Morgunblaðið - 17.02.1976, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.02.1976, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBROAR 1976 21 141:75 Nýtt íslandsmótsmet hjá Ármanni NÝTT tslandsmótsmet í körfuknattleik ieit dagsins ljós um helgina þegar Ármenningar sigruðu Snæfell með 141 stigi gegn 75. Fyrra stigaskorunarmet í tslandsmóti var 127 stig svo Ármenningarnir slógu það hressilega. Hins vegar skorti þá þrjú stig til að jafna Islandsmet í stigaskorun en það er met KR frá því í Bikark. 1975 144 stig. Barátta undir körfu Snæfells. Ármenningarnir Guðmundur Sigurðs- son og Guðsteinn Ingimarsson og Snæfellingurinn Þðr Albertsson berjast um knöttinn. Þar var ljóst strax í upphafi að mikill sóknarhugur var í liði Armenninga. Þeir pressuðu stíft eftir skoraða körfu og hirtu bolt- ann hvað eftir annað af „Hólmur um“ sem vægast sagt voru hikandi. Ef „Hólmarar" hins veg- ar komust úr pressu Armanns áttu þeir greiða leið í körfu, enda kjörorð Armenninga „látt ann fara“ og þeir kölluðu það óspart sín á milli. Með þessari leikaðferð fengu Armenningar boltann strax á ný, og í hverri sókn þeirra rigndi stígunum yfir Snæfell, þ.e. þeir stálu boltanum strax eftir skoraða körfu en um síðir slapp músin úr gildrunni og sagan endurtók sig. Ef nefna á tölur um yfirburði Ármanns í leiknum má nefna tölur eins og 14:2 — 36:16 og 61:40 í hálfleik. I byrjun síðari hálfleiks kom stór „gusa“ og staðan var fljótlega 88:48 og ljóst var að mettilraun Ármenninga gat orðið til þess að nýtt met í stigaskorun hérlendis sæi dagsins ljós. En á kafla um miðjan siðari hálfleik skoraði Snæfell 15:4 og þar með fór draumur Armenninga um metið. Það fer ekki hjá því að barátta Snæfells í 1. deild veki samúð margra sem með henni fylgjast. En það verður að segjast eins og það er að hlutverk þeirra leik- manna sem leika nú síðustu leiki liðsins i 1. deild er langt í frá að vera öfundsvert. Þeir leikmenn sem nú berjast vonlausri baráttu fyrir Snæfell eru fórnarlömb að- stöðuleysins í Stykkishólmi til æfinga á iþróttum innanhúss Það mætti allt eins æfa í baðkeri með keppni í sundi fyrir augum, eins og að æfa körfuknattleik í íþrótta- húsi eins og þeir hafa í Stykkis- hólmi. Slik aðstaða er varla sæmandi á okkar tímum, en á sér e.t.v. eðlilegar skýringar þó varla eigi hún sér hliðstæðu. I þessum leik fengu Armenningar góða æfingu fyrir pressu þá sem þeir hafa beitt af og til í vetur og sáust oft góðir taktar í henni hjá þeim. En ekki myndi ég veðja miklu á þá pressu gegn öðrum toppliðum í deildinni enn sem komið er. Stighæstir hjá Ármanni: Jimmy Rogers 32, Björn Christenssen 25, Jón Sigurðsson 21, Jón Björgvinsson 16, Birgir örn 14. Snæfell: Kristján Agústsson 28, Lárus Svanlaugsson 21, Bjartmar Bjarnason 9, Sigurður Hjörleifs- son 8. gk— STAÐAN Ármann 9 9 0 926:736 18 IR 9-7-2 817:688 14 KR 7 5 2 621:543 10 UMFN 9-5-4 733:708 10 ÍS 9 4 5 721:758 8 Valur 10 3 7 811848 6 Fram 9-2 7 597 694 4 Snæfell 8-0-8 507:758 0 v/ Stighæstir: Jimmy Rogers Á 260 Bjarni Gunnar fS 205 Trukkur Carter KR 199 Kristján Ágústsson Snæf. 193 Torfi Magnússon Val 192 Kristinn Jör. ÍR 183 Jón Sigurðsson Á 181 Stig Jimmy Rogers i leiknum gegn UMFN eru 38 samkvæmt leikskýrslu og það er hún sem gildir. Flestir munu sammála um að stig hans i leiknum hafi verið fleiri en skýrsla ritara sýnir 38 stig og það gildir. • ♦ Vitaskotanýting: (miðað við 23 skot sem lágmark). Stefán Bjarkason UMFN 24 20 = 83% Jón Jórundsson ÍR 42:33 = 79% Kári Marisson UMFN 42:32 = 76% Helgi Valdimarsson Fram 24:18 = 75% Rikharður Hrafnkelsson Val 43 31 = 72% Jón Sigurðsson Á 38 27 = 71% gk —. Hálfur hraði nœgði Völsurum gegn áhugalausu liði Fram „ÞAÐ er engu lfkara en strákarnir séu hættir að taka á i leikjum sfnum. Þeir virðast vera búnir að ná markmiði sfnu sem var að halda sæti sfnu f deild- inni, en f leikjum liðsins nú örlar ekki á þeirri baráttu sem færði Iiðinu þau stig sem þeir hafa náð sér i“. Það var einn af áköfustu stuðningsmönnum körfuknatt- leiksliðs Fram sem viðhafði þessi orð um lið sitt eftir 63:82 tap Fram gegn Val um helgina. Þessi ummæli eiga fullan rétt á sér. Framliðið er ekki svipur hjá sjón miðað við leiki þess fyrr á keppnistfmabilinu þegar undir- ritaður m.a. spáði liðinu tals- verðu gengi f 1. deild f vetur. Þannig fór líka að Valur þurfti ekki neinn toppleik til þess að vinna þennan auðvelda sigur. Leikurinn var að vísu í jafnvægi fyrstu mfn. hans, en sfðan breytti Valur stöðunni úr 12:9 fyrir Fram í 35:16 sér í hag og var þar með grunnurinn lagður að sigrinum. Staðan i hálfleik var 41:26 fyrir Val, og Valur innbyrti þennan sigur á hálfum hraða I siðari hálf- leiknum. Sem fyrr var Þórir Magnússon atkvæðamestur í liði Vals, þótt skotanýting hans væri ekki til þess að hrópa húrra fyrir. En hann tók sínar venjulegu skorpur, og var atkvæðamikill f vörn og sókn þegar Valsmenn voru að ná forskoti sínu. Annars er Valsliðið lið sem kemur dálítið á óvart í hvert skipti sem maður sér það leika, það lagar sig oftast að leik andstæðinganna, lélegri leikirnir koma gegn lélegri and- stæðingunum og öfugt. Það hefur margsinnis verið hamrað á því hér á síðum blaðsins f vetur hversu efnilegt lið Fram Dýrmætnr sigur Víkings- stúlkna VÍKINGUR og Stigandi léku I ís- landsmóti kvenna i blaki á sunnu- dagskvöldið og lauk leiknum með sigri Vikings 3-—0 Vikingur tók forystu strax i fyrstu hrinu 6 — 4 en Stigandi jafnar 7 — 7 og var hrinan mjog jofn eftir það en Vikingur var sterkari á endasprettin- um og sigraði 15— 12 Önnur hrin- an var einnig mjög spennandi og hafði Stfgandi forystu lengi vel. 8-—4 og 12—11 en þá seig Vik- ingur framúr og sigraði 15—12 Vikingsstúlkurnar áttu I mestu erfið- leikum með að koma boltanum vfir netið úr uppgjöf og töpuðu þær 8 uppgjöfum Stigandastúlkurnar voru aðeins skárri þvi þær töpuðu aðeins 5 uppgjófum Það var greinilega mtkill tauga- óstyrkur sem hrjáði Vikingsliðið og náði það ekki að hrista hann af sér fyrr en í siðustu hrinunni og sigruðu þær þá 15—6 Stigandastúlkum hefur farið nokkuð fram frá þvi i fyrra en þó ekki nóg Fleygur hefur batnað mjög mikið h;á þeim og einmg fingurslag en þær eru ekki nógu grimmar að skella Liðið m|ög jafnt og skar sig engin neitt úr Vikingsliðið hefur einnig sýnt framfarir frá þvl i fyrra. en sýndi það þó ekki í þessum leik Ágústa Andre- ésdóttir bjargaði liðinu i þetta skipt- ið með frábæru uppspili og vissu- lega var gaman að sjá þrumuskelli frá Önnu Aradóttur og Karóllnu Guðmundsdóttur, sem eru sjáldgæf- ir I kvennablakleikjum Vikingsliðið var með mun betri boltameðferð og móttaka á uppgjöf oft m|ög góð, en kæruleysið var allsráðandi á köflum 8aráttan I riðlinum stendur á milli Vikings, Þróttar og Stiganda og á hún eflaust eftir að vera hörð er. En í beinu framhaldi af því kemur það hálf illa við mann þegar þeir slaka jafnmikið á 1 miðju móti eins og þeir hafa gert nú, einungis að því er virðist sökum þess að sætið i 1. deild að ári virðist tryggt. Hvar er baráttan og leikgleðin sem ein- kenndu liðið í fyrstu leikjum þess? Og væri ekki viturlegra að notfæra sér leiki sína sem eftir eru til þess að venjast þeirri erfiðu keppni sem er í 1. deild í stað þess að slaka á eins og liði- hefur því miður gert. gk—. Stúdentarnir Halldór Jónsson og Indriði Arnórsson I hávörn við UMFL. I leik IS IS vann Laugdœli naumt íhörkuleik TOPPLEIKUR var I 1. deild Islandsmótsins I blaki á laugardaginn. Þar áttust við ÍS og UMFL. Eftir fimm hrina leik tókst IS að merja sigur og hafði leikurinn staðið I 100 mínútur. Þetta var fyrsti leikur þessara liða I vetur og eins og menn áttu von á var hann gifurlega jafn og spennandi. Mikið álag var á Stúdentum þvi þeir höfðu ekki tapað leik i tvö ár og þarna var e.t.v. lið sem gat stöðva- sigurgöngu þeirra. Það sást líka strax i upphafi að Stúdentar voru taugaóstyrkir og gengu Laugdælir á lagið, enda allt að vinna fyrir þá. 15—9 sigur fyrir Laugdæli var sanngjarn þvi þeir léku mun betur, meb góða hávörn og beitta sókn hjá þeim Tómasi Jónssyni, Haraldi Geir, Antoni Bjarnasyni og Birki Þorkelssyni sem lék þennan leik mjög skynsamlega og vann oft boltann með skemmtilegum laumum. Önnur hrinan var mjög spennandi og jöfn. Laugdælir tóku forystu 7—4 em þá seig ÍS framúr 9—8 og var leikurinn i járnum upp i 13—13. Allt var á suðupunkti þvi Laugdælir höfðu boltann og gátu komist yfir, en þá misheppnast uppgjöf og þar með var draumurinn búinn. ÍS vann næstu tvö stig og sigraði 1 5—13. Stúdentarnir voru nú orðnir heitir og Halldór Jónsson Indriði Arnórs- son og Július Kristinsson áttu mjög góðan leik, Sigfús Haraldsson átti einnig góðar rispur. Mesti skjálftinn virtist nú úr fS-mönnum og næstu hrinu unnu þeir nokkuð örugglega 1 5—9, enda téku Laugdælir fremur illa miðað við fyrstu tvær hrinurnar. Uppspil hjá ÍS var mjög gott, langt út á kantana og dró þannig hávörnina hjá Laugdælum vel I sundur. Þessu var öfugt farið hjá Laugdælum, því uppspilið var of stutt og of lágt þannig að annaðhvort var skellt i hávörn eða laumað. Þetta skánaði þó i fjórðu hrinu þvi þá burstuðu Laugdælir fS og urðu lokatölur 15—4. Anton og Haraldur Geir áttu frábærar uppgjafir i þessari hrinu. Stúdentar fengu lítið að gert, slæm móttaka á uppgjöfum gerði sóknina veika og góð hávörn Laugdæla varði margan skellinn frá þeim. Staðan var nú 2—2 og allt gat gerst. Laugdælir byrjuðu úrslitaleikinn mjög vel, komust I 7—4, en i „hálfleik" munaði einu stigi 8—7 og þá seig á ógæfu- hliðina hjá Laugdælum. Stúdentar skutust framúr og komust i yfirburðastöðu 13—8. Sigur blasti við ÍS, en þegar Haraldur Geir hafði unnið 4 stig i röð með uppgjöfum og minnkað muninn i 12 —13 þá gat sigur- inn fallið hvorum megin sem var, en Stúdentar voru sterkari á endasprettinum og sigruðu 15—12. Halldór og Indriði voru beztir hjá ÍS en Anton Birkir °g Haraldur Geir hjá Laugdælum. — Dómarar voru Páll Ólafsson og Þórhallur Bragason. Þeir voru slakir til að byrja með, en skánuðu er á leið. Þeir slepptu of mörgum brotum vegna tvislags, í fingur — slagi og fleyg, en voru þó samkvæmir sjálfum sér. pó|

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.