Morgunblaðið - 19.02.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.02.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19, FEBRÚAR 1976 Aöhlynning sjúkra íheimahúsum Klúbbur 32 með skemmtikvöld KLÚBBUR 32 er að hefja starf- semi sfna að nýju um þessar mundir, að því er segir í fréttatil- kvnningu frá stjórn Klúbbsins. 1 stórum dráttum er áformað að hafa starfseminni með svipuðu sniði og á sl. ári. — þ.e. dansleik- ir, hljómleikar og utanlandsferð- ir. Hefur og komið til tals að efna til ferða um Evrópu með áætlun- arbflum. Klúbburinn ætlar að leitast við að halda skemmtanir hálfs mán- aðarlega, og fyrsta skemmtun þessa starfsárs verður í kvöld að Hótel Loftleiðum. Stendur hún yfir frá kl. 10—1 en húsið verður opnað kl. 9. Þar munu koma fram hljómsveitir og söngflokkar, svo sem Þokkabót, Randver, Diabolus In Musica og Cabaret órafmögn- uð. Tilgangur klúbbsins er að stefna saman ungu fólki með sam- eiginleg áhugamál. Ný stjórn hef- ur nýlega tekið til starfa og skipa hana Kristinn T. Haraldsson, Konráð Eyjólfsson, Sigurður Her- mannsson og Rúnar Marvinsson Þriðjudaga og fimmtudaga frá 24. febrúar til 16. marz — ísjö skipti — Námskeiðið verður að Hallveigarstöðum Kennarar: María Finnsdóttir, hjúkrunarkona, BA og Ásta Claessen, sjúkraþjálfari Námskeiðið er ókeypis og öllum heimil þátttaka Upplýsingar og innritun í síma 2-82-22 og að Öldugötu 4 Ljósmynd Ól.K.M. Nam listmálun í bréfaskóla Hjalti Þórðarson sýnir 30 myndir á Mokka HJALTI Þórðarson tómstunda- málari opnaði s.l. sunnudag sýn- ingu á 30 acryl- og vatnslitamynd- um á Mokka við Skólavörðustfg. Elzta mvndin er frá 1958, en flest- ar frá sfðasta ári. Flestar mynd- anna eru landsfagsmyndir, en einnig eru nokkrar dýramvndir og andlitsmyndir. Sýningin verð- ur opin á Mokka f þrjár vikur. Þetta er fyrsta einkasýnir Hjálta, en hann stundaði á sínu tima nám f bandarískum bréf skóla þar sem hann tók fyr teikningu og málun og aflaði si þekkingar á grundvallaratriðu málaralistarinnar. Þau eru að horfa á spennandi kvikmvndasýningu. Mvndin er úr leikritinu Equus. LEIKFELAG Reykjavfkur sýnir um þessar mundir fimm leikverk og hefur aðsókn að sýningum félagsins verið mjög mikil að undanförnu. Nokkuð hefur verið um að stórir hópar fólks utan af landshyggðinni hafi komið á leiksýningar í Iðnó sfðustu vikur og t.d. voru hópar frá Egilsstöðum og Kirkjubæjarklaustri viðstaddir sýningu á Skjaldhömr- um s.l. föstudagskvöld. Auk Skjaldhamra sýnir Leikfélagið um þessar mundir Saumastofuna, Equus, barnaleikritið Kolrössu á kústskaftinu og f Austurbæjarbíói eru miðnætursýningar á Húrra krakka en sýningum á þessum gamanleik fer nú senn að Ijúka. Sýningar Leikfélagsins á þessum vetri eru nú orðnar 120 og samtals eru áhorfendur orðnir rúmlega 35 þésund. FRÁ KYNNINGUNNI — Á mvndinni eru, frá v.: John Ralbjerg, yfirmaður hi-fi deildar, Þorsteinn Daníelsson, verzlunarstjóri hjá Karnabæ, John Ergemann, hljóð- tæknifræðingur, Peter Philips, tæknistjóri, Steen Steensen, framkvæmdastjóri, Jón Þór Sveinbjörnsson útvarpsvirki, Þorvaldur Sigurðsson, útvarpsvirki og Björn Stefánsson, umboðsmaður fyrir JBL og Harman/Kardon á íslandi. Hljómtækjakynning á Hótel Loftleiðum FJÓRIR sérfræðingar frá hljóm- tækjafyrirtækjunum JBL og Harman/Kardon voru staddir hér SERTILBOÐ 20% AFSLÁTTUR af ÖLLUM FRÖKKUM í NOKKRA DAGA H ERRADEILDI MELKA: með iausu vattfóðri án — með belti og án DH OBI: með belti og án — Austurstræti + |REYKJAVÍKURDEILD R.K.Í.I Námskeið: á landi um sfðustu helgi og kvnntu framleiðslu sína fvrir Islendingum. A kynningunni, sem fram fór á Hótel Loftleiðum á laugardag og sunnudag gafst tækifæri til að kynnast nær öllum þeim hljómtækjaútbúnaði sem fvrirtækin hafa á boðstólum. Steen Steensen, framkvæmda- stjóri Harman/Kardon í Evrópu sagði að kynningunni hefði verið þannig háttað að fólki hefði verið gefinn kostur á að hlusta á tónlist í gegnum hin ýmsu tæki, sem hefðu verið allt frá tækjum til afnota i heimahúsum og uppí stúdió-tæki, sem væru mjög stór og fyrirferðarmikil og væru éin- göngu ætluð til meiri háttar af- nota. Steensen sagði einnig að um 70% allra sjónvarps- og útvarps- stúdióa í heiminum notuðu þessi tæki, og væri Rikisútvarpið hér búið að festa kaup á slíkum tækjum. Einnig sagði hann að í athugun væri að sjónvarpið keypti hátalara frá JBL, en það mál væri aðeins í athugun, eins og fyrr segir. Steensen sagði að þetta væru ekki óþekkt fyrirtæki hér- lendis, til dæmis vissi hann til þess a upptökustúdíóið Hljóðriti i Hafnarfirði notaði hátalara frá JBL og hefði gert um nokkurt skeið. Bjarni Stefánsson, umboðs- maður fyrir JBL og Harman/Kardon á Islandi, tjáði okkur að kynningin hefði heppnazt mjög vel, og hefðu á að gizka 700 manns notfært sér þetta tækifæri. Bjarni sagði að á laugar- deginum hefði verið boðið tækni- fólki frá ýmsum stöðum svo sem sjónvarpinu og útvarpinu; einnig hefði þarna verið hljómlistarfólk og upptökufólk ásamt fleirum, og hefðu þá komið um 80 manns. — Á sunnudeginum var hjá okkur opið hús — fyrir alla þá sem vildu kynna sér hljómtæki af þessum gerðum og komu þá um 6—700 manns. Eins og fyrr segir, þá er Bjarni umboðsmaður fyrir þessi tæki hér á landi, en Karnabær mun annast sölu þeirra og dreif- ingu. Karnabær mun einnig annast alla viðgerðarþjónustu á tækjunum, og mun á næstunni fara viðgeróarmaður á vegum Karnabæjar utan til aö kynna sér þau mál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.