Morgunblaðið - 17.02.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.02.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1976 35 — Allt athafnalíf Framhald af bls. 36 samtakanna, að það væri reynsla liðinna ára, að þegar eftir viku- tíma yrði tekið að gæta verulegs vöruskorts I slíkum verzlunum og eftir hálfan mánuð mætti búast við því að varningur í þessum verzlunum væri algjörlega þrot- inn. Öll afgreiðsla og dreifing á vörum til verzlana liggur niðri vegna verkfallsins. Engin mjólk? Mjólkurfræðingar hófu verkfall á miðnætti, og stöðvast þar með öll framleiðsla á mjólk auk þess sem dreifing hennar liggur niðri af völdum verkfallsins. Ekki höfðu I gærdag verið teknar neinar ákvarðanir um hugsanlega undanþágu t.d. vegna ungbarna enda var Mbl. tjáð að framkvæmd slfkra undanþága væri ákaflega erfið og helzt ekki hægt að koma slíku í kring nema með skömmt- unarseðlum. I fyrri verkföllum hefur stundum verið gripið til þess að láta aðstandendum ung- barna í té slíka skömmtunarseðla, sem voru arfur frá skömmtunar- árunum hér á landi, en nú er upplag þeirra algjörlega þrotið. Mikið hamstrað af mat og bensfni Geysileg verzlun var í öllum búðum í gær þar sem almenn- ingur var að byrgja sig upp fyrir verkfallið af mat- og nýlendu- vörum og mjólkurmeti, og eitt dæmi heyrðum við úr Hafnarfirði um mann sem keypt hafði 40 fernur af nýmjólk. Verzlunar- stjóri I stórri verzlun I miðborg Reykjavíkur tjáði blaðamanni Morgunblaðsins, að honum virtist fólk kaupa inn núna eins og það ætti von á að verkfallið stæði I um vikutíma. Þá var ekki síður örtröð við bensínstöðvar I gær, en afgreiðsla þeirra stöðvaðist um kl. 8.30 í gær. Slökkvilið, lögregla og strætisvagnar hafa eigin bensln- geyma, en búast má við að læknar og fleiri, sem vinna við ýmiss konar öryggis- og neyðarþjónustu, fái undanþágur, og er fordæmi fyrir sllku I fyrri allsherjarverk- föllum. Flugsamgöngur stöðvast Allt flug Flugleiða stöðvaðist á miðnætti vegna verkfalls þeirra sem vinna við afgreiðslu flugvél- anna. Að sögn Sveins Sæmunds- sonar, blaðafulltrúa Flugleiða, varð félagið fyrir því óhappi I fyrradag að flugvél félagsins bilaði úti I Kaupmannahöfn. Var I gær sett DC-8 þota inn á þessa flugleið, og átti hún að koma heim á áætlun um kl. 16.30 með um 200 farþega frá Kaupmannahöfn og Glasgow. Vélin átti sfðan að fara aftur út kl. 20 með um 100 far- þega, og var það sfðasta ferð héðan til bæði Bretlands og Norðurlanda fyrir verkfall. Þá kom ein vél I gær frá Luxemborg en hélt síðan áfram vestur um, og var það síðasta ferðin til Banda- ríkjanna héðan. Mikil vandræði verða I innan- landsfluginu vegna verkfallsins, enda hefur ekkert verið hægt að fljúga innanlands siðustu daga vegna veðurs. T.a.m. biðu um 200 manns eftir flugi frá Akureyri I gær og annar eins hópur hér syðra eftir flugi norður. Ráðgert var að fara aukaferð norður seint I gærkvöldi ef veður leyfði. Svo til ekkert hefur verið hægt að fljúga til Akureyrar frá þvf á fimmtu- dag. Litlu flugfélögin eiga sjálf eld- sneytisgeyma, og munu þau halda uppi ferðum innanlands svo lengi sem eldsneytisbirgðir þeirra end- ast. Treg til undanþága Eins og ljóst má vera af framan- greindu hafa undanþágur, sem þegar hafa verið veittar, fyrst og fremst náð til þeirra sem fást við öryggis- og neyðarþjónustu ýmiss konar. Þannig hefur Verzlunar- mannafélag tslands veitt lyfja- búðum undanþágu vegna af- greiðslu á lyfjum og til aðila sem vinna að líknarmálum. Hins vegar tjáði Halldór Björnsson, ritari Dagsbrúnar, Mbl. I gær að búast mætti við þvi að launþegafélögin yrðu mjög treg til að veita undan- þágur en kvað þegar mjög mikið farið að berast af beiðnum um undanþágur til Dagsbrúnar. Yrði afstaða tekin til þeirra á fundi sem stjórn Dagsbrúnar ætlaði að halda um kvöldið, og þá yrði jafn- framt reynt að móta einhverja almenna stefnu I þessum málum I samræmi við önnur félög. Jafn- framt yrði þar rætt um fyrir- komulag verkfallsvörzlu. Bjarni Felixson hjá Verzlunar- mannafélaginu tjáði Morgunblað- inu I gær varðandi verkfalls- vörzlu á vegum félagsins að um- dæmi þess yrði skipt I 8 svæði, og yrðu um 2—3 hverfisstjórar á hverjum stað. Hópur verkfalls- varða ætlaði að mæta I bæki- stöðvar félagsii^j nú I morgun, og sagði Bjarni að verkfallsverðir yrðu kallaðir þangað sem þörf krefði hverju sinni. Hins vegar kvaðst hann vænta þess að skrif- stofu — og verzlunarfólk sýndi þann félagslega þroska i kjara- baráttu félagsins, að ekki þyrfti að koma til kasta verkfallsvarða. Bankar opnir Rétt er að taka fram, að bankar lokast ekki vegna verkfallsins þar eð starfsfólk ríkisbankanna vinnur áfram með sama hætti og opinberir starfsmenn, en hinir bankarnir með sama hætti. Þá munu matsölustaðir verða opnir, þar eð starfsfólk þeirra á ekki aðild að verkfallinu. Aður er getið um dagblöðin en einnig má geta þess að bókbindarar hafa enn ekki boðað verkfall. Eins halda almenningsvagnaferðir hér á höfuðborgarsvæðinu áfram, svo og ferðir sérleyfishafa víða út um land, þar sem þeir eiga margir hverjir eigin bensfngeyma. Hins vegar má gera ráð fyrir þvl að þessar ferðir stöðvist einnig ef verkfall dregst á langinn og bensínbirgðir þrjóta. — MPLA Framhald af bls. 1 • 1 Nairobi, höfuðborg Kenýa, hermdu diplómatfskar heimildir 1 kvöld að rfkisstjórn Jomo Keny- atta, forseta, kunni bráðlega að viðurkenna stjórn MPLA undir forsæti dr. Agostinho Neto í Luanda sem rfkisstjórn Angóla, ásamt rfkisstjórn Kenneth Kaunda f Zambfa, en utanrfkis- ráðherra Zambfu kom f kvöid til Nairobi með orðsendingu um Angólamálið frá Kaunda tii Kenyatta. Um helgina iýsti Kaunda þvf yfir að hann fbug- aði nú að viðurkenna stjórn MPLA, og utanrfkisráðherra hans sagði f kvöld að þó að stjórnin hefði ekki tekið ákvörðun enn þá myndi hún ekki snúast gegn vilja meirihlutans á væntanlegum ráðherrafundi Einingarsamtaka Afrfkurfkja (OAU) f Addis Ababa. Meirihluti OAU-rfkja hefur þegar formlega viðurkennt MPLA-stjórnina. Þá sagði talsmaður Mobutu, forseta Zaire, f dag að með vissum skil- yrðum væri hugsaniegt að hefja viðræður við MPLA um að koma sambúð Zaire og Angóla f eðlilegt horf. Zaire, Zambfa og Kenya hafa til skamms tfma öil beitt sér fyrir myndun þjóðstjórnar f Angóla. — Loðnan Framhald af bls. 36 norska Alþýóusambandinu og verkalýðsfélagi I Tromsö, þaðan sem Norglobal er gert út, beiðni um að af þeirra hálfu yrðu gerðar ráðstafanir til þess að Norglobal hætti á sama tíma og verksmiðj- urnar I landi. Þá gat Björn þess, að verkalýðssamtök í Færeyjum, Belglu og Vestur-Þýzkalandi hefðu verið beðin að sjá til þess að ekki yrði landað afla úr íslenzkum skipum I höfnum í við- komandi löndum. Jón Ingvarsson hjá Isbirninum, sem hefur Norglobal á leigu, sagði við Morgunblaðið I gær, að hann vildi ekkert tjá sig um hvert yrði framhald á rekstri skipsins, málið væri á viðkvæmu stigi. A sunnudaginn tilkynntu 8 bát- ar um afla til Loðnunefndar, sam- tals 2570 lestir. Þeir eru: Sigurð- ur 970, Börkur 550, Magnús 170, Flosi 160, Hilmir KE 30, Skógey 150, Sigurbjörg 150 og Ásberg 350. A laugardaginn, fyrsta verk- fallsdag flotans, tilkynntu 33 bát- ar um afla, samtals 10,660 lestir. Voru það eftirtaldir bátar: Grind- vikingur 550, Keflvikingur 250, Húnaröst 250, Þórður Jónasson 350, Arnarnes 180, Arsæll 200, Eldborg 500, Hrafn Sveinbjarnar- son 230, Faxi 100, Hrafn 380, Höfrungur III 240, Sklrnir 250, Rauðsey 430, Gullberg 390, Alfta- fell 240, Gunnar Jónsson 150, Hákon 430, Dagfari 240, Sæbjörg 260, Sveinn Sveinbjörnsson 230, Bergur 180, Fífill 550, Loftur Baldvinsson 520, Jón Finnsson 440, Ásgeir 360, Snæfugl 90, Helga 250, Öskar Halldórsson 400, Súlan 650, Olafur Magnússon 200, Helga II 270, Árni Sigurður 400, Hilmir 500. I gær tilkynnti aðeins einn bátur afia, Náttfari 150 lestir. — Dagblöðin Framhald af bls. 36 ástæða til þess að stöðva dag- blöðin að sinni, að þvf er Bjarni Felixson hjá Verzlunarmannafélaginu tjáði Mbl. f gær. Eru raunar for- dæmi fyrir slfkum undanþág- um úr sfðasta verkfalli Verzl- unarmannafélagsins. Félög annarra starfsmanna dagblaðanna hafa enn ekki boðað verkfall eftir því sem bezt er vitað. Hið ísl. prentara- félag er aðili að Alþýðusam- bandinu en I gær hafði ekki borizt verkfallsboðun frá því. Hins vegar hefur Morgun- blaðið fregnað að á félagsfundi I HlP hafi stjórn og trúnaðar- mannaráði verið veitt heimild til að boða til verkfalls frá og með 25. febrúar nk. Grafiska sveinafélagið stendur fyrir utan Alþýðusambandið og hefur enn ekki boðað verkfall. Sama er að segja um Blaða- mannafélag tslands, en kjara- deilu blaðamanna og útgef- a«da hefur nýlega verið visað til sáttasemjara. — Patty Framhald af bls. 1 San Francisco, en þar var henni haldið vikum saman I þröngum skáp með bundið fyrir augun og nauðgað af einum ræningjanna að sögn hennar. Carter dómari samþykkti kynnisferð þessa svo að kviðdómendurnir gætu séð bygginguna og húsakynnin, sem koma fyrir I málsskjölunum. Lög- fræðingur Patty, F. Lee Bailey, hafði látið svo um mælt, að sjö konur meðal kviðdómendanna tólf ættu að fá að stíga inn I skápinn til að finna hvernig það væri að þurfa að hlrast I slíkri vistarveru langtimum saman. Múgur og margmenni þusti að er Patricia Hearst kom að húsinu og þurfti harða löggæzlu til að verja hana fyrir ágengni fréttaliðsins. Hún á sjálf að koma fyrir réttinn á morgun. — Þórshafnar- spjall Framhald af bls. 23 geysilegur sjór. Særok og hvltt á gluggum og sjórinn gengur yfir vélar og tæki, það kostar mikið viðhaldið á þeim. Fyrir hefur komið að brim hafi rústað rétt hér I túnfætinum við fjöruna og jafnvel flætt inn I fjárhús, en annað hefur ekki gengið á land úr sæ, sækýr höfum við engar fyrir hitt. Annars hefur verið aldeilis undarlega snjólétt I vetur, snjó- áttin, af norðaustan, hefur aldrei komið I vetur.“ „Hrindið þið á flot héðan úr Sætúni?" „Við höfðum bát fyrrum og þá var nóg að ýta rétt á flot til að fá I soðið, nú er þetta horfið. Þá var lika mikill silungur, en nú er það hending að fá lontu I net, algjörlega að hverfa. Fisk fáum við þó með vöru- skiptum útfrá I Þórshöfn hjá trillukörlunum, það gengur ljómandi. Það er ómögulegt annað en fá fisk. Það lifnar yfir því, þegar fer að vora, þá fara þeir af stað.“ — Pyntingar Framhald af bls. 1 hafa þeir hlýtt á vitnisburð út- lægra Chilebúa og annarra vitna, auk þess sem fjallað hefur verið um skrifleg gögn. Eitt vitnanna var dr. Sheila Cassidy, brezki læknirinn, sem kveðst hafa verið í haldi I Chile og pyntuð fyrir að hafa hjúkrað særðum skæruliða- foringja. Allana sagði, að nefndin myndi hvetja ríkisstjórn Chile til að láta lausa 11 chilenska frammámenn, þ.ám. Luis Corvalan, leiðtoga kommúnista- flokks landsins, sem verið hafa í haldi án dóms í meir en tvö ár. Lýsir starfshópurinn áhyggjum vegna þess að frétzt hefur að menn þessir muni fara fyrir her- rétt I næsta mánuði. — Svíar Framhald af bls. 34 slðustu vikurnar, en sænska stjórnin hefur haft náið samband við MPLA. Þá hefur finnska stjórnin látið það leka út að viður- kenning á stjórn MPLA sé á næsta leiti, að sögn blaðsins. Sven Anderson, utanríkisráðherra Svía, hefur á undanförnum mán- uðum margsinnis lýst því yfir I þinginu, að Svíar líti á MPLA sem þá frelsishreyfingu, sem eigi sér sterkastar rætur með angólsku þjóðinni. — Auðmaður Framhald af bls. 34 Kodama I tíu ár en segist aldrei hafa rætt við hann eða Kakuei Tanaka fyrrum forsætisráðherra, sem hann hafi þekkt í 30 ár, um kaup á flugvélum til eftirlits með kafbátaferðum. Einni nefnd öldungadeildar Bandarlkjaþings hefur verið skýrt svo frá, að Kodama hafi þegið sjö milljónir dollara af Lockheed og að Osano hafi sennilega fengið hluta upphæðar- innar. Japanir hafa pantað 21 Tristar-þotu og þar af hefur ANA fengið 14. — Finnland Framhald af bls. 34 brota. Slðdegis I dag var ráð- gerður fundur sáttasemjara rikis- ins og leiðtoga lögreglumanna. Fleiri verkföll standa yfir í Finn- landi. Bankar voru lokaðir I dag I Helsinki, Tammerfors, Abo og fleiri bæjum en járnbrautar- starfsmenn aflýstu I kvöld verk- falli sem hefjast átti á morgun. — Höfuðpaura leitað Framhald af bls. 34 sig „ungu byltingarmennina”, hafði farið út um þúfur. Þeir veittu Murtala Mu- hammeð forseta fyrirsát á eynni Ikoyi, þar sem herfor- ingjastjórnin hefur aðsetur, skutu á bifreið hans úr vél- byssum og drápu auk forsetans bílstjóra hans, aðstoðarfor- ingja og þjón. Herforingjastjórnin hefur lýst þvl yfir að uppreisnin hafi einskorðazt við höfuðborgina Lagos, að fyrir henni hafi staðið fámennur hópur for- ingja úr hernum og að hún hafi verið bæld niður. Oluuegun Obasanjo hershöfð- ingi, yfirmaður heraflans og staðgengill Muhammeds hers- höfðingja, hefur tekið við stjórninni í Nígeriu. Stjórn hans hefur skipað rannsóknarnefnd hermanna, sem á að kanna byltingartil- raunina og komast að raun um hvernig banatilræðið var skipulagt. — Verðbólgu- samningar Framhald af bls. 3 forystumenn vinnuveitenda og launþega. öllum bar saman um að samningarnir væru mjög verðbólguhvetjandi, enda hafði ríkisstjórnin þá lofað atvinnu- rekendum því að þeir mættu veita kauphækkunum út I verð- lagið. Eðvarð Sigurðsson sagði t.d.: „Ég reikna með því, að ekki verði hjá því komizt, að þeir fái þann dóm,“ og átti hann þá við að fólk myndi dæma samningana sem verð- bólgusamninga. Um þetta sagði Eðvarð ennfremur: „Er það eitt hið nöturlegasta við þessa samninga, að það sem gert er fyrir láglaunafólk, skuli alltaf fara á þann hátt að aðrir — launþegarnir með háu launin, skuli fá allt það sem náðist fyrir láglaunafólkið. Þetta verkefni er verðugt verkefni stjórnmálaaflanna að glima við sem úrlausnarefni." Þetta allsherjarverkfall, sem um getur hér að ofan, stóð ekki I langan tíma. En allsherjar- verkfallið þar á undan var mjög langvinnt. Það hófst 27. maí 1970 og stóð til 19. júni, er samningar tókust. Verkfall þetta skall á þremur dögum fyrir borgarstjórnarkosningar. Eftir þetta langvinna verkfall fengu launþegar 15% grunn- kaupshækkun og fulla verð- tryggingu launa. Áttu samn- ingarnir að gilda til 1. október 1971 eða I rúmt ár. Að lokinni samningagerð voru menn ekki á eitt sáttir um úrslitin, forystu- menn atvinnurekenda töldu samningana þungbæra, en launþegar voru ánægðir eftir atvikum. — Guðmundur Framhald af bls. 5 Keflvíkingur KE 1591 Sæberg SU 1563 Kristbjörg VE 1559 Dagfari ÞH 1457 Húnaröst ÁR 1416 Álftafell SU 1403 Sigurbjörg OF 1385 Helga RE 1313 Vörður ÞH 1307 Bjarni Ólafsson AK 1298 Skógey SF 1276 Sveinn Sveinbjörnsson NK 1263 Höfrungur III AR 1202 Ársæll KE 1132 BergurVE 1118 Faxi GK 1071 Lárus Sveinsson SH 1002 — Hannes Framhald á bls. 35 viðkomandi landa, en slik bréf senda sendiherrar starfs- bræðrum sínum er þeir koma til starfa á nýjum stað. Ástæðuna sagði Hannes Jóns- son vera þá, að „allt tal um vinsamleg samskipti tslands og Bretlands um þessar mundir er ekkert annað en hræsni“. Um leið upplýsti ís- lenzki sendiherrann, að hann hefði frábeðið sér kurteisis- heimsókn herra og frú Smith til sín og frúar sinnar, en slíkar heimsöknir eru liður í samskiptum forráðamanna sendiráða. Fram kom að sendi- herrann hefði falið einkaritara sínum að tjá einkaritara Smiths, að „meðan brezkar freigátur væru á Islands- miðum og hindruðu islenzku varðskipin i löggæzlustörfum með ofbeldisaðgerðum tæki ís- lenzki sendiherrann ekki ' á móti brezka sendiherranum í Moskvu.“ Morgunblaðið fékk þær upp- lýsingar hjá utanrikisráðu- neytinu í gær, að sendihérrar Islands erlendis hefðu engin fyrirmæli fengið um að taka upp sérstaka umgengnishætti við brezka starfsbræður slna. þannig að hér væri um að ræða frumkvæði Hannesar Jóns- sonar, en ekki ráðuneytisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.