Morgunblaðið - 19.02.1976, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 19.02.1976, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. FEBRUAR 1976 5 Margslunginn árekstur: Bílar, menn og sjónvarpstæki á fleygiferð „ÞETTA er Uklega skraut- legasti árekstur, sem ég hef farið í,“ sagði lögreglumaður nokkur, sem kallaður var á árekstursstað á gatnamðtum Þórsgötu og Baldursgötu laust fvrir klukkan 15 I gærdag. Nánari atvik voru þau, að Morris fólksbifreió ók suður Þórsgötu en Fiatbill austur Þarna hafnaði litsjónvarps- tækið góða. Baldursgötu. Skullu bílarnir harkalega saman á gatnamótun- um. Morrisbíllinn þeyttist nú á kyrrstæðan sendibil og síðan á tvo menn, sem stóðu við bílinn og héldu á milli sín dýrindis litsjónvarpstæki. Annar mann- anna tókst á loft, lenti á fram- rúðu Morrisbilsins, braut hana og hafnaði loks á hnjánum á ökumanninum. Gat ökumaður- inn ekki hreyft sig fyrst i stað og leið því smátími áður en hann gat bremsað og hafði bíll- inn þá runnið nokkurn spöl. Af hinum manninum er það að segja, að hann klemmdist og fingurbrotnaði. Þá er að segja frá sjónvarpstækinu. Það tókst á loft, lenti á þaki kyrrstæðrar bifreiðar og fór síðan á þak næstu bifreiðar fyrir aftan. Eru harla litlar líkur á þvi að nokkrir litir sjáist i því framar. Loks er að segja frá Fiatbíln- um, en hann lenti einnig á hin- um kyrrstæða sendiferðabíl en olli ekki tjóni að öðru leyti. Eins og vænta mátti varð þarna mikið eignatjón en meiðsli urðu ekki önnur en þau, að maðurinn fingur- brotnaði eins og að framan greindi, og maður sá sem fór inn um framrúðuna, marðist allmikið. Þarna endaði Morrissinn þegar ökumaðurinn náði loks að bremsa, allfjarri árekstursstað. Eins og sjá má er framrúðan brotin, en maðurinn fór þar f gegn. OMK Frá árekstursstað. Fiatinn utan f sendibflnum og sjónvarpið sést á milli fólksbflanna tveggja. Ljósm. Mbl. Frióþjófur. Tíu færanlegar kennslu- stofur smíðaðar í Rvík Ákveðið hefur verið að láta smíða 10 færanlegar kennslustof- ur hjá Reykjavíkurborg. En slfkar færanlegar kennslustofur hafa komið að miklu og góðu gagni sem kennsluhúsnæði til viðbótar, með- an verið er að byggja upp skóla í nýjum hverfum og meðan mest fjölmenni er í skólum. Fræðsluráð lagði til við borgar- ráð að hafin yrði nú þegar smiði á þessum 10 stofum, þ.e. þremur sem tilbúnar yrðu á starfsvelli 1. mai, fimm samtengdum stofum fyrir Fossvogsskóla með afhend- ingartíma 15. júlí og tveim til notkunar við skóla i Breiðholts- hverfum, þar sem henta þykir, með afhendingartima 15. júlí. Er nú i fyrsta skipti hugmyndin að nýta sömu stofur að sumrinu á starfsvelli og til skólahalds að vetrinum og getur orðið til mikils hagræðis. Borgarráð samþykkti þetta og jafnframt að 5 af stofun- um yrðu boðnar út, en 5 smiðað- ar hjá Trésmíðastofu borgarinn- ar. Lokið við smíði 209 íbúða í Kópavogi á Um s.I. áramót var alls unnið að bygginu 763 íbúða og 205 ein- býlishúsa í Kópavogi. Að rúm- máli voru þessar íbúðir 267.398 rúmm. t frétt frá bvggingarfull- trúanum í Kópavogi segir, að f lok síðasta árs hafi verið gefið út 4000 byggingaleyfið í kaupstaðn- um. Á árinu hafi verið afgreiddar 192 (248) byggingarleyfisum- sóknir, þar af samþykkti nefndin 145 (248) mál. Aðeins hálf milljón safnaðist til Guatemala TÆPLEGA 550 þúsund krónur söfnuðust f söfnun sem Kauði kross lslands efndi til vegna jarð- skjálftanna miklu f Guatemala. Þar af söfnuðu börn á Fáskrúðs- firði tæplega 50 þúsund krónum, eins og fram kemur f frétt hér á eftir: Fáskrúðsi'irði 16. febrúar. FYRIR helgina fóru nokkrir krakkar á aldrinum 5—13 ára og söfnuðu munum hjá þorpsbúum I hlutaveltu, sem þau efndu til um helgina. Ágóðinn varð 47.600 krónur og létu börnin peningana renna i söfnun fyrir Guatemala, sem Rauði krossinn hefur staðið að. Vilja börnin koma á framfæri þakklæti til allra sem aðstoðuðu þau við framkvæmdina á þessu. árinu 1975 I fréttinni kemur fram, að á árinu 1975 hafi verið lokið við smiði 209 ibúða og skiptist þær þannig eftir fjölskyldustærð: 2 herb. og eldhús 5 íbúðir, 3 her- bergi og eldhús 75 fbúðir, 4 her- bergi og eldhús 91 íbúð, 5 herb. og eldhús 30 ibúðir, 6 herbergi og eldhús 5 íbúðir og 7 herb. og eldhús 3 ibúðir. Þá segir, að á árinu hafi verið byrjað á byggingum i' nýju iðnaðarhverfi austan Smiðju- vegar i landi þvi, sem Kópavogs- kaupstaður hafi fengið í maka- skiptum við Reykjavik, u.þ.b. 23 ha. Þar sé gert ráð fyrir 57 iðnaðarlóðum og hafi hús verið samþykkt á 55 lóðir, alls 47.244 fm eða 208.354 rúmm. — Þá var á árinu hafin bygging á 90 íbúðum i tveimur húsum í fjölbýlishúsa- hverfi við Engihjalla austast í Digraneslandi. * Týndi veski Á sunnudagsmorgun týndi ung- urmaður svörtu ‘leðurveski með 20 þús. krónum í. I veskinu voru engin skilríki, en það tapaðist á Reynimel. Skilvis finnandi getur komið veskinu til ritstjórnar Morgunblaðsins gegn fundarlaun- um. ---'« 81 Verzlnn okkar að LAU6AVEGI66 er opin í verkfallinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.