Morgunblaðið - 17.02.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.02.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRUAR 1976 eftir ÁSGEIR JAKOBSSON Ný verkefni Það blasir nú við okkur Islendingum, að við verðum að Vinda bráðan bug að því að finna ný og fjölbreyttari verkefni fyrir fiskiflotann, þar sem við verðum að draga úr sókninni í þorskinn í bili. Það eru mörg ár síðan farið var að impra á því að reynt væri að gera sér mat úr kolmunnanum, spærlingnum, langhala og rækju ádjúpmiðum. Kolmunna og spærlingsveiðar hafa litillega verið reyndar en sá hængur reyndist á þeim veiðum, að þær svöruðu ekki kostnaði, þar sem þessir fiskar fóru alfarið í bræðslu og einmitt i þann mund, sem við ætluðum að fara að fylgja þessum veiðum eftir af nokkr- um krafti, tóku bræðsluafurðir að falla. Nú er málum þannig háttað, að sýnt er að við verðum að lúta að ýmsu I veiðunum, sem við áður fúlsuðum við. Og slíkt er okkur engin nýlunda. Lengi fleygðum við steinbítnum, en hirtum rétt í soðið og eitthvað lítillega í rikling til eigin nota. allt fram til 1935 mokuðum við út karfanum, og ufsa fórum við ekki að veiða að marki fyrr en i síðara stríði, meðan síldin var sinntum lítið loðnunni, nema eitthvað smávegis til beitu og áburðar á tún. Allar þessar fisktegundir eru nú komnar í gagnið og okkur mikilsverðar. Ég held að svo eigi eftir að verða um þær fisktegundir, sem ég nefndi hér í upphafi, og nú sé meira en tímabært að fara að vinna að því hvernig gera megi þær veiðar arðbærar. Það er all-nokkuð búið að fjalla um möguleika á veiðum á þessum ofannefndu fjórum fisktegundum, kolmunna, spærlingi, djúprækju og lang- hala einkum hefur dr. Björn Dagbjartsson, forstöðumaður rannsóknarstofnunar sjávarút- vegsins gengið þar fram fyrir skjöldu, og þá vitaskuld fyrst og fremst frá sínum bæjardyr- um sem er hvernig aflinn verði sem bezt hagnýttur. Fróðlegt erindi sem hann hélt á Fiski- þingi í haust um kolmunnann birtist i 2. tbl. Ægis, sem kemur út nú næstu daga. Síðar verður hér á Sjómanna- siðunni fjallað um kolmunnann og þá möguleika sem þar kunna að leynast til nýtingar á báta- flota okkar. Mér sýnast mestu möguleikarnir til að nýtastærri báta okkar og taka þá þar með úr þorsksókninni, hljóti að liggja í veiðum á djúprækju, og fjalla því fyrst um þær veiðar. Eg vona þó að enginn haldi að þetta sé einhver „uppgötvun" mín, heldur er þetta verkefni, sem margir hafa um mörg ár verið að velta fyrir sér án þess að nokkuð yrðr úr framkvæmd. Nú þegar vá er fyrir dyrum er mál að vangaveltunum linni og hafizt sé handa. Kannski reynist það nú sem oftar I okkar sögu að neyðin kenni naktri konu að spinna. Rœkjumark- aðirnir Það er rétt að ekki blæs byr- lega um rækjumarkaðina eins og sakirnar standa. Helzta markaðslandið fyrir utan Svíþjóð er Bretland og þar gilda EBE tollhömlur og heldur ríflegar því að tollur á rækju mun hafa hækkað uppí 16% um áramótin. Nú getur það ekki varað um langa framtíð ef við ætlum að lifa hér I landinu að við stöndum í toliastríði við alla Evrópu. Það er nú fyrst að nefna að það kostar okkur margfalt meira að flytja allar okkar frystu fiskafurðir vestur til Bandarikjanna eða austur til Rússlands og Vestur-Evrópu markaðirnir eru auk þess dýrustu markaðirnir og þeir einu utan Bandaríkjanna sem geta svarað framleiðslukostn- aði okkar. Fólk áttar sig ekki nægjanlega á því að fiskveiðar okkar og fiskframleiðsla er orðin svo dýr að okkur dugir ekkert minna en dýrustu markaðir. Deilan við Breta getur ekki staðið lengi, hvernig svo sem hún leysist eða endar, og þá opnast Vestur- Evrópumarkaðirnir fyrir rækjuna og aðrar okkar afurðir. Ég er þeirrar trúar að sú skipan komist á svo fljótlega að rétt sé að fara að huga að veiðum á djúprækju af fullum krafti. Það tekur okkur hvort eð er all-langan tíma, ef að líkum lætur, að tileinka okkur þessar veiðar. Rœkjuveið- arnar við Grœnland Það hlýtur að koma vatn í munninn á okkur Islendingum, þegar við lesum fréttir af afla- brögðum eins og þær sem birtust í Fiskaren 2. des., þar sem sagði að veiddar hefðu verið við Grænland á síðast liðnu ári um 70 þús. lestir af rækju að verðmæti 880 milljónir norskra króna eða sem svarar 27 milljörðum ísl. króna. I sömu frétt segir að fiski- fræðingar telji að þetta sé fjór- um sinnum meira magn en rækjustofninn við Grænland þoli, en samkvæmt því ætti stofninn að þola 18—20 þús. lesta sókn. Ef það skyldi nú eiga eftir að koma á daginn, sem alls ekki er óliklegt að rækjustoíninn við Island sé ekki minni en sá við Grænland, þá erum að láta synda hér i hafdjúpunum í kringum okkur árlegan afla uppá 6—7 milljarða vegna sinnuleysis og hafa þó framtakssamir rækju- framleiðendur oftlega bent á möguleika á auknum rækju- veiðum ádjúpmiðum. Sóknin í rækjustofninn við Grænland hefur sífellt verið að aukast undanfarín ár og 65 skip voru þar að rækjuveiðum síðast liðið ár (1975). Utlendingarnir allir sóttu þangað á stórskipum og var hlutur þeirra af heildar- veiðinni, fyrir utan Færeyinga og Dani sem teljast ekki útlend- ingar á þessum slóðum alls 55 þús lestir. Sóknin og aflinn skiptust þannig milli þeirra þjóða sem sóttu á liðnu ári i Grænlandsrækjuna: Sóvéttar sóttu á 13 togurum og öfluðu 20,700 tonn, Norðmenn á 22 skipum afli 11.900 tonn og Spánverjar á 20 togurum og öfl- uðu 14.400 tonn. Færeyingar sóttu á 12 skipum og öfluðu 8.640 tonn. Danir voru með 5 togara og öfluðu 3.600 tonn og Grænlendingar sjálfir stunduðu veiðarnar á mörgum fiski- bátum og öfluðu 10 þús. tonn Sóvéttar eru með verksmiðju- skip á miðunum og veiðiskip þeirra og annarra útlendinga eru yfirleitt stór togskip lfkast til algengast 4—500 lestir eða álíka og minni skuttogararnir okkar. Engar nákvæmar fréttir hef ég þó rekizt á um stærð og gerð þessa flota enda mun hvort tveggja eitthvað misjafnt hjá hinum einstöku þjóðum. „Suðurvarið“ frá Þórshöfn, sem sagt er frá í 19. tbl. Ægis, að fengið hafi 95 þús. d. kr. til hlutar eftir 8 mánaða úthald á rækjuveiðum við Grænland á s.l. ári, mun vera álíka togskip og minni skuttogararnir hér svo dæmi sé nefnt um stærð þeirra skipa, sem þarna stunda veíðar. (Þessi híra eftir 8 mánuði hefði rækjukörlunum vestra sennilega þótt brúkleg í fyrra) — Bæði Færeyingar og Norðmenn, það ég veit gera mikið að þvi á þessum veiðum, að sjóða rækjuna í skelinni og frysta hana síðan og senda hana þannig á markað. Eftir því sem Fiskaren segir hafa þeir haft betra uppúr þessu en að paufast við að pilla rækjuna um borð. Rækjuframleiðandi hérlendis sem ég hef átt tal við telur þó að safnazt hafi fyrir miklar birgðir í Noregi af rækju þannig unninni. Hann álitur að við ættum að snúa okkur að þvi að rannsaka hvort ekki lánaðist að fyrsta rækjuna ósoðna og pilla hana síðan í landi. Með þvi lagi sköpum við náttúrlega atvinnu við vinnsluna. Rœkjuveið- ar okkar íslendinga Síðast liðið ár þegar veiddar voru 70 þús lestir fyrir 27 milljarða við Grænland veidd- um við hér við Island 4.900 lest- ir að verðmæti sem svarar 14 milljarði. Við stundum þessar veiðar nú á 80—90 bátum 10—35 lesta, vinnslustöðvarnar eru 15 og allar smáar eða 20—25 manns á hverri stöð, en þess er þó að gæta að vélvæðing er orðin mikil í þessari vinnslu. Það má segja að veiðarnar hafi litlum breytingum tekið síðan þeir Simon Olsen og Syre hófu þær vestra fyrir 40 árum. Að visu hefur rækjubátum fjölgað og þeir stækkað nokkuð, en þó ekki nema rétt í hlutfalli við almenna stækkun flotans og nú kallast þetta ekki síður með réttu smábátar en 5—6 lesta bátarnir áður fyrr. Menn hafa aðeins dýpkað á sér í sókninni, sækja lengra úti firðina og ftóaná en rækju- veiðar á djúpmiðum eru enn ekki stundaðar og hafa þó fiski- menn sem veiða þorsk á djúp- miðum lengi vitað að rækja er víða djúpt undan landi hér við Island Fleytan er smá, sá grái er utar Það er ekkert undrunarefni þótt við eyjarskeggjarnir i einangrun fyrri alda, héldum fast i hefðbundna sókn á þeim eina skipakosti sem við höfðum bolmagn tii að koma okkur upp, árabátunum, en þetta loðir dálítið við okkur enn þá í sókn- inni, þótt við séum fúsir til að tileinka okkur nýjungar i tækni. Þorskur og síld, síld og þorskur — það eru okkar fiskar og vissulega okkar beztu fiskar. En það er nú í þessu efni eins og oftar að fleira reynist matur en feitt kjöt. Það er þó ekki viljaleysi til að prófa veiðar í ónýtta fiskstofna sem háir fiskimönnum okkar mest, heldur fjármagnsleysið. Islenzk útgerð og íslenzkir fisk- framleiðendur sem eru þarna í sama báti hafa aldrei ráðið yfir afgangsfjármagni til tilrauna- veiða. Enginn rækjuútgerðarmaður eða rækjuframleiðandi hefur það ég veit til haft nokkur efni á þvi að halda úti stórum báti til tilraunaveiða á djúpmiðum. Hafrannsóknastofnunina hefur skort skip enda sennilega aldrei falið verkefnið af stjórn- völdum. Rannsóknir Hafrannsókna- stofnunarinnar hafa aðallega beinzt að ástandi rækjustofns- ins á grunnslóð eða hinni hefðbundnu veiðislóð Ekki er þó örgrannt um, að skip hennar hafi leitað fyrir sér á djúpmiðum undanfarin ár og á síðast liðnu vori (1975) fór Haf- þór eitt af skipum Hafrann- sóknarstofnunarinnar til leitar á djúprækju og bar niður á 31 miði fyrir austan og norðan og fann rækju á þeim öllum nema einu. Mestur afli fékkst djúpt út af Vattarnesi eystra og þar togað á 480—570 metra dýpi. Sól- mundur T. Einarsson fiski- fræðingur stjórnaði leitinni og ritaði grein um leiðangurinn í 14. tbl. Ægis 1975 og lokaorð greinar hans voru þessi: „Rækjuveiðar á djúpslóðum hér við land hafa lítið sem ekkert verið stundaðar, en þær geta orðið arðbærar. Norðmen stunda slikar veiðar nokkuð á fjarlægum miðum og nota til þess stærri skip en hér tíðkast. Aflinn er soðinn og frystur í skel og seldur þannig á markaðinn. Ef til vill geta Islendíngar hafið tilrauna- veiðar á þessu sviði en það yrði varla gert án fjárhagslegs stuðnings stjórnvalda." Það er gild ástæða einmitt nú tii að taka undir þessi orð Sólmundar. Við eigum að snúa okkur að því af krafti að stunda rækjuveiðar á djúpmiðum á stórum bátum og slá þannig tvær flugur í einu höggi, nýta vannýttan stofn og færa um leið báta úr sókninni í þorsk- inn. Við skulum rétt gera okkur í hugarlund i leiðinni, hvernig við lítum út fyrir augliti um- heimsins, ef það kemur í ljós þegar við höfum helgað okkur 700 þús. ferkm. hafsvæði, að við nýtum ekki að nokkru marki nema svo sem sex fisktegundir. Það getur engan veginn að fullnýta miðin að veiða aldrei annað en dýrasta fiskinn hverju sinni eða þann sem við getum ausið upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.