Morgunblaðið - 17.02.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.02.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRUAR 1976 Halldór Jónsson verkfræðingur: Um fjárfestingu og eyðslu Hvað er framundan? Þetta er spurningin, sem menn spyrja sjálfa sig oftast, bæði hvað varðar þá sjálfa, fjölskylduna og sam- félagið. Menn aðhyllast allskyns isma og hagfræðikenningar til þess að reyna að hafa áhrif á framþróun svokallaðs efnahags- lifs, sem er fínna orð og fræði- legra en vinna og skipting arðs- ins. Svo þokukenndar eru hug- myndir manna um efnahagslifið orðnar, að ýmsir, jafnvel læróir hagfræðingar, eru sífellt aó reyna að finna sannleikssambandið á milli minni vinnu og meira kaups, réttlætingu tekjuskattlagningar á gróðalaus fyrirtæki og eignaskatt- lagningar á fjölgun verðminni peninga. Allt er þetta stef i lof- gerðarsinfóníunni um hinn heitt- elskaða launþega, sem á í sifelldri varnarstyrjöld við auðvaldið. Þetta hefur þau áhrif á margan manninn, að honum finnst að stjórnmál séu af hinu illa og fyrir neðan sína virðingu að fást við. En þeir sömu skyldu athuga þau sannindi, þegar þeir bölva stjórn- málamönnunum sem hæst, að vilji hinir hæfileikameiri ekki fást við stjórnmál, þá verður þeim sjálfum stjórnað af hinum hæfi- leikaminni. Þannig fær sérhver þjóð þá stjórn sem hún á skilið. HAGFRÆÐINGURINN ROBINSON Kerling ein brezk er nef nd Joan Robinson. Hún er hagfræðingur og yfirlýstur sósialisti, komin á áttræðisaldur. Hún er þekkt fyrir að vera hálfgerð eiturtunga en svo rökföst, að hagfræðingum stendur hálfgerður beygur af henni. Hún hefur líka verið ófeimin að gefa hinum helstu þeirra svoleiðis til tevatnsins, að þeir eru sagðir margir ringlaðir á eftir. Hún hefur meðal annars lýst fyririitningu sinni á peninga- magnskenningum Friedmans og þarf þó klof til að ríða röftum. Hún segir að það sé hrein dul- speki og dagdraumar hjá honum að halda því fram að tilvist pen- inga efli eyðslu og að allt verði í lagi með réttri stefnu í peninga- málum. Bandariskir Keynesistar séu „bastarðar" sem aldrei hafi skilið Keynes. Þeir hafi reynt að laga kenningar hans að hugmyndum sínum um jafnvægi fullrar at- vinnu. Keynes hafi þvert á móti sagt, að hið frjálsa markaðskerfi væri óstöðugt í eðli sínu, því að fjárfestingin, sem væri aflvél efnahagslífins, væri stjórnað af fjárstýrum (=Fjárstýrir=Bis- nessmaður) sem fylgdu „dýrs- eðli“ sínu. Kjarni málsins sé hins vegar, að hagvöxturinn sé grundvallar- atriði kapitalismans. Til þess að gera hagvöxt mögulegan, verður að fjárfesta í vélum og verksmiðj- um. Þessi fjárfesting verður vegna gróðavonarinnar. Fjárfest- ingin leiði af sér gróða og gróðinn sé nauðsynlegur til þess að hægt sé að fjárfesta og vaxa. Þetta þýði að gróðinn verði að aukast á kostnað vinnulauna. Hagvöxtur- inn sé þannig tengdur afrakstrar- skiptingunni. Því meiri hag- vöxtur, þvi meira fé til fyrirtækj- anna og minna til launþeganna. Afleiðingin sé barátta milli laun- þeganna, sem vilja hærri og hærri laun, og fjárstýranna, sem vilja halda i gróðann til þess að auka fjárfestinguna. Þessi orrusta verður ekki útkljáð með framboði og eftirspurn, heldur markaðs- styrk verkalýðsfélaga og fyrir- tækja. Baráttan milli fyrirtækj- anna og launþeganna eykur á óvissuna um framtiðargróðann og dregur þannig úr fjárfestingunni. Þetta veldur hagsveiflunum. A veltitímum eykst gróðinn, fjár- stýrar eru bjartsýnir og fjárfesta eða þá öfugt. Kerfið er sem sagt hættulega óstöðugt. Óstöðugleik- inn kemur ekki aðeins fram i framleiðslumagninu, heldur lika i verðbólgu vegna vixilhækkana verðlags og kaupgjalds. Þegar verðbólgan vex, þá harðnar bar- áttan gjarnan og enn frekar gref- ur undan kerfinu. Þjóðfélagssam- setningin ræður mestu um fram- vindu málanna. Þetta sést vel á þvi að bera saman hið brezka og vesturþýzka þjóðfélag. I Þýzka- landi hafa verkalýðsfélögin sætt sig við. hóflega stefnu til þess að ráðrúm verði til varanlegra kjara- bóta síðar. I Bretlandi hafa þau heimtað allt strax eða meira en til var. Þessvegna er fjárfesting litil í Bretlandi, framleiðslan stöðnuð og hagvöxtur lítill. Verðlagið ræðst fyrst og fremst af launastig- inu, sem er tilviljanakennt. Að laun fari eftir framlagi manna til framleiðslunnar er hlægilegt að mati Robinsons. Þau fari aðeins eftir samningsstyrk þrýstihóp- anna. Hún segir, að þó verkalýðsfélög- in séu sár yfir því að vera kennt um verðbólguna með því að pína upp launin, þá séu fyrirtækin það einnig þegar þeim er kennt um hana vegna þess að þau skrúfi upp verðlagið. Hið sanna í þessu sé hinsvegar, að hvorugum sé um að kenna. Hver hópurinn fyrir sig hegðar sér eftir sínu eðli. Vand- inn liggur ekki í slæmri hegðun annars aðilans, heldur í eðli hins Frjálsa markaðskerfis. Samræmd launa- og verð- lagsstefna geti ein gefið árangur. Sérstök hætta stafi af skyndilegum breytingum í tækni eða breytingum í hlutfallslegum kostnaði, svo sem oliuverð- hækkuninni. Þá sé kallað á skyndilega fjárfestingu í nýjum greinum, sem valdi síðan gárum um allt efnahagslifið, því að „fjár- magnið er ekkert kítti, sem hægt er að flytja skyndilega frá einum stað til annars“, segir Robinson. HAGFRÆÐINGURINN EVANS Karl einn er nefndur Evans, hjá Chase Econometrics stofnuninni i Bandaríkjunum. Hann hefur vakið athygli á sér undanfarin ár, með vellukkuðum spádómum um framvindu bandarískra efnahags- mála. Hann var dálitið ósamhljóma nú í vetur, þegar1 hagfræðingar vestan hafs kepptust við að spá þvi að nú væri kreppan á undan- haldi. Hann segir þvert á móti, að 1976 muni koma fram ýmis bata- merki á efnahagssviðinu, fyrst og fremst i USA og Japan. En þetta sé tálsýn, því þetta byggist á auk- inni einkaneyslu fremur en fjár- festingu í framleiðslunni. Fram- leiðslan muni því fara að dragast saman. Ný verðbólgualda muni fara að rfsa og vöruskortur muni fara að gera vart við sig um allan heim árið 1977. Sú verðbólga muni verða önnur gerð virussins en hin fyrri og við hana verði ekki hægt að beita gömlu hjöðnunarað- gerðunum. Peningalegar aðgerðir muni ekki duga við henni, heldur auka vandræðin með því að draga úr hagvextinum. Ekki er útlitið sem sagt glæsilegt ef satt er hjá Evans þessum. ÞOLINMÓÐIR ’_______SÓSlALISTAR__________ Þó að gróði fyrirtækja sé hálf- gert bannorð og nær samstofna við arðrán á tslandi, þá er því ekki svo farið í öðrum löndum. Ólafur Palme, sá umdeildi maður og sósialisti, gerir sér grein fyrir þýðingu gróðans í þjóðfélagi sínu. Hann sagði fyrir skömmu, að stefna sín i skattamálum fyrir- tækja væri og hefði verið sú, að skatta þau vægt meðan þau notuðu fé sitt i fjárfestingar en hindra fjárútstreymi frá þeim með háum sköttum. Þetta þykir nú líklega ekki góð latína hjá þeim okkar, sem líta óopinber fyrirtæki hornauga, tala um verðbógugróða, birta listayfir þau fyrirtæki, sem ekki borga tekjuskatt (ekki er minnst á verð- lagsákvæðin í sömu andrá) og láta að því liggja að hér sé verið að stela. Hvað sem mönnum nú annars finnst um Palme, þá er þó víst að honum dytti ekki i hug, núna sem stendur a.m.k., að berj- ast gegn gróða fyrirtækjanna með verðlagsákvæðum eða verðbóigu- sköttun eða hvorutveggja eins og við gerum. Mismunurinn er sá, að hann veit að eina leiðin fyrir hann sjálfan að halda völdunum er, að hann reyni að stuðla að því að lifskjör fólksins versni ekki. Og til þess þarf arðbæra fjárfest- ingu. Hér virðist nokkurn veginn vera sama hvað minn flokkur gerir, ég kýs hann samt. Palme segir það hreint út, að hann eigi langa baráttu fyrir höndum til þess að koma þeim sósíalisma á i Svíþjóð, sem hann stefnir að. En manni finnst nú dálítið kaldhæðnislegt, að hann skuli nota kapitalismann sem dráttarhross fyrir vagn sinn, til þess að koma sósíalískum hug- sjónum sínum yfir velferðarsljóa Sviana. Að þessu leyti finnst mér Palme vera athyglisverður og þolin- Halldór Jónsson móður sósíalisti. Hann sér, að fjárfesting í framleiðslufyrir- tækjum kemur þjóðfélaginu til góða og minnkar ekki, eykur fremur, Iíkurnar á því, að honum takist að koma hugsjónum sinum I framkvæmd. En af þvi að Sví- þjóð er lýðræðisríki, þá verður hann að fara meðalveg milli eyðslu og fjárfestingar. Hann gæti t.d. ekki boðið Svíum 10 ára biðlista eftir Trabant-bíl vegna þess að það þyrfti að nota stálið í byssur handa frelsishreyfingum, þó það sé hægt annarsstaðar. Þar liggur munurinn á austri og vestri. ÓÞOLINMÓÐIR ________SÓSÍALISTAR___________ En okkar eigin þingmenn? Hvaða stefnu hafa þeir gagnvart fjárfestingunni eða gróða fyrir- tækjanna? Skilja þeir eins og Palme, að leiðin til bættra lífs- kjara Islendinga getur aðeins legið I gegn um fjárfestingu í arðgefandi framkvæmdum? 200 mílur og friðun er slík fjárfesting en sifelld skuttogarakaup á minnkandi fiskistofna eru það ekki. Ég held helst, að ekki bendi margt til þess, að þeir hugsi mikið um þessi grundvallaratriði. Mikill hluti tíma Alþingis virðist fara i það reyna að stýra fortiðinni, deil- ur um stjórnunartæknileg efni og fyrirspurnir, sem hafa þann eina augljósa tilgang að vekja athygli á fyrirspyrjandanum. Ríkisafskipti fara stöðugt vax- andi á Islandi, hvaða stjórn sem situr. Skattastefnan, verðbólgan og verðlagsákvæðin hafa leitt til þess, að allt lausafjármagn hefur verið rúið af atvinnufyrirtækjun- um. Ekkert er lengur hægt að gera, nema með ríkisfrumkvæði. Sjáið, þarna er gjaldþrot kapítal- ismans á tslandi segja sósíal- istarnir okkar óþolinmóðu. Þurfum við frekar vitnanna við? En það er bara ekki svona. Við höfum lifað við stefnuleysi um áratugaskeið. Það hefur enginn flokkur, nema kannski Alþýðu- bandalagið, haft neina heimspeki- lega stefnu i efnahagsmálum. Allt hefur verið summa happa og glapa. Svo mjög hefur þetta stefnuleysi rúið einstaklinginn yfirsýn og möguleikum til dáða, að hann lifir nú i sálarkreppu og vitahring, sem helst má líkja til einokunartimans, þó nú sé nóg að éta vegna tækninnar. I stað bænarskráa til konungs eru komnar ályktanir „Ríkisvaldið beiti sér. ..“ Ég held sjálfur, án þess að það þurfi endilega að vera rétt, að Palme eða eftirkomendur hans og fleiri sósíalistar muni komast að þvi, að það er gróðavonin sem knýr fólkiðr launþega og fyrir- tæki, áfram og fær það til þess að leggja meira á sig. Framtíðarríkið hans Palme verður ekki eins og hann vill að það verði, — það hefur enginn fundið Utopiu ennþá. En hann kemst áreiðan- lega nær markinu, en hinir óþolinmóðu sósíalistar. UM HVAÐ ER DEILT? Allar stjórnmáladeilur snúast í rauninni um það, hvernig á að beita þjóðarauðnum og vinnu þegnanna. Maður getur spurt sjálfan sig að því, þegar maður gengur um götur Manhattan og horfir á stórbyggingar Rocke- fellers og Morgans, sem nú eru að Framhald á bls. 25 vesCur- þúskip GÍRMÓTORAR 0,25-75 Eigum einnig hina landsþekktu JÖTUNN- RAFMÓTORA, einfasa og þrífasa. Ör ugg varahluta-og viðgerðaþjónusta. • • ■ATIIAA HOFÐABAKKA 9 IV I VIIII nr Reykjavík Sími 85585

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.