Morgunblaðið - 19.02.1976, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1976
Sigurður Hannesson
Armúla — Minning
Sigurður á Armúla er látinn.
Þessi fregn barst okkur hinn
annan dag í nýbyrjuðu ári 1976,
en hann hafði orðið bráðkvaddur
á heimili sínu að kvöldi hins
fyrsta nýársdags.
Mann setti hljóðan. — Eyða er
komin í byggðina, tómleikinn
gagntekur hugann. Er þetta rétt?
Var þetta þá sfðasta handtakið er
við kvöddumst siðast, — síðasti
blærin af hressandi ilmi þeirrar
alúðar sem ávallt ríkti á heimili
þessa manns, var það í sumar, vor
eða haust, sem síðast var í hönd-
ina tekið á þessum eða hinum,
með jafnmiklu fögnuði um að
eiga von á að gera það aftur? —
Nei. en það verður ekki gert
oftar, minningin ein um síðustu
kveðjuna, síðasta handtakið og
um öll þau löngu og margbreyti-
legu kynni verða nú að duga. Hér
er við engan að sakast þetta er
lögmál alls lífs.
Sigurður á Ármúla var fæddur í
Skálavík 27. september 1909, —
en fluttist með foreldrum sinum:
Hannesi Gíslasyni og Guðrúnu
Sigurðardóttur á hálflenduna á
Ármúla þá er héraðslæknirinn
okkar og tónskáldið Sigvaldi
Kaldalóns bjó þar, — en foreldrar
Sigurðar keyptu svo allan Ár-
múlann er þau læknishjón
fluttust þaðan. Þar ólst Sigurður
upp á mannmörgu myndarheimili
með tápmiklum bræðrum sínum
þremur, og einnig voru öll sam-
skipti við Kaldalónsbörn náin og
sterk, — og var sem þetta væri
eitt heimili í uppeldissögu þess-
ara barna, enda traustum bönd-
um ofin öll tryggð þeirra síðan
hvoru til annars.
Það þarf ekki að tíunda — að
öll venjuleg störf lögðust til
handa þessum dreng í uppvexti
sínum sem allra annarra á þess-
um tíma, er hann ólst upp, enda
lærðist þá engum að liggja utan-
garðs þeim áföngum, sem úr
þurfti að leysa til framfærslu hins
daglega lífs. Þá var, að eftir far-
skólaveru hans heima í sveit
sinni, — að hann lagði land undir
Niðurgreiðsla
dagvistar á einkaheimilum
Samkvæmt ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur skal
greiða niður gjald vegna einstæðra foreldra í dagvist-
un á einkaheimilum.
Niðurgreiðsla er mismunur á gjaldi Barnavinafélags-
ins Sumargjafar og því gjaldi sem greitt er fyrir
dagvistun barns, þó aldrei yfir kr. 6.000.— á mánuði
og eru greiðslur bundnar því skilyrði að viðkomandi
dagvistarheimili hafi leyfi Barnaverndarnefndar
Reykjavíkur.
Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Félagsmála-
stofnun Reykjavíkurborgar, Vonarstræti 4 og Aspar-
felli 12.
Ilij Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
'V Vonarstræti 4 sími 25500
Málfundafélagið Óðinn
Skrifstofa félagsins í sjálfstæðishúsinu Bolholti 7 er opin alla virka daga
frá kl. 5—6.
Stjórnin.
Garðbæingar
Sjálfstæðisfélag Garða- og Bessastaðahrepps
heldur framhaldsaðalfund að Garðaholti fimmtu-
daginn 19. febrúar 1976 kl. 20.30.
Dagskrá:
Kosning fulltrúaráðs og kjördæmisráðs.
Stofnun útgáfufélags blaðsins Garða
Ólafur G. Einarsson, alþingismaður ræðir kjör-
dæmaskipunina.
Stjórnin.
Njarðvík
Aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins Njarðvíkings, verður haldinn i fundar-
sal Steypustöðvar Suðurnesja, laugardaginn 21. febrúar kl. 2.00.
Fundarefni:
1. Aðalfundarstörf.
2. Hitaveitan — Ingólfur Aðalsteinsson, bæjarfulltrúi.
Fjölmennið.
Stjórnin.
Stjórnmálafræðsla
Heimdallar S.U.S.
í kvöld kl. 20:30.
Gunnar Thoroddsen ræðir um vinstri stjórnir á
íslandi, verk þéirra og viðskilnað.
Heimdallur.
fót á framhaldsskóla að Hesti í
Borgarfirði, og einnig þar á ofan í
Samvinnuskólann, er hann í þeim
báðum aflaði sér góðs veganestis
til framtiðar sinnar, sem alltaf er
nokkur kjölfesta í lífi og starfi.
Ungur að árum fór Sigurður til
sjávarvinnu bæði á linuveiðara,
togara og hina smærri báta einn-
ig, og stundaði þá atvinnu um ára-
bil, það var þó ekki, að sjómenn
þeirra ára auðguðu svo hag sinn,
að um munaði, heldur mun þá
oftast gott mátt þykja, að svo til
slétt frá borði að gengið væri.
Mundi þó mönnum nú til þykja,
að ekki væri minna á sig lagt en
nú gerist, en öllu fremur, að þá
mætti svo vera, að þrældómurinn
væri sem aðall þeirrar stéttar,
sem úr hafdjúpinu vildu sína lífs-
björg hljóta. Fer ég ekki útí þá
sögu hér, enda ekki öllum trúan-
leg.
En þó að hafaldan rólaði
Sigurði á hinum ýmsu farkostum
um árabil, var þó, að undir ’ló,
sem sterkur strengur i huga hans
bernskutengslin við hina gróandi
moid. Það, að stíga fæti á hina
gróandi jörð í angan vorsins, er
við saman áttum ferð úr veri labb-
andi í sólarblíðu inn Snæfjalla-
ströndina — er við áttum þá
heima sinn hvorum megi við
Kaldalónið, varð okkur oft til
hugaryndis á að minnast, — er við
teyguðum að okkur gróðurilminn
sem langsoltnir værum í þá
ángan, og lögðumst í blómgaða
laut til þess enn þá betur að njóta
þeirrar sælu, sem ilmur jarðar
veitir.
Bóndinn var því í eðlishneigð
hans sem ríkjandi ástríða, og er
ég eitt sinn skrifaði honum, og
sagði, að nú yrði hann að koma
heim og taka við búinu á Armúla,
taldi hann alla tíð mig bezt hafa
gert sér.
Það var árið 1946 að hann hóf
búskap sinn á Ármúla, en nokkr-
um árum áður kvæntist hann
eftirlifandi konu sinni Rósu Jó-
hannsdóttur. Hann þurfti ekki til
annarra landsfjórðunga að halda
sér til kvonfangs, og mun heldur
ekki hafa sótt vatnið yfir lækinn á
þeirri leið er brúður hans bjó, en
Rósa er dóttir Jóhanns Ásgeirs-
sonar og konu hans Jónu Jóns-
dóttir á Skjaldfönn, sem er næsti
bær við Ármúla frammí Skjald-
f annadalnum. Og það má ég segja,
af gjörkunnugheitum við þau
hjón, að þá hefir hamingjusól
Sigurðar skinið hæst á vegferð
hans, — er sá ráðahagur var
gerður, — svo einstök kona að
allri gerð honum og heimili þeirra
til handa, að þar er ég ekki maður
um að ræða sem vert væri. Er það
raunar á vitorði þeirra, er til
þekkja, að Skjaldfannabörn eru
einstakt gæða- og dugnaðarfólk
sem svo sannarlega ultu ekki
langt frá þeirri eik, sem þau eru
upprunnin frá.
Þeim hjónum varð ekki barna
auðið, en sátu samt ekki auðum
höndum að hlúa að þeirri æsku,
er fyrir þeim lá að ala upp, — en
fjögur börn tóku þau í fóstur, þar
af eitt kjörbarn, og er mér óhætt
að segja, — að þar var ekki mun-
ur á gerður, — sem og þau af
sjálfum sér að alið hefðu, því svo
var kærleikur þeirra og umönnun
öll til þessara barna sinna, að ekki
gat það betra verið. Og það er þá
einnig, að sterk er sú taug fóstur-
barnanna til þeirra hjóna, að ekki
bifast í vindum lffsins.
En það eru fleiri börn en fóstur-
börnin, sem eiga til góðra
minninga að minnast frá þessu
Blaðburðarfólk
óskast
AUSTURBÆR: óði
nsgata.
VESTURBÆR: Nesvegur 40—82
UPPL. I SIMA 35408
Akurevri
Stór
húseign í
miðbænum
Gránufélagsgata 4 — er til sölu. — H ÚSÍð er 3 1 7 5
rúmmetrar að stærð, grunnflötur 270 fermetr-
ar. Húsið er byggt á súlum og er því auðvelt að
hagræða innréttingum. Byggingin er tvær hæð-
ir með miklu risi, þar sem um 250 fermetrar
eru með venjulegri lofthæð.
Byggingaréttur 3. hæðar er fyrir hendi.
Mjög góð verzlunarhæð er í húsinu.
Til greina kemur að selja húsið í einingum.
Málflutningaskrifstofa Gunnars Sólnes hdl. og Jóns
Kr. Sólnes lögfræðingur.
Strandgötu 1 — Akureyri.
heimili. Þar var alltaf fullt af
börnum og unglíngum öll vor og
sumur, auk þess, sem hjá þeim
hjónum var að jafnaði slíkur ur-
mull af gestafólki og gangandi, að
líkara var stundum sem á hóteli
þar innan veggja. Það var því
aldeilis undur hvað húsmóðurin
hafði af þreki til að bera, að alla
daga og frammá nætur langt,
sleitulaust vikum og mánuðum
saman að veita gestum sínum
beina, — næturhvíld og annað
umstang.
Hafa langstrendingar alltaf þjóð-
legir verið og gestrisnir með
afbrigðum, mun þó á engan
hallað, þótt sagt verði, að þeim
Armúlahjónum hafi verið sá
eiginleiki ríkt í blóð borinn að
sýna þeim gestum og gangandi,
sem að garði þeirra bar, en þeir
voru margir, einstaka hlýju og
frábæra gestrisni, þar sem
foreldrar þeirra hjóna beggja
voru einstakt alúðarfólk.
Það var því margur maðurinn,
sem átti góðar og hugljúfar
minningar frá komu sinni og veru
á þessu einstaklega hlýlega
heimili, og margur hefði þar í
hlaðið rennt til þess að fylgja hús-
bóndanum siðasta spölinn í
kirkjugarðinn á Melgraseyri, en
þar var Sigurður jarðsettur þann
9. jan. s.l., ef ekki hefði svo hist á
að vetur konungur andaði þá svo
köldum vindum úr norðurgeymn-
um yfir land og lög, sem hamlaði
langferðum þess fjölda kunningja
og vina, sem svo sannarlega
sendu hlýhug og þakkir að þess-
um bæ þennan útfarardag hús-
bóndans, með öllum þeim björtu
minningum, sem þaðan þeir áttu
svo ríkar í huga einmitt á þessari
kveðjustund.
Sigurður var athafnasamur í
sinum búskap. Hann ræktaði tún
og byggði bæ, og fyrir skepnur
sínar einnig vistarverur góðar.
Hann bjó fyrstu árin í sambýli við
bróður sinn Kristján, en sem þeir
skiptu svo með sér jörð og búi, að
kom þá í hlut Sigurðar að stofna
til nýbýlis á hálendunni Ármúla,
og byggja þar upp frá grunni nýtí
íbúðarhús, fjós og hlöðu, og á sl.
ári einnig ný fjárhús, en sem hon-
um ekki notaðist til þeirra at-
hafna sem ætlað var, þar sem
heilsa hans lagði svo hugann að
velli, að á s.l. hausti varð hann að
farga að mestu fjárstofni sínum,
— þar þau hjón stóðu aðeins tvö
ein eftir roskin að árum, og hann
heilsuveill hin síðustu ár sem og
ágerðist frekar en hitt.
En undir Múlanum á Ármúla er
friðsæld og fegurð, — sjónvídd
breið til allra átta útyfir Djúp og
fjöllin í vestri, en í austri töfrandi
tilbrigði Kaldalónsins sem í
hugann meitlast ef gjörla eru
skoðaðar þær ríkjandi andstæður
þróttmikils lífs og auðnar. Hér
undi Sigurður hag sínum svo, að á
engu öðru vildi hann skipta. —
Hann bar alla tlð ríkan hug og
umönnun fyrir sveit sinni og
byggðum Djúpsins, — vildi veg
þess sem vænstan og hingað
mættu þau öfl ráðast, sem gagna
mætti til aukinnar byggöar og
betra lífs.
Þegar við nú að leiðarlokum
kveðjum þennan gamla vin, sem
frá bernskudögum höfum átt
margar samhuga gleði og ánægju-
stundir, bæði á bæ hans og margri
samfylgd á langri leið, þá verða
þakkirnar efst í huga, og þökkum
allar hlýjar viðtökur, og vinalegar
þenkingar um svo mörg sameigin-
leg vandamál líðandi stunda, og
að endingu vottum við konu hans
og börnum einlæga samúð, og
þökkum þeim alla ljúfa kynningu
frá fyrstu.
Jens í Kaldalóni