Morgunblaðið - 12.02.1976, Síða 7

Morgunblaðið - 12.02.1976, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRUAR 1976 7 Tveir leiðarar — tvær tilvitnanir Þórarinn Þórarinsson, formaður utanríkismála nefndar Alþingis, ritar leiðara f blað sitt Tímann, bæði I gær og fyrradag, þar sem fjallað er um landhelgisdeiluna og At- lantshafsbandalagið. í leiðara blaðsins I fyrradag segir.a „Nú reynir á það I alvöru, hvers virði það er íslendingum, að eiga aðild að Atlantshafsbandalag inu. Eftir þetta verður auðveldara fyrir íslend inga að dæma um, hvort þeir eiga þar heima eða ekki." í leiðara blaðsins í gær segir á sama hátt: „ís- lendingar geta ekki beðið eftir því marga daga, að þjóðir Atlantshafsbanda- lagsins felli úrskurð I jafn einföldu og augljósu máli. Það væri ævarandi blettur á Atlantshafsbandalaginu, ef það tæki ekki ein- dregna afstöðu með ís- lendingum" Á hverju var aðild byggð? Þær forsendur, sem leiddu til stofnunar At-' lantshafsbandalagsins. eru enn I dag fyrir hendi, jafn- vel I rlkari mæli en áður, ef rlkja á jafnvægi I hern- aðarlegum styrk austurs og vesturs I Evrópu, sem tryggt hefur frið I okkar heimshluta frá lokum heimsstyrjaldarinnar. Sú skjaldborg, sem talin var nauðsynleg til verndar lýðfrjátsum þjóðum. lýð- ræðislegu þjóðskipulagi og almennum þegnrétt- indum, hefur sannað gildi sitt, og þýðing hennar er engu minni I dag en þá er hún var byggð upp. Aðild okkar að Atlantshafs- bandalaginu þjónaði tvi- þættum tilgangi. f fyrsta lagi öryggishagsmunum okkar sjálfra, sem eyþjóð- ar á hernaðarlega mikil- vægu hafsvæði. og i öðru lagi sem hlekkur i sam- tökum til verndar lýðræði og mannréttindum I álf- unni. Þessi hugsjóna- og hagsmunagrundvöllur bandalagsins er sá sami I dag og áður. Landhelgis- deilan Aðild okkar að Atlants- hafsbandalaginu byggðist þvi ekki, er til hennar var stofnað, á fiskveiðihags- munum okkar. Hinsvegar hefur reynslan fært okkur heim sanninn um. að að- ild okkar að bandalaginu hefur reynzt árangursrik. einnig á þeim vettvangi. Þórarinn Þórarinsson Það voru áhrif Atlants- hafsbandalagsins sem leiddu til þess að Bretar véku skipum sinum út fyr- ir landhelgismörk okkar árið 1973. eins og ritstjóri Timans veit fullvel. Og það voru áhrif þessa sama bandalags, sem leiddu til hins sama nú, þótt mál þróuðust á hinn verri veg á ný. Og enn er það At- lantshafsbandalagið sem beitir þeim þrýstingi á Breta, sem líklegastur er til að þjóna islenzkum málstað i deilunni. Hins vegar er fastaráð Atlantshafsbandalagsins þann veg upp byggt. að hver aðildarþjóð getur beitt neitunarvaldi. Þannig getur bandalagið ekki sagt okkur fyrir verkum, gegn vilja okkar sjálfra. Hið sama gildir um Breta. Þess vegna getur Atlantshafsbandalagið sem slikt ekki „fellt úr- skurð" i deilumáli af þessu tagi, þótt stuðn- ingur meirihluta banda- lagsþjóðanna sé ótvirætt okkar megin, og sterkar likur bendi til, að einmitt hann kunni að ráða úrslit- um um að mál þróist okkur i vil. Afstaða kommúnista Burt séð frá landhelgis- deiiunni hefur afstaða kommúnista ætfð verið sú, að koma íslandi með einum eða öðrum hætti út úr þessu samstarfi. Þeir nýta I þeirri viðleitni sinni hvert tækifæri sem býðst. Hins vegar var í þorska- strlðinu 1972—1973 aldrei beitt þeim ráðum, þ.e. úrsögn úr Nato og lokun varnarstöðvar, sem_- kommúnistar heimta nú. En það var ekki þeim að þakka. Þrátt fyrir viðvaranir fiskfræðinga 1972, sam- þykkti þáverandi sjávarút- vegsráðherra, Lúðvlk Jósepsson, með liðstyrk þingmanna Alþýðubanda- lagsins, veiðiheimildir Bretum til handa innan 50 mllnanna, sem sam- svarar um 130.000 tonna ársafla. Nú reyna kommúnistar að hagnýta sér þessa viðkvæmu deilu til að knýja fram úrsögn úr Nato. Fiskveiðihags- munir okkar skipta þá ekki meginmáli, heldur pólitlsk taflstaða, sem þeir hyggjast nýta til hins Itrasta. Á þessu er nauð- synlegt að fólk glöggvi sig. Lýðræðissinnar I öllum flokkum verða að taka höndum saman gegn þessari viðleitni kommún- ista. einhver afgreiðslan opin allan daginn KL. 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 AÐALBANKINN BANKASTRÆTI 5 SÍMI 27200 UTIBUIÐ LAUGAVEG1172 SÍMI 2 0120 AFGREIÐSLAN UMFERÐARMIÐSTÖÐ SÍMI 2 2585 ! BREIÐHOLTSÚTIBÚ ARNARBAKKA2 SÍMI74600 V/CRZUJNRRBRNKINN K Eldavélar Bökunarofnar í NÝJA BÖKUNAROFNINUM FRÁ AEG, ER HÆGT AÐ BAKA Á MÖRGUM PLÖTUM í EINU. JAFN HITI ER UM ALLAN OFNINN, BAKAST ÞVÍ ALLAR KÖKURNAR JAFNT ( |l SPARAR TÍMA-SPARAR RAFMAGN. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU 10 Al'GLYSINGA- SÍMINN KR: 22480 ö ISLENZK MATVÆLI lcefood Hvaleyrarbraut 4—6, Hafnarfirði. Eigum fyrirliggjandi: o REYKTAN LAX GRAVLAX REYKTÁ SÍLD REYKTA ÝSU REYKTAN LUNDA HÖRPÚFISK Tökum lax í reykingu og útbúum gravlax. Kaupum einnig frosinn lax til reykingar. Sendum í póstkröfu VAKÚM PAKKAÐ EF ÓSKAO ER. íslenzk matvæli Sfmi 51455 m U ts vnarkvöld ---------—----- ÞORKABLÓT og feröakynning — Ítalía Súlnasal Hótel Sögu sunnudagskvöldiö 15. febrúar Kostabod: Girnilegt hlaðborð með Ijúffengum Þ0RRAMAT Verð aðeins kr. 1.300 - Veizlan hefst kl. 19.30 Komið snemma, meðan úrvalið er nóg. Skemmti atriði: Hreinn Lindal, tenór. syngur. itölsk og islenzk lög og Ómar Ragnarsson skemmtir. -- — Ömar Fegurðarsamkeppni: Ljósmyndafyrirsætan — Ungfrú Útsýn 1976 Allir þátttakendur fá ferðaverðlaun að verð- mæti samtals kr. 400 þúsund. Bingó: Glæsilegir vinningar — 3 Útsýnarferðir að verðmæti kr. 1 50 þúsund. Að auki fá allir gestir ókeypis happdrættismiða, sem dregið verður úr um kvöldið. Vinningur: ÚTSÝNARFERÐ til Spánar eða Ítalíu. Misstð ekki af óvenju glæsilegri og spennandi en ódýrri skemmtun. Hátíðin hefst stundvis- lega og borðum ekki haldið eftir kl. 19.30. Munið alltaf fullt hús og fjör hjá ÚTSÝN Tryggið ykkur borð hjá yfirþjóni á föstudag frá kl. 15.00 í síma 20221. Allir velkomnir — Góða skemmtun. Ferðaskrifstofan Útsýn Blaðburðarfólk OSkaSt UPPL- 35408^ AUSTURBÆR: óði nsgata, VESTURBÆR: Nesvegur 40—82 UTHVERFI: Blesugróf Logaland Langholtsvegur 71 —1 08

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.