Morgunblaðið - 24.02.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1976
5
BUNAÐARÞING SETT
Ljósm. Friðþjófur
Rétt til setu á Búnaðarþingi hafa 25 kjörnir fulltrúar búnaðarsamband-
anna I landinu, auk þess sem búnaðarmálastjóri og ráðunautar Búnaðarfélagsins hafa þar málfrelsi og
tillögurétt.
99
99
Sauðfj árbúskapur
þarf á auknum rekstr
arlánum að halda
— sagði Halldór E. Sigurðsson,
landbúnaðarráðherra, við setn-
ingu Búnaðarþings í gærmorgun
BUNAÐARÞING, hið 58. I röðinni, var sett I Bændahöllinni árdegis
I gærmorgun. Asgeir Bjarnason, forseti þingsins og formaður
Búnaðarfélags Islands, setti þingið en sfðan fluttu þau Halldór E.
Sigurðsson, landbúnaðarráðherra, og Sigrfður Thorlacius, for-
maður Kvenfélagasambands tslands ávörp. 1 ræðu Asgeirs Bjarna-
sonar kom m.a. fram, að heildarverðmæti landbúnaðarframleiðsl-
unnar til bænda er sem næst 17 milljarðar króna og er þá miðað við
verðlagningu afurða grundvallarbúsins. Landbúnaðarráðherra
gerði sérstaklega að umtalsefni fjárhagserfiðleika bænda og lána-
fyrirgreiðslu þeim til handa og sagðist ráðherrann óttast meir um
afkomu bænda á þessu ári en áður vegna mislyndrar veðráttu og
vegna minnkandi afurða.
í upphafi setningarræðu
sinnar minntist Ásgeir Bjarna-
son, Jóns Gíslasonar, bónda að
Norðurhjáleigu i Alftaveri, en
Jón andaðist 2. april 1975. Jón
hafði mikil afskipti af málefn-
um sveitar sinnar og bænda-
samtakanna og var fulltrúi á
Búnaðarþingum i 20 ár. Ásgeir
vék þessu næst að stöðu land-
búnaðarmálanna i dag og
minnti á að það væri grasið,
sem mestu réði um afkomu-
möguleika í landbúnaði hér á
landi.
Asgeir fór nokkrum orð-
um um graskögglafram-
leiðsluna og benti á þann
árangur, sem náðst hefði i upp-
græðslu sanda eins og í Rangár-
vallasýslu og Austur-
Skaftafellssýslu. Þá væri það
mál manna að bæta mætti fóður
þetta með íblöndun t.d. fitu og
fiskimjöls.
Þá vék Ásgeir að afrakstri
landsmanna af landbúnaði og
sagði að eflaust mætti finna
dæmi um rányrkju í land-
búnaði en rányrkja gæfi engum
brauð til lengdar.-Orðrétt sagði
Asgeir: „Markmið okkar í land-
búnaði á að vera það að rækta
landið, nýta það á réttan hátt,
og tryggja nóg af innlendu
fóðri og fullnægja þörfum
þjóðarinnar fyrir búvörur. Þótt
af og til verði að selja eitthvað
af framleiðslunni úr landi, þá
skaðar það ekki, þar sem gjald-
eyri vantar alltaf. Það er rætt
um offramleiðslu i landbúnaði
og þvi haldið fram, að hann sé
dragbitur á hagvöxt þjóðar-
innar, og sumir telja það réttast
að leggja hann niður og flytja
Halldór E. Sigurðsson: „Eg er
maður sauðfjárræktarinnar og
tel brýna nauðsyn bera til að
efla sauðfjárrækt og gera hana
sem hagkvæmasta."
inn frá öðrum löndum þær
búvörur, sem þjóðin þarfnast.
— Ekki mundi það drýgja
gjaldeyri íslenzku þjóðarinnar,
þaðan af síður gæti það tryggt
öryggi fyrir ódýrum búvörum
erlendis frá, en hins vegar hafa
í för með sér mikla röskun á
verðmætum og lifsafkomu
fj.ölda fólks. Þá væri iíka sterk-
um stoðum kippt undan fjár-
hagslegu öryggi og þjóðlegri
menningu landsmanna."
Ásgeir gerði þessu næst að
umtalsefni útflutning land-
búnaðarafurða en um efni þess
hluta ræðunnar er fjallað á öðr-
um stað í blaðinu. Minnti As-
geir á að undirstaðan undir
öllum framkvæmdum i land-
búnaði væri framleiðslan og
þyrfti því að koma til náið sam-
starf milli leiðbeininga-
þjónustu Búnaðarfélagsins,
Framleiðsluráðs landbúnaðar-
ins og þeirra, sem lánsfé út-
hluta. Að lokum ræddi Asgeir
nokkuð um lánafyrirgreiðslu til
handa bændum og gerði sér-
staklega að umtalsefni vand-
kvæði þeirra, sem hefja vildu
búskap. Kynslóðaskiptin í land-
búnaði reyndust mörgum erfið
og skorti þar einkum fjármagn,
þvi samkeppni væri oft hörð við
aðra aðila, sem ekki hefðu hug
á búskap en hefðu yfir nægu
fjármagni að ráða.
Þegar Ásgeir Bjarnason hafði
sagt þetta 58. Búnaðarþing sett
tók Halldór E. Sigurðsson land-
búnaðarráðherra, íil máls. I
upphafi ræðu sinnar fjallaði
ráðherrann um fjárfestingar-
framkvæmdir i landbúnaði og
sagði að þær hefðu orðið meiri
á árinu 1975 heldur en nokkru
sinni fyrr og næmi hækkunin
milii áranna 1974 til 1975 um
30%. Stofnlánadeild landbún-
aðarins lánaði á siðasta ári 1380
milljónir króna og þar af fóru
160 milljónir til vinnslustöðv-
anna.
Þá gat ráðherrann þess að á
síðastliðnu ári hefði Byggða-
sjóður tekið upp þá stefnu að
lána til landbúnaðar f fyrsta
skipti og lánaði hann alls 160
milljónir króna til vinnslu-
stöðva, grasköggla- og hey-
mjölsverksmiðja, ræktunar-
sambanda, minkabúa, fiski-
ræktar og alifuglaræktar. Sam-
tals urðu því stofnlán til land-
búnaðar á árinu 1975 1540
milljónir króna.
Ráðherrann gerði siðan mál-
efni stofnlánadeildarinnar sér-
staklega að umræðuefni og
þann vanda, sem deildin á við
að etja vegna ónógra tekna og
vegna kjaramismunar á útlán-
um og innlánum hennar. Sagði
ráðherrann að nú væri unnið að
því að útvega deildinni auknar
eigin tekjur og einnig yrði að
breyta lánareglum, þannig að
hún þurfi ekki að ganga á sitt
eigið fé an á síðastliðnu ári varð
deildin að verja um 30 milljón-
um af sínu eigin fé vegna
slæmra lánaskilmála.
Halldór ræddi þessu næst um
rekstrarlán til handa bændum
og sagði að á árinu 1975 hefðu
þau hækkað um 86% en þrátt
fyrir þessa hækkun væri nú svo
komið, að enn steðjuðu sömu
erfiðleikarnir að. Sagði ráð-
herrann að ljóst væri að gera
þyrfti verulegar endurbætur á
rekstrariánunum vegna verð-
hækkana, sem átt hafa sér stað.
Þá væri sýnt að sauðfjárbú-
skapurinn í landinu þyrfti á
auknum rekstrarlánum að
Asgeir Bjarnason: „Markmið
okkar 1 landbúnaði á að vera
það að rækta landið, nýta það á
réttan hátt, og tryggja nóg af
innlendu fóðri og fullnægja
þörfum þjóðarinnar fyrir
búvörur.“
halda, þar sem innlegg þeirra
bænda, sem sauðfjárbúskap
stunda, er eingöngu að hausti,
en viðskiptabúskapur ráðandi
hjá þeim sem öðrum bændum.
Ráðherrann tók fram að hann
væri maðursauðfjárræktarinn-
ar og hanayrði að efla.
Næst vék ráðherrann að út-
flutningi landbúnaðarafurða og
ýmsum þeim málum, sem nú
eru til meðferðar hjá rikis-
stjórn og Alþingi og snerta
landbúnað. Þessu næst vék ráð-
herrann að uppbyggingu hey-
kögglaverksmiðja og fóður-
framleiðslu hér innanlands og
fór nokkrum orðum um mikil-
vægi þessarar framleiðslu og
það sem gert hefði verið. Fram-
kvæmdir við þetta verkefni
hefðu hins vegar reynzt
erfiðari og dýrari í framkvæmd
heldur en gert var ráð fyrir.
Sagði ráðherrann að sú hug-
mynd hefði komið fram að
leggja bæri sérstakt gjald á inn-
fluttan fóðurbæti og nota það
eingöngu til að byggja upp
þessar verksmiðjur.
Að lokum ræddi ráðherrann
mikilvægi landbúnaðar á
Islandi með tilliti til matvæla-
framleiðslunnar i heiminum og
minnti á þá staðreynd, að mat-
vælaframleiðsla í heiminum
eykst ekki að sama skapi og
fólkinu fjölgar.
Sigriður Thorlacius, for-
maður Kvenfélagasambands
Islands, flutti þessu næst ávarp
og ræddi hún nokkuð um stöðu
kvenna í sveitum og þátt þeirra
í þjóðlífinu.
Rúmlega 20 mál hafa nú ver-
ið lögð fyrir Búnaðarþing og
hefur efnis þeirra verið getið
áður. Búnaðarþing hefur yfir-
leitt staðið i um hálfan mánuð
en stefnt er að því að hraða
störfum þingsins að þessu sinni
og ljúka þvi nokkru fyrr.
Magnús Magnússon tekur við
rektorsembætti í Edinborg
Edinborg —21. febr.
einkaskeyti til Mbl.
MAGNUS Magnússon, sem
þekktur er úr sjónvarpi, var
settur inn i rektorsembætti við
Edinborgarháskóla s.l. laugardag.
Við slika athöfn er siður, að
stúdentar beri rektor sinn í
burðarstóli.
Kjarni ræðu Magnúsar Magnús-
soriar við athöfnina var: „Penn-
inn er máttugri en orðið" Hann
sagði almenning búast við
„orðum, sem hugsuðu fyrir
okkur“ og til þess væri ætlazt að
fjölmiðlar hefðu orðin á tak-
teinum, i stað þess að fólkið
hugsaði sjálft. Hann bætti því við
Fylkingin með útifund
FYLKINGIN hefur boðað til úti-
fundar á Lækjartorgi í dag kl. 14.
Segir i fréttatilkynningu frá Fylk-
ingunni, að reynt hafi verið að fá
Alþýðubandalagið og önnur
vinstri samtök til sameiginlegra
aðgerða til að styðja verkalýðinn,
en ekki tekizt.
Magnús Magnússon.
að þetta væri ekki fjölmiðlum að
kenna að öllu leyti, og sagði siðan:
„Við notum fjölmiðla, eða reyn-
um að nota þá, i okkar eigin þágu.
Við tæpum á tætingslegum sögu-
sögnum og klæðum þær í búning
óopinberra upplýsinga, við
veljum atriði til viðbótar, i því
skyni að treysta ákveðna stöðu,
eða hafa áhrif á skoðanir eða for-
dóma.“
Síðan sagði Magnús Magnús-
son: „Þegar allt kemur til alls
erum við að svikja sjálf okkur.
Við tökum ákvarðanir í dag með
fyrirsagnir morgundagsins að
leiðarljósi. Þetta er hin raunveru-
lega harðstjórn pennans, sem við
höfum beygt okkur undir. 1 stað
þess að líta sifellt til fjöl-
miðlanna, verðum við að taka
tillit til hins jákvæða, sem býr
með okkur sjálfum.“
Leiðrétting
VEGNA þráláts misskilnings skal
það tekið fram að sýning sú, er
Sigrún Jónsdóttir heldur þessa
dagana, er i Stofunni yfir verzlun-
inni Kirkjumunum í Kirkjustræti
10.
Standi verkfall enn yfir í
kvöld mun sýningin verða fram-
lengd um óákveðinn tima.
Wilkinson og Lára
Halda tónleika í
Norræna húsinu
BERNHARD Wilkinson flautu-
leikari heldur tónleika f Norræna
húsinu annað kvöld kl. 20.30 við
undirleik Láru Rafnsdóttur.
Bernhard Wilkinson er fæddur
1951 I Hitchin í Englandi. Faðir
hans var upptökust jóri hjá B.B.C.
og kórstjórnandi en móðir hans
var af færeyskum ættum.
Hann hóf tónlistarferil sinn
átta ára sem kórdrengur í
Westminster Abbeydrengjakórn-
um, þar sem hann söng í fjögur og
hálft ár. Nám í flautuleik hóf
hann 14 ára. Síðar stundaði hann
nám i Royal Manchester College
of Music, þar hlaut hann náms-
styrk og ýmis verðlaun og gull-
verðlaun i hljómsveitarleik.
Hann hefur leikið með ýmsum
hljómsveitum sem gestur og
haldið sjálfstæða tónleika bæði i
Englandi og Frakklandi. Hann
leikur nú með Sinfóníuhljómsveit
Islands.
Wilkinson og Lára leika lög
eftir Bach, Poulenc, Fauré,
Gaubert og Godard.