Morgunblaðið - 19.02.1976, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1976
Engin undanþága fyrir mjólkudreifingu:
Ferðum S.V.R. fækkar
Skólar að lokast
enn
TREGLEGA hefur gengið að afla undanþága hjá verkalýðsfélög-
unum. en margvfslegar undanþágubeiðnir hafa borizt. Þær viða-
mestu eru frá horgarlækni um dreifingu á mjólk til barnafjöl-
skvldnaog frá Strætisvögnum Reykjavfkur um f jölgun starfsmanna
við viðhald vagna. Ekki hefur enn verið orðið við þessum beiðnum
og verður ferðum Strætisvagna Reykjavíkur fækkað enn meir á
morgun miðað við það sem var í gær. Þá er Ijóst, að loka þarf
flestum skólum á Reykjavíkursvæðinu á næstu dögum, þar sem
þeir hafa ekki verið ræstir sfðan verkfall hófst. Þá eru margir
tslendingar strandaglópar erlendis og komast ekki heim.
þágur til mjólkurframleiðslu-
og dreifingar.
Engin undanþága
fengin fyrir
mjólkurdreifingu
Skúli Johnsen borgarlæknir
sagði í gær, er Morgunblaðið
ræddi við hann, að sér hefði
ekki borizt svar varðandi
undanþágu handa börnum,
barnshafandi konum, sjúkl-
ingum og gamalmennum i
Rey kjavík.
Morgunblaðið hafði þá sam-
band við Guðjón Jónsson for-
mann Meistarasambands járn-
iðnaðarmanna, en hann á sæti í
nefnd þeirri er fjallar um
undanþágur. Tjáði hann
Morgunblaðinu að engin breyt-
ing hefði orðið á fyrri ákvörð-
un, um að veita ekki undan-
Skólar að lokast
Allt útlit er nú fyrir að loka
verði einstaka skólum á
morgun, þar sem ekki hefur
verið hægt að þrífa skólana
síðan á mánudag vegna verk-
falls og enn fleiri skólum
verður lokað að líkindum eftir
helgi ef samningar hafa þá ekki
tekizt. Er jafnvel gert ráð fyrir,
að flestum skólum í borginni
verði lokað.
Það eru heilbrigðisyfirvöld
sem sjá um hreinlæti í skólum
og í gær hafði Morgunblaðið
samband við Skúla Johnsen
borgarlækni og spurði hann
hvort áberandi mikil óhrein-
indi væru í skólunum.
Skúli Johnsen sagði, að skól-
arnir yrðu skoðaðir í dag og
eins á morgun. Ef skólarnir litu
þannig út í dag að ekki þætti
fært að kenna ,í þeim, yrði
kennsla stöðvuð í fyrramálið,
en ef ekki þá yrði kennsla leyfð
á morgun. En flest benti til
þess, að Iítið yrði hægt að
kenna eftir helgi, ef samningar
hefðu þá ekki tekist.
Arnfinnur Jónsson, yfirkenn-
ari í Armúlaskóla, sagði þegar
Morgunblaðið hafði sámband
við hann, að farið væri að jaðra
við vandræði í skólanum.
Börnin færu reyndar alltaf úr
útiskóm áður en farið væri inn í
kennslustofur, en á göngum
væri ástandið slæmt.
— Við kennum í dag og
sjáum svo til, sagði Arnfinnur.
Hjalti Jónasson, skólastjóri
Vörðuskóla, sagði að þar væru
ekki vandræði af neinu tagi og
kennt yrði svo lengi, sem heil-
brigðisyfirvöld leyfðu. Að
minnsta kosti yrði kennt út
þessa viku.
Sveinn Jóhannsson, sköla-
stjóri Vighólaskóla í Kópavogi,
sagði, að þar yrði kennt í það
minnstá i dag, en ekki væri
hægt að neita þvi að ástandið
yrði verra með hverjum degi
sem liði. Það bæri að játa, að
tíðin hefði bjargað miklu, þar
sem nú bærist lítill skítur inn i
skólana, einnig hefði mjólkur-
sala lagst niður, en alltaf fylgdi
henni einhver óþrifnaður.
Feróum S.V.R.
fækkar enn
Eiríkur Asgeirsson, forstjóri
S.V.R. tjáði Morgunblaðinu i
gær, að á meðan Strætisvagnar
Reykjavíkur fengju ekki nema
fimm menn til viðhaldsþjón-
ustu væri engan veginn hægt
að halda uppi fullri ferðatíðni.
Hann sagði, að gert væri nú
ráð fyrir að aka á sömu ferða-
tíðni fram til kl. 9 árdegis í dag
og gert var í gær. Eftir kl. 9 yrði
einungis ekið á leiðunum 10 —
Framhald á bls. 27
ýja síldarbræðsl-
|an í Neskaupstað
,gangsett í gær
I Moclronncf oA 1 fi fohri'i Qr
Ljósm. Mbl.: Hax.
Ilerra Sigurbjörn Einarsson biskup og séra Gunnar Benediktsson með
blað úr tfbetska helgiritinu, sem nú á að varðveita í Skálholti.
Þjóðkirkjunni gefið
tíbetskt helgirit
VRIÐ 1959 var séra Gunnar Bene-
liktsson á ferð i Kina ásamt
Cggerti Þorbjarnarsyni og Sig-
irði Guðnasyni. Voru þeir í boði
;ínversku ríkisstjórnarinnar.
^eir heimsóttu klaustur tíbetskra
nunka. Þar var þeim gefið hand-
rit af tíbetsku helgiriti frá 15. öld
e.kr. Handrit þetta hefur séra
Gunnar nú gefið Þjóðkirkju Is-
lands til varðveizlu í Skálholti.
Tók dr. Sigurbjörn Einarsson
biskup við gjöfinni I gær og er
myndin tekin við það tækifæri.
Neskaupstað, 18. febrúar.
UNNIÐ var að því f gær að setja
vélar nýju síldarbræðslunnar f
gang. Fljótlega kom i Ijós bilun,
sem þurfti að lagfæra og var
unnið að því. Var búist við, ef allt
gengi að óskum, að hægt yrði að
hefja bræðslu er liði á kvöldið.
Bygging bræðslunnar hófst' á
s.l. sumri á nýrri uppfyllingu, við
höfnina. Áður en framkvæmdir
við bræðsluna gátu hafist, þurfti
að aka miklu magni af möl i nýju
uppfyllinguna. Bygging sjálfrar
verksmiðjunnar hefur því ekki
tekið nema um 7 mánuði.
Yfir 7000 lestir af loðnu bíða
eftir bræðslu í Neskaupstað, en
loðnan er geymd í geymum verk-
smiðjunnar og í grunninum af
mjölhúsinu, sem eyðilagðist í
snjóflóðinu á s.l. ári.
Verkfall er enn ekki hafið hjá
landverkafólki í Neskaupstað, en
hefst á föstudag. Undanþága
hefur þó fengist til að bræða loðn-
una, sem biður bræðslu.
Síðustu daga hefur allmikið
magn af loðnu verið fryst hér og
mun heildarfrysting nú nema um
130 lestum, en unnið hefur verið
á 8 tíma vöktum við frystinguna.
Sjómannaverkfall er skollið á
hér, og þegar hafa loðnubátarnir
Börkur og Magnús stöðvast, en
Framhald á bls. 27
„Leynt og ljóst”
eftir Ólaf Jóhann
Sigurðsson kem-
ur út á dönsku
Framtíðin gullna eftir
Þorstein Stefánsson
í Bandaríkjunum
og Þýzkalandi
BÖKIN „Leynt og ljóst“ eftir
Olaf Jóhann Sigurðsson kemur út
í danskri þýðingu þann 1. apríl
n.k. á dönsku nefnist bókin
„Pastor Bödvars brev“.
Útgefandi bókarinnar er Bir-
gitte Hövrings biblioteksforlag. I
fréttatilkvnningu frá forlaginu
segir, að „Leynt og ljóst“ hafi
lengi verið talin ein af beztu
bókum Ólafs og útkoma hennar á
dönsku hafi verið ákveðin löngu
áður en Olafur Jóhann hlaut bók-
menntaverðiaun Norðurlanda-
ráðs fyrir skömmu.
Þá segir, að fyrirframpántanir
streymi inn til útgefanda frá
fjölda tslandsvina, meðal annars
þeim, er á siðasta ári keyptu
Islandske drenger (Um sumar-
kvöld), sem var fyrsta bók, sem
forlagið gaf út.
Þá segir einnig i fréttatilkynn-
ingunni, að bók Þorsteins
Stefánssonar „Framtíðin gullna"
er út hafi komið hjá Oxford Uni-
versity Press I fyrra, komi bráð-
lega út hjá Thomas Nelson Inc. i
New York og síðar á þessu ári hjá
Verlag Herder í Freiburg i V-
Þýzkalandi.
Góð færð víðast
hvar á landinu
Aðeins 6 loðnuskip stöðv-
ast ekki vegna verkfalla
GÓÐ loðnuveiði var hjá þeim
bátum, sem enn voru eftir á
miðunum í gærmorgun. Þá til-
kynntu sex bátar um afla alls
1190 lestir. Þeir voru Skógey með
220 lestir, Snæfugl með 190 lestir,
Náttfari með 250 lestir, Sveinn
Sveinbjörnsson með 240 lestir,
Tvær 12 ára stúlk-
ur afkastamiklir
ávísanafalsarar
RANNSOKNARLÖGREGLAN
í Reykjavík hafði nýlega hend-
ur f hári tveggja afkastamikilla
ávfsanafalsara. Eru þetta tvær
12 ára stúlkur, sem undanfarið
hafa falsað hvorki meira né
minna en 30 ávfsanir fyrir tugi
þúsunda króna. Auk þess urðu
þær uppvfsar að þvf að hafa í
nokkur skipti stolið úr búðum.
Fundust f fórum þeirra verð-
mæti, aðallega föt, fyrir 50—60
þúsund krónur.
Stúlkurnar komust yfir tvö
ávísanahefti á þann hátt, að
hnupla þeim frá konu
nokkurri, sem þær heimsóttu á
sjúkrahús og þær þekktu báðar.
Hófu þær nú ávísanafölsun af
kappi og runnu ávísanir þeirra
út eins og heitar lummur í
verzlunum enda þótt falsararn-
ir væru ungir að árum. Keyptu
þær sér aðallega föt, sælgæti og
eyddu aurum f leigubila.
Otto Wathne með 70 lestir og
Sæberg með 220 lestir. Flestir
þessara báta fóru til Austfjarða-
hafna.
Samkvæmt þeim upplýsingum
Andrésar Finnbogasonar hjá
Lonulöndunarnefnd í gær, verða
það aðeins sex skip, sem ekki
stöðvast vegna verkfallanna. Eru
það Helga Guðmundsdóttir frá
Patreksfirði, Flosi frá Bolunga-
vík, Dagfari og Náttfari frá Húsa
vík og Hákon og Vörður frá
Grenivík.
Þá eru nokkrir Austfjarðabátar
enn á veiðum, en stöðvast á næstu
dögum. Það eru Hilmir, sem
stöðvast 25. febrúar, Álftafell,
sem Stöðvast 22. og Snæfugl og
Sæberg, sem stöðvast þann 20.
Heildarloðnuveiðin losaði í gær
153 þúsund lestir.
— FÆRÐ á vegum landsins, er
með þvf bezta, sem gerist á þess-
um árstfma og er það vel, þar sem
allur snjómokstur e/ að stöðvast
vegna verkfalla, sagði Arnkeil
Einarsson vegaeftirlitsmaður f
samtali við Morgunblaðið í gær.
Arnkell sagði, að nú væri fært
frá Reykjavík allt austur á Fljóts-
dalshérað. Þá væru allir fjallvegir
færir á Austurlandi, nema Breið-
dalsheiði. Ennfremur væri vitað
að mjög snjólétt væri á Möðru-
dalsöræfum.
Af Snæfellsnesi var það að
frétta, að þar eru fjallvegir færir
stærri bílum. Fært var um
Heydali vestur i Reykhólasveit.
Klúbburinn:
Á 3. milljón í
innstæðulaus-
um ávísunum
MORGUNBLAÐIÐ fékk það stað-
fest hjá Sakadómi Reykjavfkur f
gær, að þangað hefðu borizt
kærur vegna nokkurra innstæðu-
lausra ávfsana frá veitingahúsinu
Klúbbnum. Upphæðirnar voru
samtals eitthvað á þrið.iu milljón
Framhald á bls. 27
Sagði Arnkell að Holtavörðu-
heiði hefði verið þungfær í gær-
morgun og skafrenningur á heið-
inni annað veifið. Á Norðurlandi
var góð færð. Fært var frá Akur-
eyri til Húsavíkur um Dalsmynni
og einnig var fært til Ölafsfjarðar
og Siglufjarðar.
4 ára drengur á
gjörgæzludeild
eftir bílslys
MJÖG harður árekstur varð á
mótum Hringbrautar og Njarðar-
götu skömmu eftir klukkan 9 í
gærmorgun. Þar lentu saman
strætisvagn og Taunus fólksbíll.
Fernt var í fólksbílnum og slösuð-
ust allir meira og minna en mest
þó 4ra ára drengur. Hann hlaut
alvarleg höfuðmeiðsl og var lagð-
ur inn á gjörgæzludeild Borgar-
spftalans.
Götuljósin voru óvirk á þessum
gatnamótum og voru skilti uppi,
sem gáfu það til kynna. I slíkum
tilfellum er Hringbraut aðalbraut
og ók strætisvagninn eftir henni
en Taunusbillinn var á leið eftir
Njarðargötunni og ók hún í veg
fyrir strætisvagninn. Sem fyrr
segir varð áreksturinn afar
harður og er Taunusbíllinn talinn
ónýtur og töluverðar skemmdir
urðu á strætisvagninum.