Morgunblaðið - 24.02.1976, Side 12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1976
12
Sveinn Björnsson verkfræðingur:
Það er þjóðariþrótt íslend-
inga að gera ágreinings- og rif-
rildisefni úr hverju málefni
sem færi gefst á. Dæmi eru
óþörf. Forystugreinar og les-
endabréf dagblaðanna, um-
ræðuþættir í sjónvarpi og dag-
lega lífið nægja sem heimildir.
Þetta ber ekki að lasta. Innan
skynsamlegra og heiðarlegra
marka hlýtur opin umræða að
styrkja lýðræðið, en horn-
steinar þess eru einmitt mál- og
prentfrelsi. Við því er ekkert að
gera, þótt íþróttin drabbist
stundum niður í leiðindaþras-
og fjas. Hver vill taka að sér að
dæma slíka iðkendur úr leik?
Þessi hugleiðing er ekki án
tilefnis. Þriðjudaginn 17.
febrúar s.l. fóru fram rökræður
í sjónvarpi undir stjórn dr.
Gunnars G. Schram, þar sem
fjörir menn fjölluðu um Nato
og landhelgismálið. Þarna var
ma. deilt um gagnsemi eða
gagnsleysi Nato og varnarliðs-
ins hér á landi gagnvart
vopnuðu ofbeldi Breta við Is-
lendingá. Engum duldist eða
kom á óvart, að sá röttæki i
hópi þátttakenda sá hér gullið
tækifæri til að losa okkur við
varnarliðið og til að ganga úr
Nato. Hvers vegna ekki? Þessir
aðilar hefðu reynzt okkur vita
gagnslausir í þorskastríðinu.
Þennan boðskap þekkjum
við. Spurningin er sú, hvort það
geti hugsast, að menn séu farn-
ir að Ijá honum eyra. Sá ótti
læðist að manni. Sá ótti, að
menn hafi verið ruglaðir svo í
ríminu, að markmiðið með bar-
áttunni fyrir 200 mílna
fiskveiðilögsögu, sé orðið eitt-
hvert yfir- og endatakmark i
þjóðlífi Islendinga, að engin
fórn sé nógu stór eða svo vafa-
söm að hana skuli ekki reyna,
ef vera skyldi að hún færði
okkur e.t.v. degi, viku eða
mánuði nær markinu, þ.e. alls-
herjaryfirráðum yfir fiskveiði-
lögsögunni.
Hollt getur verið fyrir þá,
sem eru e.t.v. farnir að trúa því,
að við eigum þá leiki f skákinni,
að losa okkur við varnarliðið og
ganga úr Nato, að hugsa stöð-
una, sem upp kæmi, svolítið
lengra. Við skulum gera ráð
fyrir að þessir leikir séu orðnir
st aðreynd.
Við höfum sagt okkur úr lög-
um við þær þjóðir, sem í krafti
lýðræðis og frelsis hafa valið
sér svipað þjöðskipulag og við.
Við höfum rofið þá varðborg,
sem þessar þjóðir hafa myndað
af illri nauðsyn til að verja þá
hugsjón í framkvæmd, sem lýð-
ræðið er.
Island er orðið varnarlaust.
Hafin er hemjulaus viðleitni
stórveldanna með undirróðri,
njósnum og hvers konar þrýst-
ingi til áhrifa, beinna og
óbcinna, á Islendinga með það
fyrir augum, að geta náð yfir-
tökum á hólmanum, ef til
Sveinn Björnsson
Norðurlöndunum einangruð-
um, ef til styrjaldar drægi.
Þjóðir, sem lentu undir oki
nasismans og kommúnismans
að undangengnum styrjaldar-
átökum, taka hugtök eins og
frelsi og ánauð alvarlega. Sem
betur fer höfum við ekki þurft
að upplifa slíkt og getum verið
þakklát (hverjum?) fyrir. Hætt
er því við, að vinaþjóðir okkar
núverandi teldu sér skynsam-
legt, öryggis síns vegna, að af-
skrifa Islendinga sem banda-
menn í eitt skipti fyrir öll. Láta
þá sigla sinn eigin sjó. Hvort
þetta bitnaði á okkur i öðrum
samskiptum en stjórnmálaleg-
um skal ósagt látið. Viðskipti,
fjármál, samgöngur, menning,
saga o.m.fl. tengja okkur sterk-
um böndum við vinaþjóðirnar
máls, er leitt til þess að vita, að
klókir áróðursmenn finnast
með þjóðinni, sem í gervi
sauðagæru, eru tilbúnir á ör-
lagastundu að reyna að rugla
fólk i riminu.
Þótt þorskurinn sé okkur
mikilvægur, erum við sem
betur fer ekki þeirri örvænt-
ingu ofurseldir, að fórna beri
hverju sem er í baráttunni um
hann, jafnvel hugsjónum, vin-
áttu og sess í samfélagi frjálsra
þjóða. Slíkar fórnir yrðu, hvort
eð er einungis til að spilla fyrir
framgangi landhelgismálsins,
enda er sigur í því, hvort eð er á
næsta leiti.
Atvinnumenn í undirróðri og
múgsefjun, sem villa á sér
heimildir, koma því miður öðru
hverju fram fyrir alþjóð undir
yfirskini heilbrigðrar rökræðu.
Þessir kumpánar koma venju-
lega upp um sig sjáifir, ef vel er
að gáð. En samt virðist full
ástæða til að vara við þeim og
biðja fólk að vera vel á verði
gagnvart þeim. Þeim er ekkert
heilagt. Tilgangurinn helgar
meðalið.
Eins og nú er ástatt i þjóðmál-
um okkar, á úlfúð og sundur-
þykkja sízt heima í herbúðum
okkar. Látum undirróðurs-
mönnum ekki takast að sundra
þjóðinni og valda ringlureið,
múgsefjun og taugaveiklun.
Ekki verður annað séð en að
ríkisstjórn okkar muni takast
að leiða landhelgismálið til far-
sælla lykta með núverandi
vinnubrögðum, sem hafa ein-
kennzt af ábyrgðatilfinningu,
gætni, festu og sanngirni.
Að lokum: Við skulum halda
fast i sjálfsvirðingu og sess
okkar meðal frjálsra þjóða á
hverju sem gengur.
Þorskurinn og NATO
styrjaldar drægi. Hér dygði
„frjáls aðferð“ stórveldanna.
Viðskiptaþvinganir mundu ef-
laust reynast þeim vel. Einnig
mætti t.d. hugsa sér óvænta
vernd úr austri, sbr.
Tékkóslóvakíu. Á eftir yrði
ekkert spurt, hver hennar hefði
óskað.
Vinaþjóðir okkar beggja
vegna Atlantshafsins myndu
vissulega sjá eftir elztu þing-
ræðisþjóðinni úr hópnum, þótt
minnst sé. Vonbrigðin yfir
hegðun vandræðabarnsins yrðu
sennilega sár og tregablandin
og einkum mundu Skandinavar
telja sig illa svikna — þvi ber
er hver að baki nema bróður
eigi. Með Island í óvinahöndum
yrði væntanlega lítið úr hinum
beggja vegna Atlantshafsins.
Þyrfti nokkurn að undra, þótt
áhugi þeirra minnkaði á sam-
skiptum við Islendinga á
þessum sviðum, þegar við
hefðum sýnt þeim f verki, að
við vildum ekki eiga samleið
með þeim í því, sem mestu málí
skipti, að tryggja frelsi og lýð-
ræði.
Staðan í endataflinu yrði
væntanlega óburðug. Island
yrði í algjöru uppnámi, rúið
vörnum og vinum. Getur hver
og einn myndað sér skoðun um
tafllokin. Er þá hætt við að
fleira myndi mengast, sem ís-
lenzkt er, en Kleifarvatn. Þar
var aðeins um að ræða nokkur
úrelt fjarskiptatæki!
Svo vikið sé að upphafi þessa
Þingsályktun:
Reglugerð um
hrognkelsaveiði
Gunnlaugur Finnsson (F)
flytur þingsályktunartillögu
þess efnis, að viðkomandi ráðu-
neytí setji reglugerð um hrogn-
kelsaveiðar við Island, þar sem
m.a. sé kveðið á um svæðis-
bundinn veiðitíma, friðunarað-
gerðir o.fl. I greinargerð segir:
í skýrslu Haf-
rannsóknastofnunarinn-
ar frá 16. okt. s.l. um
ástand fiskstofna er ekki
aó finna neinar upp-
lýsingar um ástand
hrognkelsastofnsins. Til-
tölulega takmarkaöar
upplýsingar munu liggja
fyrir um stærð stofnsins
og veiðiþol, afla miöað
við netafjölda, gönguleið-
ir o.þ.h. Nokkrar rann-
sóknir hafa þó átt sér
stað, er m.a. veita upp-
lýsingar, þótt takmarkað-
ar séu, um ferðir
merktra hrognkelsa við
strendur landsins. En
rannsóknir þessar eru
allt of skammt á veg
komnar.
Útibú Hafrannsókna-
stofnunarinnar á Húsa-
vík mun nú hafa verið
falið að annast þessar
rannsóknir.
Fyrir liggja upplýsing-
ar um heildarafla undan-
farin ár, reiknaðan út frá
magni grásleppuhrogna.
Minni upplýsingar liggja
fyrir um sóknarþungann.
Samkvæmt athugun-
um, sem forstöðumaður
útibúsins á Húsavík
hefur gert, bendir allt til
þess að þrátt fyrir góðan
afla s.l. vor hafi afli á
sóknareiningu minnkað á
vissum svæóum.
Allt bendir til þess að á
næsta vori verði um mjög
aukna sókn að ræöa.
Hrognkelsaveiði hefur
reynst ábatasöm atvinnu-
grein á liðnum árum og
er m.a. orðin snar þáttur
i búskap margra bænda,
sem við sjó búa.
Stærri bátar hafa og í
auknum mæli stundað
þessar veiðar.
Hér er einnig um veru-
legar gjaldeyristekjur að
ræða. Samkv. Hagtíðind-
um nam andvirói út-
fluttra grásleppuhrogna
585 millj. kr. á s.l. ári.
Hér er þvi mikils um
vert að eigi fari svo um
hrognkelsastofninn sem
um ofveidda fiskstofna
við landið. Hrognkelsa-
veiðar eru nú stundaðar
án nokkurra afskipta
stjórnvalda og engar
friðunarráðstafanir hafa
verið gerðar.
Veiðitíminn er misjafn
eftir veiðisvæðum.
Nokkur friðun kynni aó
fást með því að kveða á
um, hvenær veiði megi
hefjast á viðkomandi
svæði og hvenær henni
skuli lokið.
Hætt er við aö með
þverrandi gengd annarra
fisktegunda aukist sókn
stærri báta í hrognkelsa-
stofninn.
Ef svo reynist og nauð-
syn krefur stofnsins
vegna kemur til greina
að takmarka sóknarþung-
ann með leyfisveitingum
til báta yfir ákveðinni
stæró. Hefðbundin
nýting innan nethelgi
gæti þó aldrei heyrt und-
ir slíkt. Svo óvenjulega
stendur á að mál þetta
heyrir undir tvö ráðu-
neyti. Hlunnindi jarða,
þar með talin veiði innan
nethelgi, heyrir undir
landbúnaðarráðuneytið.
Veiði utan nethelgi
sem og fiskrannsóknir
heyra undir sjávarút-
vegsráðuneytið.
Hér verður því til að
koma samstarf beggja
ráðuneytanna svo að
heildarskipulag fáist.
A æfingu hjá Leikfélagi Grindavíkur.
„Afbrýðisöm eigin-
kona” í Grindavík
A FIMMTUDAG frumsýnir Leik-
félag Grindavlkur gamanleikinn
Afbrýðisöm eiginkona eftir Gay
Paxton og Edward Hoile. Leik-
stjóri er Kristján Jónsson en leik-
myndir eru eftir Evelin Adolfs-
dóttur.
Leikritið verður sýnt i félags-
heimilinu Festi og hefur þar ver-
ið útbúið sérstakt leiksvið, rúm-
gott og þægilegt. Möguleikar eru
á að leikritið verði sýnt í ná-
grannabyggðum Grindavíkur en
ekkert hefur verið ákveðið um
það enn.
Leikritið Afbrýðisöm eiginkona
gerist í Englandi á okkar timum.
Leikendur eru níu og eru það:
Haukur Guðjónsson, Guðveig Sig-
urðardóttir, Þorgeir Reynisson,
Lúðvík P. Jóelsson, Erna Jó-
hannsdóttir, Ragnheiður Ragnars-
dóttir, Jóna Ingvadóttir, Jóhann
Ölafsson og Tómas A. Tómasson.
Sýningar verða fram á sunnu-
dag.