Morgunblaðið - 17.02.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.02.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRUAR 1976 Mikil björgunaræfing haldin á Suðurnesjum Sandgerði 16. feb. SlÐASTLIÐINN laugardag fór fram f Sandgerði sameiginleg æf- ing sjóbjörgunarsveita á Suður- nesjum. t þeirri æfingu tóku þátt sveitir frá slysavarnafólögunum f Garði, Sigurvon 1 Sandgerði, Eld- ey I Höfnum, Þorbirni f Grinda- vfk og björgunarsveitin Stakkur f Keflavfk. Einnig mættu frá Slysa varnafélagi tslands Hannes Haf- stein framkvæmdastjóri og Oskar Þór Karlsson erindreki. Undir- búning og skipulagningu æfing- arinnar önnuðust féiagar f björg- unarsveitunum f Sandgerði og Garði. Konur þeirra stóðu einnig fyrir rausnarlegum kaffiveit- ingum f samkomuhúsinu f Sand- gerði meðan á æfingunni stóð og eftir hana. Æfingin hófst í samkomuhús- inu klukkan 16 með kaffidrykkju og þar voru sýndar fræðslu- myndir frá sjóbjörgun og björg- unartækni og kynnt var ný gerð af línubyssum, sem björgunar- sveitirnar hafa nú fengið til afnota frá SVFl. Klukkan 19,30 fór fram sameiginleg björgunar- æfing við höfnina I Sandgerði. Var gert ráð fyrir því að bátur með 20 manns um borð hefði strandað á Bæjarskerseyri. Byrjað var á að skjóta björgunar- linu yfir í hinn „strandaða bát“, sem í þessu tilviki var i höfninni í Sandgerði, en skotið var á milli hafnargarða og voru menn dregn- ir á björgunarstól á milli. Kom þá í ljós að tveir gúmmíbátar með 7 mönnum áttu að hafa slitnað frá hinu strandaða skipi með alllöngu millibili en sökum áttabreytinga átti þá að reka í sina hvora áttina. Var þá skipulögð leit að þeim á fjörum frá Garðskaga og suður undir Hvalsnes og fundust þeir allir að lokum i mismunandi ásig- komulagi. Mjög slæmt veður var á laugardaginn þegar æfingin fór fram, hvöss suðvestanátt og élja- gangur. Að æfingu lokinni komu menn saman í samkomuhúsinu og ræddu björgunaræfinguna og var sammála álit allra að hún hefði verið mjög lærdómsrik. — Jón. Yer ðbólgnsamningar voru niðurstaða síðasta allsherjarverkfalls RÉTT tæplega 2 ár eru nú frá þvf er sfðast kom til allsherjar- verkfalls. Verkalýðsforystan hafði boðað til allsherjarverk- falls hinn 19. febrúar 1974, en á sfðustu stundu frestuðu félög verkfalli til þess að unnt yrði að freista þess að samningar næðust. Var frestunin til 23. febrúar, en eitt félag Verzlunarmannafélag Reykja- vfkur, neitaði þó að veita frest og fór þetta stærsta launþega- félag eitt f verkfall hinn 19. febrúar. Kom þá greinilega f Ijós, hve lamandi áhrif verkfall verzlunarmanna hefur á þjóð- félagið f heild. Aðfararnótt hins 23 febrúar, er verkfailið skyldi skella á, lagði sáttanefnd ríkisins fram sáttatillögu eða hugmyndir að tillögu og samþykktu fulltrúar vinnuveitenda tillöguna, en ASl felldi. Tillögurnar földu í sér, 23,9% meðaltalshækkun á tveggja ára tfmabili, þar af 16,8% strax. Hitt voru áfanga- hækkanir. VR hafnaði einnig tillögunni. Ríkisstjórnin sem þá var við völd, hafði allmikil af- skipti af deilunni og á tfma voru 3 ráðherrar 6 sáttasemjur- um til aðstoðar við lausn deil- unnar. Ráðherrarnir voru Lúð- vík Jósepsson, Björn Jónsson og Halldór E. Sigurðsson. Hinn 26. febrúar hafði svo náðst sam- komulag í meginatriðum 18% kauphækkun strax og um 25% á samningstfmanum. Þegar gengið hafði verið frá auka- kröfum var hin raunverulega prósentuhækkun samninganna þó allmiklu hærri en þessar töl- ur sögðu til um, enda fóru yfir- borganir iðnaðarmanna inn í kjarasamninga og dæmi voru þess að kauphækkun þeirra fór allt að þvf í 50%. 1 Morgunblaðin daginn eftir að samið var, voru viðtöl við Framhald á bls. 35 John Prescott: Bretar mundu ekki fremur en Islendingar sætta sig við þrýst- ing NATO í deilunni Á FUNDI, sem John Prescott, þingmaður Verkamannaflokks- ins frá Hull, átti með frétta- mönnum áður en hann hélt heimleiðis í gær, kom fram, að þingmaðurinn hefði hvorki komið hingað til lands með til- lögur til lausnar deilunni né heldur færi hann héðan með ákveðnar tillögur. Hann sagðist vera þeirrar skoðunar, að Is- lendingar vildu semja, þótt enn bæri, talsvert á milli. Hann kvaðst þó hvorki vera bjart- sýnn eða svartsýnn á lausn deil- unnar er hann færi héðan. John Prescott sagðist hafa orðið var við það í samræðum við menn hér á landi, að sumir litu á aðildina að Atlantshafs- bandalaginu sem trompspil í deilunni við Breta. Hann sagði: „Það eru mistök að halda, að NATO geti verið einhver dómari i þessu máli. Islend- ingar verða að skilja, að Bretar mundu ekki fremur en Islend- ingar sætta sig við þrýsting NATO í deilunni, enda eru þetta tvö algjörlega aðskilin mál, — fiskveiðideila og aðild að varnarbandalagi. John Prescott kvaðst hafa rætt hér við allmarga aðila, — ráðherra, þingmenn, vfsinda- menn og almenning, enda hefði það verið tilgangur sinn með heimsókninni til íslands að kynnast viðhorfum manna til málsins að eigin raun um leið og hann gerði grein fyrir sjónarmiðum umbjóðenda sinna við Islendinga, en i Hull hefðu menn ekki siður áhyggj- ur af ástandinu en hér. Þá vék þingmaðurinn að hugsanlegum stjórnmálaslitum Islendinga við Breta. Hann lagði áherzlu á, að sú ráðstöfun yrði aðeins til ófagnaðar, þar sem viðræður yrðu þá að heita mætti útilokaðar. Hann kvað það skoðun sína, að í við- ræðunum í Reykjavik í nóvem- ber hefðu Bretar verið óraun- sæir, — þeir hefðu þá átt að taka tilboðinu um 65 þúsund tonna aflamagn. Hann benti á, að sfðan hefðu Bretar komið nokkuð til móts við Islendinga, sem hins vegar hefðu ekki hnikað til. Eftir viðræður undangengna daga væri það skoðun sín, að hægt væri að samræma sjónarmiðin og mæt- ast einhvers staðar á leiðinni, en hann vildi ekki gizka á hvar snertipunkturinn væri. John Prescott var að þvf spurður, hvort hann hefði orðið var við ágreining meðal þeirra, sem sæti ættu í fslenzku sam- steypustjórninni. Hann svaraði þvf til, að hann hefði vissulega orðið var við mismunandi skoðanir og skilning á málinu, meðal annars hjá mönnum úr sama flokki. Feröamiöstööin hf. Aðalstræti 9. símar 281 33 og 11 255. COSTA BLANCA — BENIDORM Köln Herratfskusýning Brottför 25. febrúar Verðfrá: 59.900.— Frankfurt Alþjóðleg vörusýning. Brottför 21. febrúar. Verð frá: 60.500 — mimh iMúnchen Alþjóðleg sportvörusýning ^ ISPO '76 Karnival '76 á sama stað og sama tíma. Brottför 25 febrúar Verðfrá: 63.000 — Páskaferðin til Benidorm er17 daga ferð (aðeins 6 virkir dagar). Brottför 9. apríl. Verð frá 47.000. Benidorm er 10.000 manna bær við tvær bestu sólarstrendur Spánar, Playa de Levante og Playa de Poniente, dálltið sunnar en Mallorka. Bærinn er um- kringdur fjallahring á þrjá vegu, sem orsakar að þar er hæstur meðalhiti á allri spænsku ströndinni 22° C. allt árið. 9 april 12. júli 25 apríl 26. júli 12. maí 9. ágúst 31. mai 23 ágúst 14. 28 júní júní. 6 20 sept. sepr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.