Morgunblaðið - 19.02.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.02.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRUAR 1976 3 Magnús L. Sveinsson Guðmundur J. Guðtnundsson Mikilvægur áfangi í samningsgerðinni: Ölafur Jðnsson Lífeyrir hækkar í hlut- falli við kaupgjaldið Magnús Geirsson FORUSTUMENN verkalýðshreyfingarinnar, sem blaðamaður Morgunblaðsins hitti að máli á samningafundi á Hótel Loftleiðum f gær, voru á einu máli um að samkomulagið sem náðist um lffeyris- sjóðamálið f fyrrinótt væri mikill árangur f baráttu verkalýðshreyf- ingarinnar fyrir auknu launajafnrétti og stór áfangi f yfirstandandi samningsgerð. Samkomulagið felur f sér að gert er bráðabirgðasam- komulag um auknar greiðslur til ellilffeyrisþega, sem Iffeyrissjóð- irnir fjármagna sameiginlega ásamt fjárveitingu frá rfkinu og eru það samtals milli 400—500 milljónir króna. Með þvf móti verður kleift að hækka Iffeyri einstaklinga úr tæpum 44 þúsund krónum f um 70 þúsund krónur f ákveðnum tilfellum. Þýðingarmikið að leysa lffeyrissjóðamálið Morgunblaðið náði tali af Magnúsi L. Sveinssyni, fram- kvæmdastjóra Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur og fulltrúa verzlunarmanna í samninganefnd ASI. „Það var mjög þýðingarmikið að það skyldi nást samkomulag um lif- eyrissjóðamálið," sagði hann. „Hitt er annað mál að það er alveg eftir að ræða aðalmál þessara samninga — launa- málin. Það hefur nokkur tfmi farið í sérkröfur félaganna en raunverulegar launahækkanir til þeirra sem verst eru settir hafa nánast ekki verið ræddar ennþá. Ég verð fyrir miklum vonbrigðum, ef menn verða nú ekki reiðubúnir að fara að tala sáman um þetta aðalmál, enda þótt samkomulagið um lífeyris- sjóðamálið hafi verið mikil- vægur liður í lausn þessarar vinnudeilu," sagði Magnús. Hann kvað því ekki að leyna að yfirstandandi sjómanna- verkfall setti nokkuð mark sitt á samningaumleitanirnar í alls- herjarsamningunum, og væri það að mörgu leyti eðlilegt. Vinnuveitendur teldu sér skiljanlega ekki mikinn akk i því að gera samkomulag við landverkafólk, ef sjómanna- verkfallið væri enn óleyst. 1 þessum tveimur samningum væru lika nokkur atriði, sem segja mætti að héngju á sömu spýtunni, og þess vegna yrði á ýmsan hátt að líta á þessar tvær vinnudeilur sem eina heild. Nú fylgir Iffeyririnn kaupgjaldinu Hjá Magnúsi Geirssyni, for- manni Rafiðnaðarsambandsins, sem sæti átti i lifeyrissjóðs- nefndinni af hálfu Alþýðusam- bandsins, fékk Morgunblaðið upplýsingar um efni samkomu- lagsins í stærstu dráttum. Magnús sagði, að í fyrrinótt hefði í fyrsta lagi verið gert samkomulag um endurskipu- lagningu lifeyrissjóðakerfisins, sem unnið yrði að á næstu tveimur árum. „Hinn 1. septem- ber nk. eiga að verða komnar fram tillögur frá sérstakri nefnd, og þær siðan kynntar i haust en eftir það á sfðan að vinna áfram að málinu, þannig að nauðsynlegar lagabreytingar nái fram að ganga vorið 1977, en nýskipan lifeyrissjóðakerfis- ins skal taka gildi 1. janúar 1978,“ sagði Magnús. „Hins vegar er gert ráð fyrir i sam- komulaginu ákvæðum um úr- lausn til bráðabtrgða meðan endurskoðunin á öllu kerfinu fer fram. í fyrsta lagi munu lífeyrissjóðirnir taka á sig að bæta lífeyri aldraða fólksins og er ætlunin að gera það á þann hátt að 4/7 hlutar verði bornir uppi af jafnaðargjaldi úr a.m.k. 53 lífeyrissjóðum, sem verka- fólk innan ASl á aðild að.“ Magnús sagði, að siðan væri gert ráð fyrir að hver sjóður greiddi það sem á vantaði þar fyrir utan, en þær greiðslur gengju til þess töluverða hóps fólks, sem ekki næði lífeyris- rétti í gegnum iðgjöld sin til sjóðanna, (þ.e. það fólk sem greiddi iðgjöld f lífeyrissjóði of skamman tima áður en það fór á eftirlaun en ákveðinn ára- fjölda þarf til að öðlast lifeyris- réttindi.) Samkvæmt lögum um eftirlaun aldraðra frá 1971 hefur þetta fólk fengið við- bótarlaun sem lífeyrissjóðirnir hafa aðeins að litlu leyti lagt fé til heldur hefur það að mestu verið greitt af Atvinnuleysis- tryggingasjóði og rikinu. „Aðalbreytingin sem verður með þessu samkomulagi er að i stað þess að miða við 5 ára meðaltals grundvallarlaun verður lifeyrisrétturinn miðað- ur við kauptaxta, eins og þeir eru í byrjun og um mitt hvort ár, “ sagði Magnús ennfremur. „Forsenda þessa samkomulags er síðan að ríkisstjórnin beiti sér fyrir breytingu á lögum nr. 63/1971 til samræmis við þetta samkomulag og jafnframt fyrir breytingu á almannatrygginga- lögunum, þannig að fjárhæð þeirra eigintekna sem lífeyris- þegi má hafa án þess að tekju- trygging skerðist, verði hækkuð, svo að hækkaður líf- eyrir samkvæmt framansögðu, hafi ekki i för með sér lægri lífeyrisgreiðslu frá almanna- tryggingum, því að þá væri allt þetta til lítils. En aðalmunur- inn á þeirri skipan sem nú rikir og þessari bráðabirgðaúrlausn er þó sú, að nú breytist lifeyrir- inn í hlutfalli við kaupbreyt- ingar, þannig að lífeyrisþegar sitja ekki alltaf eftir, eins og verið hefur.“ Kappsmál beggja Þá náði Morgunblaðið tali af Ölafi Jónssyni framkvæmda- stjóra og spurði hvort hann væri ánægður með þá niður- stöðu sem fengizt hefði i líf- eyrissjóðamálinu: „Eg vil ekki svara því á annan hátt en þann, að það varð samkomulag um þetta atriði,“ svaraði Ölafur. Hins vegar sagði hann, að með þessum hætti hefði óneitanlega fengizt mikil kjarabót fyrir launþega, og kvað það hafa verið áhugamál beggja aðila um langt skeið að finna lausn á þessu lífeyrisatriði. Hann var spurður að þvi hvort i sam- komulaginu fælist að einhverju leyti aukning á greiðslum vinnuveitenda til lifeyrissjóða en hann kvað svo ekki vera — að sinni að minnsta kosti. Sagði Ólafur að loknu þessu máli yrði nú áfram unnið að lausn deil- unnar á almennum grundvelli. Stórt skref til launajöfnunar Þá ræddi Morgunblaðið við Guðmund J. Guðmundsson, for- mann Verkamannasambands- ins. „Já, lifeyrissjóðamálið er frá i bili, samkomulag hefur orðið i höfuðatriðum og ég tel að með því sé gífurlegum áfanga náð,“ sagði Guðmundur. Framhald á bls. 27 Björn Jónsson um lífeyrissjóðsmálið: Mikill áfangi í láglaunapólitík verkalýðshrey fingarinn ar „VIÐ erum mjög ánægðir með þennan áfanga sem náðst hefur í lifevrissjóðamálinu, og telj- um þetta atriði skipta miklu fyrir þá, sem eru hvað verst settir f þjóðfélaginu nú,“ sagði Björn Jónsson, forseti Alþýðu- sambandsins, þegar blaða- maður Morgunblaðsins hitti hann að máli á Hótel Loft- leiðum f gærdag. Björn sagði, að í samkomulag- inu milli Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins um lífeyrissjóðamálið, væri i fyrsta lagi um að ræða bráða- birgðalausn, er fæli i sér auknar greiðslur lífeyris til gamla fólksins og í öðru lagi væri með því tryggð endur- skoðun á öllu lifeyrissjóðakerf- inu til frambúðar. „Ég lít því svo á að hér hafi náðst mikill árangur i þeirri láglaunapóli- tík, sem verkalýðshreyfingin hefur rekið," sagði Björn. Samkomulagið gerir ráð fyrir framlagi frá rikinu og var, Björn þvi spurður hvori við- brögð ríkisstjórnarinnar hefðu borizt. „Það er ekki búið að gánga formlega frá þessu, en ég trúi því ekki að það komi til með að stranda á hennk Það er gert ráð fyrir því að ríkisstjórnin þurfi að leggja fram 250 milljónir króna í þessu skyni, en auðsætt er að auki að ríkisvaldið þarf að leggja fram tvö lagafrumvörp til að koma þessu máli í gegn, en við drögum ekki í efa stuðn- ing ríkisstjórnar við þá hlið málsins. Björn sagði ennfremur, að af hálfu verkalýðshreyfingar- innar hefði þvi margsinnis verið haldið fram, að ekki yrði unnt að standa upp frá þeim samningum, er nú stæðu yfir, án þess að gerðar væru gagn- gerar breytingar á lífeyris- atriðunum i þessari dtilu. Björn var siðan spurður að því hvað nú tæki við: „Fyrst og fremst kaupgjalds- málið og síðan þær sameigin- legu sérkröfur sem Alþýðusam- bandið hefur sett fram, ásamt einstökum atriðum í kröfum ýmissa hópa sem nauðsynlegt er að finna varanlega lausn á. En kaupgjaldsmálið er auðvitað höfuðatriðið," sagði Björn. „Sáttasemjari hefur síðan í dag rætt við fulltrúa frá báðum aðilum, og lagt áherzlu á að nú verði fanð að ræða kaupgjaldið sjálft. En atvinnurekendur hafa ekki verið tilbúnir að taka til við þær, svo að nú er beðið eftir þvi að þeir verði reiðubún- ir að taka á því máli.“ Björn sagði ennfremur, að hann hefði ekki haft aðrar- fréttir af framkvæmd alls- herjarverkfallsins en þær að samstaðan væri í bezta lagi. Auðvitað hefði verið æskilegast að öll félögin hefðu séð sér fært að hefja aðgerðir á sama tíma, en aðstæður væru mismunandi á hverjum stað og ekkert við því að segja. Hingað til hefði aðeins eitt félag frestað verk- falli sinu, þ.e. Verkalýðsfélagið í Vestmannaeyjum. Björn var þá spurður að þvi hvort það hefði verið gert i andstöðu við vilja forustu Alþýðusambands- ins en hann kvaðst ekki vilja segja það, hins vegar hefði ekkert samráð verið haft við forystu ASl um þá ákvörðun. Þá sagði Björn að margvíslegur stuðningur væri farin að berast frá alþýðusamtökum nágranna- landanna. Hann kvað formann, varaformann og framkvæmda- stjóra Norræna alþýðu- sambandsins hafa verið hér á ferð nýlega til að kýnna sér aðstæður vegna fyrirhugaðs verkfalls og þeir þá heitið ASl fullum stuðningi. Fyrsti árangur þessarar heimsóknar væri þegar kominn fram, þar eð ASÍ hefði borizt skeyti frá sænska alþýðusambandinu þar sem heitið væri fullum stuðn- ingi, og von væri á slíkum stuðningsyfirlýsingum frá hinum Norðurlöndunum. „Þessi stuðningur verður fyrst og fremst í formi fjár- framlaga, sem rennur væntan- lega til verkfallssjóðanna," sagði Björn. Hann var þá Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.