Morgunblaðið - 12.02.1976, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1976
11
Hversu örugg er Argentfna
hagsvandamál Banda-
rfkjanna. Hvað deiluna f
Miðausturlöndum snertir
segir hún, að ef Banda-
ríkjamenn neituðu að
selja deiluaðilum vopn,
myndu þeir neyðast til að
hefja viðræður. En Iffs-
réttur fóstursins er
stærsta hugsjónamál
hennar. „Fóstrið er
mannslff og stjórnarskrá
Bandaríkjanna tryggir
öllum mönnum jafnrétti,
en leyfi til fóstureyð-
ingar gefur einni kynslóð
rétt til að ráða lffi og
dauða næstu kynslóða og
það er hræðileg tilhugs-
un,“ segir Ellen.
Ellen McCormack
hefur sem fyrr segir ekki
beitt sér mjög persónu-
lega í framboði sfnu, en
hún er komin á kjörseðil-
inn f forkosningunum í
New Hampshire og
Massachusetts og stuðn-
ingsmenn hennar hafa
þegar aflað 5000 dollara f
20 fylkjum, eða 100 þús.
dollara sem er lágmarks-
upphæð til þess að
tryggja frambjóðand-
anum jafnt framlag frá
rfkissjóði.
Ekki hafa allir mikla
trú á framboði hennar og
telja að hún sé alls ekki f
alvarlegu framboði,
heldur aðeins til að
tryggja sér fé til auglýs-
ingastarfsemi f baráttu
sinni gegn fóstureyð-
ingum. Þessum ásök-
unum vfsar Ellen á bug
og segir: „Atvinnustjórn-
málamennirnir eru sf-
fellt að gera mistök og
það er ekki hægt að telja
mér það til hnjóðs, að ég
hef ekki staðið í þvf að
gera mistök sl. 20 ár og
þvf alls ekki hægt að úti-
loka mig' frá framboði.“
Ellen er 4 barna móðir og
gift lögregluforingja í
New York.
ÝMSUM þótti ummæli bandaríska sendiherrans í Argen-
tínu, Roberts C. Hills fyrir skömmu um hversu gott væri
að vera í landinu stinga mjög í stúf við lifnaðarhætti hans
sjálfs og fjölskyldu hans svo ekki sé dýpra tekið í árinni.
Hill sagði i ræðu, sem hann flutti á fundi hjá kaupsýslu-
mönnum í New York, að ekki væri til muna hættulegra að
búa í Buenos Aires en i öðrum stórborgum og að fjölmiðl-
ar gerðu alltof mikið úr hryðjuverkum þar. Sagði hann
sem dæmi um hversu örugg fjölskyldan væri, að einn
sona sinna hefði hug á að gerast innflytjandi, er Hill léti
af störfum sem sendiherra.
Hill sendiherra við tennisleik. Vopnaður landgönguliði f
baksýn.
„Hvílíkt líf”
Sagt frá högum bandaríska
sendiherrans í Argentínu
En hvað gerir þá Hillfjölskyldan til þess að tryggja
þetta mikla öryggi sitt. Dálkahöfundur blaðsins Buenos
Aires Heralds skrifaði fyrir skömmu i blað sitt, að
bandariski sendiherrann byggi í húsi, sem minnti helzt á
virki og að hann hreyfði sig vart úr stað án þess að fara í
brynvarinni bifreið og með fjölda lifvarða með sér. Hins
vegar er ekki hægt að lá sendiherranum þótt hann hafi
vaðið fyrir neðan sig. Á sl. ári voru 1100 manns myrtir í
landinu i pólitískum átökum. Sendiherrahjónin sofa i
sprengjuheldu svefnherbergi, þar sem þykk stálþil eru i
hverjum vegg. I svefnherberginu er einnig sjónvarps-
kerfi þannig að sendiherrann getur fylgst með svæðinu
umhverfis sendiráðið. Bifreið hans er eins og fyrr segir
brynvarin og þegar hann fer eitthvað fylgir honum
bilalest, með vopnuðum landgönguliðum og argentískum
lífvörðum, sem eru i 250 manna einkaher sendiráðsins.
Tveir synir hans hafa einnig sína lífverði og þegar
sendiherrann leikur tennis stendur landgönguliði vopn-
aður hríðskotariffli á hans vallarhelmingi og færir sig er
sendiherrann skiptir um völl. Þegar sendiherrann kemur
heim með bílalest sinni hleypur hann inn í húsið skv.
fyrirskipun yfirmanns lífvarðadeildarinnar. Sjálfur
hefur sendiherrann sagt að vinir sinir telji hann brjálað-
an að vilja vera i Argentínu.
Ýmsir diplómatar í Argentínu telja að bandariski
sendiherrann geri of mikið úr öryggisráðstöfunum
sínum. Sú saga er sögð, að eitt sinn er hann hafi verið að
koma í hanastélsveizlu til sendiherra V-Evrópuríkis hafi
skelfing gripið um sig meðal gesta og einn sendiherrann
hrópaði upp yfir sig: „Guð minn góður, skæruliðar eru að
gera árás á okkur.“ Er út var litið sáust 20—30 vopnaðir
menn þjóta upp að húsinu, en þá voru bara á ferðinni
lífverðir Hills og sjálfur sagði sendiherrann er hann gekk
til stofu: „Hvílíkt líf það er sem þarf að lifa þessa
dagana."
(p^sjávarfréttir
í Sjávarfréttum segir m.a. frá
niðurstöðum rannsókna og ábendingum sérfræðinga um við-
fangsefni, vandamál og tækifæri sjávarútvegsins á næstu árum
hér á landi. »Þá eru viðtöl við skipherrana Guðmund Kjærnested
og Helga Hallvarðsson um störf varðskipsmanna.
• Guðni Þorsteinsson ræðir um umbúnað fiskipoka en eins og
kunnugt er vakti það verulega athygli fyrir skömmu þegar einn af
togurum BÚR reyndist ólöglegur. • Jens Evensen ræðir um ný-
sköpun fiskveiðimála í Evrópu. • í þættinum „rannsóknir — vísindi”
er viðtal við Kára Jóhannesson, sérfræðing hjá FAO, þar sem hann
ræðir m.a. um nýja tækni í fiskileit, sem miklar vonir eru bundnar við
• í þættinum „skipasmíðar” er sagt frá því, að Skipavík fyrirhugar
stálskipasmíði.«Alþingismennirnir Sverrir Hermannsson, Jón S
og Jón Ármann Héðinsson svara spurningum Sjávarfrétta um stjórnun
fiskveiða og mögulegar leiðir til þess að styrkja stöðu sjávarútvegsins
og framvindu landhelgismálsins. • Jónas Þorsteinsson, formaður Fiski-
og farmannasambands íslands ræðir hagsmunamál fiski- og farmanna.
•Þá er í blaðinu sagt frá fullkomnasta fiskiskipi Norðmanna en hönnunog
framkvæmd skipsins boðar byltingu í skipasmíðum. • Og Gísli J. Ástþórs-
son framleiðir plokkfisk blaðsins af sinni alkunnu snilld.
Áskriftarverð er kr. 330.00 og er blaðið
eingöngu selt I áskrift.
Sjávarfréttir er vettvangur þeirra sem leita
alhliða upplýsinga um sjávarútvegsmál.
Til Sjávarfrétta. Laugavegi 178 pósthólf 1193,
Rvík. Óska eftir áskrift.
Nafn
Heimilisfang
Sími
isjávarffréttin