Morgunblaðið - 19.02.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.02.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRUAR 1976 7 Auknar heildartekjur af álverinu Ingólfur Jónsson 1. þingmaður Sunnlendinga. var meðat þátttakenda I umræðum á Alþingi nýverið um viðbótar samning við Swiss Aluminium. i ræðu hans kom m.a. ótvfrætt fram, að með breytingum á ál- samningnum væri stefnt að auknum og öruggari heildartekjum islendinga af álverinu. Samningurinn muni m.a. leiða til veru- lega hærra raforkuverðs til álversins og aukins framleiðslugjalds, en drýgstur hluti þess rennur til Byggðasjóðs, er fjár- magnar landsbyggðar- framkvæmdir. Um orkusöluna sagði Ingólfur: „Orkusalan eykst um 20 MW, þar af 12 MW afgangsorka. Aðalbreytingar frá gild- andi samningum eru þessar: Nýtt orkuverð tekur gildi frá 1. október 1975, en þá átti raf- magnsverð til álversins að lækka úr 3 millj. í 2.5 millj. Nýja orkuverðið verður tengt álverði og hækkar eftir settum regl- um frá 1. jan. 1978 miðað við verð á áli. Frá 1. október 1975 er nýja verðið þannig samkvæmt rammasamningi: Til árs- loka 1975 3 millj. næstu 6 mánuði 3.5 millj næstu 12 mánuði 4 millj næstu 6 mánuði 4 til 5 millj eftir álverði. Frá 1. janúar 1978 fylgir orkuverðið álverði, en fer þó aldrei niður fyrir 3.5 millj þótt álverð kunni að lækka." Framleiðslugjald ÍSALS, sem hefur verið 12.50 $ á tonn, breytist nú I lágmarksskatt að sögn Ingólfs sem greiða ber mánaðarlega eftir út- skipunum. Lágmarks- skatturinn verður 20 $ á tonn eða sem svarar 1.500.000$ á ári, miðað við afkastagetu verk- smiðjunnar, sem er 75.000 tonn á ári. Þessi skattur greiðist án tillits til afkomu verksmiðjunnar og myndar enga skattinn- eign, eins og gerðist sam- kvæmt hinum eldra samn- ingi. Við hækkun á álverði, umfram 40 sent á enskt pund, fer fram- leiðslugjaldið hækkandi. j umræðum um þetta mál sagði Jóhann Haf- stein, 6. þingmaður Reykvlkinga efnislega: Sé miðað við gengi dollars eins og það var 1969—1970, og þáverandi verð á áli. sem lagt var til grundvallar er Fyrrverandi iðnaðar- ráðherrar: Ingólfur Jónsson mál þetta var upphaflega til ákvörðunar, var reiknað með að skatt- tekjur af verksmiðjunni myndu nema 4000 milljónum króna á 25 ár- um, tekjur af raforku- sölunni 6500 milljónum eða samtals gjaldtekjum um ellefu þúsund milljónir. Það var þrisvar sinnuin meira en stofn- kostnaður Búrfells- virkjunar sem álverið gerði mögulegt að reisa. Gjaldeyristekjur af þessu tvennu áttu að nægja til að endurgreiða á 1 5 árum öll lán vegna virkjunar- innar með 7% vöxtum. Slðan hefur gengi dollars breytzt og verð raforku hækkar með hinum nýja samningi. Þá sýndi Jóhann fram á með Ijósum rökum að raf- orka frá Búrfellsvirkjun til almannanota varð veru- lega lægri on verið hefði án sölu til álversins. Verð á kwst. hefði þurft að vera árið 1970 án álversins 224 aurar en varð 47.4 aurar. Eftir þvi sem virkjunin eða stofn- kostnaður hennar greiddist niður hefði þetta verð að visu lækkað niður i 64,2 aura 1975 án álversins (20.9 aura með þvi) og 45.3 aura 1978 án álvers(20.1 meðþvi). Álverið gegndi þvi veigamiklu hlutverki i raf- orkuþróun landsins, gerði Búrfellsvirkjun mögulega mun fyrr en ella hefði orðið og stuðlaði að lægra raforkuverði almennt. Nýr samningur, sem drög liggja fyrir um, bætir enn stöðu okkar, sniðir af agnúa, sem reynslan hefur leitt i Ijós, hækkar raforkuverð, framleiðslu- gjald og heildartekjur islendinga af álverinu. sem er og veigamikill hlekkur i gjaldeyris- sköpun þjóðarinnar. Svo erfið sem gjaldeyrisstaða okkar er i dag, hefði hún þó orðið allverulega verri, ef álverið væri ekki staðreynd og umfangs- mikill hlekkur I verð- mæta- og gjaldeyris- sköpun i landinu. 27150 > r-i ' N i 27750 FA8TEIONAHÚ8IÐ BANKASTRÆTI 11 II HÆÐ Efri sérhæð ásamt bílskúr Vorum að fá í einkasölu í tvibýlishúsi við Digranesveg mjög fallega 5 herb. efri hæð. íbúðin skiptist þannig: 2 samliggj- andi stofur, um 40 ferm., húsbóndaherbergi, tvö svefnher- bergi. Eldhús m. harðviðarinnréttingu, bað flísalagt. Sér þvottahús á hæðinni og geymsla. Rúmgóður innbyggður bílskúr fylgir. Sér hitaveita. Sér inngangur. Ræktuð lóð. Mjög viðsýnt útsýni. Höfum fjársterkan kaupanda að húseign við Miðborgina. Umboðsmenn Óskum eftir umboðsmönnum og söluaðilum um land allt fyrir BARUM hjólbarða. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 42606. TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ISLANDIH/E AUDBREKKU 44-46 SÍMI 42606 TILBOÐ Teg. 1, — teg. 2: brúnt leður og með hrágúmmísólum Stærðir: Nr. 36 — 37 — 38. Verð áður: Kr. 2.685.- Núkr. 1.595.— Teg. 3. Trétöfflur: í brúnu leðri. Stærðir Nr.: 35—42 Verð: Áður Kr. 2.985.- Nú kr. 1595.— Póstsendum Skóverzlun Þórðar Péturssonar, Kirkjustræti 8 v/ Austurvöll sími 14181 Fjármálastjórn fyrirtækja Hver er fjárhagsleg aðstaða fyrirtækisins. Stjórnunarfélagið gengst fyrir námskeiði i fjármálum I 23. febrúar til 1. marz n.k. að Skipholti 37. Námskeiðið stendur yfir frá kl. 1 5.00 til kl. 19.00 mánud. 23. febrúar, þriðjudaginn 24. febrúar, miðvikud. 25. febrúar föstud. 27. febrúar og mánud. 1. marz. Markmið þessa námskeiðs er að veita þjálfun i að meta afkomu og fjárhagslega stöðu fyrirtækis og að auki að kynna gerð fjárhagsáætlana (budgeting), þ.e.a.s. áætlana um rekstrarafkomu, um sjóðshreyfingar og um þróun efnahags fyrirtækja. Athyglinni verður beint fyrst og fremst að ársreikningum (rekstrar- og efnahagsreikningi) fyrirtækja og kannað, hvert gagn megi af þeim hafa og i hverju þeim sé áfátt. Eftir upprifjun i bókhaldstækni verður gerð grein fyrir tækni við rannsóknir á ársreikningum og tækni við samningu yfirlits um fjármagns- streymi. Þá kemur lýsing og gagnrýnið mat á hefðbundnum meginreglum sem fylgt er við samningu ársreikninga og lýst tækni, sem beita má til að leiðrétta það vegna áhrifa verðlagsbreytinga. Nauðsynlegt er fyrir þátttakendur að hafa bókhaldsþekkingu. Nám- skeiðið kemur að góðu haldi öllum, sem fást við fjármál. Leiðbeinandi verður Árni Vilhjálmsson prófessor Þátttaka tilkynnist i síma 82930 Þetta er rétta námskeiðið fyrir þá sem standa i ársuppgjöri. UTSBLU- ENN BETRI KJOR, EN Á VETRAR ÚTSÖLUNNI ALLTNÝJAR OG NÝLEGAR VÖRUR ÓTRÚLEGT VÖRUÚRVAL LÁTIÐ EKKI HAPP ÚR HENDI SLEPPA Teg. 4. Brúnt leður og með hrágúmml- sólum. Stærðir Nr. 36 — 38 39 — 40. Verð: Áður Kr. 4.495.— Núkr. 2.995.— er að Laugavegi 66 Laugavegi 66, sími 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.