Morgunblaðið - 19.02.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.02.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRUAR 1976 EINN góðan veðurdag I fyrravor kom bréf frá Slberíu til Österby I Svtþjóð. Utanáskriftin var til frk. Önnu Lisu Hansen, á Kaffistofu Josefs. Sú kaffistofa er ekki við lýði lengur en dóttir Jósefs hefur haldið veitingarekstri áfram skammt frá undir öðru nafni. Þar lenti bréfið Og eigandinn sendi son sinn með það til önnu Lisu Bergström sem hafði unnið í kaffistofu Jósefs á sínum tíma. Anna Lisa starði lengi á nafn sendandans: Alexander Leets Georgevich. Alexander — sem hún hafði ekki séð slðan árið 1 944. Þau voru þá bæði átján ára gömul — Ég komst í svo mikið uppnám að ég treysti mér ekki til að opna bréfið að bragði Svo settist hún við eldhúsborðið og byrjaði að lesa: ..Mln kæra minning — Anna Lisa! Hvernig líður þér? Nú eru liðin mörg ár stðan ég skrifaði þér. Hvernig Itðui móður þinni og bróður? Hvernig farnast Eistlendingunum sem enn búa österby? Þú, elsku Anna Lisa, ert það besta, fegursta og yndislegasta sem ég hef upplifað á ævi minni, — minningar mtnar með þér I Sviþjóð eru dásamlegasti ttminn sem ég hef átt. Hjartanlega þakka ég þér Anna Lisa. Hjartanlega þakka ég ykkur öllum Nú er ég orðinn gamall og grár Bezti ttmi llfs mtns er liðinn. Þú hefur jafnan átt þér sess t hjarta mtnu. Ég veit ekki hversu langt ég á eftir ólifað ég held ekki sá timi verði ýkja langur Ævi mín hefur verið erfið, ákaflega erfið, svo að ég veit að þú — elskuleg minning min — getur ekki gert þér það I hugarlund. Vel getur verið að þetta verði slðasta bréfið sem ég skrifa. Ég er afar þreyttur, ólýsanlega þreyttur. Kannski er réttara að segja að ég hafi ekki þrótt til að lifa Þér Anna Lisa. óska ég alls hins bezta, allrar gæfu sem ég get hugsað mér! Hjartanlegar þakkir fyrir allt gott sem ég naut hjá þér, hjá allri sænsku þjóðinni Ef þú átt mynd af þér Anna Lisa bið ég þig að senda mér hana. Ef þú gerir það verð ég sælasti maðurinn I allri Sfberiu. Með innilegustu kveðjum. Alexander." — Þegar ég hafði lesið bréfið einu sinni var ég komin I svo mikla geðshræringu að ég skildi varla hvað ég var að lesa, segir hún. — Ég varð að lesa það aftur og aftur Hvað hafði ég gert, sem honum fannst þess virði að minnast? Alexander kom til Svtþjóðar árið 1944 Hann var flóttamaður frá Eistlandi og kom um Finnland til öregrund Ásamt með um eitt hundrað flóttamönnum var hann siðar færður i sérstakar búðir i Osterby. Fyrstu mánuðina fengu þeir ekki að fara út úr búðunum. — Þetta var nýtt og framandi og við urðum forvitnar stúlkurnar i bænum, segir Anna Lisa, þegar hún rifjar upp þessa liðnu haustdaga árið 1944 — Við gengum oft framhjá og einn daginn færðum við þeim smávegis sælgæti og annað góðmeti sem við réttum til þeirra inn fyrir girðinguna. Þeir skildu ekki sænsku en við gerðum okkur skiljanlegar með fingramáli og bendingum. Þeir gerðu okkur skiljanlegar með fingramáli og bendingum. Þeir gerðu okkur skiljanlegt að þá langaði til að við kæmum oftar. Það gerðum við. Við kenndum i brjósti um þá og reyndum að fara til þeirra eins oft og við gátum. Og það æxlaðist svo til að Alexander varð sérstakur vinur minn. Eftir nokkurn tlma fengu flóttamennirnir að fara úr búðunum og Anna Lisa bauð Alexander heim til sin og foreldra sinna i kaffi. Nágranni þeirra var slyngur málamaður og þau hugsuðu með sér að hann gæti talað við Alexander og fengið að vita á honum einhver deili. — En við sögðum fátt, segir hún. — Við brostum og hann horfði á mig fullur aðdáunar Hann hafði fágaða framkomu. Hann virtist gera sig ánægðan með að halda 1 hönd- ina á mér. Stundum strauk hann mér um vangann. . . Þau hittust i siðasta skiptið rétt fyrir jólin. Hann var þá að fara til annars bæjar. hvar hann hafði feng- ið vinnu Siðan hafa þau ekki sézt. Þegar bréfið frá Siberlu kom hvatti eiginmaður Önnu Lisu hana til að svara þvi, ef það mætti verða til góðs fyrir hinn hrellda fornvin. Hann svaraði einnig um hæl og sagði frá þvi að fjölskylda hans væri dreifð um heiminn og hann væri einn slns liðs. Þar sagði hann frá þvl að vegna þess hann var sjálfboðaliði i finnska hernum hefði hann verið dæmdur i tlu ára fangelsi af sérstök- um dómstól. Seinna var hann dæmdur til dauða en honum var siðan breytt i 25 ára fangelsi. „Ég er gamall og grár fyrir hærum og margt hefur farið forgörðum I lífinu. . . En i hjarta minu lifir þú... " í þvi bréfi sendi Alexander myndirnar tvær af sér og frimerkja- safn sitt. Hún svaraði honum enn og sendi fjölskyldumynd tekna á fermingardegi dóttur hennar, Alexander skrifaði og sagðist nú loksins laus úr fangelsinu, hann sé kominn I vinnu og hafi 1 80 rúblur I mánaðarlaun. Lifið sé „betra og kyrr- ara" en I búðunum. Bréfinu lýkur á þessa leið: „Já, vina mín. Þú ert gift og þú ert hamingjusöm, en ég bý einsamall. Ég get ekki gleymt þér, Anna Lisa. Bezti timi ævi minnar var þegar við vorum saman I Svíþjóð. Ég vona þú skrifir, Anna Lisa min. .„" Anna Lisa skrifaði siðasta bréfið til Slberlu I júlimánuði sl. Hún hefur ekki fengið svar við þvi. 30 árum síðar kom bréf frá Síberíu ... Anna Lisa hefur akki fengið svar við slðasta bréfi stnu til Alexanders. Hvers vegna fór hann frá Sviþjóð í sínum tfma? Var hann fluttur nauðugur eða hvarf hann ð braut af frjálsum vilja? Árið 1956 var efri myndin tekin af Alexander F fangelsinu F SfberFu. Anna Lisa sagði að hann vsri IFkur þvi sem hann hefði verið þegar kunningsskapur þeirra var F blóma röskum tfu árum áður. Neðri myndin var tekin F janúar 1975 og hefur þar orðið geysileg breyting á útliti hans. 1 Sigurlaug Bjarnadóttir, alþm.: ÞAÐ vakti nokkra athygli er Kvennaársráðstefnan á Loft- leiðum í s.l. júnímánuði sendi frá sér ályktun þess efnis að láglaunafólk á Islandi ætti ekki lengur samleið með A.S.I. Þetta var niðurstaða þess starfshóps á ráðstefnunni, sem fjallaði um stöðu verkakonunnar í íslenzku þjóðfélagi og var sfðan sam- þykkt einróma sem ályktun ráðstefnunnar LÁGLAUNAKONUR HARÐAST UTI Þessi niðurstaða þarf raunar ,ekki að koma á óvart. Á undan- förnum árum og áratugum hef- ir stöðugt verið klifað á því við gerð almennra kjarasamninga að sanngjarnt væri og sjálfsagt að bæta fyrst og fremst hlut hinna lægst launuðu, sem nauðsynlega þyrftu á kjarabót að halda en hindra um leið óraunhæfar kauphækkanir til hálaunahópa. Öll vitum við hvernig þetta hefir tekizt í reynd. Byrjað hefir verið á að semja fyrir Dagsbrúnarfólk og annað ófag- lært verkafólk um þær knöppustu kjarabætur sem stætt var á en á eftir komu þeir hærra og hæst launuðu með kröfur um margfaldar kauphækkanir, er knúnar hafa verið fram af tillitsleysi op óbilgirni, sem furðulegt mt heita, að gengið skuli haft verið að svo óprirttnar sem þæi hafa oft og tíðöm yerið. Enginn vafi er á að í þessum átökum hafa konur í láglaunastétt jafn- an orðið langsamlega harðasl úti. KEYRÐI UM ÞVERBAK Aldrei mun þó hafa keyrt jafn illa um þverbak í þessum efnum eins og í hinum dæma- lausu febrúarsamningum 1974, þegar hinir hæst launuðu innan Alþýðusambandsins komu út með allt að því þrefalda kauphækkun á við hina lægstu. Aðrir hálaunahópar utan A.S.Í. fylgdu svo eins og jafnan áður sjálfvirkt í kjölfarið. „Jafnaðar- stefna“ vinstri manna birtist svo 'ekki varð um villzt f breiðara launabili milli hinna hæst- og lægst launuðu en áður hafði þekkzt hér á landi í langa tíð. Það fer ekkert á milli mála að þessir óheillasamningar, gerðir í tlð vinstri stjórnar með „vini alþýðunnar og lítilmagnans" innanborðs, áttu sinn stóra þátt f að skapa þá spennu og upplausn í íslenzku efnahags- lífi sem ekki sér enn fyrir endann á. Það er og staðreynd að ráðstafanir núverandi ríkis- stjórnar, sérstakar láglauna- bætur og skattaivilnanir til handa láglaunafólki, hafa ekki reynzt fullnægjandi í hinni miklu verðbólgu, sem þó sýnir Sigurlaug Bjarnadóttir. greinileg merki um rénun nú, þegar ný kauphækkunarskriða virðist yfirvofandi með nýja holskeflu verðhækkana og verðbólgu áhælunum. HVER VERÐUR UTKOMAN NU? Er nokkur furða þótt spurt sé með nokkrum þunga, hver eða hvort einhver gæti í raun og veru hagsmuna láglaunafólks, þegar hin svokallaða verkalýðs- forysta svíkur æ ofan í æ þá umbjóðendur sína sem helzt þurfa fulltingis hennar með? Eða hver verður útkoman úr þeim kjarasamningum, sem alþjóð hefir fylgzt með að und- anförnu með áhuga og þó nokkrum ugg í brjósti? Tekst hörðustu kröfugerðar- mönnunum enn sem fyrr að hafa sitt fram með sömu aðferðunum, — feluleik á bak við láglaunataxta sem ekkert mark er lengur takandi á, þegar búið er að fara í kringum þá eftir öllum þeim krókaleiðum í myrkviði reikningsflækja, prósentu hér og prósentu þar sem tiltölulega fáir Islendingar botna lengur nokkurn skapaðan hlut í? Hér þurfa að koma hreinni og skýrari línur, — færri sérkröfur meiri heildarsýn, minna af pólitisku brölti, — meira af raunsæi og gagnkvæmri tillitssemi. PROSENTUVIÐMIÐUNIN ÓSANNGJÖRN I tillögum sáttanefdar sem nú liggja fyrir við yfirstandandi gerð kjarasamninga (þegar þetta er skrif að) er stungið upp á 16%, launahækkun til lág- launahópaen 13% hækkunyfir heildina. Það myndi þýða að á 50 þús. kr. mánaðarlaun kæmi 8.500 kr. hækkun (16%) en 19.500 kr. hækkun á 150 þús mánaðarlaun (13%) Ekki sýnist sú útkoma ná langt til leiðréttingar á þeim vaxandi launaójöfnuði, sem átt hefir sér stað í þjóðfélagi okkar undan- farin ár, enda prósentu- viðmiðunin sízt til þess fallin. Breytt hlutfall, t.d. 15% til hinna lægst launuðu, 5% yfir heildina, að frádregnum hátekjugreifunum í toppnum, sem ekki þurfa á neinni hækkun að halda — gæti virzt skapleg lausn og þó nægilega þungbær gjaldþoli atvinnu- rekenda við núverandi að- stæður hvort sem í hlut á hið opinbera eða einkarekstur. ÞEGAR VEL LIGGUR A OKKUR, Við höldum því gjarnan fram, þegar vel liggur á okkur og bróðurþelið svellur okkur í brjósti að við íslendingar séum eins og ein stór fjölskylda, sem hjálpast að í bliðu og stríðu. Þetta kemur með gleðilegum hætti, í ljós af og til, þegar náttúruhamfarir dynja á ein- stökum byggðarlögum með hörmulegum afleiðingum fyrir mannlíf og efnahag viðkomandi fólks. Þess á milli er engu líkara en að sumir okkar gleymi, að við erum Islendingar á Islandi með þeim kostum og göllum sem því fylgir. Þá miða íslenzkir stórtekjumenn launa- kröfur sínar við starfsbræður sína meðal efnuðustu milljóna- þjóða og hver hrifsar frá öðrum eftir því sem hann hefir afl og aðstöðu til. Nú steðja að okkar litlu þjóð margvíslegir og háskalegri örðugleikar en við höfum mætt um langt skeið. Munum við bera gæfu til að standa þá af okkur eins og menn, — í anda heilbrigðrar og samhentrar fjölskyldu, sem setur hagsmuni heildarinnar ofar eigingjörnum sérhagsmunum? Næstu dagar og vikur munu væntanlega leiða það i Ijós. Skýrari línur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.