Morgunblaðið - 24.02.1976, Blaðsíða 1
36 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
44. tbl. 63. árg. ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Geir Hallgrímsson á Alþingi í gærkvöldi:
Verðbólgan komin niður í 26%
Allar þjóðir viðurkenna 200 mílur í raun nema Bretar
□
□
Sjá ræðu Gcirs Hallgrfmssonar f heild á miðopnu
□
□
í umræðum á Alþingi í gærkvöldi um van-
trauststillögu stjórnarandstæðinga, sagði Geir
Hallgrímsson, forsætisráðherra, að hátterni og
framkoma stjórnarandstöðunnar bæri lítt vitni
ábyrgðartilfinningu, þegar tslendingar ættu í
örlagaríkri baráttu út á við og viðkvæmri
kjaradeilu inn á við. „Okkur íslendingum ber
brýn nauðsyn til að setja niður deilur okkar
inn á við, hvort sem það eru kjaradeilur eða
pólitískar deilur, til þess að standa sterkir og
sameinaðir út á við í baráttunni fyrir lífshags-
munum okkar og sigri í 200 mílna fiskveiðilög-
sögunni“, sagði forsætisráðherra ennfremur.
t lok ræðu sinnar sagði Geir
Hallgrfmsson, að vantrauststil-
laga þessi væri ekki til þess fallin
blaðsins i dag, en hér fara á eftir
nokkur atriði, sem fram komu í
ræðunni, sem fjallaði fyrst og
fremst um landhelgismál, efna-
hagsmál og kjaramáL
Framhald á bls. 35
Geir Hallgrfmsson
forsætisráðherra.
að styrkja stöðu okkar þegar við
stæðum f alvarlegri baráttu við
Breta og kjaradeilum inn á við.
Hún skiptir e.t.v. ekki miklu
máli, sagði Geir Hallgrímsson, að
öðru leyti en þvf að hún afhjúpar
veika, ráðvillta og fljótfærna
stjórnarandstöðu.
Ræða Geirs Hallgrímssonar er
birt i heild á miðopnu Morgun-
Mao formaður fagnar Nixon f gær
Símamynd AP
Langir
fundir
Nixons
með Mao
og Hua
Washington og Peking
23. febrúr AP-Reuter.
NIXON, fvrrum Bandarfkjafor-
seti sem nú er f hcimsókn í
Kfna í boði kfnverskra ráða-
manna, hefur frá komu sinni á
laugardag hlotið móttökur sem
um þjóðhöfðingja væri að
ræða. Nixon átti í morgun nær
tveggja klukkustunda fund
Framhald á bls. 35
Knut Frydenlund með
sáttatillögu til Briissel
Norski utanríkisráðherrann fór í snögga
ferð með einkaþotu til viðræðna við Luns
KNUT Frydenlund utanríkisráðherra Noregs fór í
snögga ferð með einkaþotu til Briissel í gær þar sem
hann ræddi í klukkustund við Josef Luns, framkvæmda-
stjóra Atlantshafsbandalagsins, um hugsanlega mála-
miðlun Norðmanna í fiskveiðideilu Breta og tslendinga.
Lenti flugvél Frydenlunds á flugvellinum í Briissel kl.
16 að fsl. tíma og átti hann klukkustundarviðræður við
Luns áður en hann hélt heimleiðis á nv.
Morgunblaðið náði sambandi
við Jósef Luns í gærkvöldi og
staðfesti hann, að hann hefði átt
fund með norska utanríkisráð-
herranum að ósk og frumkvæði
norsku rikisstjórnarinnar.ensagð-
ist ekki geta skýrt frá þeim tillög-
um, sem Frydenlund hefði komið
með, þar sem ekki væri enn búið
að kynna þær fyrir stjórnum Is-
lands og Bretlands og heyra
þeirra viðbrögð.
Tómas Tómasson, sendiherra
Islands í Briissel, sagði í kvöld
Knut Frydenlund
að hann vissi ekkert um málið
annað en að Frydenlund hefði
komið til Bríissel og átt fund með
Luns. Sagðist Tómas ekki hafa
verið beðinn fyrir nein skilaboð
til islenzku rikisstjórnarinnar,
Lítil hætta talin á ný jum far
aldri af spönsku veikinni
Nokkuð miklar birgðir til af bóluefni hér á landi
Genf 23. febrúar AP-Reuter
ALÞJÓÐA heilbrigðismálastofnunin WIIO, f Genf gaf i dag út
yfirlýsingu þar sem sagt var að sórfræðingar stofnunarinnar teldu
að ckki virtist hætta á að hin mannskæða inflúensa sem felldi um
20 milljónir manna á árunum 1918—19 (spánska veikin) tæki sig
upp að nýju. Yfirlýsing þessi var gefin út vegna frétta frá Banda-
rfkjunum um að ungur bandarfskur hcrmaður hefi látizt af viildum
inflúensku af A-stofni sem Ifktist inflúcnsu þeirri sem geisaði 1918
og 19.Þrfr aðrir fálagar hans náðu sár eftir þriggja vikna legu.
Hins vegar sagði i yfirlýsing-
unni, að þrátt fyrir þetta álit
hefði WHO þegar gert ráðstaf-
anir til framleiðslu á bóluefni
gegn þessari inflúensu í stórum
stíl, ef álitið reyndist rangt.
Hafa rannsóknastofnanir WHO
í Bretlandi og Bandaríkjunum
fengið fyrirmæli um að hefja
undirbúning framleiðslunnar. I
samtali við Morgunblaðið sagði
Ölafur Ölafsson landlæknir að
nokkuð magn væri til af slíku
bóluefni hér á landi.
Talsmaður WHO sagði, að
ekkert benti til þess að þörf
væri á miklu magni af þessu
bóluefni, en þó gæti enginn
fullyrt um það. Hin banvæna
sóttkveikja, sem um væri að
ræða, væri af svonefndum
„svínastofni", af A-7 stofni sem
venjulegast gerði vart við sig
snemma vetrar og því væri
þetta orðið nokkuð seint til að
veruleg hætta væri á útbreiðslu
veikinnar og ekkert benti til
þess að hún væri að breiðast út.
Þá sagði hann að svinastofnsin-
Framhald á bls. 35
enn sem komið væri, en ekki úti-
lokað að svo yrði gert i fyrramálið
(þriðjudag).
Einar Águstsson utanríkisráð-
herra sagði i samtali við Morgun-
blaðið að íslenzku ríkisstjórninni
hefði verið kunnugt um þessa för
Frydenlunds, en hún hefði ekki
verið farin að ósk eða áeggjan
islenzku stjórnarinnar. Einar
sagði að Frydenlund hefði til-
kynnt sér það simleiðis i fyrra-
dag, að hann ætti erindi til Briiss-
el og vildi þá ræða þetta mál við
Jósef Luns. Einar sagði að is-
lenzku ríkisstjórninni hefðu ekki
borizt tillögur Frydenlunds í mál-
inu, en von væri á þeim.
Norska fréttastofan NTB sagði i
gær, að Frydenlund hefði aðeins
sagt við fréttaritara NTB i Briiss-
el, er hann kom af fundinum með
Luns, að þeir hefði ákveðið að
hafa samband áfram. Sagði frétta-
stofan að þessi för Frydenlunds
til Brússel undirstrikaði þær
miklu áhyggjur, sem norska rikis-
stjórnin hefði af deilu Breta og
íslendinga og hinn mikla áhuga
Norðmanna á að deilan leysist
sem fyrst.
Talsmaður norska utanríkis-
ráðuneytisins, Egil Helle staðfesti
í samtali við Morgunblaðið i gær-
kvöldi, að Norðmenn hefðu unn-
ið að samningu málamiðlunartil-
lögu, en vildi ekki staðfesta hvort
Frydenlund hefði haft þá tillögu
með sér til Brussel.SagðiHelle, að
islenzkum og brezkum yfirvöld-
um væri kunnugt um umleitanir
Norðmanna, en alls endis óvist
væri hvort þær gætu orðið til þess
að koma samningaviðræðum af
stað á ný.