Morgunblaðið - 19.02.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.02.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRUAR 1976 11 Hressandi bók um sérkennilegan mann ENSKI rithöfundurinn Evelyn Waugh var ekki aðeins einn frábær- asti höfundur sinnar kynslóöar, heldur einn sá sérstæðasti persónu- leiki hennar: drykkjuhneigður, opinskár svo að jaðraði við dólgs- hátt á stundum, yfirmáta gáfaður en býsna brenglaður, enda fer slikt oft saman. Hann var hataður af mörgum, flestum stóð ógn af honum en fjölskylda hans og nokkrir trúir og dyggir vinir hans unnu honum hugástum og dáðu hann. Einn nánasti vinur hans Christopher Sykes, sem átti vináttu hans í meira en þrjátíu ár, eða til dauða Waughs árið 1966, hefur nú sent frá sér ævisögu Waughs. Þar kennir margra grasa og öll bókin einkennist af þeirri hlýju virðingu sem Sykes bar til Waugh, þótt hann gerði sér ágæta vel grein fyrir hinum stórbrotnu göllum sem á manninum voru. Hér fara á eftir nokkrar stuttar afmarkaðar frásagnir úr bók Sykes. Haustið 1953 sátu nokkrir vinir Waughs á heimili hans við skál. Meðal þeirra var Graham Greene, sem var f miklu uppnámi vegna athafna McCarthys í Bandaríkjunum og ofsókna á hendur mönnum þar. Meðal annars hafði hann komist á snoðir um að Greene hefði um skamma hrið verið félagi i kommúnistasamtökum og þar af leiðandi var Greene neitað um vegabréfsáritun í bandaríska sendiráðinu. Var Greene stórorður í meira lagi og hrakyrti hið bandaríska þjóðfélag með mörgum yfirlýsingum. — En í þessu er þó einn ljós punktur, sagði Greene — ég hef fengið hugmynd að pólitískri skáldsögu. Það verður skemmtilegt að skrifa póii- tiska skáldsögu til tilbreytingar, og ekki alltaf um guð. Evelyn var jafnan á varðbergi við öllu sem gat borið keim af guðlasti, en að þessu sinni tók hann orðum Greene af mestu rósemi en svaraði hárri röddu: — 1 þínum sporum myndi ég ekki láta mér detta í hug að hætta að skrifa um guð. Það væri svona álíka og P.G. Woodehouse skildi Jeeves (ein þekktasta sögupersóna hans) eftir i miðjum Woo- sterbókaflokknum." Arið 1947 var Waugh skorinn upp við gyllinæð. Hann sagði Sykes að mikil þjáning hefði verið aðgerð þessari samfara og það svo mjög að hann gæti ekki með orðum lýst kvölum sínum. Sykes svaraði og sagði að hann byggist við að með þessu hefði hann þó verið leystur frá stöðugum kvölum og mætti hann nú þakka fyrir að vera laus við þær. — Nei sagði Waugh — uppskurðurinn var ekki nauðsynlegur — en hefði getað orðið það síðar. — Ekki nauðsynlegur, sagði Sykes. — Hvers vegna léztu þá gera hann á þér. — Einfaldlega vegna þess að ég er haldinn þeirri áráttu að hafa allt pottþétt og vaðið fyrir neðan mig í hverjum hlut. Árið 1953 hóf nýr þáttur göngu sína í BBC sem hét ,,í hreinskilni sagt“ og voru ýmsir þekktir menn fengnir til að koma til viðræðu i þáttinn. Waugh var beðinn um það og ýmsum til undrunar féllst hann fúslega á að sjónvarpsmenn kæmu og tækju við sig slíkt viðtal. Fór nú lið sjónvarpsmanna til heimilis hans. Evelyn tók ekki sérlega hlýlega á móti þeim og byrjaði á því að tjá þeim að hann legði megin áherzlu á að eftirnafn hans væri rétt fram borið. „Það er nú minnsta málið,“ sagði sjónvarpsmaðurinn glaðlega. „Við vitum nú hvernig á að bera nafnið yðar fram.“ „Er það alveg víst?“ sagði rithöfundurinn. „Eg heyrði ekki betur en einhver ykkar káll- aðimigWuff áðan.“ Sjónvarpsmennirnirskellihlóguogfannstþetta hinn mesti brandari, þangað til það rann upp fyrir þeim að Waugh var rammasta alvara. En viðtalið hófst og ein af fyrstu spurningunum hljóðaði eitthvað á þessa leið: „Þér hafið ekki sérlega mikinn góðhug til „mannsins á götunni" sagði sjónvarpsmaðurinn. „Þessi svo- kallaði maður á götunni er ekki til,“ hreytti Waugh út úr sér. „Hann er goðsögn. Aftur á móti eru til einstaklingar karlmenn og konur, og hvert þeirra hefur sjálfstæða og ódauðlega sál og slíkar verur verða að bregða sér út á götu öðru hverju af eðlileg- um ástæðum." Síðar í viðtalinu var Evelyn Waugh spurður álits á dauða- refsingu og lý.sti hann ein- dregnum stuðningi við hana í ákveðnum tilvikum, svo sem við morði. „En segið mér þá Waugh,“ sagði einn spyrillinn, „ef þér væruð nú skikkaður í að framkvæma hengingu sjálfur. Hvað mynduð þér segja við því?“ „Því myndi ég svara til svo,“ sagði Waugh hinn rólegasti og þó fullur fyrirlitningar á spyrlinum, „að það væri f meira lagi sjúklegt ef ráðuneyti kveddi rithöfund til að framkvæma athöfn sem þarfnast bæði æfingar og ákveðinnar tæknilegrar snilldar." Evelyn Waugh Ein af taikningum Önnu Mariu Guömunds dóttur I bókinni um Skánarkónga. Teikningar í Skán- arkðngasögu eftir íslenzka stúlku í FINNSKA blaðinu Hufvudsstadsbladet segir frá þvl nýverið að komin sé út bókin „Konungariket Skánes undergáng" I útgáfu Ake Ohlmarks en hann hefur sérhæft sig I sögu Skánar og sent frá sér allmargar bækur um hana sem þykja hinar merkustu. Við frétt þessa var staldrað þegar fram kom hver myndskreytt hefði bókina. Það er Anna Marla Guðmundsdóttir ung íslenzk stúlka sem búið hefur I Svlþjóð slðustu ár með móður sinni Sigurlaugu Rósinkranz og stjúpföður Guð- laugi Rósinkranz fyrrverandi Þjóðleikhús- stjóra ( Hufvudsstadsbladet segir að skýrar og vel gerðar pennateikningar Önnu Marlu auki enn á gildi bókarinnar, sem er ættar- tafla Skánarkonunga frá þvl um 500 og fram til ársins 1000 Helgi P. Briem: Kanadíska reglan Eins og flestir Islendingar harma ég það að ófriður skuli nú rikja milli tveggja gamalla vina- þjóða, Breta og íslendinga. Tel ég mikilsvert að sættir takisí svo fljótt, sem mögulegt er. Forsætisráðherra Geir Hall- grímsson skýrði frá þeim leiðum, sem athugaðar hefðu verið I London, og minntist fyrst á kana- disku „regluna" og sagði: Hér er átt við samning sem gerður hefir verið á vegum Norðvestur- Atlantshafs fiskveiða nefndarinn- ar um 50% niðurskurð fiskveiða allra ríkja nema Kanadamanna undan ströndum Kanada. Sam- kvæmt þeirri „reglu“ yrði afli strandríkis óbreyttur, þ.e. 240.000 lestir, þannig að i hlut Breta kæmu þá 5.000 lestir. Telur hann að þetta muni ekki lausn á mál- inu. Ég verð að segja að mér líst mjög vel á þessa reglu. Hún er einföld, öllum skiljanleg og rétta leiðin til sátta. Fyrir flestum mun það óskiljanlegj að Bretar gangi að henni við Kanadamenn, en neiti Islendingum um sömu skil- mála. Ef hún er sanngjörn á einum stað ætti hún að vera sann- gjörn á öðrum stöðum. Ella mundu Bretar ekki hafa gengið að henni. Ef íslendingar bjóða það sama og Kanadamenn, en það er hundsað, er öllum óljós sá ódrengskapur, að senda herskip til að kúga lífsbjörgina af Is- lendingum. Undanfarin ár hafa brezkir fiskifræðingar oft bent á ofveiði við Island, og eiginlega hafa þeir gert það nú er þeir töldu að ekki mætti veiða nema 265 þús. tonn. Þeir voru þó ekki meiri menn en það að nú hafa þeir enn hækkað mat sitt á ofveiði vió Island og sett 300 þús. tonn sem hættumark Helgi P. Briem sitt. Ég sé að forsætisráðherrann hefir tekið töluna 265 þús. tonn sem hættumark i London, til að gefa ekki höggstað á Islendingum þar. Nú hafa Þjóðverjar, Norð- menn, Færeyingar og Belgíu- menn sama „rétt“ og Bretar skv. kanadísku reglunni um hlutdeild I hinum deyjandi fiskimiðum Is- lands. Jafnvel eftir hinni nýju tölu brezku fiskifræðingar.na mundu Bretar ekki eiga heimtingu á meira en 35—40 þús. afla á Is- landsmiðum, eða 3—3,3 þús. tonn á mánuði. Þó þetta sé hart að- göngu, getur það svarað kostnaði, þangað til niðurstöður fást á haf- réttarráðstefnunni, að sletta þessu í gráðuga hít brezku togara- eigendanna, sem lokkað hafa stjórn sína út á þessa ófriðarbraut gegn vilja meirihluta þjóðarinn- ar. Allar nanari upplýsingar veittar á skrifstofu vorri í síma 81550. BREIÐHOLT Lágmúla 9 h.f. ugi Nokkur einbýlishús til sölu í Mosfellssveit (sjá mynd). Húsin seljast tilbúin undir tréverk, til afh. í ág - nóv. 1976 Verð kr. 8.850.000.- Stærð um 130 fm. ásamt ca. 30 fm. bílskúr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.