Morgunblaðið - 17.02.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.02.1976, Blaðsíða 18
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRUAR 1976 In memoriam: Inga Ólöf A rngrímsdóttir Fædd 12. júnf 1915. Dáin 2. janúar 1976 Hún var fædd á Isafirði 12. júní 1915 og var fimmta barn hjón- anna Arngríms Fr. Bjarnasonar, prentara, og konu hans, Guðríðar Jónsdóttur. Þau hjónin voru bæði breiðfirzkrar ættar en áttu heima á Isafirði fyrstu búskaparár sín, en fluttust seinna til Bolungarvík- ur vegna atvinnu föður hennar. Þar ber sorgin að dyrum litlu stúlkunnar, móðir hennar deyr frá sjö börnum og stuttu seinna varð Inga fyrir slysi, sem bæklaði fót hennar og bagaði hana ævi- langt. Faðir hennar kvæntist aftur eftir lát móður hennar, Ástu E. Fjelsted. Inga dvaldist í heima- húsum þar til hún fór 17 ára gömul á Vifilsstaðaspítala. Hún var svo lánsöm að útskrifast það- an eftir tiltölulega stuttan tíma. Þá fór hún að læra saumaskap hjá sómakonunni Kristfnu Bjarna- dóttur og bar aldrei skugga á vin- áttu þeirra og samskipti alla tíð. Hún vann við saumaskap þangað til hún giftist eftirlifandi manni sínum, Haraldi S. Sigurðssyni, þau eignuðust 4 syni, sem allir syrgja hana nú. Þetta var lífsferill þessarar konu, en hann segír ekkert um hana sjálfa, konuna, sem elskaði blóm og börn og átti svo gott með að umgangast þá, sem áttu erfitt og gátu tæpast talað við nokkurn annan, konuna, sem vann af trú- mennsku öll sin störf og var stærst í reisn sinni andspænis dauðanum, sem kom óvænt á þeim tíma þegar hún hefði átt að getað notið ávaxtanna af lífsstarfi sínu. Hún var fríð sýnum, Ijóshærð og björt á hörund, það var ljómi yfir henni og hún bauð af sér mjög góðan þokka. Hún breiddi sig ekki bara yfir synina og seinna tengdadæturnar og barnabörnin, heldur tók hún um tima tengdamóður sina aldr- aða inn á heimili sitt þrátt fyrir mikil húsnæðisþrengsli og hugs- aði um hana af svo mikilli hlýju og ástúð að fágætt er. Hún horfði þakklátum augum yfir fjölskylduna, synina, sem alls staðar hafa verið til sóma, bæði i skóla og starfi, hamingja hennar yfir tengdadætrum var einlæg og gleðin yfir barnabörnunum föiskvalaus. Eindrægni fjölskyld- unnar er einstök og þar átti hún að öllum öðrum ólöstuðum mik- inn þátt. Mörgum fannst hún orðfá um of, en það er.djúpt i lygnu vatni, hún hugsaði mikið um menn og málefni. I trúmálum var hún sam- færð um, að svo lítið sem við vitum um lífið, hvað getum við þá sagt um dauðann? Hún trúði því að hún ætti góða heimvon hjá foreldrum sínum og systkinum, sem fóru ferðina miklu á undan henni. Þessi trú hefur e.t.v. verið þess valdandi, að þegar hún fár- veiktist aftur eftir að hafa legið Minning: Margrét Erla Kristjánsdóttir t Eiginkona min og móðir okkar ELÍSABET FINNSDÓTTIR. frá Sólvöllum, Vogum, lést aö Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 1 3 febrúar Útförin auglýst slðar. Pótur Jónsson og dætur. meira og minna á sjúkrahúsum frá þvi i haust, og verið send heim af því að áiitið var að henni hefði batnað svo mikið þá gekk hún á lækninn að segja sér satt um horf- urnar. Hann sagði að hann gæti ekki talið dagana, en þeir yrðu ekki margir. Þá tók hún seinustu ákvörðunina, hún kallaði saman alla fjölskylduna, tveir sonanna voru úti á sjó, og hélt hátíð með öllum sem voru henni kærastir hér á jörð og kvaddi þannig gamla árið, seinasta árið sitt. Hún sagði engum neitt um horfurnar, „sorg- ina hálfa, ástina alla“ gaf hún þeim, það hefði ekki verið henni líkt að láta aðra beraþyngri byrð- ar ef hún gat létt þær. 2. janúar 1976 lézt hún. Hún hafði reynt sorg sem barn, mótlætið gleymdi henni ekki heldur, en sinn skerf á ást og hamingju fékk hún lika, frá manninum, sonunum og seinna f jölskyldum þeirra. En ekki dó hún öll, hún lifir áfram í minningum okkar, traust og björt og tiginmannleg og held- ur áfram að vera vor huggun, honum sem missti mest, sonunum og fjölskyldum þeirra. Og af því að enginn lifir sjálfum sér og eng- inn okkar deyr sjálfum sér, þá var trú, von og kærleikur að eilifu spillast ekki, heldur lifa í góðu fólki eins og henni. öllum ættingjum hennar nær og fjær bið ég blessunar. E.A. Fædd 23. desember 1946. Dáin 14. janúar 1976 „Yfir djúpi dauðans Ijómar sól, Droltins sól á hláum vegum st jarna. Ó, lyft mér.Guó á hærri sjónarhól. Himinn opna Ijóssins gódu harna. Heyrþú andvörp allra sorgarbarna.** Það voru þessi bænarandvörp hins hjartahlýja strengleikjahöf- undar, sem mér urðu fyrst i huga, þegar ég heyrði að hún Erla væri dáin. Þar brá sól sumri með svip- legum hætti. „Glóandi blómstrið frítt, á snöggu augabragði" fallið svo óvænt í morgunroða æsku og ástar. Þessi sólbjarta, svipheiða, unga kona, allt í einu kölluð svo sviplega frá eiginmanni, þremur börnum ungum, elskuðum foreldrum, systur og ævihlut- verki. Á slíkum stundum gildir vonin ein og trúin á líf í Ijósheimi hins góða Guðs, sem gaf allt sem við lærum hér að unna. En ekkert kennir betur um yndi þeirra draumheima vonar og trúar en systurnar sorg og ást. Margrét Erla eða Erla Kristjánsdóttir, sem hún var jafn- an nefnd i hópi ástvina og vina, var fædd hér í Reykjavík 23. des. 1946, jólagjöf foreldra sinna, þeirra Svanlaugar Estherar Sig- mundsdóttur og Kristjáns Kristjánssonar bifreiðarstjóra. Hjá þeim ólst hún upp ásamt Dan- fríði einkasystur sinni lengst á Suðurlandsbraut 80. Hún var foreldrum sínum sannur sólargeisli og að sögn mikið pabbabarn alla tið. Segja mátti einnig að móðursystkinum sinum yrði hún sem litla systir, er hún sín fyrstu ár dvaidi nær ein- göngu hjá ömmu sinni og afa. Hún var að öllu eins og sungið var í gamla daga, hin „litla fagra Reykjavikurmær“ barn ungrar borgar, semstefnir mót hækkandi sól framfara, óska og heilla við nám og störf og er áður en af veit stödd í straumi vaxinnar ævi. En það fór henni vel. — Hún giftist 26. okt. 1968 Guðbrandi Ola Ing- ólfssyni frá Hrafnkelsstöðum i + Bróðir minn MARINÓ GUÐMUNDSSON, málarameistari Langholtsvegi 34 lést í Landakotsspítala 1 3 febrúar Kristinn Guðmundsson + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi ÁRNI GUÐLAUGSSON. prentari Hagamel 16, Reykjavík andaðist að kvöldi 1 3. þ.m. I Borgarspltalanum Kristln Sigurðardóttir börn, tengdabörn og barnabörn. + Eiginmaður minn JÓHANN G. BJÖRNSSON til heimilis að Reynihllð, Garðabæ. andaðist aðfararnótt 16. febrúar 1 St Jósefsspítala, Hafnarfirði Fyrir hönd vandamanna, Asta G. Björnsson. + Eiginmaður minn INGVAR JÚLÍUS BJÖRNSSON. trésm Iða me ista ri, Hverfisgötu 9. Hafnarfirði verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni 1 Hafnarfirði miðvikudaginn 18. febrúar n.k. kl 2 e h Valgerður Brynjólfsdóttir. + Móðir okkar STEFANÍA ARNÓRSDÓTTIR andaðist 14 febrúar. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGÞRUÐAR GUÐRÚNAR JÓNASDÓTTUR Drépuhlið 12, Bjami Einarsson Ragnheiður Einarsdóttir Þorgrlmur Einarsson Margrét GuSmundsdóttir. Sigrlður Th. Ruck, Donald R. Ruck, Guðborg Einarsdóttur, Jónas Þórðarson og barnaböm. + Móðir mln, MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR, Hrafnistu, andaðist i Landspltalanum 14 febrúar. Fyrir hönd aðstandenda. Jóhanna Ellasdóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, fpður okkar, fósturföður, tengdaföður og afa, EGILS ÓLAFSSONAR, Hrafnistu. Einnig þökkum við þeim, sem heiðruðu minningu hans. Ólafur A. Egilsson, Sigrlður Egilsdóttir. Guðmundur Egilsson, Sigurður R. Blómsturberg, Valgerður Jónsdóttir, tengdabörn og barnabörn. Hraunhreppi á Mýrum, fram- gjörnum, hugþekkum myndar- manni, sem vel virðist til foringja fallinn í hópi samferðafólks. Sorgin heit og þung á nú önd- vegi á heimili hans og barna hennar þriggja, sem hafa svo mikið misst. „ En bak við heilaga harma er himininn alltaf blár.“ Ég kynntist Erlu, foreldrum hennar og systur við fermingar- undirbúning þeirra systranna. Fjölskyldan öll er trygg og traust, þótt árin líði og allt breytist og hverfist. I fermingarbókina sina hafði hún valið sér orðin: „Gott mannorð er gulli dýrmætara" og „Þitt blessað ljósið lýsi mér.“ Mér og okkur ölium, sem þekkt- um Erlu best, finnst sem ein- kunnarorðin hafi orðið líf af hennar lífi. Hún var gædd ljúfum þokka og fegurð, sem öllum geðjaðist vel að og aflaði henni hvarvetnatrausts og vina. Frá brosum hennar og persónu- leika stafaði geislum góðvildar, hjálpsemi og hljóðlátrar fórnar- lundar. Hún átti enga tilgerð, heldur vorhlýju, einlægni og hjartahreinleika. Þetta gilti jafnt, hvort sem það var i hlutverki hús- freyju eða móður, dóttur eða sam- starfsstúlku: Handlagin, glaðvær og fagurskyggn gekk hún að önn- um hversdagsins. Enginn hefur misst hér meira en litlu systkinin þrjú. Megi góðir englar gæta þeirra á framtíðarbrautinni I fylgd ástvina allra. Hér er mikið að þakka og birtu ber fram á brautir allar frá vor- heimi minninga frá æskuvori. En við, já, þið öll, getið líka sungið: „Af eilífðarljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir." Við vott- um ykkur, foreldrum Erlu, frændfólki, börnum og vinum hlýja hluttekningu. Yfir djúpi dauðans ljómar sól. En vel gæti eiginmaðurinrí ungi sagt með skáldinu, sem vitnað var til I upp- hafi þessarar kveðju. „Mér finnst ég ganga fyrir Gué meé þér. Við fótskör hans, við bæði saman krjúpa. Ég finn hans Kknarhönd á höfði mér, er harminn byrgi ég inni, þögla, djúpa.“ ÁrellusNíelsson. + Móðir mln og tengdamóðir LAUFEY TEITSDÓTTIR frá NeSra-Vifilsdal andaðist 15. febrúar. Jarðarförin auglýst siðar. Halldór Ólafsson Erla Björgvinsdóttir. t Sonur minn og bróðir okkar, INGVAR G. KOLBEINSSON. verkstjóri, andaðíst að Vlfilsstaðaspltala að morgni 14. febrúar. Kolbeinn fvarsson og systkini hins litna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.