Morgunblaðið

Date
  • previous monthJanuary 1976next month
    MoTuWeThFrSaSu
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 08.01.1976, Page 21

Morgunblaðið - 08.01.1976, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANUAR 1976 21 fclk í fréttum + Diana Bryant, 19 ára gömul barnfóstra, og Tiare Jones, þriggja ára gamall, létust sam- stundis eftir að hafa fallið ofan af 5. hæð brennandi húss í Boston á sl. ári. Þau höfðu komizt út á brunastiga, sem var utan á húsinu, en stiginn brast rétt f þann mund sem slökkvi- liðsmaður í björgunarkörfu var að teygja sig eftir þeim. Ekki til- tökumál + Það sem getur að Ifta á mynd þessari þvkir ekki tiltökumál þar sem hún er tekin, í stór- borginni Buenos-Aires, höfuðborg Argentfnu. Þar eru viðlíka atburðir hversdagslegir. Um- ferðarlögregluþjónninn (konan f svarta ein- kennisbúningnum), sem skotið hefur og sært ránsmann fyrir utan verzlun nokkra, stfgur á hann ofan og heldur f skefjum. Aðvffandi her- lögregluþjónn virðist búa sig undir að sparka f fangann og óeinkennisklæddur levnilögreglu- maður (fvrir aftan) er sýnilega við öllu búinn og á sér einskis nema ills von eftir svipnum að dæma. Afi segir + Sovézki kjarneðlisfræðing- urinn og andófsmaðurinn Andrei Sakharov fékk ekki fararleyfi til að veita viðtöku friðarverðlaunum Nóbels f Ósló. Hann fékk eiginkonu sfna Elenu, sem var til lækninga í Róm vegna augnsjúkdóms, til þess að fara f sinn stað og veita verðiaununum viðtöku í Óslóarháskóla — og flytja ræðu þá er hann hafði samið f tilefni af útnefningunni. En það tókst ekki að koma f veg fvrir að þessi ágæti vísinda- maður og mannvinur yrði BO BB & BO 3b1-!0 '35 ^TGtMU/JD ■— heiðursins aðnjótandi og þeirr- ar viðurkenningar á starfi hans sem verðlaunin voru — ekki heldur varð sú gleði frá honum tekin að segja 2ja ára gömium sonarsyni sfnum, Matvei, tfð- indin, eins og við sjáum á mvndinni. Islendingar greiddu 95% rétt atkvæði hjá S.Þ. —aðdómiWAWF VIÐ upgjör á atkvæðagreiðslum þjóðanna á 30. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, telur „World Association of World Federalists" að fslendingar hafi f 20 meginmálum þingsins greitt 95% rétt atkvæði og eru þannig ásamt nokkrum löndum í 2. sæti. Eru tiilögurnar þá metnar eftir áhrifum þeirra á vandamál heimsins og atkvæðin sfðan reiknuð I töflu. Svíar eru einir í efsta sæti á listanum og hafa greitt atkvæði rétt f 98% tilfella. f öðru sæti koma Ástralfumenn. Nýsjálendingar, Finnar, fslend- ingar, Mexikóbúar og Swazilend- ingar með 95% Bandarfkjamenn hafa ekki nema 45% rétt, að mati Donalds F. Keys, fulltrúa sam- takanna hjá S.Þ. og neðst eru Mauldiveeyjar með 5%. íslendingar hafa aldrei fyrr komizt svo hátt við uppgjör þessarar stofnunar á atkvæða- greislum á þingum Sameinuðu þjóðanna. Það sem virðist setja Islendinga skör lægra en Svía nú, er atkvæðagreiðsla um Mið- Austurlandatillögu þar sem ís- lendingar sögðu nei, ásamt Dan- mörku og Noregi en Svíar sátu hjá eins og Finnar. Tillagan fjallaði um það að „ekki sé leyfi- legt að leggja undir sig nokkurt landsvæði og skila beri aftur öll- um slíkum svæðum", en síðan hengt aftan í “ að öll ríki séu beðin um að hafa ekki samskipti við Israel svo lengi sem það heldur arabískum landsvæðum". En það töldu þær þjóðir sem voru á móti, vera gagnstætt þeim grundvelli sem verið er að vinna að til sátta, sem byggist á sam- þykktum S.Þ. nr. 242 og 338. Þessi samþykkt næði lengra en svo að duga mundi til að Israel skilaði landsvæðunum sem það tók 1967. Hvorug þjóðin, Islendingar eða Svíar, fengu svo stig fyrir að sitja hjá við árlega framborna tillögu um kynþáttamisrétti, þar sem vissar þjóðir eru hvattar til að hætta öllum viðskiptum við Suöur-Afríku og hvetja öryggis- ráðið til að grípa til alvarlegra ráða gegn S-Afríku (með valdbeitingu o.s.frv.) I þriðja sæti við uppgjör á at- kvæðagreiðslum voru Austurríki, Botswanaland, Efri-Volta og Venezuela með 92% rétt og í þriðja sæti með 90% rétt voru Bhutan, Kameroon, og Kenya. Þjóðirnar i þessum fjórum efstu flokkum eru taldar hafa góða út- komu með tilliti til velferðar alls heimsins. Norðmenn voru með 88% Danir með 85% svo gerð sé grein fyrir öðrum Norðurlanda- þjóðum. Með slaka útkomu að dómi World Assoeiation of World Federalists komu t.d. Kambódía með 18% Miðafríkulýðveldið með 22%, Albanía með 40% Kongó með 42% og Bandaríkin með 45%. Sovétríkin höfðu 60% og Bretar 52%. Hveiti 5 Ibs. 278.— Flórsykur Vz kg. 99.— Molasykur 1. kg. 1 69.— Egg 1 kg. 390.— Maggy súpur 89.— Ora fiskbollur 1/1 183.— Grænar baunir Ora 1 / 1 151.— Ritz kex 120.— Snap kornflakes 500 gr. 211.— Sani WC pappir 25 rl. 1.286.— Sykur og hveiti í sekkjum. Vijrumarkaöurinn hí. Armúla 1A Husgsgna og hermilied S 86 112 Matvorudeild S 86 1 1 1 Vafna&arv d S 86 1 1 3 Austurbær Miðbær Ingólfsstræti Skólavörðustígur ÓSinsgata, Baldursgata burðarfólk Úthverfi Laugateigur Sólheimar, Keilufell Snæland Austurgerði Vesturbær Ægissíða Ránargata Lambastaðahverfi Skerjaf.s. flugv. I og II. fiUppl. í síma 35408 EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Slag av riti:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Mál:
Árgangir:
111
Útgávur:
55869
Registered Articles:
3
Útgivið:
1913-í løtuni
Tøk inntil:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgávustøð:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í løtuni)
Haraldur Johannessen (2009-í løtuni)
Útgevari:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í løtuni)
Keyword:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Stuðul:
Supplements:

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 5. tölublað (08.01.1976)
https://timarit.is/issue/116366

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

5. tölublað (08.01.1976)

Actions: