Morgunblaðið - 17.02.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.02.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRUAR 1976 Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson Ritstjórar Matthías Johannessen, , Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80 Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 40,00 kr eintakið. Hverjir vilja þessi verkföll? egar þetta er ritað liggur ekki Ijóst fyrir, hvoit verkfall hefur skollið á um mið- nætti, en allar líkur benda þó til, að svo hafi orðið. Allar vinnudeilur eru lærdómsríkar á einhvern hátt og sjómanna- verkfall það sem hófst fyrir helgina og almer.na verkfallið, sem kann að hafa hafizt á mið- nætti, eru engin undantekning frá þeirri reglu. Það sem fyrst og fremst einkennir sjómanna- verkfallið og aðdraganda al- menns verkfalls, er ýmist áhugaleysi hins almenna laun- þega á verkfallsaðgerðum eða bein andstaða við verkföll. Þetta hefur komið mjög greini- lega í Ijós í sambandi við sjó- mannaverkfallið en það er opinbert leyndarmál, að síð- ustu klukkutímana áður en sjó- mannaverkfall skall á, lögðu sjómenn, sem stunda loðnu- veiðar, mikinn þrýsting á samninganefnd sjómanna að fresta verkfallinu en allt kom fyrír ekki Það er einnig vitað mál, að meðal sjómanna á loðnuveiðum ríkir mikil óánægja með þetta verkfall á miðri loðnuvertiðinni, þegar stefnt hefur í metafla og þar með uppgripatekjur fyrir sjó- menn á loðnuveiðum, þótt verðlag á loðnuafurðum sé nú ekki jafn hátt og var fyrir tveimur árum. í viðtali við Morgunblaðið síðastliðinn laugardag sagði skipstjóri á einum loðnubát- anna m.a : ,,Ég held, að menn séu yfirleitt óánægðir með það, að nú skuli vera að skella á verkfall. Það er ekki gott til þess að vita, að loðnuflotinn lét úr höfn í byrjun janúar og það hefur áreiðanlega enginn loðnusjómaður greitt atkvæði í sambandi við neitt verkfall, svo að ég held, að þetta komi mönnum á óvart. Ég held, að þeir hafi ekki hugmynd um um hvað málið stendur, það veit enginn loðnusjómaður hér um hvað er verið að semja eða hvað er á döfinni Þeim hefur alveg láðst það þessum herrum að skýra fyrir mönnum út af hverju þeir eru að fara í verk- fall." Þessi fáu orð segja mikla sögu. í fyrsta lagi, að mikil óánægja ríkir meðal sjómanna á loðnuveiðum með sjómanna- verkfallið. í öðru lagi fullyrðir þessí skipstjóri, að sjómenn á loðnubátum hafi ekki átt aðild að ákvörðun um þetta verkfall og í þriðja lagi staðhæfir hann, að sjómennirnir hafi ekki minnstu hugmynd um, hvað þessi deila snýst um. í þessum orðum felst mikill áfellisdómur yfir forystu Sjómannasam- bandsins enda hefur það áður komið í Ijós, að furðulegt sam- bandsleysi er á milli forystu- manna Sjómannasambandsins og sjómanna sem eru við vinnu sína á hafi úti. Af þessum orðum og fleiri yfirlýsingum sjómanna á loðnubátum má marka, að sjómannaverkfall þetta er ekki skollið á vegna mikils þrýstings hinna óbreyttu félagsmanna sjómannafélag- anna á forystumennina. Ekkert skal því um það sagt, hvaða hvatir liggja að baki verk- fallinu. Að vísu liggur ekkert fyrir um það með jafn áþreifanlegum hætti og hjá sjómönnum, hver afstaða launþega almennt er til þeirra verkfallsaðgerða sem verkalýðssamtökin hafa boðað frá miðnætti Þó leyfir Morgun- blaðið sér að fullyrða, að ekki ríki mikil hrifning meðal laun- þega almennt á verkfallsað- gerðum nú. Vel má vera, að innan einstakra verkalýðsfé- laga séu einstakir hópar, sem knýja á um verkfallsaðgerðir, en andrúmsloftið í þjóðfélaginu er ekki þannig um þessar mundir, að um mikinn þrýsting geti verið að ræða frá al- mennum félagsmönnum á forystumenn verkalýðssamtak- anna til verkfallsaðgerða. Sannleikurinn er auðvitað sá, að á undanförnum misserum hefur mjög kreppt að öllum almenningi vegna þeirra efna- hagserfiðleika og áfalla, sem þjóðin hefur gengið í gegnum og þess vegna er óhætt að fullyrða, að fólk vill fremur komast hjá verkföllum og því tekjutapi, sem af þeim leiðir, ef þess er nokkur kostur. Samn- ingaviðræður hafa gengið hægt eins og jafnan hefur verið í slíkum kjaraviðræðum, en það er auðvitað alveg Ijóst, að það hefur ekki reynt á það enn þá, hvort samningar geti tekizt og þess vegna sýnist ákvörðun um verkfall nú hafa verið nokkuð snemmbær. Vist er um það, að út í þetta verkfall ganga verka- lýðsleiðtogar ekki með baráttu- glaðar sveitir launþega að baki sér. Þvert á móti. - Sú sérstæða staða virðist því komin upp, að almenn verkföll eru skollin á, sem enginn al- mennur áhugi er á meðal laun- þega til sjós eða lands. Hvers vegna svo er komið skal látið liggja á milli hluta að sinni. Hitt skiptir meira máli að leysa þessa deílu hið snarasta. Ábyrgðin í þeim efnum hvílir fyrst og fremst á herðum forystumanna vinnuveitenda og verkalýðssamtaka. Á Islandi ríkir frjáls samningsréttur og það hæfir ekki, að ríkisstjórnin blandi sér um of i þessa kjara- deilu. Hins vegar er það áreiðanlega krafa almennings, að hún verði leyst þegar í stað og þess er að vænta, að báðir aðilar leggi sig fram um að verða við þeim afmennu kröfum. t GÆR var fram haldið f neðri deild Alþingis umræðu um við- bðtarsamning um álbræðsluna I Straumsvfk. Þátt f umræðunni tóku Jóhann Hafstein, 6. þingmaður Reykvfkinga, Lúðvfk Jósepsson, 2 þingmaður Austfirðinga, og Ingólfur Jónsson, 1. þingmaður Sunnlend- inga, sem ekki hafði lokið máli sfnu er umræðu var frestað og deildarfundi slitið vegna þingflokksfunda. Hér fer á eftir orðrétt ræða Jóhanns Hafsteins: Álitshnekkjandi að segja rangt frá staðreyndum Virðulegi forseti. Við höfum hér til meðferðar 113. mál í neðri deild, það er frumvarp til laga um lagagildi viðaukasamnings milli ríkis- stjórnar Islands og Swiss Aluminium um álbræðslu við Straumsvík. Iðnaðarnefnd hefur skilað áliti sfnu bæði meiri- og minnihluti. Ingólfur Jónsson, framsögu- maður meirihlutans og formaður iðnaðarnefndar neðri deildar, hefur haldið mjög góða og ítar- lega ræðu um málið, sem ég er honum þakklátur fyrir. Fram- sögumaður minnihlutans, Viiborg Harðardóttir, hefur einnig haldið sína framsöguræðu, og ætla ég ekki á þessu stigi málsins að blanda mér í deilur um málið, svo að nokkru nemi. Hins vegar hefur hún einnig skilað minnihluta nefndaráliti og þar fer hún lítt skiljanlegum ummælum um málið, sem ég hygg, að hún muni síðar sjá eftir. Segir hún m.a.: „Áður voru Islendingar, hvað skattgjaldið snertir, háðir geðþótta hringsins, þ.e. hvernig honum þóknaðist að hagræða afkomu deildarinnar á Islandi." Það má hins vegar virða þessum háttvirta þingmanni til vorkunnar, að hann er hér á Alþingi sem varamaður og var mér vitanlega ekki neitt viðriðinn gerð álsamningsins á sínum tíma eða umræður um hann hér á Alþingi. I 27. gr. laganna um álsamning- inn segir svo m.a.: „Endurskoðun reikninga fyrir hvaða ár sem er, ber AIuswiss fyrir ríkisstjórnina eigi síðar en 1. maí næsta ár á eftir, og kjósi ríkisstjórnin að láta athuga slíka reikninga og árs- reikninga, ber að Ijúka þeirri athugun fyrir 1. september það ár.“ I 27. gr. segir einnig: „Utreikning nettóhagnaðar Isals vegna 6. kafla samnings þessa ber að grundvalla á viðurkenndum bókhaldsreglum, sem eiga við um iðnaðarfyrirtæki af sams konar stærð og tegund og Isal, og sam- kvæmt hlutlægum mælikvarða á viðskiptaháttum milli óskyldra aðila að því er varðar öll viðskipti lsals.“ Það eru ennfremur I lög- unum ýmiss konar nánari ákvæði um bókhald og endurskoðun, sem ekki þykir ástæða til að rekja nánar hér. Á það vil ég einnig minna, að samkvæmt lögunum skipar ríkisstjórnin tvo fulltrúa í sjö manna stjórn tsals, en hinir fimm éru kosnir af hlutafélaginu, og eru þrír Islendingar og tveir Svisslendingar. Raforkuverðið f erlendum gjaldeyri I fyrstu var raforkuverðið 26,4 aurar á kílówattstund. En á það er að líta að rafmagnið skyldi greitt í dollurum, og upphaflega verðið mundi því nú vera 52 aurar vegna hækkunar á gengi dollars. Raforkuverðið hækkar síðan sam- kvæmt nýja samningnum á mjög stuttu tímabili, tveim árum, upp í 77 aura á kílówattstund. Raforku- verðið var frá öndverðu hærra en framleiðslukostnaðarverð þess. Eftir að vinstri stjórnin tók við völdum árið 1971, átti Þjóðviljinn viðtal við iðnaðarráðherra þann 22.9. 1971. Meðal annars spyr blaðið: „Hvert yrði raforkuverðið frá Tungnaávirkjunum?" (þ.e. Sigölduvirkjun). Svar iðnaðarráð- herra er þetta: „Það yrði 32 til 35 aurar á kilówattstund, það er framleiðslukostnaðarverð." Hér er lagt til grundvallar sama sjónarmið sem gert var í öndverðu, þ.e. að miða við framleiðslukostnaðarverð. Síð- ar í sama viðtali segir þá- verandi iðnaðarráðherra: I þessu sambandi má nefna það, að þegar erlendir aðilar leita hóf- anna um starfrækslu orkufrekra fyrirtækja hér á landi nú þessa dagana, er þeim sagt, að orku- verðið geti aldrei orðið lægra en 35 aurar á kílówattstund, og þeir virðast telja það mjög eðlilegt." Nú skal ég víkja að atriði sem að visu er oft búið að minna á en jafnoft búið að gleyma. Sam- kvæmt greinargerð um stofn- ÞÓRSHAFNARSPJALL „Fisk fáum við með vöruskiptum ” Vigfús íSœtúni sóttur heim Á HINU tilþrifamikla þorra- blóti Þórshafnarbúa duttum við ofan á andaregg f einu trog- inu, fölgræn og feiknalega fln á bragðið, etin 1 ábæti á eftir heimareyktu hangikjöti. Þau voru ættuð frá Sætúni og það var daginn eftir sem við rennd- um f hlað þar til að spjalla við heimafólk. Vigfús Jósepsson og Ragnheiður Jóhannsdóttir kona hans voru komin f hvers- dagsklæðin, ballfötin voru komin inn f skáp til næstu hátfðar. Við fjárhúsin dóluðu rollu- skjáturnar. „Feiknalega fallegt fé þegar það kemur af fjalli á haustin," sagði húsfreyja, „þú ættir bara að sjá þær, mjalla- hvítar og gerðarlegar". Kýr voru á básum og f hlaðvarpan- um röltu endurnar í makindum. Árið hjá mörgum bændum miðast við sumar til sumars og í spjalli okkar tók Vigfús mið af því: „Það var hroðalegt vor i fyrra, hræðilegt. Það batnaði ckki fyrr en upp úr 20. júni. Eftir það var sumarið ákaflega gott, framúrskarandi á þessu horni, það spratt bara seint, en alit náðist inn af heyjum, fjarskalega góð hey.“ Vigfús f Sætúni að snudda f rollunum sfnum og viðra þær f vetrinum. Ljósmyndir Jóhannes Johnsen. Ragnheiður húsfreyja f Sætúni gefur öm mikla ánægju af tilveru þeirra. Þótt Vigfús neiti þvf að hafa orðið var vii framan hann á myndinni mjög kynleg, en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.