Morgunblaðið - 19.02.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.02.1976, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRUAR 1976 Hörð barátta í sænskn 1. deildinni Fyrirfram var búizt við hörku- viðureign í leik Sunderland og Stoke City í Sunderland, en þar hefur Sunderland engum leik tap- að enn í vetur. Mikill fjöldi áhorf- enda var á þessum leik, sem létu óspart í sér heyra og hvöttu heimamenn. Sunderlandliðið sótti öllu meira frá byrjun en ekk ert mark var skorað í fyrri hálf- leiknum. Var það ekki fyrr en á 75. mínútu að Mel Holden skoraði fyrir Sunderland og ætlaði þá allt vitlaust að verða á áhorfendapöll- unum. Höfðu gleðiópin ekki hljóðnað er knötturinn lá í marki Sunderland eftir spyrnu Dennis Smith. En skömmu fyrir leikslok tókst svo Bryan Robson að skora sigurmark Sunderland og tryggja áframhaldandi keppnisrétt liðs- ins. Mætir það „spútnikliðinu“ Crystal Palace í sjöttu umferðinni og fer sá leikur fram í Sunder- land. I fyrrakvöld fóru svo fram tveir leikir í 1. deild. Burnley sigraði Leicester 1—0 og var það Keith Newton sem markið gerði. Þar KR vann Ægi Reykjavíkurmeistaramótið í sundknattleik stendur nú yfir og á þriðjudagskvöldið fór fram þriðji leikur mótsins. Attust þar við lið Ægis og KR og fóru leikar svo að KR-ingar sigruðu með 9 mörkum gegn 6. Var staðan 2—1 fyrir KR eftir fyrstu lotuna, og þegar annarri lotu lauk var staðan 4—3 fyrir KR. Eftir þriðju lotuna var staðan orðin jöfn 6—6, en KR-ingar voru mjög ákveðnir í seinustu lotunni og skoruðu þá þrjú mörk gegn engu. Mörk KR I leiknum skoruðu Ölafur Gunnlaugsson 5, Jón Þor- geirsson 1, Vilhjálmur Þorgeirs- son 1, Hafþór Guðmundsson 1 og Sigmar Björnsson 1. Mörk Ægis skoruðu: Árni Stefánsson 3, Þórð- ur Valdimarsson 1, Ölafur Stefánsson 1 og Ölafur Alfreðsson 1. Næsti leikur í mótinu fer fram miðvikudaginn 25. febrúar og hefst kl. 21.30. Þá leika Ármann ogÆgir. ÞEGAR tveimur umferðum er ólokið i sænsku 1. deildar keppn- inni i handknattleik hefur Vstad forystu í deildinni með 22 stig, en næstu lið eru Heim með 20 stig, Malmö með 19 stig og Hellas með 18 stig. Lugi, liðið, sem Jón Hjaltalín Magnússon leikur með, er komið niður I fimmta sætið, cn það hafði sem kunnugt er forystu í deildinni um tíma. Það fvrir- komulag ér viðhaft í Svíþjóð, að þau fjögur lið sem flest stig hljóta f 1. deildar keppninni keppa síðan um meistaratitilinn sín á milli og er ekki útilokað að Lugi nái þvf marki að komast í þá keppni. Um siðustu helgi lék Lugi við Hellas á útivelli og urðu úrslit Enska knatt- spyrnan Toppliðin í ensku 1. deildinni, Manchester United og Liverpool gerðu jafntefli, 0:0, á heimavelli Manchester liðsins í gærkvöldi. Úrslit í ensku knattspyrnunni f gær urðu: FA BIKARKEPPNIN: Newcastle — Bolton Wand. — eftir framlenginu 1. DEILDIN: Derby — Arsenal Man. Utd. — Liverpool 00 2:0 0:0 Badminton Reykjavíkurmeistaramótið i badminton verður h'aldið 13. og 14. marz n.k. í Laugardalshöll- inni. Þar verður keppt í öllum greinum meistaraflokks og a- ftokks í kvenna og karlaflokki, og að auki í tvíliðaleik í „old boys“- flokki. Tilkynningar um þátttöku þurfa að berast Friðleifi Ötefáns- syni í síma 12632 fyrir 1. marz n.k. UBK AÐALFUNDUR Breiðabliks í Kópavogi verður haldinn í Félags- heimili Kópavogs í kvöld og hefst kl. 20.30. TVEIMll VÍSABIÍTIJR HÍSIMI ER ÍK-IMiAR IWT UMFN Pólski stangarstökkvarinn Wladvslaw Kozakiewicz fagnar eftir að hafa bætt heimsmetið í 5,57 metra. Heimsmet í PÖLSKI stangarstökkvarinn Wladyslaq Kozakiewiez setti nýtt heimsmet í stangarstökki innan- húss á móti sem fram fór í Tor- onto um síðustu helgi. Stökk hann 5,57 metra. Gamla metið átti landi hans T:deusz Slusarski og var það 5,56 metrar, sett fvrir viku. Þótt Kozakiewicz setti nýtt stangarstökki hendinni í rána og fella þannig. Góður árangur náðist i fleiri greinum á mótinu í Toronto. Danny Smith hljóp t.d. 50 yarda grindahlaup á 6,0 sek. en á þeim tíma hlupu einnig landi hans Thomas Hill og franski heimsmet- hafinn í 110 metra grindahlaupi, Guy Drut. heimsmet i keppninni varð hann enginn yfirburðasigurvegari. Bandaríski stangarstökkvarinn Dan Ripley, sem stokkið hefur 5,55 metra í vetur fór vel yfir 5,51 metra og átti mjög góðar tilraunir við 5,57 metra. Var hann kominn yfir í einni tílraun sinni, en varð þá fyrir því óhappi að slá annarri KR-ingum tókst að hefna fyrir tapið gegn Ármenningum í Is- landsmótinu í vetur í fyrrakvöld er þeir sigruðu í leik liðanna í hinni svonefndu Coca-Cola keppni sem hófst þá I Iþróttahúsi Hagaskólans. Sennilegt er þó, að KR-ingar hefðu gjarnan viljað skipta á þessum sigri og sigri Armenninga í Islandsmótinu, þar sem það verður að teljast heldur veigameira mót. Leikurinn í fyrrakvöld var nokkuð fjörugur og mikið skorað. Staðan í hálfleik var 45—37 fyrir KR-inga en strax í byrjun seinni hálfleiksins komst Ármann yfir 56—53 og er tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum var staðan jöfn 65—65. Upp frá því fóru KR-ingar að síga fram úr og var mikið skorað á loka- mínútunum. Urslitin urðu 101—91 fyrir KR-inga, eða 10 stiga munur. Jón Sigurðsson átti frábæran leik með Armannsliðinu í fyrra- kvöld, eins og svo oft áður. Hann var potturinn og pannan í öllu spili liðsins og lang stigahæstur með 39 stig. Bandaríski blökku- maðurinn Jimmy Rogers lék ekki með Ármannsliðinu að þessu sinni — liggur veikur af innflú- ensu, og vafalaust hefur það haft meira en lítið að segja fyrir Ármenninga. 1 KR-liðinu var Carter ,,trukkur“ stighæstur með 33 stig og Gísli Gíslason var með 20 stig. Hinn leikur kvöldsins var milli iR-inga og Njarðvíkinga. Þar var aldrei neinn vafi um leikslok. IR- ingar náðu einum sínum bezta þau að Hellas sigraði 19—13, eftir að staðan hafði verið 9—7 í hálf- leik. í leik þessum skoraði Jón Hjaltalín 3 mörk. Ágúst Svavarsson hefur gert það mjög gott með Malmberget síðan hann kom til liðsins og jafnan verið markhæsti leik- maður liðsins i leikjum þess. Það var hann líka um s.l. helgi er hann skoraði 10 mörk á móti IFK Malmö. Staðan i sænsku 1. deildinni Ystad 16 11 0 5 332:299 22 Heim 16 10 0 6 337:301 20 Malmö 16 9 1 6 303:297 19 Hellas 16 9 0 7 275:274 18 Lugi 16 8 1 7 314:293 17 Kr.st. 16 8 0 8 290:294 16 GUIF 16 8 0 8 302:310 15 Frölundalö 7 1 8 170:273 15 Drott 16 6 1 9 263:278 13 Malmb 16 1 2 13 304:371 4 Southampton og Sunderland áfram 2. deildar liðunum Southamp- ton og Stoke tókst í fyrrakvöld að tryggja sér réttinn til þess að leika f sjöttu umferðensku bikar- keppninnar í knattspyrnu er liðin unnu ^ndstæðinga sína, West Bromwich Albion og Stoke City, en leikjum þessara liða s.l. laug- ardag hafði lyktað með jafntefli. Southampton átti ekki i erfið- leikum með West Bromwich A1 bion. Þegar á fyrstu mínútu leiks- ins skoraði Mike Channon og átti hanneftirað komameiravið sögu i þessum leik, þar sem hann bætti öðrum tveimur mörkum við. Gil- christ skoraði svo fjórða mark Southampton í leiknum. I sjöttu umferðinni á Southampton að leika við Norwich eða Bradford á útivelli. mað er Burnley komið með 20 stig í 1. deildar keppninni, og er i þriðja neðsta sætinu, 2 stigum á eftir Birmingham og 3 stigum á eftir Arsenal, þannig að staða liðsins er engan veginn vonlaus. Hins vegar verður ekki annað sagt en að von Ulfanna um að halda sér uppi sé nú lítil orðin, þar sem liðið tapaði leik sínum fyrir Ipswich Town í fyrrakvöld. Mörk Ipswich skoruðu Kevin Beattie (tvö) og Trevor Why- mark. Eru Ulfarnir nú næst neðstir í deildinni með aðeins 19 stig, en Ipswich Town er hinsveg- ar í sjötta til sjöunda sæti með 32 stig. Þá fór fram einn leikur í 2. deild. Charlton Atletic vann Ful- ham 3—2. leik i vetur og virkaði liðið mjög jafnt og skemmtilegt. Staðan í hálfleik var 52—41 fyrir IR og úrslitin urðu 103—79. Stighæstir í liði ÍR voru Kolbeinn Kristins- son með 27 stig og Kristinn Jör- undsson með 18 stig, en Jónas Jóhannesson var stighæstur Njarðvíkinga með 19 stig. í leik þessum bar það til tíðinda að einum leikmanna UMFN, Stefáni Bjarkasyni, og þjálfara liðsins, Hilmari Hafsteinssyni, var vísað út úr húsinu, báðum fyrir mótmæli við dómarana. Verða þeir sennilega kærðir til aganefndar KKÍ. Birgir Örn Birgis Ármenningur reynir þarna að leika á KR-ing, en félagar hans Jón Sigurðsson (nr. 5) og GuSsteinn Ingimarsson fylgjast með. Á myndinni til hliðar heldur Sigurður Hafsteinsson á knettinum sem fjöreggi. en Kolbeinn Kristinsson reynir að breiða úr sér og hindra körfuskot. Valur — Víkingur 24:21 Valur vann Vrking 24:21 i 1. deildinni I handknattleik í gærkvöldi en í leikhléi var staðan 12:10. Valsmönnum I vil. Þeir voru vfir allan leiktímann, en minnstur var munurinn eitt mark um tíma í seinni hálfleiknum Valsmenn eiga þvi enn mjög mikla möguleika á að hljóta íslandsmeistaratitilinn íár. Markhæstir Valsara voru Jón Karlsson (8), Guðjón Magnússon (5) og Bjarni Guðmundsson (5). Stefán Halldórsson var markhæstur Víkinga með 11 mörk, Sigfús Guðmundsson gerði 3 mörk, aðrir minna. Haukar - Armann 21:20 Armenningar kvöddu 1 deildina — að sinni — með tapi gegn Haukum í gærkvöldi, 20:21, eftir að staðan hafði verið 11:10 þeim í hag í leikhléi. Leikurinn var jafn lengst af en undir lokin náðu Haukar fjögurra marka forskoti, sem Ármenningum tókst ekki að vinna upp þrátt fyrir góða tilburði Hörður Kristinsson gerði 5 af mörkum Ármanns, Jens Jensson 4 Hörður Sigmarsson gerði 8 af mörkum Haul^a, Stefán Jónsson 3 Stenmark íþróttamaðnr Norðnrlanda SÆNSKI skíðagarpurinn Ingemar Stenmark var í gær kosinn íþróttamaður Norðurlanda árið 1 975 Um hæfileika þessa 1 9 ára gamla Svía þarf ekki að fjölyrða, hann vann mörg glæst afrek á síðasta ári og er um þessar mundir með nokkra yfirburði í Heimsbikarkeppninni á skiðum Hlýtur Stenmark Volvo-bikarinn til varðveizlu í eitt ár og auk þess fær félagi hans „Fjællvinden” í Tærnaby í N-Svíþjóð 7.500 sænskar krónur, sem verja skal til æskulýðsstarfsemi í félaginu Tærnaby er lítill bær og íbúar hans á milli 2 og 3 þúsund. Það voru formenn samtaka íþróttafréttamanna á Norðurlöndum sem stóðu fyrir kosningunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.