Morgunblaðið - 12.02.1976, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRUAR 1976
bæri á svipuðum blóðþrýstingseinkennum hjá ung-
börnum og foreldrum þeirra og systkinum, að hve
miklu leyti háþrýstingur ætti rætur sínar að rekja
til umhverfislegra áhrifa og hins vegar áhrifa
heimilislífsins og lifsvenja.
Vísindamennirnir byrjuðu rannsóknir sínar á því
að mæla blóðþrýsting meðlima 150 fjölskyldna, þ. á
m. 400 barna og unglinga á aldrinum 2—14 ára.
Niðurstöðurnar sýndu í fyrsta skipti að börnin
endurspegia þegar á 2. ári blóðþrýstingstilhneig-
ingu hinna fjölskyldumeðlimanna og að þetta
23 MILLJÖNIR Bandaríkjamanna þjást af háþrýstingi
(of háum blóð-
þrýstingi), sem er
ein helzta orsök
hjartasjúkdóma.
Þrátt fyrir að líkur
séu taldar á að
erfðafræðileg og
umhverfisleg áhrif
séu höfuðorsak-
irnar fyrir háum
blóðþrýstingi veit
enginn það ná-
kvæmlega með
vissu. Hópur vís-
indamanna við
Harwardháskóla
hefur undanfarin
ár unnið að því að
reyna að komast að
því hvenær fyrstu
merki háþrýstings
geri vart við sig. I
skýrslu, sem þessi
samstarfshópur
lagði nýlega fram á
þingi bandarísku
hjartaverndarsam-
takanna i Tucson
Arizona, er látið að
því liggja að þessi
þróun hefjist í
vöggunni.
Blóðþrýstingur í mannslíkamanum, hvort sem
hann er hár eða lágur, hefur tilhneigingu til að
vera mjög líkur í öllum fjölskyldumeðlimum. Fyrri
rannsóknir á unglingum og fullorðnu fólki hafa
leitt i ljós að blóðþrýstingur virðist haldast i sömu
stöðu í hlutfalli við aðra á sama aldri og af sama
kyni, þannig að unglingur, sem hefur fremur háan
blóðþrýsting mun sem fullorðinn maður einnig
hafa háan blóðþrýsting. Visindamennirnir við Har-
ward vonuðust til að með rannsóknum sinum gætu
þeir sýnt fram á, ef þeir fyndu út hvenær fyrst
hélzt óbreytt þau 6
ár, sem rannsókn-
inni var fylgt eftir.
Næsta skref var
að mæla með sér-
staklega byggðu
rafeindatæki blóð-
þrýsting f 120 ný-
fæddum börnum og
mæðrum þeirra á
sjúkrahúsi Boston-
borgar og var mæl-
ingunum fylgt eftir
næstu 12 mánuði.
Niðurstöður leiddu
í ljós, að enginn
skyldleiki var miili
blóðþrýstingsins i
móður og barni við
fæðingu, en eftir
mánuð fór blóð-
þrýstingur barns-
ins að líkjast blóð-
þrýstingi móður-
innar og var kom-
inn í fastar skorður
innan 6 mánaða.
Niðurstöður sams
konar rannsókna,
sem gerðar voru á
Nýja Sjálandi,
London, Miami og
Montreal hafa stað-
fest þessar niðurstöður Harwardmannanna. Vfs-
indamennirnir i Montreal gerðu einnig saman-
burðarrannsóknir á kjörbörnum og eigin börnum
foreldra og kom þá í ljós, að bfóðþrýstingur kjör-
barnanna lagaði sig að blóðþrýstingi fósturfjöl-
skyldunnar, en miklu seinna en hjá eigin börnum.
Rannsóknir þessar virðast benda til að umhverfis-
áhrifin vegi þyngra á metunum og nú einbeita
vísindamenn sér að framhaldsrannsóknum til að
reyna að komast að hvaða umhverfisáhrif séu
sterkust.
Byrjar blóðþrýsíings-
vandamálið í vöggunni?
Bfóðþrýsting-
ur mældur
hjá hvítvoð-
ungi á borg-
arsjúkrahús-
inu f Boston.
Ellen MacCormack:
Berst fyrir útnefn
ingusem forseta
efni demókrata á
grundvelli
fóstureyðingabanns
FYRIR hálfu ári vissi
enginn hver Ellen
MícCormack var og í
sjálfu sér ekkert athuga-
vert við það. Ellen, sem
er 49 ára gömul, var
ósköp venjuleg húsmóð-
ir, sem bjó í úthverfi
New Yorkborgar. 1 þess-
ari viku verður hún 11.
demókratinn, sem fær
ríkisframlag til að standa
straum af kostnaði við
baráttu sfna fyrir að
hljóta útnefningu sem
forsetaefni flokks sfns.
Framboð Ellenar er að
því leyti frábrugðið fram-
boði hinna frambjóðend-
anna, að hún byggir bar-
áttu sfna á einu höfuð-
atriði, banni við fóstur-
eyðingum. Þrátt fyrir að
hún hafi ekki látið veru-
lega á sér bera hafa fjöl-
roiðlar f Bandarfkjunum
tekið framboð hennar
upp og varð það til þess
að allar stærstu frétta-
stofnanirnar urðu að
senda út myndir af Ellen
til viðskiptavina sinna og
er nú svo komið að fram-
boð hennar eða öllu
heldur málstaðurinn
hefur orðið talsvert um-
ræðuefni manna á meðal
f Bandaríkjunum.
Astæðuna fyrir fram-
boðinu segir Ellen vera,
að hún hafi vitað að
enginn hinna þekktari
frambjóðenda myndi
fjalla af einurð og hrein-
skilni um fóstureyðingar,
„réttinn til að lifa“, sem
er helzta kosningaslagorð
hennar. En Ellen neitar
þvf þó að hún hafi aðeins
áhuga á einu máli. Hún
hefur lýst sig andvfga þvf
að aka hvftum og þel-
dökkum börnum langar
leiðir f skóla til að ná
kynþáttajafnvægi, hún
styður „detente" milli
Bandarfkjanna og Sovét-
rfkjanná, en viðurkennir
að hún sé ekki viss um
hvernig leysa eigi efna-
Hærra raforkuverð — aukið framleiðslugjald:
Auknar heildartekjur af álverinu
I MBL. í gær birtist fyrri
hluti ræðu Ingólfs
Jónssonar, er hann flutti
með nefndaráliti á Alþingi
um viðbótarsamning við
Swiss Aluminium (ál-
bræðsla). Hér fer á eftir
niðurlag ræðunnar.
Með fyrirhuguðum breytingum
á álsamningnum er stefnt að
auknum heildartekjum Islend-
inga af álverinu. Eftir breyting-
una verða tekjur einnig öruggari
en verið hefur eftir gildandi
samningum. Væntanleg stækkun
verksmiðjunnar mun einnig
verða til þess að auka tekjurnar,
bæði vegna framleiðslugjalds og
orkusölu.
Orkusalan eykst um 20
megavött, þar af eru 12 megavött
afgangsorka. Aðalbreyting frá
gildandi samningum eru þessar:
Nýtt orkuverð tekur gildi frá 1.
okt. 1975, en þá átti rafmagnsverð
að lækka til Alversins úr 3 mill. í
2.5 mill. Nýja orkuverið verður
tengt álverði og hækkar eftir sett-
um reglum frá 1. jan. 1978 miðað
við verð á áli. Frá 1. okt. 1975 er
nýja verðið þannig samkvæmt
rafmagnssamningi: Til ársloka
1975 3 mill., næstu 6 mánuði 3,5
mill., næstu 12 mánuði 4 mill.,
næstu 6 mánuði 4—5 mill. eftir
álverði. Frá 1. jan. 1978—1. okt.
1994 fylgir orkuverðið álverði, en
fer þó aldrei niður fyrir 3,5 mill.,
þótt álverð lækki frá því sem nú
er.
Allir gera ráð fyrir, að álverð
hljóti að hækka á komandi árum,
en menn greinir á um hversu ört
hækkunin kemur og hve mikíl
hún verður. Álverð er nú skráð 39
cent per enskt pund og sam-
svarandi orkuverð er þá 3,9 mills
en fer hækkandi samkvæmt
settum reglum eftir álverði.
Framleiðslugjaldi ÍSALS h/f,
sem hefði hækkað úr 12,50 $ í 20 $
á tonn 1. okt. 1975 er breytt frá
þeim tíma i lágmarksskatt, sem
greiða ber mánaðarlega eftir út-
skipunum. Er lágmarksskattur-
inn 20 $ á tonn eða sem nemur 1
millj. og 500 þús. $ á ári, miðað
við afkastagetu verksmiðjunnar,
sem er 75 þús. tonn á ári. Þessi
skattur greiðist án tillits til
afkomu verksmiðjunnar og
myndar enga skattinneign eins og
gerist samkvæmt eldri samningi,
þegar reksturinn gengur ekki vel.
Lágmarksskattur samkvæmt fyrri
samningi er 235 þús. dollarar á
ári, sem mun falla niður, ef fyrir-
hugaðar breytingar á samningn-
um verða samþykktar. Við hækk-
anir á álverði, sem eru umfram 40
cent á enskt pund fer framleiðslu-
gjaldið hækkandi eftir tilgreind-
um taxta f stiglækkandi hlutföll-
um. Með þeim ákvæðum, sem
gilda um hækkun skatts eftir
álverði er skattlagningin gerð
raunhæfari og öruggari og mun
gefa Islendingum meiri tekjur.
Eins og fram er tekið i skýring-
um sem prentaðar eru með frum-
varpinu á þskj. 138 fellur við-
bótarskatturinn vegna nýju
ákvæðanna um leiðréttan taxta í
gjalddaga i byrjun næsta árs eftir
skattárið. Endanlegt uppgjör fer
þá fram í samræmi við tekjur
ISALS. Með breytingunni er komið
í veg fyrir, að ný skattinneign geti
myndast. Hækkun skattsins
vegna stigbreytinga má ekki leiða
tilskattlagningar umfram 55% af
nettóhagnaði ÍSALS. Einnig er
tekið upp tekjulágmark þannig að
framleiðslugjaldið má aldrei vera
Iægra en 35% af nettóhagnaði
fyrirtækisins. Fyrirtækinu er
heimilað að mynda 20% varasjóð
eftir svipuðum reglum og eru í
gildi hér á landi um skatta. I
álsamningnum frá 1966 eru sér-
stök ákvæði um skattgreiðslur
þannig að framleiðslugjaldið er
lagt beint á framleiðsluvörurnar
og er óháð ágóða eða tapi hjá
félaginu að stofni til. En gjaldið
er takmörkunum háð þannig að
skattinneign myndast við áramót,
ef greiðslur gjaldsins á liðnu ári
hafa farið yfir 50% af nettótekj-
um félagsins eftir árið. Skattinn-
eign, sem myndast hefir er notuð
til greiðslu á framleiðslugjaldi
seinni ára skv. ákvæðum í álsamn-
ingnum. Það er mikils virði að
koma ákvæðinu um myndun
— Síðari hluti ræðu
Ingólfs Jónssonar —
skattinneignar út úrsamningnum
eins og gert verður ef Alþingi
samþykkir breytingartillögur
þær, sem fyrir liggja við álsamn-
inginn. Vegna lélegrar afkomu Is-
als árið 1974 og 1975 hefir mynd-
ast vegna rekstrartaps mikil
skattinneign. Hefir verið samið
um inneignina samkvæmt eldri
reglum vegna reksturs fram til 1.
október 1975. Inneignin nam 4.4
millj. dollara og greiðist með vöxt-
um sem miðast við forvexti
bandaríska Seðlabankans, sem er
samkvæmt meðaltali síðustu 10
ára 5.6% Skattinneignin greiðist
af framleiðslugjaldi, sem er
umfram 20 dollara á tonn. Fer því
eftir álverði og afkomu ísals,
hversu ört skattinneignin greiðist
upp. Gert er ráð fyrir, að Isal fái
kauprétt á orku fyrir 1. apríl 1978
til 31. des 1979, sem er 20 MW og
skiptist hún þannig, að 40% er
forgangsorka en 60% afgangs-
orka. Isal verður að tilkynna
Landsvirkjun með árs fyrirvara,
hvort kauprétturinn verður
notaður og ekki síðar en 31. des.
1978. Ef ísal notar kaupréttinn
um orkukaup gilda ákvaeði nýja
samkomulagsins til loka samn-
ingstímabilsins. Landsvirkjun
hefur látið reikna út meðalverð
viðbótarsölunnar árið 1978 og
1979 miðað við álverð 45 sent á
pund og er það 4.43 mill. Ef gengið
er út frá þvi, að verð til Isals á
afgangsorku verði það sama og
ákveðið er til málmblendiverk-
smiðjunnar sömu ár, verður verð
á forgangsorku á viðbótarsölunni
10.3 mill. kílóvattstundin, sem er
aðeins betra en til Járnblendi-
verksmiðjunnar a.m.k. fyrstu ár-
in. Viðbótartekjur Landsvirkjun-
ar umrædd tvö ár yrðu 709 þús.
dollarar, hvort ár vegna fyrirhug-
aðrar stækkunar á álverksmiðj-
unni. Leyfi ég mér að vitna hér í
nokkur atriði úr umsögn stjórnar
Landsvirkjunar um breytingar á
raforkusölusamningi, eins og
hann verður skv. breytingartillög-
um þeim, sem fyrir liggja. Þar
segir:
„Tekjuaukning sú, sem um er
að ræða skv. hinum breytta samn-
ingi mun hafa mikii jákvæð áhrif
á fjárhag Landsvirkjunar og auka
til muna svigrúm fyrirtækisins til
að mæta hækkuðum reksturs-
kostnaði og til hæfilegrar eigin
fjármögnunar nýrra fram-
kvæmda. Þannig er þess að
vænta, að þörf Landsvirkjunar
til hækkana á orkuverði til
almenningsrafveitna á hverj-
um tima muni verða mun minni
en ella og er t.d. ekki reikn-
að með að orkuverð til al-
menningsveitna verói hækkað nú
um áramót. Samningsuppkastið
gerir ráð fyrir lengingu seinni
kerskála Isal til jafns við þann
fyrri. Þessi lenging gerir það að
verkum að Landsvirkjun getur
selt sem svarar 20 megavött af
afli i viðbót við þau 140 megavött,
sem núverandi samningur gerir
ráð fyrir. Af þessum 20 mega-
vöttum verður hægt að selja 60%
af samsvarandi orku, sem af-
gangsorku með sömu skilmálum
og i samningnum við Járnblendi-
verksmiðjuna. Þessi aukna orku-
sala er Landsvirkjun mjög hag-
stæð. Forgangsorkuverð í ofan-
greindi viðbótarsölu samsvarar
rúmlega 10 mills kwst., sem er
hliðstætt eða betra en það verð,
sem samdist um til Járnblendi-
verksmiðjunnar."
Hér eru tilfærð nokkur atriði úr
umsögn Landsvirkjunar um
breytingu á raforkusölusamn-
ingnum.
Eðlilegt er að gera nokkurn
samanburð á gildandi samningi
við Isal og því sem verður eftir
breytinguna. Enginn mun efast
um, að rétt er sagt í umsögn
Landsvirkjunar um rafmagns-
verðið. Hagur Landsvirkjunar
batnar og komist verður hjá að
hækka orkuverð til almennings
eins mikið og annars hefði verið
óhjákvæmilegt að gera. Um fram-
leiðslugjaldið er það að segja, að
með því að tryggja lágmarksgjald,
hvernig sem rekstursafkoma
Frainhald á bls. 23