Morgunblaðið - 19.02.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.02.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1976 27 — Nýja bræðslan Framhald af bls. 2 Sveinn Sveinbjörnsson, stöðvast, er hann kemur í kvöld með full- fermi af loðnu. Skuttogararnir Barði og Bjartur voru farnir á veiðar áður en Sjómannaverkfall- ið skall á. Asgeir. — Ægir skar Framhald af bls. 28 komist að togurunum um kl. 6.30 og kl. 6.35 setti varðskipið klipp- urnar í belginn á trolli Vianova og reif hann mjög mikið. Stuttu siðar kom varðskipið að William Wilberforce og náði til að klippa á aftari togvírinn. Varðskipið komst að fleiri togurum, en þeir voru allir búnir að hífa er að var komið. 29 togarar voru á þessum slóðum I gærmorgun. Þegar Þór nálgaðist togarahóp- inn tók freigátan Lowestoft á móti varðskipinu. Fyrst í stað urðu smásviptingar með skipunum, en sfðan hættu þær og létu skipin reka, um 200 metra hvort frá öðru. Klukkan 11.36 setti Þór á hæga ferð áfram, en þá ætlaði varð- skipið að sigla í átt að togurunum, ásamt hinum varðskipunum tveimur í sameiginlegri aðgerð. Skipti það engum togum, Lowestoft setti á fulla ferð fram fyrir varðskipið, frá bakborða yfir í stjórnborða. Vélar varð- skipsins voru þá settar fulla ferð aftur á bak, en árekstri varð ekki forðað. Lenti stefni varðskipsins á stjórnborðshlið freigátunnar á móts við fallbyssuna og dældaðist freigátan nokkuð. Dældir komu á stefnið á Þór og ennfremur á bak- borðshnifil. Týr og Ægir héldu einnig að togarahópnum, en þar tók sín freigátan á móti hvoru varðskipi, þrfr dráttarbátar, birgðaskip og tvö aðstoðarskip. Þrátt fyrir alla þessa vernd hffðu allir togararnir strax er þeir sáu varðskipin nálg- ast og létu reka á eftir. I gær- kvöldi stóðu málin þannig á miðunum úti fyrir Austfjörðum, að togararnir létu reka enn, enda voru varðskipin ekki ýkja langt frá þeim____^ ____ — Allsherjar- verkfalíið Framhald af bls. 28 mjög tengt hinum sameiginlegu sérkröfum Alþýðusambandsins. Bjóst Barði einnig við þvf, að vinnuveitendur myndu nú gefa svör við því, hvort þeir teldu geta komið til umræðu að snúa sér að þessum sameiginlegu sérkröfum og eins öðrum kröfum sérhópa. Einnig náði Morgunblaðið tali af Snorra Jónssyni framkvæmda- stjóra A.S.I. Hann kvað lítið hafa gerzt þennan daginn og þó hefðu átt sér stað umræður um ýmis mál sérhópanna. Ekki hefðu fengist nein raunhæf svör frá vinnuveit- endum um hugmyndir þeirra f kaupgjaldsmálum, en ljóst væri að þeir myndu binda sérkröf- urnar og kaupkröfuna saman. Hann taldi að nóttin myndi að mestu fara í sérhópana, og jafnvel standa eitthvað fram á daginn i dag. ---------------- — Enn unnið... Framhald af bls. 28 menn f byggingarfélaginu Ar- vakri ekki boðað verkfall fyrr en 24. febrúar n.k. og Verzlunarmannafélag Húsa- víkur ekki fyrr en þann 25. febrúar. Af þessum sökum er víða unnið af fullum krafti á Húsavfk, en vinna eins og t.d. í fyrstihúsinu liggur alveg niðri. Ekki kemur til vinnustöðv- unar í Kisiliðjunni við Mývatn, þar sem starfsmenn þar vinna eftir samningi, sem gerður var á s.l. ári. Húsvíkingar eru þegar farnir að fá rauðmaga f soðið og hafa menn fengið nóg til matar innanbæjar, en ekki er þess að vænta að aðalgangan komi á miðin fyrr en eftir tvær til fjór- ar vikur. ALLAR ÞRÆR FULLAR A Vopnafirði skellur verkfall á á miðnætti 20. þ.m. Hjá fiski- mjölsverksmiðjunni eru allar þrær fullar og hefur þvf ekki verið tekið á móti loðnu í nokkurn tíma af þeim sökum. Verksmiðjan hefur fengið undanþágu til vinnslu nokkurs magns eftir að verkfallið hefst. Fyrir skömmu kom skip til Vopnafjarðar með vistir þannig að matvælaskortur mun ekki gera vart við sig fyrst um sinn. Þó munu þessar birgðir ekki endast lengi eftir að verkfall skellur á.________________ ENN TEKIÐ A MÓTI LOÐNU Miðvikudaginn 25. hefst verkfall á Fáskrúðsfirðl. I gær var verið að landa þar úr tveim- ur loðnubátum, bæði til fryst- ingar og í bræðslu. Ekki hefur "enn verið fjallað um undan- þágu til að ljúka vinnslu þeirrar loðnu sem hugsánlega verður í geymsluþróm verk- smiðjunnar, enda er enn tæp- lega vika til stefnu. Ekki hefur heyrst hvort verk- smiðjan muni hætta að taka á móti loðnu næstu daga. Togari þeirra Fáskrúðsfirðinga, Ljósa- feli, kemur inn um næstu helgi svo unnt verði að vinna aflann fyrir verkfall. Togarinn mun sennilega halda á veiðar aftur þegar búið verður að landa. ÞRÆR TÓMAR A Raufarhöfn er boðað verk- fall á miðnætti 24. Fiskimjöls- verksmiðjan á Raufarhöfn lauk vinnslu á þriðjudag en þá höfðu borist á land um 14.000 tonn. Engin loðna hefur borist til Raufarhafnar um nokkurn tíma þar sem verksmiðjurnar sunnanlands hafa annað þvi magni sem veiðst hefur. Það magn hefur verið óvanalega lítið þar sem mjög fáir loðnu- bátar eru nú á sjó. Á loðnu- vertfðinni f fyrra bárust nokkur þúsund tonn af loðnu til Raufarhafnar sem veiðst hafði við Ingólfshöfða þar sem loðnan er nú. Verkfallið mun fyrst hafa áhrif á matvælaflutn- ing til Raufarhafnar en þar er ekki mikið af matvælum til. Von er á báti frá Húsavík í dag með mjólk. VERKFALL1KVÖLD Verkfall skellur á á Reyðar- firði á miðnætti f kvöld. Verk- smiðjan er nú að vinna upp það magn loðnu sem er f geymslu- þróm. Undanþága hefur fengist til að ljúka vinnslu þess magns sem eftir verður er verkfallið byrjar en verksmiðjan hefur ekki tekið á möti loðnu f nokkra daga samkvæmt tilmælum verkalýðsfélagsins. Fiskvinnslustöðin og hrað- frystihúsið munu stöðvast á miðnætti. Kaupfélagið á Reyðarfirði mun sennilega verða opið. Til Reyðarfjarðar hefur hvorki komið póstur né blöð frá því að verkfallið hófst SKIPAÐ tJT MJÖLI A Seyðisfirði er unnið af kappi í loðnuverksmiðjunum, en þær eru þó hættar að taka á móti loðnu. Er gert ráð fyrir að þær hafi lokið bræðslu a.m.k. að mestu þegar verkfall skellur á þann 22. febrúar. -Sjómannadeilan Framhald af bls. 28 lægi á borðinu. Jón Sigurðsson, formaður Sjómannasambandsins, sagði einnig að mikil vinna væri enn eftir þótt einstakar tölur hvað snerti hliítaskiptin væru frá en málin þokuðust hægt í áUina. Blaðamanni Morgunblaðsins var sagt sem dæmi um það hversu umfangsmikið hlutaskiptaatriðið eitt væri, að þar væri um að ræða 84 tölur varðandi aflaprósentuna sem þyrfti að taka til meðferðar, þar eð hún væri mismunandi eftir veiðarfærum fyrir hverja stærð báta. Um sex leytið í gær var nióurstaða fengin um liðlega 30 atriði, en samningamenn tóku Morgunblaðinu vara fyrir því að það segði neitt um ganginn i samningsgerðinni almennt. — Ferðum SVR Framhald af bls. 2 11 og 12 fram til kl. 19, en þá yrði öllum akstri hætt. — Miðað við venjulegan akstur á virkum degi þarf S.V.R. 25 manns til viðhalds á 41 vagni, sem þá er í notkun. 1 sambandi við þá ferðatíðni, sem var i fyrradag og f gær vil ég geta þess, að þá notuðum við 21 vagn og til að halda þeim gang- andi þurfum við 18 manns und- ir venjulegum kringum- stæðum, en við höfum nú að- eins undanþágu fyrir 5 manns, sagði Eiríkur. Hann sagði, að S.V.R. hefði farið fram á undanþágu fyrir 15 manns, sem væri algjört lág- mark til að halda starfsemi strætisvagnanna áfram. Á okkur hvílir sú ábyrgð, að við verðum að sjá öllu fólki fyrir fari til vinnu um leið og vinna hefst á ný. Vagnkostur- inn má ekki vera verri en þegar verkfall hófst, en þá var hann í algjöru lágmarki vegna hins slæma tíðarfars í vetur. Guðmundur Hilmarsson hjá Félagi bifvélavirkja tjáði Mbl. í gærkvöldi að ákveðið hefði verið að veita undanþágu fyrir einn mann til viðbótar til við- halds á vögnum S.V.R. þannig að þeir yrðu nú 6. Karl Árnason hjá Strætis- vögnum Kópavogs sagði, að ákveðið hefði verið að fækka ferðum S.V.K. I dag yrði ekið á 12 mínútna fresti fram til kl. 10 en eftir það á 20 mínútna fresti. Strandaglópar erlendis Fjölmargir Islendingar eru nú strandaglópar eriendis. Mun talsverður fjöldi fólks búa á Hótel Aerogold í Luxemborg, einnig er margt fólk i London, Kaupmannahöfn og New York. Margt af þessu fólki stendur orðið illa að vígi fjárhagslega en sendiráð og ræðismenn hafa víða hlaupið undir bagga. — Klúbburinn Framhald af bls. 2 króna, þar af var ein upp á 1,6 milljón krónur, stfluð á Afengis- og tóbaksverzlun ríkisins. Rann- sókn þessa tékkamáls var nýhafin en það lá ljóst fyrir að ávfsanirn- ar yoru ekki útfylltar af veitinga- manninum, heldur starfsfólki hússins. I framhaldi af þessu hafði Morgunblaðið samband við Jón Kjartansson, forstjóra ÁTVR, og spurði hann hvernig á því stæði að fyrirtæki hans tæki við stór- ávísunum frá veitingahúsum um leið og það neitaði að taka við ávísunum frá almennum við- skiptavinum. Svaraði Jón þvi til, að þess væri krafizt í viðskiptum við veitingahús og tóbaksbúðir að fyrirtækin settu tryggingar fyrir viðskiptunum annað hvort banka- tryggingar eða veð í fasteignum. Ætti ÁTVR veð í Klúbbnum fyrir umræddri skuld. — Aðildarríki Framhald af bls. 1 hring áður en umræður hefjast í brezka þinginu um fiskveiðimál, en brezkir sjómenn segja að út- gerð í Bretlandi muni hrynja saman innan nokkurra mánaða verði ekkert gert til að vernda hagsmuni brezkra sjómanna og hafa þeir krafist þess að brezka stjórnin tryggi Bretum 100 milna fiskveiðilögsögu. Slit Framhald af bls. 1 enda ekki opinberlega búið að tilkynna um slitin. Morgunblaðið aflaði sér f gær upplýsinga um það hvað gerist ef stjórnmálasambandi er slitið við Breta. Þess verður fyrst óskað að Bretar loki sendiráði sinu hér á landi og að brezki sendiherr- ann hverfi af landi brott. Fær hann til þess ákveðinn frest samkvæmt alþjóðareglum. Sendiráði Islands i Loncion verður lokað en Sigurður -Bjarnason sendiherra þar er nú staddur hér á landi. Um fram- kvæmd stjörnmálaslitanna að öðru leyti fer eftir tvihliða samn- ingum, sem gerðir verða milli Is- lendinga og Breta. Þó er ráðgert að islenzka sendiráðið í 'London verði hluti af þvi norska og brezka sendiráði hér i Reykjavík hluti af því franska. Verður aðeins skipt um skilti á sendi- ráðunum. I stað skiltisins „Is- lenzka sendiráðið" kemur skiltið „Norska sendiráðið, Islandsdeild" og það sama verður uppi á ten- ingnum með brezka sendiráðið hér. Starfsmenn sendiráðanna verða eftir slitin starfsmenn fyrr- nefndra deilda í norska og franska sendiráðinu. Munu deild- irnar eins og sendiráðin áður vinna að málefnum sem snerta viðkomandi lönd og þegna þess og sjá um upplýsingaöflun og miðl- un. Samgöngur verða væntanlegí óbreyttar, engin breyting á við- skiptatengslum og hagur náms- manna verður sá sami. — Lífeyrir hækkar Framhald af bls. 3 „Þessi lífeyrismál hafa verið einn af dekkri blettunum í þjóðfélaginu, en nú hefur feng- izt veruleg bót á. Lífeyris- sjóðirnir munu taka þetta sam- eiginlega á sig ásamt ríkisvald- inu, en endanleg afgreiðsla þessa máls er í höndum ríkis- stjórnarinnar. Guðmundur kvaðst vilja full- yrða að niðurstaða sú, sem fékkst i fyrrinótt, væri með stærri skrefum til launajöfn- unar sem hérlendis hefðu veriö tekin á undanförnum árum og komið væri til móts við það'fólk sem verst væri sett. Hann var spurður að því hvað nú tæki við í samningsgerðinni. „Eg býst við að aðilar fari nú að ræða tilboð sáttanefndar eða kaupgjaldsmálin sjálf, ellegar taki til við hinar sameiginlegu sérkröfur. Þar verður ekki komist hjá ýmsum leiðrétting- um vegna misræmis sem orðið hefur milli samninga einstakra aðila. Þó að árfðandi sé að vinda sér í aðalkröfuna um kaupið, þá eru ýmsar kröfur t.d. hjá Verkamannasamband- inu, atriði sem nauðsynlegt er að leiðrétta og samræma áður en við getum skrifað undir nokkra samninga. En eftir sam- komulagið í nótt er vissulega komin viss hreyfing —. betra sjóveður óneitanlega. — Mikill áfangi Framhald af bls. 3 spurður að þvi hversu stöndug- ir slikir sjóðir væru. „Það er því miður með þá eins og aðra sjóði hér í landi, að þeir hafa rýrnað i verðbólgunni. Yfirleitt eru sjóðirnir ekki öflugir en þó er það æði misjafnt. Sum félög- in eiga nánast enga sjóði, og jafnvel hjá þeim sem bezt eru sett munu sjóðirnir ekki endast langan tíma.“ Að lokum var Björn Jónsson spurður hverju hann vildi spá um framvinduna. „Það er undir báðum aðilum komið hvað þeir vilja hraða þessari samnings- gerð, en jafnvel þótt allt fari á bezta veg mun það alltaf taka einhverja daga að koma þessu saman,“ svaraði hann. — Sjópróf Framhald af bls. 14 gátunnar með 50° til 60° horni á afturhorn þilfarshúss. Stb. bógur freigátunnar lagðist síðan að afturhlið varðskipsins og dróst aftur með siðu þess. Strax eftir áreksturinn var stefnu varðskipsins breytt í 135° en Diomede hélt í hring til bb. og nálgaðist varðskipið aftur undir enn stærra horni á að gizka 70—80°. Baldri var snúið hart til bb. (sjá afstöðumynd 2) til að forð- ast yfirvofandi ásiglingu og sigldi freigátan að þvi er virtist fulla ferð rétt aftan við skut þess. Var varðskipinu þá snúið við til stb. á upphaflega stefnu þess. Þegar freigátan hafði misst af varðskipinu beygði hún með krappri beygju til bb. og gerði aftur ásiglingartilraun undir sama horni og að því er virtist með sama siglingarhraða. Ásiglingartilraun þessari var bægt frá með því að snúa varð- skipinu hart til stb. með allri mögulegri ferð en síðan á 180° stefnu. I öllum tilraununum beindi freigátan sinni skæru ljósvörpu að stjórnpalli varð- skipsins eins og áður er getið, svo að nær ógerlegt var að átta sig á hreyfingum og fjarlægð hennar. — Skömmu siðar gerði Diomede enn eina ásiglingar- tilraun með því að sigla fram með varðskipinu bb. megin og reyna slá stb. horni i síðu þess. Eftir ásiglingartilraunir freigátunnar hélt varðskipið innfyrir 12 milna mörkin út af Langanesi og stöðvaðist þar. Dómforseti í sjóprófunum í gær var Hrafn Bragason borgardómari, en meðdómend- ur skipstjórarnir Guðmundur Hjaltason og Halldór Sigþórsson. Ásamt Höskuldi Skarphéðinssyni skipherra gáfu skýrslu 4 aðrir yfirmenn varðskipsins. Viðstaddir sjóprófin voru frá Landhelgis- gæzlunni Jón Magnússon lög- maður og Gunnar H. Ölafsson skipherra. — Ford Framhaid af bls. 13 Ford forseti er trúaður á að Bush takist með seiglu að endurnýja trú manna á nauðsyn starfs CIA og hefur Bush meðal annars sett fram nokkrar hugmyndir um hvernig að skuli staðið. Hann hefur meðal annars lýst því yfir að CIA muni ekki framar leita eftir aðstoð frá bandarískum fjöl- miðlasamtökum og ekki verði óskað eftir starfsmönnum úr prestastétt. Stjórn Fords hefur gagnrýnt harðlega að upplýsingar „láku“ úr leyniskýrslu fulltrúa- deildarinnar og kann það að hafa leitt til dauða Welch, sem var skotinn af grfmuklæddum mönnum fyrir nokkru. En ’ skömmu áður hafð nafn hans verið birt í blaðinu Athens News, sem er gefið út á ensku I Grikk- landi, og var þar látið að þvf liggja, að hann væri CIA- starfsmaður. Ári fyrr hafði og verið íað að hinu sama. — Ófagrar Framhald af bls. 13 þeim. Hún sagði að bindi frá augum hefði ekki verið tekið fyrr en 1. apríl eða um það bil tveimur mánuðum eftir að henni var rænt og hún var þá látin laus úr skápvistinni og sagt að bankaránið stæði fyrir dyrum. Þegar Baily spurði hana hvers vegna hún teldi að Defreeze hefði viljað að hún tæki þátt í bankaráninu sagði hún: „Hann vildi að ég yrði eftirlýst af FBI.“ Mikill tími réttarhaldanna i gær fór í að hlusta á segul- bandsupptökur frá Patriciu og öðrum í samtökunum. Þar lýsti hún Randolph Hearst föður sínum sem „svíni“ og „lygara“ og kvaðst ætla að taka sér nafnið Tania og hefja af þrótti að starfa með samtökunum. Foreldrar Patriciu sátu i fremstu röð á meðan segul- bandsupptökurnar voru fluttar og frú Hearst grét er hún hlýddi á þær. — Herlög Framhald af bls. 13 Barcelona til að mótmæla fram- komu lögreglunnar og var á ný gerður aðsúgur að ráðhúsinu, enda þótt lyktir yrðu að verkfalls- menn héldu þaðan með friði i siðara skiptið. Verkfallsmenn’ hafa krafist þess að borgarstjórinn í Barcelona segi af sér og gerðu aðsúg að honum þegar hann kom til ráðhússins i morgun. Síðdegis i dag var kyrrt víðast hvar í landinu, en mikill viðbúnaður er af hálfu lögreglu, ef til tíðinda skyldi draga siðar í kvöld. lr:i> siiV' lástc,I 1)4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.