Morgunblaðið - 17.02.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.02.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRUAR 1976 33 VELVAKAIMC3I Velvakandi svarar í sfma 10-100 kl 14—15, frá mánudegi tíl föstu- dags. 0 Meira badminton Bryndfs, Dröfn og Maja skrifa: Okkur langar að koma þvi á framfæri við íþróttafréttamenn og fréttaritara hvort ekki væri möguleiki á að sýna og segja meira frá badmintoni i fjölmiðl- um. Sunnudaginn 18. janúar var haldið opið badmintonmót fyrir meistaraflokk á Akranesi i hinu glæsilega iþróttahúsi Skaga- manna. Þar voru saman komnir flestir bestu badmintonmenn landsins. íþróttafréttaritarar dag- blaðanna virðast hafa lítinn sem engan áhuga á badmintoni, svo ekki sé talað um útvarp eða þá sjónvarpið sem er allra verst, þvi að ekki var minnst einu orði á mótið í íþróttaþættinum 19. jan. Fyrir rúmum mánuði heimsóttu færeyskir badmintonmenn ís- lendinga I Laugardalshöllina. Þar sem sjónvarpið hefði getað sýnt að minnsta kosti einn leik sem tekur 10—15 mínútur, þá sýndu þeir aðeins þegar Öskar Guð- mundsson meistaraflokksmaður var að þurrka sér eftir leikinn. Þetta finnst okkur ekki hægt. Svo við tökum annað dæmi: Um jólin var haldið jólamót T.B.R. og rétt þrem vikum eftir kom tikarleg smá grein í Morgunblaðinu. 1 snjóþyngslunum undanfarið hefur almenningur tekið skíðin út úr geymslunni og brugðið sér I fjöllin og sjónvarpið hefur haft á laugardögum klukkustundadag- skrá með skíðafólki sem hefur sýnt listir sínar f snarbröttum hliðunum. Skiðaiþróttin er ágæt út af fyrir sig, en minna má nú vera. Okkur er ljóst, að ekki er hægt að sýna endalaust frá badmintoni. En í þau fáu skipti sem haldin eru mót, hlýtur að vera hægt að segja og sýna meira en gert er. Við erum 12 og 13 ára og erum allar í badmintoni og er sú íþrótt stunduð af fólki á öllum aldri. Ætli ekki sé hægt að koma þessu betur fyrir? 0 Þeir eiga kvölina Iþróttafréttamenn eiga sjálfsagt kvölina, þar sem þeir eiga völina um hvað sýna beri og skrifa um af íþróttagreinum. Ný- lega birti Velvakandi bréf, þar sem kvartað var yfir því að lftið væri sagt frá skíðaíþróttum og nú finnst þeim Bryndísi, Dröfn og Maju full mikið af svo góðu. En þetta er nú einu sinni árstimi skiðanna og áhugi almennings fer greinilega vaxandi á því að fara á skiði og þá sjálfsagt líka að fylgj- ast með því sem kapparnir eru að gera. Og engan hefur Velvakandi heyrt, sem ekki hafði ánægju af góðum myndum og fréttum af skiðakeppnum og skautasýn- ingum af Olympíuleikunum í Innsbruch, þó þær tækju langan tíma að kvöldinu. Þetta er alltaf álitamál og fer eftir áhuga hvers og eins. Sumum finnst fþróttirnar f heild taka allt of mikið rúm í blöðunum og dagskrá sjónvarps og útvarps. En kvartanir um að þessari íþróttinni eða hinni sé ekki gert nægilega Iiátt undir höfði, sýna að fþrótta- þætti þarf að hafa mjög fjöl- breytta og koma víða við, svo allir iþróttaunnendur geti fundið sína uppáhaldsgrein. Velvakanda hefur oft þótt nokkuð mikið fara fyrir boltaleikjum miðað við aðr- ar Iþróttir. Vetraríþróttir, sigl- ingar, kappreiðar og fjölmargt annað eiga líka sfna aðdáendur. # Snjór og aftur snjór Maður af Austurlandi hringdi til Velvakanda og gerði hálfgert gys að honum, sagði að auðséð væri að hann væri arftaki Víkverja, sem forðum skrifaði úr daglega lífinu, og hann og flestir bréfritarar hans væru dæmi- gerðir borgarbúar. Nú hefði þétt- býlið fengið vænan skammt af snjó í vetur og ekki hefði linnt skrifum og kvörtunum yfir þeim miklu erfiðleikum, sem ibúar hefðu mátt þola. En þetta væri bara það, sem aðrir Islendingar byggju við og hefðu þurft að búa við aðra vetur, án þess að rekið væri upp ramakvein. T.d. hefði í fyrravetur rækilega fennt á Norðurland og Austurland, og hús verið næstum í kafi og bilar undir snjó mikinn hluta vetrar. Þetta væri nú einu sinni landið okkar og þvi þyrftu íbúarnir að taka eins og hverju öðru hunds- biti. Það væri þó heldur léttara, ef menn gerðu sér það ljóst hvar við búum á hnettinum. Velvakanda skilst, að Austfirð- ingur sé að mælast til þess að hann leiki „Pollýönnuleikinn" al- kunna, að reyna að finna eitthvað gott við allt sem fyrir mann kemur. En sagan af Pollýönnu, litlu stúlkunni sem það gerði, er einmitt að byrja sem framhalds- flokkur í barnatimum sjónvarps- ins siðdegis á laugardögum og mættum við þar læra leikinn. Og vissulega er ýmislegt gott og skemmtilegt við snjóavetur, ef maður er á þeim buxunum. T.d. er ólíkt fallegra út að lita eða koma, þegar hvit breiða af mjöll þekur allt og situr I trjágrein- unum heldur en í rigningu í dimmu skammdeginu, þegar allt verður svo skítugt og leiðinlegt. Snjóbreiðunni fylgir mikil birta og fegurð, fyrir utan það að gaman er að leika sér i snjónum, ef menn nenna. Gildir það-bæði fyrir börn og fullorðna og er raunar kannski tilefni til að fara út með krökkunum i snjókast eða að búa til snjókerlingu. HÖGNI HREKKVÍSI „Við hleypum ekki Högna út f svona kulda.“ Bréf úr Meðallandi Svipminna hérað. Ég er nú kannski ekki dóm- bær á það, en ólíklegt finnst mér, að annað hérað á landinu sé svipmeira en hér „Milli sanda". Hér er áreiðanlega flest það sem setur sterkastan svip á Island. En það er eins og mannlífið falli inn i hljómkviðu náttúrunnar. Og það stendur ekkert i stað, menn fæðast og deyja. En það er eins og heilt hérað verði svipminna þegar þeir sem hafa óvenju mikið til brunns að bera eru þar ekki lengur. Einn slíkur var Bjarni Þorláksson, í Múlakoti á Síðu. Hann dó seint á siðastliðnu ári. Bjarni var túlkur við franskt strand, er ég sá hann fyrst og dvaldi þá smá tíma á heimili foreldra minna. Ég var þá krakki, en mér er það enn í minni, hversu létt honum veitt- ist að tala við Fransmennina. Bjarni var tungumálamaður með afbrigðum. Ég las einu sinni grein þýdda úr útlendu timariti. Þar sagði að það væru varla nema 200 menn í heiminum, sem væru færir í Norðurlandamálunum, ensku, þýzku, rómönsku málunum og rússnesku. Mér datt þá I hug að þeir mundu þá vera 201, og varla hefði greinarhöf. vitað um Bjarna í Múlakoti. Bjarni hafði mjög gott vit á vélum og var á undan mörgum að tileinka sér tækin, kom þá málakunnáttan að góðu gagni. Hann var kennari i Hörgslands- hreppi og hafði fleiri opinber störf á hendi. Var honum mjög sýnt um allt enda óvenju gáfaður og víða heima. Ég hef aldrei heyrt, að neitt hafi farið aflaga í kennslunni. Má það sérstakt heita þar sem því er oft haldið frekar á loft er aflaga fer. Var Bjarni þó við lélega heilsu seinni hluta þess langa tímabils er hann kenndi. Ekki var það þó svo að hann gæfi sig eingöngu að kennslunni. Hann bjó þarna á Múlakoti með konu sinni Sigur- veigu Kristófersdóttur og börn- um. Móðir haiis var þarna hjá þeim til dauóadags. Og nú er Bjarni farinn yfir móóuna miklu. Ég óska honum farar- heilla og votta fjölskyldunni samúð. Þar er skarð „opið og ófyllt". Sérstakur persónuleikji yfirlætislaus og drengur góður er horfinn af sviðinu. Örnin. En er örnin komin hérna. Hún kom fyrst veturinn 1967—68. Hún kom núna út úr nýári og hefur aðallega haldið sig við rafstöðvarlónið i Fljóta- krók. I gær sat hún lengi dags rétt við bæinn á Syðri- Steinsmýri. Þarna á rafstöðvar- lóninu hefur assa félagsskap. Nokkrir hrafnar hafa verið þarna að éta álft, sem flaug á raflínuna, örnin gefur sig samt ekki að þeirri máltið, hefur lik- lega silung. Svo eru þarna tvær gæsir og einn hegri. Þeir voru áóur þarna fleiri en síðustu tveir vetur hafa orðið of harðir fyrir þá. Hegrinn er talinn flækingur hér á landi. Fálkar tveir halda sig þarna lika. Gæs- irnar voru fyrst 4. Ein hvarf og fálkarnir drápu eina og hafa verið að éta hana. 100.000 króna seðill Með nútímalegu þjóðfélagi hefur fólkið meira skipst i stétt- ir sem eðlilegt er. Hitt er varla eðlilegt að nálega hvar sem heyrist frá þeim hópum eru það stöðug óp og kröfur um betri lífskjör. Sérstaklega er þetta áberandi um þá sem yngri eru. Skyldu þeir vita að þeir eru fyrsta kynslóðin sem hefur haft nóg að éta á Islandi í mörg hundruó ár og aó þeir, sem krafðir eru, tóku við öllu án varanlegra bygginga og mann- virkja, og höfðu ekki einu sinni nóg að éta. Kröfugerð þessi hefur átt mestan þátt í óhemju hruni gjaldmiðilsins. Seðla- bankinn telur orðið tímabært að gefa út 10.000.- króna seðil. Með sama falli og sighraða hlýt- ur að vera örstutt í 100.000,- króna seðil, þvi ekki er gott að þurfa ferðatösku undir pening- ana. En nú eru stéttarfélögin farin að huga að verðgildi krón- unnar og hefði „fyrr verið sæmra". Dönsku skórnir Lengst hefur svo verið hjá okkur að vörur og verksvit var sótt i næstu Iönd. Sérstaklega til Danmerkur. Getur þó varla ólíkara land, allt útlent var danskt. Ef menn voru ekki á kúskinnsskóm voru skórnir danskir, hvar sem þeir voru framleiddir. Ameríkanar urðu að koma með jarðýturnar hingað og vinna með þeim. Þá fóru Islendingar að átta sig á að þær mundu líklega henta hér. Voru jarðýtur þó algengar um 1900 í Bandaríkjunum. Nú fyrst er hér farið að leiða rafmagn um sveitirnar, með einum streng og láta jörðina leiða á móti. Áratugir eru siðan Ástralíumenn leiddu þannig rafmagn um sveitirnar hjá sér. Rafmagn frá samsveitum kom hér í sveitina í fyrra og var leitt með einum streng það reyndist ágætlega. Samsláttur truflar ekki. Þetta kerfi virðist falla vel að okkar strjálbýla og veðrasama landi og vera okkur viðráðanlegra en það sem áður var. Vert gæti verið að huga að fleiru hjá þeim í Ástraliu, þar sem strjálbýlið skapar sömu vandamál og hér. Það er orðið langt siðan þeir fóru út í a.m.k. i sumum sveitum að leysa hluta skólamálanna með fjarskipta- tækjum. Það væri vel þess vert fyrir Islendinga að kynna sér skólamái í strjálbýlum löndum og yfirleitt að reyna að losa um dönsku skóna. Framkvæmdir. Eitt ibúðarhús er i smíðum hér i Meðallandi á Efri- Steinsmýri. Sú jörð hefur verið í eyði hátt á annan áratug. Voru þar oft áður fjórir ábúendur. Að mestu er lokið við að setja rafhitun i kirkjuna. Éinnig er stefnt að því að rafhitun verði komin í samkomuhúsið fyrir þorrablótið. Vilhjálmur. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU ___v; ... AI (.1 *• ' V, \- SÍMIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.