Morgunblaðið - 19.02.1976, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRUAR 1976
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10 100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22 4 80
Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 40,00 kr. eintakið.
Sögulegt
samkomulag
Hver svo. sem niður-
staða þeirrar vinnudeilu,
sem nú stendur yfir verður, að
því er varðar hækkun á kaup-
gjaldi, þá er nú þegar Ijóst, að
þessir kjarasamningar verða
sögulegir og marka tímamót að
einu leyti í fyrrinótt náðist
samkomulag milli aðila kjara-
deilunnar um lausn á lífeyris-
sjóðamálinu svonefnda, sem
felur í sér það meginákvæði, að
unnt verður að taka upp
greiðslu á verðtryggðum lífeyri
til eftirlaunaþega Að vísu
hefur samkomulag ekki náðst
um endanleg^ framtíðarskipan
þessara mála, en hins vegar
hefur verið gert bráðabirgða-
samkomulag, sem gerir kleift
að taka slíkar verðtryggðar líf-
eyrisgreiðslur upp þar til
endanleg skipan hefur verið
ákveðin. Þessi þáttur yfirstand-
andi kjarasamninga er tví-
mælalaust einn hinn merkasti,
sem fram hefur komið í kjara-
samningum um langt árabil og
kannski í tvo áratugi Með
þessu bráðabirgðasamkomu-
lagi er rutt úr vegi því óþolandi
misræmi, sem verið hefur milli
opinberra starfsmanna annars
vegar og almennra launþega
hins vegar og hefur gert það að
verkum, að eldra fólk, sem
unníð hefur í þágu opinberra
aðila hefur búið við allt önnur
og betri kjör en jafnaldrar
þeirra, sem starfað hafa í þágu
einkaaðila.
Það er illt til þess að vita, að
fólk hafi þurft að kvíða ellinni,
því tímabili ævinnar, þegar það
með réttu, eftir langa starfs-
ævi, hefur átt að getað lifað við
sæmileg kjör og án þess að
hafa óþarfa áhyggjur af lifsaf-
komu sinni síðustu ár ævinnar.
En þannig hefur þetta verið í
raun fram að þessu og alveg
sérstaklega nú hin síðustu ár,
þegar hin æðisgengna verð-
bólga hefur gert eldra fólk í
rauninni nánast ókleift að varð-
veita og tryggja þá fjármuni,
sem það kann að hafa safnað á
fyrri hluta sinnar starfsævi til
þess að búa í haginn fyrir elliár-
in. Þetta eldra fólk hefur ekki
haft jafn stérk hagsmunasam-
tök til þess að berjast fyrir
sinum hagsmunamálum eins
og ýmsir aðrir, einfaldlega
vegna þess, að verðtryggður
lífeyrir fyrir aldraða hefur ekki
verið settur á oddinn í kjarabar-
áttu þeirra launþegafélaga,
sem það hefur verið aðili að
fyrr en nú. Segja má með
nokkrum sanni, að hingað til
hafi hinar eldri kynslóðir verið
að greiða hluta af launum sín-
um í lífeyrissjóði, ekki tii þess
að tryggja sjálfum sér lífeyri á
elliárunum, heldur til þess að
gera börnum sínum kleift að
koma sér upp eigin húsnæði
vegna þess, að það hefur í raun
orðið meginverkefni lifeyris-
sjóða á undanförnum árum að
veita lán til félagsmanna laun-
þegasamtakanna til húsbygg-
inga. Hér hefur hlutverkum
verið skipt með óeðlilegum
hætti, en með því samkomu-
lagi, sem nú hefur verið gert
um verðtryggðan lifeyri hefur
þessum málum verið komið í
réttlátan og eðlilegan farveg.
Þess vegna er það sam-
komulag, sem gert var í fyrri-
nótt tvimælalaust með hinum
merkustu viðburðum í viðleitni
okkar til þess að tryggja öllum
landsmönnum viðunandi lífs-
skilyrði, en ekki verður horft
fram hjá því, að eftirlaunafólk
hefur borið þar mjög skarðan
hlut frá borði fram að þessu.
Nú þegar bráðabirgðasam-
komulag hefur tekizt i þessu
efni, verður að leggja alla
áherzlu á að hraða undirbún-
ingi að framtíðarskipan með
það i huga, að samkomulag
hafi tekizt um hana, þegar
tímabil þessa bráðabirgðafyrir-
komulags rennur út og um leið
og sérstök ástæða er til að
fagna þessum sögulega áfanga
í yfirstandandi kjaradeilu
verður enn að leggja áherzlu á,
að önnur ágreiningsefni verði
leidd til lykta nú á allra næstu
dögum.
í þvi sambandi verður að
leggja megin áherzlu á að leysa
sjómannadeiluna, enda virðist
það vera almenn skoðun þeirra
sem að þessum kjarasamn-
ingum vinna að lausn
sjómannadeilunnar sé forsenda'
fyrir lausn hinnar almennu
deilu. Síðastliðið haust komu
fram mjög eindregnar kr.öfur
frá sjómönnum um afnám hins
svo nefnda sjóðakerfis. Nú
hefur verið komið til móts við
þessar kröfur og sjóðakerfið
verið skorið niður við trog, ef
svo má segja. Þar með hefur
verið komið til móts við
almennar kröfur bæði
sjómanna og útgerðarmanna í
þessum efnum og ætti þeim
því ekki að vera neitt að
vanbúnaði að ganga frá kjara-
samningum á grundvelli þess,
því að loðnan bíður ekki eftir
því að samningamenn út-
gerðarmanna og sjómanna
leiði sín mál til lykta. Hún
hverfur fyrr en varir og ef við
eigum ekki að missa með öllu
af þessari loðnuvertið með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum
fyrir þjóðarbúið í heild sinni, er
nauðsynlegt að Ijúka þessari
deilu svo að fiskiskipaflotinn
geti lagt úr höfn og þá er þess
að vænta að almennu deilunni
Ijúki einnig.
Sjópróf vegna ásiglingar Diomede á Baldur:
Ljósvarpa freigátunnar
blindaði alla 1 brúnni
SJÓPRÓF vegna ásiglingar freigátunnar Diomede F-16 á varðskipið Baldur þann
12. febrúar s.l. fóru fram hjá verzlunardómi Reykjavíkur í morgun. Þar lagði
skipherra Baldurs Höskuldur Skarphéðinsson fram skýrslu sfna og ennfremur
meðfyægjandi afstöðumyndir, sem sýba glögglega aðför freigátunnar að varðskip-
mu.
Það var um kl. 21.00 þann 12.
feb. sem skipverjar á Baldri
tóku eftir skipi á ratsjá varö-
skipsins, sem nálgaöist hratt úr
348°. Á sömu stundu heyrðist
F-16 kalla í dráttarbátinn
Statesman og bað hann koma til
aðstoðar og litlu seinna birgða-
skipið A-122. Sagði stjórnandi
freigátunnar, að hann ætlaði
sér að þröngva varðskipinu
vestur á bóginn.
Kl. 21.27 var Diomede búin
að draga varðskipið uppi og
silgdi fram með því bakborðs-
megin (sjá afstöðumynd 1) og
reyndi að slá skutnum í bb. hlið
varðskipsins, en varðskipinu
tókst að forðast það með þvi að
beygja hart til stb., en siðan til
bb. á upphaflega stefnu. Frei-
gátan hélt áfram í heilan hring,
eins og glögglega kemur fram á
afstöðumyndinni, og kom að
þvi er virtist á fullri ferð í átt
til varðskipsins með 50° til 60°
horni. I sömu mund beindi frei-
gátan ljósvörpu sinni á stjórn-
pall varðskipsins svo gjörsam-
lega ómögulegt var fyrir stjórn-
endur þar að átta sig á hreyf-
ingum og ferð freigátunnar.
Það var svo kl. 21.35 sem frei-
gátan sigldi á varðskipið bak-
vorðsmegin og kom stefni frei-
Framhald á bls. 27