Morgunblaðið - 19.02.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRUAR 1976
15
Dr. Jóhannes Nordal:
HÉR FER á eftir forvstugrein, sem dr.
Jóhannes Nordal, bankastjóri Seðla-
bankans, ritar I nýútkomið hefti af Fjár-
málatfðindum:
I.
Undir lok ársins 1975 voru greinileg
merki þess, að tekið væri að rofa til í
efnahagsþróun heimsins eftir mesta
samdráttarskeið eftirstriðsáranna. Þótt
myndin sé enn óskýr og mikill munur á
stöðu og efnahagshorfum einstakra rikja
og ríkjahópa, er lítill vafi á þvi, að efna-
hagsþróunin hefur tekið nýja stefnu, og
sífellt fleiri batamerki má sjá bæði í
aukinni framleiðslu og minnkandi verð-
bólgu. Langt er þó enn í land, að viðun-
andi bata sé náð, enda hafahinir óvenju-
legu efnahagsörðugleikar áranna 1974
og 1975 valdið alvarlegri röskun á efna-
hagsstöðu margra ríkja og framleiðslu-
greina, sem hætt er við að tefji fyrir
afturbata.
Þessi vandamál eiga að mestu rætur
sínar að rekja til hinna óvenjulegu
breytinga, sem orðið hafa á verðlagi og
viðskiptakjörum á síðustu árum. Sá sam-
dráttur, sem fór að segja til sín snemma
á árinu 1974 var að verulegu leyti eðli-
legt bakslag frá hinni miklu þenslu sem
ríkt hafði árin tvö á undan, en þá var
framleiðsluaukning óvenjulega mikil, og
gífurlegar hækkanir áttu sér stað á verð-
lagi matvæla og hráefna. Það, sem gjör-
breytti eðliogstyrkleikaþessarar hag-
sveiflu, var hin mikla og óvænta hækkun
á verðlagi olíu, sem tók gildi haustið
1973. Hún hafði ekki aðeins í för með sér
stórfelldar verðhækkanir, heldur hlaut
hún að leiða af sér mikinn greiðsluhalla
olíuinnflutningsríkja og samsvarandi
aukningu á gjaldeyriseignum olíufram-
leiðenda. Ótti manna við það, að þetta
mundi valda efnahagssamdrætti, aukn-
um vanda á gjaldeyrismörkuðum og
áframhaldandi verðþenslu, reyndist á
rökum reistur. Þróunin hefur þó orðið
að ýmsu leyti með öðrum hætti en flestir
bjuggust við, og þrátt fyrir 'Samdráttinn,
sem átt hefur sér stað, hefur ótti manna
við efnahagslegt hrun í líkingu heims-
kreppunnar upp úr 1930 reynzt eiga við
lítil rök að styðjast. Þótt á ýmsa veik-
leika megi benda, hefur með alþjóðlegri
efnahagssamvinnu og hagstjórn þeirra
ríkja, er mestu ráða um framvindu efna-
hagsmála, tekizt að ná tökum á vandan-
um og forðast frekari erfiðleika.
II.
Eitt af því, sem stuðlað hefur að hag-
stæðari þróun en ýmsir áttu von á í
upphafi oliukreppunnar, er minnkandi
greiðsluafgangur olíuútflutningsrikj-
anna. Þegar olíuverðlagið var fjórfaldað,
virtist, óumflýjanlegt, að það leiddi til
60—70 milljarða dollara greiðsluafgangs
olíuútflutningsríkja og samsvarandi
halla annarra. Einnig var við því búizt,
að þetta misvægi í greiðsluviðskiptum
mundi breytast mjög lítið á allra næstu
árum. Voru menn að vonum mjög svart-
sýnir á það, að hægt væri með eðlilegum
hætti að fjármagna þann mikla greiðslu-
halla, sem fjöldi ríkja mundi búa við áf
þessum sökum. Þróunin í þessum efnum
hefur þó snúizt til nokkuð betri vegar,
einkum af tveimur ástæðum.
I fyrsta lagi hefur innflutningur olíu-
framleiðsluríkjanna aukizt miklu örar
en búizt hafði verið við, og hafa iðnaðar-
rikin. fyrst og fremst notið góðs af þvi,
enda er innflutningsaukningin að mestu
leyti iðnaðarvörur, einkum fjárfesting-
arvörur og vopnabúnaður. Virðist
greiðsluafgangur olíuútflutningsríkja á
árinu 1975 hafa orðið um 35 milljarðar
dollara, sem er nálægt helmingi minna
en árið áður og mun lægri tala en spáð
hafði verið.
Þungur
róöur
framundan írekstrí
þjódarbúsins
I öðru lagi hefur tekizt að jafna
greiðsluhallann með iánahreyfingum
með auðveldari hætti en flesta hafði
grunað. Sérstakar ráðstafanir á vegum
alþjóðastofnana, svo sem oliulán Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins, hafa lagt hér
drjúgan hlut af mörkum, en að mestu
leyti hefur þessi fjármagnsmiðlun farið
um hendur hins alþjóðlega peninga-
markaðar og þeirra höfuðbanka sem á
honum starfa.
Þótt tekizt hafi með þessum hætti að
leysa greiðslujafnaðarvandamál síðustu
tveggja ára með skaplegum hætti, er enn
mikil óvissa framundan í þessum efnum.
Stafar hún ekki sizt af því, hve ójafn
efnahagsörðugleikar siðustu tveggja ára
hafa komið niður á einstökum þjóðum.
Þau ríki, sem verst hafa orðið úti, en í
þeim hópi eru mörg fátækustu þróunar-
ríki heimsins, hafa safnað miklum er-
lendum skuldum og eiga því við sívax-
andi greiðslubyrði að striða. Er veruleg
hætta á því, að almennt lánstraust
margra þjóða muni veikjast mjög, ef
lengi stefnir í sömu átt. Gæti það haft
alvarlegar afleiðingar, ekki aðeins fyrir
viðkomandi þjóðir, heldur jafnvel fyrir
almenna efnahagsþróun i heiminum.
Verða vandamál þessi vafalaust ofarlega
á baugi á næstunni hjá þeim alþjóða-
stofnunum, sem við efnahagsmálin fást.
III.
Er þá að því komið að ræða stuttlega
um efnahagshorfur í heiminum í upp-
hafi ársins 1976.
Allt bendir til þess, að iðnaðarríkin,
sem mestu ráða um efnahagsþróunina,
séu nú örugglega komin á braut vaxandi
framleiðslu og batnandi efnahags. I
heild er búizt við því, að framleiðslu-
aukning í þessum ríkjum verði nálægt
5% á árinu 1976, mest í Norður-Ameríku
og Japan, en þó nokkru minni í Evrópu,
einkum Bretlandi og Italíu, sem enn eiga
við mikla verðbólgu og greiðsluhalla að
stríða. Sé litið á iðnaðarríkin í hoild, eru
skilyrðin til afturbata að flestu leyti góð,
greiðslustaðan út á við sterk, innlend
verðbólga í rénum og næg framleiðslu-
geta fyrir hendi. Mikillar varkárni gætir
þó í efnahagsstefnu flestra þessara
ríkja, og er stjörnvöldum sérstaklega
umhugað um að forðast nýja verðbólgu-
þröun, sem gæti siglt í kjölfar of ört
vaxandi eftirspurnar. Takist að sigla á
milli skers og báru í þessu efni ættu góð
skilyrði að vera fyrir hendi til áfram-
haldandi hagvaxtar á næstu árum.
Þótt varkárnin í efnahagsstefnu iðnað-
arríkjanna sé vafalaust á góðum rökum
reist, getur hún auðveldlega orðið til
þess að fresta afturbata í ýmsum þeirra
landa, þar sem efnahagserfiðleikar hafa
verið mestir að undanförnu. Á þetta
sérstaklega við um frumframleiðslurík-
in, þ.e.a.s. þau ríki, sem byggja afkomu
sína á útflutningi matvæla og iðnaðar-
hráefna, annarra en olíu. Viðskiptakjör
þessara ríkja hafa breytzt ört undanfar-
in ár. Eftir mikinn bata viðskiptakjara,
einkum á árinu 1973, þegar verðlag á
hráefnum og matvælum var í hámarki,
sló mjög í bakseglin á árunum 1974 og
1975, og er þróunin hér á landi gott
dæmi um það. Hækkun olíuverðlags
samfara lækkun á verðlagi hráefna og
matvæla hefpr leitt til ört rýrnandi
greiðslustöðu þessara ríkja, og hafa
mörg þeirra aukið mjög erlendar skuldir
sínar. Þótt nú sé útlit fyrir, að þó nokkur
framleiðsluaukning verði í iðnaðarríkj-
unum, er ekki Iíklegt, að hún verði næg
til þess, að verðlag á hráefnum og mat-
vælum batni að neinu ráði. Það er því
talið sennilegast, að viðskiptakjör frum-
framleiðsluríkja muni lítið batna á árinu
1976, og munu þessi ríki því væntanlega
enn eiga við, mikla greiðsluerfiðleika að
etja. Vegna sívaxandi skuldabyrða má
hins vegar búast við því, að erfitt reynist
fyrir sum þeirra, einkum hin fátækari,
að jafna greiðsluhalla sinn með erlend-
um lántökum, svo að ekki verði um ann-
an kost að velja en strangt eftirspurnar-
aðhald innanlands.
IV.
Efnahagshorfurnar hér á landi mótast
mjög af sams konar vandamálum og nú
hefur verið lýst. Eftir tvö ár óhagstæðrar
þróunar viðskiptakjara og gífurlegs við-
skiptahalla við útlönd er svigrúmið til
fjármögnunar áframhaldandi halla orðið
afar þröngt, og greiðslubyrði erlendra
lána tekur til sln sívaxandi hluta þjóðar-
framleiðslunnar. Sá bati, sem nú er
sjáanlegur í eftirspurn á heimsmarkaði,
er vissulega vel þeginn, en ólíklegt
virðist, að hann nægi til að færa
íslendingum nokkurn teljandi bata við-
skiptakjara á árinu 1976. Leiðrétting
greiðsluhallans við útlönd verður því að
mestu leyti að gerast með enn frekari
samdrætti þjóðarútgjalda. Við þann
mikla hagstjórnarvanda, sem I þessu
felst, bætast svo áhyggjur vegna
minnkandi veiðiþols íslenzkra fiski-
stofna á næstu árum og áhrif þau, sem
það kann að hafa á útflutningstekjur
þjóðarinnar. Það er því hætt við, að
framundan sé þungur róður í rekstri
þjóðarbúsins, áður en sá bati, sem þegar
má sjá víða erlendis, fer að setja svip
sinn áþróunina hér á landi. j.n.
Nú er veður til að skapa
□ Tómas Guðmundsson:
□ STJÖRNUR VORS-
INS.
□ Bók þessi er gefin út í
tilefni 75 ára afmælis
höfundar 6. janúar
1976.
□ Steinunn Marteins-
dóttir myndskreytti.
□ Almenna bókafélagið
1975.
„OG enginn hefur vandað betur
veröldina sína/ en ég veröldina
mína“, segir Tómas Guðmunds-
son í einu af hugþekkustu ljóð-
um sínum. Nú er veður til að
skapa I Stjörnum vorsins. Þetta
eru orð að sönnu og gætu staðið
sem einkunnarorð skáldskapar
Tómasar. Stjörnur vorsins eru
ekki síst til vitnis af bókum
Tómasar um þá einstæðu fágun
og ljóðrænu mýkt, sem hann
hefur á valdi sínu. I sama ljóði
er sagt frá því að lífið sé fagurt
og eftirsóknarvert „ef aldrei
hafa fegurri/ himinstjörnur
hrapað/ en himinstjörnur
þær,/ er þú sjálfur hefur gert.“
Þær stjörnur, sem eru ljóð
Tómasar Guðmundssonar,
hrapa ekki. Þær geta ef til vill
fjarlægst og dofnað um sinn, en
þær skína á ný jafn bjartar og á
degi sköpunarinnar eins og all-
ur vandaður skáldskapur. Hinn
opinskái og kumpánlegi stíll
þess Ijóðs, sem hér hefur verið
minnt á, er slíkum kostum
búinn að hann hlýtur að tala
enn í dag til nýrra lesenda á
sama hátt og hann höfðar til
hins fjölmenna aðdáendahóps
skáldsins. Kristján Karlsson
segir réttilega I formálsorðum
afmælisútgáfunnar: „I Stjörn-
um vorsins nýtur sín til
fullnustu málfar skáldsins, eins
og það er eiginlegast: í senn
viðhafnarlegt og alveg óhátið-
legt. I öllum kveðskap hans er
þessi stíll hvorki meira né
minna en ófrávíkjanleg afstaða
til llfsins, en I Stjörnum vorsins
reynir ennþá meira á mýkt
stílsins og sveigjanleik en ann-
ars staðar, af því að hér hefir
skáldið máð burt arflæga
sundurgreiningu gamans og
alvöru I skáldskap." Nú er
veður til að skapa er gott dæmi
um þetta. Þar er I senn lýst
Tómas Guðmundsson
persónulegri og skáldlegri
reynslu og harmi samtíðar, sorg
og gleði búa þar saman eins og i
lifinu sjálfu. Skáldið reynir
hvergi að einfalda þá mynd,
sem dregin er upp. Léttleikur
ljóðsins dýpkar boðskap þess
um hina mótsagnakenndu til-
veru mannsins: „En himin-
hnettir breytast/ og hjörtu
manna þreytast/ á öllu, sem
þau eignast/ og áður þráðu
heitast".
Þegar talað er um stil Tómas-
ar, til dæmis „fullkomnun
stils“ eins og Kristján Karlsson
gerir, held ég að hollt sé að
hyggja að því, sem Matthías
Johannessen skrifar i afmælis-
grein (Mbl. 6. janúar 1976):
„Samtíð okkar á ekki betri full-
trúa i framtíðinni en ljóð
Tómasar, sem eru oft og einatt
svo nálægt daglegu tungutaki
að engu er líkara en þau lúti
ekki neinum bragreglum, en
slíkt er ekki á færi nema stór-
skálda." Matthías hefur eftir
Tómasi að „sjötta erindið í
kvæðinu Konan með hundinn í
Stjörnum vorsins er eiginlega
ekkert annað en ein setning í
óbundnu máli.“ Með þessi orð
Tómasar I huga ættu menn að
varast að gera mjög ákveðnar
kröfur til forms ljóða. Sigur
Tómasar og nýjung í islenskum
skáldskap er meðal annars fólg-
inn í þvi hvernig hann gæðir
hina hversdaglegustu hluti,
þau orð, sem menn gripa helst
til í önn dagsins, skáldlegu lifi.
Bókmenntlr
eftir ERLEND
JÓNSSON
Það eru vissulega dæmi um
viðhafnarleg ljóð i Stjörnum
vorsins (Aladdin, I klaustur-
garðinum, Bæn til dauðans), en
þar eru líka ljóð, sem I eðli sinu
eru andóf gegn hátiðleik
(Þegar ég praktíseraði, Tvær
konur, Víxilkvæði). I fjöl-
breytni sinni og einnig því hve
skáldið er sjálfu sér samkvæmt
gæti hver og ein Ijóðabók
Tómasar Guðmundssonar verið
æviverk skálds.
Steinunn Marteinsdóttir
hefur séð um umbrot og útlit
afmælisútgáfunnar og mynd-
skreytt hana. Myndir hennar
eru trúar ljóðunum. 1 þeim er
mýkt og yndisþokki og einnig
skemmtilegur húmor. Það er
hægt að læra mikið af þessum
myndum, meðal annars að það,
sem máli skiptir i myndskreyt-
ingu ljóða er að um samræmi sé
að ræða, myndlistarmaðurinn
sé ekki í samkeppni við skáldið
um athygli lesenda.