Morgunblaðið - 19.02.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.02.1976, Blaðsíða 28
Þór og Lowestoft í árekstri: Ægir skar á belg Vianova og aftari togvír William Wilberforce FREIGATAN Lowestoft ok varrt- skipiA Þór rákust saman á Vopna- fjarrtarxrunni um kl. 12.30 f gær- dag. Nokkur dæld kom f skrokk freigátunnar á móts við fallbyss- una og da'ldir komu f stefni Þórs. Fyrr um morj'unin eða um kl. 6 tókst varðskipinu Ægi að rffa troll togarans Vianova GY 590 og slfta aftari togvfra togarans Willi- am Wilberforce GY 140. Sá athurður átti sér stað 4fiO sjómflur NA af Glettinganesi. Varðskipin Týr, Ægir og Þór lágu inn á Austfjörðum í fyrra- kvöld, en um kvöldið settu þau af stað til hafs undir stjórn Týs. Var ákveðið að þau færu öll að sama togarahópnum, hvert úr sinni átt, en togararnir voru að veiðum 40—50 sjómílur 35“ NA af Glettinganesi. Talsmaður I-andhelgisgæzl- unnar sagði i gær, að Ægir hefði Framhald á bls. 27 Stjórnarandstaðan: Vantraust á ríkisstjórnina I GÆR var lögð fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um van- traust á rfkisstjörnina, svohljóð- andi: „Alþingi ályktar að lýsa van- trausti á ríkisstjórnina." Flutningsmenn eru formenn stjórnarandstöðuflokkanna: Ragnar Arnalds, Benedikt Gröndal og Magnús T. Olafsson. Gert er ráð fyrir að sameinað þing ákvarði á morgun hvern veg með skuli fara framkomna van- trauststillögu (málsmeðferð), on samkvæmt ákvæðum þar um má gera ráð fyrir útvarpsumræðu um hana, senmlega fljótlega upp úr næstu helgi. Venjan er að vantrauststillaga á ríkisstjórn er tekin tíl þinglegrar meðferðar svo fljótt sem verða má, eftir að hún er fram komin. Nefna má þó að vantrauststillaga, sem flutt var á fyrri rfkisstjórn 18. desember 1972, var ekki rædd fyrr en við útvarpsumræðu 5. marz árið eftir. Mikilvægur áfangi náðist í fyrrinótt í allsherjarsamn- ingunum og kappsamlega er nú unnið að lausn sjó- mannadeilunnar. Sjá viðtal við Björn Jónsson á bls. 3 Ljósm. Mbl.: ól.K.M. og grein um lífeyrissjóðina. — Myndin þarfnast ekki mikilla skýringa. Hún sýnir aðeins hvernig umhorfs er í verkfalli við höfnina. Frá samninga- viðræðunum: Kaupgjald og sérkröfur í brennidepli SATTANEFND gerði f gær að til- lögu sinni að fulltrúar launþega og vinnuveitenda sneru sér nú í næstu lotu á eftir lausn lífeyris- sjóðamálsins að hinu meginatriði þessara samninga — þ.e. sjálfri kaupkröfunni á grundvelli þeirra hugmvnda, sem sáttanefnd hefur sett fram. Fulltrúar Alþýðusam- bandsins féllust á þetta fyrir sitt. leyti. Af hálfu fulltrúa vinnu- veitenda var hins vegar talið heppilegra, að fjalla um sam- eiginlegar sérkröfur Alþýðusam- handsfélaganna I einu þar eð þeir töldu sig ekki geta leitt kaup- gjaldsmálið til Ivkta án þess að niðurstaða hefði fengist I sér- kröfunum. Gert var ráð fyrir að vinnuveitendur myndu gefa skýr- ari svör við báðum þessum atriðum í nótt. Morgunblaðið náði seint í gær- kvöldi tali af Barða Friðrikssyni, skrifstofustjóra Vinnuveitenda- sambands Islands. Hann sagði, að sáttanefnd hefði haldið fund með báðum aðilum, um vinnubrögð í sambandi við áframhald samning- anna. Síðan hefðu báðir aðilar verið að leggja ýmis konar gögn þar að lútandi fyrir sáttanefnd. Hann sagði, að þess væri nú að vænta, að af hálfu vinnuveitenda yrði nú tekin skýrari afstaða til kaupgjaldsmálanna, en að mati vinnuveitenda væri það atriði Framhald á bls. 27 Sjómannadeilan: Kappsamlega unnið í hlutaskiptingunni UNNIÐ var af kappi að lausn sjómannadeilunnar I gær, og voru Enn unnið af kappi víða á Austfjörðum: Verkföll hefjast þó víða á morgun og á sunnudaginn ÞOTT allt atvinnulff liggi svo til algjörlega niðri vfðast hvar á landinu, þá er enn unnið af fullum krafti á mörgum stöðum. Einkum á þetta við um staði á austanverðu landinu, þar sem loðnuvinnsla er I fullum gangi. Ekki verður það þó lengi, sem vinna heldur áfram á þessum stöðum, sums staðar hef jast verkföll I kvöld, en á öðrum stöðum á morgun og næstu daga. Morgunblaðið hafði samband við fréttaritara sfna vfða um land f gær og ræddi við þá um ástandið f verkfallsmálunum. ----------------------------- taka á móti 7000 lestum af loðnu og hefur fengist undan- þága til að bræða hana. Allir Norðfjaðarbátar liggja nú bundnir við bryggju, vegna sjó- mannaverkfallsins, að undan- 7000 LESTIR AFLOÐNU I Neskaupstað skellur á verk- fall á morgun. Þar er nú búið að skildum skuttogurunum tveim- ur. ATHAFNALÍFIÐ LAMAST HÆGT OG HÆGT______________ I Vestmannaeyjum skellur verkfallið á annað kvöld. Þar hefur allt athafnalíf lamast hægt og hægt síðustu daga vegna sjómannaverkfallsins. Ekki er vitað hvort bræðslu verður lokið, þegar að verkfalli kemur. Vestmannaeyjabátar hafa átt í miklum erfiðleikum með að ná inn þeim netum sem lögð voru i sjó þegar brælan byrjaði á dögunum og netatjón hefur orðið mikið. RAUÐMAGI A BORÐUM Meðlimir Verkalýðsfélagsins á Húsavík eru komnir í verk- fall, en hinsvegar hafa iðnaðar- Framhald á bls. 27 allir aðilar sammála um að rnálin þokuðust I samkomulagsátt en þetta væri seinunnið verk og mikið óunnið ennþá. Jón Sigurðs- son, forstjóri Hagrannsóknastofn- unarinnar, stjórnar sáttaumleit- unum í sjómannadeilunni ásamt sáttanefndarmönnunum Birni Hermannssyni tollstjóra og Geir Gunnarssyni alþingismanni, og sagði hann I samtali við Morgun- blaðið I gær að þann daginn hefði verið unnið að hlutaskiptingunni og þvl verki miðaði I áttina. Kristján Ragnarsson, formaður LlÚ, tjáði okkur, að unnið væri að öllum atriðum samhliða, enda þótt mest áherzla væri nú lögð á hlutaskiptinguna. Segja mætti að aðilar væru að nálgast i öllum atriðum, og það væri ekkert eitt atriði sem á stæði og það væri alltaf von um lausn meðan unnið væri áfram. Ingólfur Ingólfsson, i samn- inganefnd Farmanna- og fiski- mannasambandsins, tók í svip- aðan streng og sagði að öllu þok- aði þessu eitthvað áfram en mikið væri eftir þangað til samkomulag Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.