu það á annað hundrað manns. Stóð uppboðið f tæpa þrjá tfma með kaffihléi. Boðin voru upp 225 númer og seldust 210 þeirra. Hæst verð fékkst fyrir eitt sett af Hópflugi Itala frá 1933, en það eru þrjú frímerki. Var það slegið á 105.000 krónur. A sínum tíma kostuðu þessi þrjú frímerki 16 krónur. Dýrustu frímerkin fyrir utan Hópflugið voru tvö frímerki af svonefndri „þrír yfirprentun". Annað þeirra fór á 25.000 krónur, en hitt á 20.000 krónur. Þá var 3 skildinga frimerki frá 1873 slegið á 14.500 krónur og 10 aura þjón- ustufrímerki frá 1876 og 25 króna frímerki frá 1952 með mynd af Alþingishúsinu voru hvort um sig slegin á 13.000 krónur. Nokkur önnur uppboðsnúmer fóru á yfir 10.000 krónur, en ekki seldust fleiri einstök frímerki hærra verði. Þess skal getið, að 20% sölu- skattur bætist við allar framan- greindar fjárhæðir, séu frímerkin slegin tslendingum, en sá skattur fellur niður, ef frímerkin eru slegin útlendingum, sem flytja þau úr iandi. Þessi skattheimta hefur einnig tíðkazt i Danmörku og Svíþjóð, en Svíar hafa nú hætt henni fyrir áeggjan frimerkja- safnara. I Danmörku er hart bar- izt fyrir þvi, að þessari skatt- heimtu verði hætt, enda óeðlilegt að vera sífellt að skattleggja sömu frímerkin, en frímerki skipta oft um eigendur. Hafa fslenzkir frí- merkjasafnarar mikinn áhuga á þvi, að þessi skattur verði felldur niður. Uppboðshaldari var Sigurður P. Gestsson, en hann hefur verið uppboðshaldari á öllum uppboð- um Félags frímerkjasafnara, sem haldin hafa verið á undanförnum árum, en þau eru orðin fastur liður í starfsemi félagsins. Næsta uppboð félagsins mun vera ráð- gert i febrúar n.k. S.E. „Sólin og ég” ný Ijóðabók eftir Krístján frá Djúpalœk SOLIN og ég, heitir ný Ijóða- bók eftir Kristján frá Djúpa- læk óg er henni skipt I tvo meginkafla, en I hinum fvrra er t.a.m. sfðasta Ijóðabréf skáldsins til Guðmundar skálds Böðvarssonar f fjórum köflum, en sfðari meginkafli bókar- innar heitir Glettur og Grá- glettur. Yrkisefni skáldsins er af ýmsum toga og I fvrra kaflanum er t.a.m. ljóð um haf- ið i sjö þáttum. Myndskreyting bókarinnar er eftir séra Bolla Gústafsson sem einnig hefur teiknað kápu- myndina. Hún er af skáidinu og sólinni, eins og nafn bókar- innar gefur tilefni til. I bókinni er jafnframt Iftið Ijóð sem ber heiti bókarinnar, Sólin og ég, og er það sfðasta ljóðið í fyrra meginkafla hennar. Þar segir skáldið m.a. í miðerindinu af þremur: Ljóðið, þér til sæmdar samið, sendi ég um geislabrú, gert I þeirri gamalmennis góðu trú, að framlag mitt gegn myrkri jarðar metir þú. Fyrsta bók Kristjðns frá Djúpalæk kom út 1943, Frð nyrstu ströndum. Sfðan hefur skáldið gefið út bækurnar Villtur vegur, I Þagnarskógi, Lffið kallar, Þrevja má þorr- ann, Það gefur á bátinn, Við brunninn, 7X7 tilbrigði. 1 vfn- garðinum (kvæðasafn), Þrflæk- ir sem út kom 1972 og loks þessi nýja Ijóðabók. Hún er 88 blaðsfður að stærð og gefin út af bókaforlagi Odds Björnsson- ar, en tileinkuð Unni. Sýning Jóhanns G. framlengd ÁKVEÐIÐ hefur verið að málverkasýning Jóhanns G. Jóhannssonar verði framlengd, en hann hefur undanfarið sýnt í Skógarlundi 3, Garða- hreppi. Verður sýningin nú opin þar til á sunnu- dagskvöld 7. desember. Góð aðsókn hefur verið að sýningunni og hafa 34 myndir af 56 selzt. Jóhann bað Mbl. að benda á að auðvelt væri að finna sýningarstaðinn, þar sem leiðin að Skógarlundi 3 væri mjög vel merkt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.