Morgunblaðið - 17.02.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.02.1976, Blaðsíða 32
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRUAR 1976 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRUAR 1976 19 Austurriska undrabarnið í skiðastökki, Tony Innauer, hlaut silfurverðlaun f stökki af 90 metra palli f Innsbruck á sunnudaginn. AiiNlmríki hlaut gull og silfur í síðnstn keppnisgrein ieikanna OLVMPIULEIKARNIR f Innsbruck byrjuðu vel fyrir gestgjafana, Austur- rfkismenn er Franz Klammer sigraði í brunkeppninni, og þeir enduðu lika vel fyrir þá, þar sem skíðastökkvarar þeirra hlutu gull og silfurverðlaun f sfðustu keppnisgrein leikanna — stökki af 90 metra palli á sunnudaginn. Það var hinn kunni stökkvari Karl Schnabl sem hreppti gullverðlaunin. Hann stökk 97,5 metra og 97,0 metra og hlaut fyrir það 234,8 stig, en f öðru sæti varð hinn kornungi Tony Innauer sem stökk 102,5 metra og 91,0 metra og hlaut samtals 232,9 stig. Um það bil 70 þúsund manns fylgd- ust með stökkkeppninni í Berg Isel á sunnudaginn og voru Austurríkismenn fjölmennir í þeim hópi. Skilyrði til stökkkeppni voru ekki upp á það allra bezta þar sem nokkur gola var, en slíkt gerir skiðastökkvurum jafnan nokkuð erfitt fyrir. I fyrri umferðinni stökk hinn 17 ára skólastrákur Tony Innauer Iengst allra, eða 102,5 metra og hafði hann að auki ágætan stll. Virtist sem Innauer væri þar með nokkuð öruggur um gúll- verðlaunin. I seinna stökki sínu var greinilegt að hinn ungi stökkvari fór um of varlega, enda höfðu þjálfarar hans lagt á það mikla áherzlu við hann, að hann tæki ekki mikla áhættu, en Innauer þykir mjög „kaldur" og sést stundum ekki fyrir i keppni sinni. Hann stökk aðeins 91 metra í seinni umferðinni og þar sem Schnabl sem verið hafði f fjórða sæti eftir fyrri umferðina stökk langtum betur, eða 97 metra, var gullið hans, en Innauer varð að sætta sig við silfrið. — Hann á þó örugglega eftir að ná Olympíugulli, sagði þjálfari hans, eftir keppnina og benti á að Innauer yrði á bezta aldri þegar leikarnir fara fram næst, eða 21 árs. Eftir fyrri umferðina í stökkinu á sunnudaginn var Jochen Danneberg frá Austur-Þýzkalandi í öðru sæti, eftir 102 metra stökk. Þótti afrek þetta glæsilegt hjá honum, þar sem hann gekk ekki heill til skógar eftir meiðsli sem hann hafði orðið fyrir í æfinga- stökki. I seinni umferðinni var svo Danneberg ekki sjálfum sér likur og stökk aðeins 89,5 metra, þannig að hann hafnaði í fjórða sæti, þegar upp var staðið. Félaga hans, Hans-Georg Aschenbach tókst heldur ekki sérlega vel upp, og varð 8. Landi þeirra, Henry Class, sem hélt upp á 23 ára afmæli sitt á sunnudaginn, sýndi hins vegar mikið öryggi i stökkum sinum. Stökk fyrst 91,0 metra og siðan 97,0 metra, og nægði það honum til þess að hljóta bronsverðlaunin. Eftir keppnina sagði Karl Schnabl, sem er 21 árs háskólastúdent frá Vin, að sér hefði ekki komið það til hugar eftir fyrri umferðina, að hann ætti möguleika á guððverðlaunum. — En ég lagði allt mitt í seinna stökkið, og var auk þess heppinn, þar sem næstum var logn er ég fór í það, sagði hann. Jafn- framt lauk hann miklu lofsorði á landa sinn Tony Innauer, sem hann sagði að mikið ætti eftir að heyrast frá i fram- tíðinni. — sagði IvarFormo eftir 50 km gönguna Úrslit í svigi Piero Gros. ftaliu Gustavo Thoeni, Ítalíu Willy Frommelt, Liechtenst. Walter Tresch, Sviss Christian Neureuther, V Þýzkal. Wolfgang Junginger, V-Þýzkal. Alois Morgenstern, Austurr. Peter Luescher, Sviss Francisco Fernandez, Spáni Andreas Wenzel, Liechtenst. Jan Bachleda Curus, Póllandi Stig Strand, Sviþjóö Cary Adgate, Bandar. Miloslav Sochor, Tékkóslv. Altert Buger, V-Þýzkal. Roland Roche. Frakkl. Torsten Jakobsson, Sviþjóð Phillip Mahre, Bandar. Greg Jones, Bandar. Josef Ferstl. V-Þýzkal. FYRRI FERÐ 1:01.23 1:00,55 59,98 1:01.34 1:01,70 1:00.95 1:01,61 1:02,76 1:02.35 1:02,51 1:03.76 1:03,27 1:03,06 1:03,11 1:03,38 1:03,53 1:04,21 1:04,80 1:05,05 1:06,32 SEINNI FERÐ 1:02.06 1:03.18 1:04,30 1:03,92 1:04,86 1:06,13 1:05,34 1:05,34 1 06,00 1:06.22 1:05.05 1:08,81 1:06,47 1:06.50 1:06,93 1:06,78 1:07,03 1.06,97 1:07,66 1:08,02 SAMTALS 2:03,29 2:03,73 2:04.28 2:05.26 2:06.56 2:07.08 2:07.18 2:08.10 2:08,35 2:08,73 2 08,81 2:09,08 2:09,53 2:09.61 2:10,31 2:10,31 2:11,24 2:11,77 2:12,71 2:14,34 renna upp. Eg tók því fremur rólega næstu kílómetra til þess að eiga nóg eftir á lokasprettinum. Ivar Formo er einn fárra göngu- manna í Noregi i fremstu röð sem ekki helgar sig fþrótt sinni meira eða minna yfir vetrartímann. Hann er 25 ára að aldri og stundar háskólanám í Osló með góðum árangri. Hann sagði eftir keppn- ina á laugardaginn að hann ætlaði sér að helga sig íþróttinni að mestu það sem eftir væri vetrar, en hætta siðan. Gert Dietmar Klause sem vann silfurverðlaun í göngunni á laug- ardaginn, sagði eftir keppnina, að siðustu kilómetrar göngunnar hefðu verið sér algjör martröð. — Ég vissi af Formo á eftirmér en trúði því I lengstu lög að hann yrði að slaka á og ég myndi sigra. Ég var svo útkeyrður þegar ég kom í markið að ég treysti mér alls ekki að ganga til búningsher- bergjanna og urðu félagar minir að bera mig þangað. Eins og frá var skýrt í blaðinu á sunnudaginn var Bandaríkjamað- urinn Billy Koch næstum búinn að drepa sig i göngunni. Hann var þó búinn að jafna sig að mestu á sunnudaginn og sagði þá í viðtali við fréttamann að sig hefði ekki órað fyrir að 50 kílómetra ganga væri slík þrekraun. Leiðin frá 14—25 kílómetra kostaði mig allt- of mikið, sagði hann, og ég man ekkert eftir mér síðust kílómetr- ana. Koch kvaðst annars vera ánægður með sinn hlut á leikun- um. Hann hefði hlotið silfurverð- laun i 30 km göngunni, en 15 kilómetra ganga væri samt sem áður sú grein sem hann væri bezt- ur i. Flestir göngumannanna voru gjörsamlega útkeyrðir þegar í markið kom, enda var færð og veður mjög slæmt þegar keppnin fór fram. 50 kílómetra skiðaganga er sögð ein erfiðasta keppnisgrein í íþróttum sem hugsanleg er, og ekki á færi nema þrautþjálfaðra manna að komast i gegnum hana. Norðmenn hlutu gull í þessari grein i Sapporo 1972, er skógar- höggsmaðurinn Pal Tyldum sigr- aði, en hann var nú meðal kepp- enda og sagði fyrir gönguna, að sennilega myndi hann hætta keppni að henni lokinni. Tyldum var mjög aftarlega til að byrja með, en sótti siðan stöðugt HOLLENDIHAR SE6JA VERA HINN NVJA ARD KLEINE SCHENK GULLVERÐLAUNIN sem Piet Kleine vann I 10.000 metra skautahlaupinu á Olympfuleikunum I Innsbruck á laugardaginn voru Hollendingum afar kærkomin. Slfk verðlaun vekja jafnan mikla gieði, en Hollendingum þó sérstaklega nú, þar sem þau voru einu gullverðlaunin sem þessi mikla skauta- þjóð hlaut að þessu sinni. 1 Sapporo 1972 var uppskeran meiri, en þá hlutu Hollendingar sam- tals ðtta verðlaun f skautahlaupum, þar af fjögur gullverðlaun. Eftir að Ard Schenk hætti keppni f skautahlaup- um hóf hollenzka skautasambandið starf sem mið- aði að þvf að eiga menn á toppnum á feikunum f Innsbruck. Það vlrtist heppnast með van Helden, og við hann voru miklar vonír bundnar á leikunum, og hann kaflaður arftaki Schenks f heimafandi sfnu. Hins vegar voru menn ekki sammála um að Piet Kleine ætti mikið erindi á Olympfuleikana. Var það ekki fyrr en á sfðustu stundu sem þátttaka hans f 10.000 metra hlaupinu var ákveðin. Arangur Kieine f 10.000 metra hlaupinu á laugar- daginn var með ólfkindum. Skautahfauparar sem komnir eru á toppinn þykjast góðir ef þeir bæta eigin árangur um sekúndur eða sekúndubrot. Kleine bætti hins vegar sinn bezta tfma á þessari vegaiengd um hvorki meira né minna en 29 sekúndur og var alveg við heimsmet Stens Stensens, jafnvel þótt aðstæðurnar væru mjög óhagstæðar þegar hann hljóp, gola og snjókoma. — Þrátt fyrir að Kleine hefði ekki tif þessa tfma náð mjög góðum árangri f 10.000 metra hlaupi þá vorum við hræddir við hann, sagði Tor Berg, þjáifari norska skautalandsliðsins, eftir keppnina á laugardaginn. — Kleine hafði gert það gott f 5000 metra hlaupinu, og við víssum að það myndi berja hann áfram, sagði Berg. — En þegar Stensen hljóp á svona góðum tfma vorum við öruggir um að gullið yrði hans. KJeine hafði nokkru slakari millitfma eftir 5.000 metra en Stensen hafði haft, en þá gat þjálfari hans argað á hann að hann ætti möguleika á að taka Stensen. Virtist Kleine þá allur æ færast f aukana og seinni hluti hiaupsins var f einu orði sagt frábær hjá honum. Kleine var gjörsamlega útkeyrður þegar f markið kom, og var lengi að átta sig á þvf að hann væri sigurvegari. — Ég trúi þessu ekki, ég trúi þessu ekki, kallaði hann f sffeflu. Ursfitin f hlaupinu voru Sten Stensen gffurfeg vonbirgðí, en hann hafði miðað allt sitt við að hljóta guliverðlaun f þessari grein. Ailan tfmann sem Kleine var á ferðinni stóð Stensen við útgangs- hliðið frá leikvanginum, sneri andlitinu að veggn- um og sparkaði f hann. Strax og Kleine var kominn f mark hraðaðí Stensen sér hins vegar tif hans og ðskaði honum til hamingju. — Það er ekki hægt að neita þvf að þetta var stórkostlegt hjá honum, sagði Stensen, en bætti þvf sfðan við, að nú væri aðaltak- markið hjá honum að bæta heimsmet sitt verulega og það ætti öruggfega að takast. — Ég var dauðhræddur sfðustu kflómetranasagði sigurvegarinn f 50 kflómetra göngu á Olympfu- leikunum f Innsbruck, Ivar Formo frá Noregi, í viðtali við fréttamenn að keppni lokinni. — Ég fékk krampa i vinstra fótinn og átti I miklum erfiðleikum. Var meira að segja að hugsa um að gefast upp, sagði hann. Sem betur fer lét ég ekki verða af þvf, en þetta er tvfmælalaust erfiðasta raun sem ég hef lent f sfðan ég byrjaði að keppa f skfðagöngu. Formo bætti því við, að hann hefði fundið sig í ágætu formi er keppnin hófst og allt hefði gengið sér í haginn til að byrja með. — Þegar gangan var hálfnuð fór ég að eygja möguleika á sigri, sagði hann, — og þegar ég var 30 sek- úndum á undan Gert-Dietmar Klause við 35 kílómetra markið vissi ég að nú væri min stund að *Norski skfðagönguþjálfarinn Oddmund Jensen hleypur með Ivar Formo sfðustu metrana í göngunni á laugardaginn og hvetur hann til að gefast ekki upp. Gros hefur fjórum sinnum hafnað í þriója sæti á stórmótum i vetur og fjórum sinnum hefur hann orðið í öóru sæti. Var því að vonum að hann yrði kátur þegar sigurinn kom loksins og það á réttum stað og stundu. Gustavo Thoeni sagði eftir keppnina, að fyrst honum átti ekki að auðnast að fá gullverð- laun i þessari keppnisgrein, þá væri hann mjög ánægður með að þau hefðu fallið í hlut Piero Gros. — Það var það næst bezta sem ég gat hugsað mér, sagði hann. — Ég stóó mig ekki vel í seinni ferðinni, sagði Thoeni. Reyndar gekk vel þrjá fjórðu hluta leiðarinnar nið- ur, en þá komu nokkrur hlið sem voru mjög erfið og tókst mér ekki að fara nógu vel í gegnum þau og tapaði tíma. — Þetta er sennilega vegna þess að ég er að verða gamall og hef ekki þá snerpu sem með þarf, sagði Thoeni. Gífurleg barátta var í keppn- inni á laugardaginn. Eftir fyrri ferðina hafði Willy Frommelt frá dvergríkinu Liechtenstein beztan tíma 59,98 sek., en Thoeni var í öðru sæti á 1:00,55 mín. I þriðja sæti var svo Vestur-Þjóðverjinn Junginger á 1:00,95 min. og í fjórða sæti var Italinn Franco Bieler og Gros var í fimmta sæti. Meðal þeirra sem voru í fremstu röð eftir fyrri umferðina var Sví- inn Ingemar Stenmark, og þar sem hann er kunnur fyrir að eiga jafnan betri seinni umferð voru margir sem spáðu honum verð- launum í keppninni. I seinni umferðinni var Frommelt of varkár og kom I markið á 1:04,30 mínútum. — Ég er auðvitað ekki ánægður með að hafa ekki unnið gullverðlaunin, sagði hann eftir keppnina, — á þeim átti ég svo góða möguleika, en þar sem ég hlaut silfur í Alpa- þrikeppninni er ég ekki óánægð- ur með uppskeruna. Hún er meiri en svo lítið land sem ég er frá, getur átt von á. Franco Bieler tók hins vegar mikla áhættu í seinni umferðinni, og ætlaói sér greinilega verðlaun. Hann var kominn vel á veg í brautinni er hann rak skiði sitt í hlið og fnissti jafnvægi. Þar með Piet Kleine — hinn nýi fljúgandi Hollendingur sem „staf“ gullinu í 10.000 metra hlaupinu frá helms methafanum, Sten Stensen. Austur-Þjóðverjar beztir í bobsleða- akstrinnm í Innsbrnck — EFTIR fyrri ferðina ákvað ég að hætta öllu f von um að hljóta gullverðlaunin, sagði hinn 21 árs Itali Piero Gros, eftir sigur hans í svigkeppni Olympíuleikanna f Innsbruck á laugardaginn. Kom sá sigur verulega á óvart, ekki vegna þess að Gros sé óþekktur skfðamaður, sfður en svo, heldur fremur af því að honum hefur ekki gengið sem bezt upp á síð- kastið og t.d. hafði hann ekki unn- ið keppni I röska þrettán mánuði erhann hreppti Olympíugullið. Fjölmargir Italir sem voru við- staddir keppnina á laugardaginn ærðust af fögnuði þegar séð varð að þeirra menn myndu hreppa gull og silfur í keppninni, og i ákafa sinum að komast að Gros og Gustavo Thoeni sem varð í öðru sæti brutu þeir niður girðingar og ruddust gegnum raðir lögreglu- þjóna og öryggisvarða. — Þetta var síðasta tækifæri mitt til þess að vinna sigur á störmóti á þessu keppnistímabili, sagði Gros eftir keppnina. — Mér gekk svo illa í stórsviginu, að ég varð að gera betur í dag. Seinni ferðin f dag var tímælalaust sú bezta sem ég hef farið á skiðum fyrr og síðar. Oft hefur mér tekist ágætlega upp, en aldrei verið eins öruggur né haft eins góðan hraða og I þessari ferð, sagði Gros. Svfinn Ingemar Stenmark. Datt f seinni ferð og missti af verðlaun- um. þegar á fyrsta keppnisdeginum og héldu henni til loka. Til að byrja með var þó fremur mjótt á mununum, þar sem staðan var sú eftir fyrsta daginn að Austur- Þjóðverjarnir fóru á tímanum 54,43 sek. en sveit Sviss sem var í öðru sæti var á tímanum 54,96 sek., en sveit þeirra var að mestu skipuð sömu mönnum og hlutu gullverðlaun I þessari grein á Olympíuleikunum í Sapporo 1972. Þjóðverjarnir fjórir sem hlutu gullverðlaunin eru . nýlega byrjaðir að æfa og keppa I bobsleðaakstri, og segja þeir árangur sinn mest því að þakka, að þeir hafi allir verið þrautþjálf- aðir íþróttamenn áður, og eins því að þeir hafi haft mjög góðan þjálf- ara. Keppinautar þeirra sögðu hins vegar að munurinn hefði fremur legið í þvi að Þjóðverjarnir hefðu verið á betri sleðum en þeir, og hefði sleði þeirra verið það frábrugðinn á mörgum sviðum, að segja mætti að hann væri ekki sama farar- tækið og þeir kepptu á. I sigursveit Austur-Þýzkalands voru Meinhard Nehmer, Iochen Babok, Bernhard Germeshausen og Bernhard Lehmann. I sveit Sviss sem hlaut silfurverðlaunín voru Erich Schaerer, Ulrich Baechlí, Rudolf Marti og Josef Benz og í sveit Vestur-Þýzkalands sem hlaut bronsverðlaun voru: Wolfgang Zimmerer, Peter Utzschneider, Bobo Bittner og Manfred Schumann. Italinn Piero Gros — vann sinn fyrsta sigur f 13 mánuði f svigkeppn- inni f Iijnsbruck — Það var kominn tfmi til, sagði hann eftir keppnina. AUSTUR-Þjóðverjar hrepptu gullverðlaunin í akstri á fjögurra manna bobsleða en keppni f þeirri grein lauk á laugardaginn, og hafði þá staðið í fjóra daga. Kom þessi sigur Þjóðverjanna ekki á óvart eftir góða frammi- stöðu þeirra á tveggja manna sleða og gullverðlaun f þeirri grein. Þjóðverjarnir tóku forystu Svisslendingar sem hlutu gull á 4 manna bobsleða f Sapporo 1972 urðu nú að gera sér silfrið að góðu. voru vonir hans úr sögunni. Eins fór fyrir Ingemar Stenmark. Hann hætti öllu L von um að geta unnið upp það sem tapast hafði i fyrri umferðinni, krosslagði skíði sín í einu hliðanna og datt. — Þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem ég fer svona, sagði Stenmark eftir keppnina. — Ég var þess fullviss að ég gæti unnið til verðlauna, en brautin var svo erfið að það var ekki nema fyrir færustu skiðamenn að standa hana á þeirri ferð sem þurfti til að hljóta verð'.aun. — Olympíu- leikar eru allt öðru vísi keppni en ég hef tekið þátt i til þessa sagði Stenmark, sem nú hefur forystu í keppninni um heimsbikarinn í Alpagreinum. — Maður verður að verjast frá upphafi til enda, og ég var ekki nógu mikill baráttu- maður til þess að standast þessa raun, sagði hann. — Úr því sem komið er verð ég að einbeita mér að því að vinna heimsbikarkeppn- ina, þótt auðvitað hefði ég miklu fremur kosió eitt Olympíugull heldur en sigur í henni. Keppnin i sviginu varð Austur- ríkismönnum nýtt áfall. Bezti svigmaður þeirra, Hans Hinterseer, féll þegar í fimmta hliði í fyrri umferðinni og meiddist á öxl. Beztur Austur- ríkismannanna var hinn 21 árs Morgenstern sem hafnaði í sjöunda sæti. Gullverðlaun Franz Klammers voru því eina uppskera Austurríkismanna í Alpagreinum karla, og telja þeir það lélegt eftir þá gifurlegu fjármuni sem varið Gustavo Thoeni. Varó að láta sér nægja silfrið f sviginu. hefur verið til skíðamannanna að undanförnu, en í von um Olympíuverðlaun hafa margir menn verið við stöðugar æfingar undanfarin ár, á kostnað austur- ríska skiðasambandsins. Þá urðu Norðmenn ekki síður fyrir vonbirgðum með frammi- stöðu sinna keppenda og þá sér- staklega Erik Haakers, sem verið hefur í fremstu röð i Alpagrein- um í vetur. Haaker komst í gegn- um svigið á laugardaginn, en varð í 26. sæti. — Ég er auðvitað ekki ánægður með það sagði Haaker, en brautin var svo erfið, að maður mátti yfir höfuð þakka fyrir að standa hana tvívegis. Var víð að gefast upp (íros keyrði upp á líf og ðauða og það f ærði honum gull í svigi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.