Morgunblaðið - 19.02.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.02.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. FEBRUAR 1976 13 Madrid, Barcelona, 18. febr. — NTB. Reuter. JUAN Carlos Spánarkonungur batt í dag svo um hnútana að þúsundir lögreglumanna og slökkviliðsmanna, sem hafa verið í verkfalli, skvldu skráðir í her- inn og hefur það í för með sér að þeir eiga á hættu að verða leiddir fyrir herrétt ef þeir verða ekki við áskorunum stjórnarinnar um að taka upp vinnu á ný jan leik. Herlög sett yfir verkfallsmenn á Spáni Stjórnmálasérfræðingar í Madrid líta á þetta sem enn eina staðfestingu á þvi að ríkisstjórnin sé staðráðin i að láta hart mæta hörðu og koma á jafnvægi og kyrrð í atvinnulífi landsins. Fyrirskipun þessa efnis var undirrituð af Spánarkonungi, eins og fyrr segir, en talið er víst að öll ríkisstjórnin sé einhuga í þessu máli. Nokkru áður kom enn á ný til átaka við ráðhúsið í Barcelona, þar sem tvö þúsund verkfallsmenn höfðu búið um sig. Lögregla skaut táragassprengjum inn i bygginguna og flýðu verk- fallsmenn þá eins og fætur toguðu út. Margar konur sem voru við húsið tróðust undir og þurfti að flytja um tuttugu manns á sjúkrahús. En mörgum klukku- tímum síðar óku slökkviliðsbílar með sírenur á fullu um götur Framhald á bls. 27 Sfmamynd AP. Þetta er skápurinn, sem Patty Hearst var höfð í haldi f fyrstu 5 vikurnar eftir að SLA-samtökin rændu henni. Er skápurinn 47 cm á breidd og 150 cm á lengd. Ófagrar lýs- ingar Patty á fangavistinni San Francisco 18. febr Reuter. PATRICIA Hearst barðist við grátinn á meðan hún lýsti fyrir kviðdómendum hvernig henni hefði verið nauðgað f fataskáp af tveimur félögum í SLA- samtökunum. Patricia sagði að kvenmaður í samtökunum hefði stjórnað aðgerðum þess- um og fvlgzt gaumgæfilega með kvnmakaþörf karlmann- anna á staðnum. Hún sagði að fyrstur til að ráðast inn í skáp- inn til að eiga við hana mök hefði verið William nokkur Wolfe og viku sfðar hefði svert- ingjaforingi SLA, Donald Defreeze, komið þangað og neytt hana til kynmaka við sig. Þegar að því kom að lýsa þessum stundum þagnaði Patty og virtist eiga bágt með að verj- ast gráti. Verjandi hennar, Lee Bailey, lagði kapp á að hún lýsti sem nákvæmast hvernig allt fór fram í skápnum margumtalaða. I segulbandsspólu sem send var frá Patriciu meðan hún var í vistinni lýsti hún Wolfe sem ástmanni sínum og sagði hann blíðasta og undursamlegasta mann sem hún hefði nokkru sinni kynnzt. Fyrir réttinum nú sagði hún að henni hefði verið gert það skiljanlegt að annaðhvort yrði hún að ganga til liðs við samtökin eða verða drepin ella. Hún sagði að hún hefði verið sannfærð um að SLA- félagarnir hefðu ætlað að drepa hana í bankanum í San Frasisco þegar hún fékk skipun um að taka þátt í hinu fræga bankaráni með Framhald á bls. 27 Ford forseti herðir eftirlitið með CIA Washington 18. febr. Reuter. FORD Bandarfkjaforseti tilkynnti í morgun að hann hefði sett á stofn nefnd, sem ætlað er það hlutverk að ganga úr skugga um að CIA misnoti ekki vald sitt og er liður f áætlun stjórnarinnar sem miðar að þvf að tryggja bandarfskum borgurum vernd. Forsetinn hefur einnig lagt fram frumvarp að nýjum lögum og þar er gert ráð fyrir að refsing liggi við ef opinberir starfsmenn ljóstri upp túnaðarupplýsingum, sem þeim hafa verið gefnar. Ford vék að því sem upplýst hefur verið síðustu vikur og mánuði varðandi iðju CIA og ámælisvert hefur talizt og sagði að lærdóm ERLENT Skærulið- ar skotnir Buenos Aires. 18. feb. Reuter. FJÓRIR menn, sem grunaðir voru um að vera vinstrisinnaðir skæru- liðar voru skotnir til bana í Buenos Aires í morgun. Höfðu mennirnir hafið skothrið á lög- reglubíl og svöruðu lögreglumenn í sama með fyrrgreindum afleið- ingum. mætti engu að síður af þessu draga og ekki mættu menn ein- blfna á fortiðina heldur byggja upp traust fyrir framtíðina. Forsetinn sagðist ekki mundu beita sér fyrir neinum ráðstöfun- um, sem miðuðu að því að hefta eðlilega starfsemi leyniþjónust- unnar enda væri upplýsinga- og gagnasöfnun erlendis lífsnauð- synleg og forsenda styrkleika Bandarikjanna. Hann sagði að eftirlitsnefndin yrði skipuð óbreyttum borgurum og myndi gegna mikilvægu hlutverki i þá veru að endurvekja tiltrú manna á leyniþjónustunni. Hann visaði á bug að ætlan sin með að setja þessa nefnd á laggirnar væri að opna leiðina til að forsetinn gæti beitt valdi sínu óeðlilega, slíkt hefði aldrei fyrir sér vakað. í fréttum kemur fram að þessar ákvaðanir Fords hafa fengið heldur góðar undirtektir i Banda- rfkjunum, en þó hafa þær raddir heyrzt að sams konar aðgerðir mætti einnig gera gagnvart FBI, ríkislögreglunni. 1 ávarpi Fords kom einnig fram að hann myndi styðja frumvarp þar sem blátt bann væri lagt við Ford forseti að CIA kæmi nálægt tilræðum við erlenda þjóðhöfðingja. 1 fréttaskeytum Reuters er og vikið að þvi itarlega að hinn nýi yfirmaður leyniþjónustu Banda- ríkjanna, George Bush, hafi byrjað hið mikla „endurreisnar- starf“ leyniþjónustunnar en gagnrýni og uppljóstranir um misbeitingu valds CIA hafa skekið undirstöður hennar eins og margsinnis hefur komið fram. Framhald á bls. 27 n»þitoi",i: Oddvitar og sóknarnefndir Hegningarlög Tvenn stjórnarfrumvörp voru lögð fram í gær til breytinga á gildandi hegningarlögum. Fyrra frumvarpið er byggt á ályktun allsherjarþings sameinuðu þjóð- anna, þess efnis, að fallist er á samning um varnarráðstafanir og refsingar vegna glæpa gegn einstaklingum, er njóta alþjóð- legrar vendar, þ.ám. sendierind- rekum. Millirikjasamningur þessi hefur verið undirritaður af Is- lands hálfu en ekki staðfestur (fullgiltur). Samkvæmt 2. gr. samningsins skal eftirfarandi ásetningaverknaður talinn glæp- ur skv. lögum aðildarrikis: a) morð, mannrán eða önnur árás á persónu eða frelsi einstaklings, sem nýtur alþjóðlegrar verndar, b) ofbeldisárás, c) hótun um að fremja slíkan verknað, c) tilraun til að fremja slíkan verknað, c) hlutdeild i slikum verknaði. Síðara frumvarpið fjallar um margþættar hegningarlagabreyt- ingar, sem gerð verða nánari skil hér á þingsíðunni síðar, er mælt verður fyrir því áþingi. Oddvitar og sveitar- stjórnarlög: Gunnlaugur Finnsson (F), Karvel Pálmason (SFV), Ólafur G. Einarsson (S), Garðar Sigurðs- son (K) og Sighvatur Björgvins- son (A) flytja frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnar- lögum. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að þar sem sveitarstjóri er ekki starfandi í sveitarfélagi skuli starfandi oddvitar eiga rétt á launum úr sveitarsjóði vegna starfa sinna sem svarar 6% af rekstrartekjúm sveitarsjóðs og fyrirtækja hans. Oddvitalaun eru nú 4%. Erfitt hefur reynst að fá menn til oddvitastarfa að sögn flutningsmanna. Eftirfarandi dæmi úr fimm hreppum sýnir hverjar breytingar verða á launum oddvita, ef frumvarpið verður að lögum: Skipan sóknarnefnda og héraðsnefnda: Ingiber J. Hannesson (S) flyt- ur frumvarp til laga um skipun sóknarnefnda. Frumvarpið er u- þings 1972. Frumvarpið kveður nánar á um lögmæti sóknar- nefndarfunda, miðað við mæt- ingu nefndarmanna, fjölda sóknarnefndarmanna og kosn- ingu og kjörtíma sóknarnefnda, sem styttist úr 6 í 4 ár, „til sam- ræmis við ríkjandi venjur i þióð- félaginu.“ Rannsókn á virkjun Skaft- ár og Hverfisfljóts Jón Helgason (F) flytur tillögu til þingsályktunar, þess efnis, að rikisstjórnin kanni sem fyrst ínöguleika á virkjun á vatnasvæði Skaftár og Hverfisfljóts. Árslaun 1975 Skv. nú- Skv. reglu gildandi frv. miðað Hækkun reglum: við 1975: % 1. Hreppur með 525 íbúa .... 1.200 þús. 1.800 þús. 50% 2. Hreppur með 412 íbúa .... 520 þús. 820 þús. 57% 3. Hreppur með 356 ibúa .... 640 þús. 970 þús. 51% 4. Hreppur með 256 íbúa .... 420 þús. 640 þús. 50% 5. Hreppur með 189 íbúa .... 455 þús. 690 þús. 49% Alyrði þingmanna EFRI DEILD Þrjú stjórnarfrumvörp voru af- greidd við fyrstu umræðu í efri deild Alþingis i gær. • Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðkerra mælti fyrir frumvarpi um sálfræðinga. % Sjávarútvegsráðherra, Matt- hías Bjarnason, mælti fyrir frum- varpi um vátryggingargjöld fiski- skipa. 0 ólafur Jóhannesson dóms- málaráðherra mælti fyrir frum- varpi um aðild Islands að samn- ingi um aðstoðarsjóð Efnahags- og framfarastofnunarinnar. Hér á þingsiðunni hefur þegar verið gerð grein fyrir þessum stjórnarfrumvörpum. NEÐRI DEILI). Miklar umræður urðu enn í neðri deild um frumvarp um Ál- bræðslu í Straumsvík (viðbótar- samningi um stækkun, hækkun raforkuverðs og framleiðslu- gjalds, niðurfellingu ákvæða um skattinneign og mengunarvarnir eða þurrhreinsun). Ingólfur Jóns- son (S) lauk við ræðu, sem hann hóf að flytja i fyrradag, en aðrir sem til máls tóku voru Lúðvik Jósepsson, Páll Pétursson, Ingvar Gislason og Vilborg Harðardóttir. Ingólfur og Ingvar mæltu með samþykki viðbótarsamningsins, Páll Pétursson taldi ákvæði raf- orkuverðs i viðbótarsamningi til bóta en hafði þó sitt hvað við samningsuppkastið að athuga en talsmenn Alþýðubandalagsins höfðu öll samningsákvæðin á hornum sér. Umræðu lauk en atkvæða- greiðslu var frestað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.