Morgunblaðið - 24.02.1976, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1976
17
Bjarna Jóhannessonar og
„Trukksins“ náði KR að sigla
framúr, og i hálfleik var staðan
44:38 KRí vil.
Og strax i upphafi síðari hálf-
leiks virtist sem KR-ingar væru
búnir að veita Islandsmeisturun-
um rothöggið. Á sama tíma og
KR-ingar skoruðu hverja körfuna
á fætur annari var allt i hnút hjá
lR-ingum sem sendu boltann i
hendur KR-ingum hvað eftir
annað. Eftir 5 min. leik i siðari
hálfleik var staðan orðin 56:42
fyrir KR og ekkert virtist benda
til annars en að þeir myndu sigra
að þessu sinni. En þegar hér var
komið tóku iR-ingar leikhlé og
breyttu yfir i maður gegn manni í
vörninni. Og eftir þetta urðu fljót-
lega kaflaskipti i leiknum. Að
visu tók það iR-inga nokkrar
mín. að komast i gang með maður
á mann vörnina og á meðan fengu
þeir á sig körfur, en þeir skoruðu
jafnharðan. En á 10. min. þegar
STAÐAN
ÁrmannlO—10—O 928:736 20
ÍR 10— 8—2 902:770 16
UMFN 10— 6—4 798:771 12
KR 8— 5—3 703:628 10
iS 10— 4—6 784 823 8
Valur 10— 3 — 7 811:848 6
Fram 9— 2—7 597:694 4
Snæfell 9— 0—9 507:760 0
Stighæstir.
Jimmi Rogers, Ármann 260
„Trukkur" Carter, KR 235
Bjarni Gunnar, fS 223
Kristinn Jörundsson, ÍR 205
Kristján Ágústsson. Snæf. 193
Torfi Magnússon Val 192
Jón SigurSsson. Ármann 181
Stefán Bjarkason. UIVIFN 173
Kolbeinn Kristinsson, ÍR 173
Þórir Magnússon, Vat 167
165
157
Jón Jörundsson, IR
Gunnar Þorvarðsson, UMFN
Best vitaskotanýting
(miðað við 25 skot sem lágmark)
Jón Jörundsson. |R
50 39 « 78%
Stefán Bjarkason. UMFN
26 20 » 77%
Kári Marisson. UMFN
46:34 = 74%
Rikharður Hrafnk., Val
43:31 = 72%
Kristinn Jörundsson, ÍR
48:34 = 71%
Jón Sigurðsson, Á
38 27 = 71%
Steinn Sveinsson, ÍS
61:43 = 70%
gk —
AUtá núUpunkti þegar
UMFN sigraði ÍS
Bjarni Gunnar Sveinsson og Gunnar Þorvarðarson ( baráttu um
knöttinn. Jón Héðinsson fylgist spenntur með framvindu mála.
Snœfell mœtti ekki
Armenningar fengu sfn auðveldustu stig f Islandsmötinu til þessa
um helgina. Þá áttu þeir að leika gegn Snæfefli á Akranesi, en Snæfelf
mætti ekki til leiksins. Varð einhver misskilningur innan liðs þeirra
varðandi hvort þessi leikur skyldi leikinn eða ekki, og svo fór að þeir
fóru hvergi. Armenningar mættu hins vegar á staðinn með allt sitt lið,
svo og dómarar. Þar sem Snæfell mætti ekki sigrar Armann f leiknum
með 2:0.
Vonir KR-inga um Islands-
meistaratitilinn i körfuknattleik
urðu að engu um helgina þegar
liðið tapaði fyrir núverandi Is-
landsmeisturum lR. Þar með
hefur KR tapað 6 stigum, IR 4, en
Ármann er enn taplaust. Von IR-
inga um sigur i mótinu byggist
þvf á að Ármann tapi bæði fyrir
iRogKR.
Þessi leikur KR og lR var alveg
samkvæmt öllum venjum, spenn-
andi fram á sfðustu mfnútu. En
þá voru iR-ingar ákveðnari og
betri og unnu verðskuldaðan
sigur 85:82.
I fyrri hálfleik léku bæði liðin
svæðisvörn og leikurinn var jafn
fram eftir öllum hálfleik. Jafnt
var þá á flestum tölum, og um
miðjan hálfleikinn var staðan
17:17. En með frábærum leik
staðan var 64:50 tók leikurinn
nýja stefnu.
Næstu 4 mín. skoruðu iR-ingar
21 stig gegn aðeins 4 stigum KR,
og þar með voru ÍR-ingar komnir
yfir 71:68. Óg það sem eftir var
leiksins hafði IR forustu og
sigraði síðan með 85:82.
Að margra áliti er IR með besta
liðið í dag, og liggur styrkur liðs-
ins i hinni miklu breidd sem er í 6
manna liði þeirra sem mest
leikur. Þar er hver leikmaðurinn
öðrum betri, á sama tima og í
hinum liðunum eru yfirleitt einn
eða tveir leikmenn sem allt hvílir
á. I þessum leik var það Þorsteinn
Hallgrimsson sem var bestur, og
bestur var hann á kaflanum i
siðari hálfleik þegar ÍR var að
vinna upp forskot KR. Þá dreif
hann hina með sér með sínu
mikla keppnisskapi. Þá voru þeir
bræður Kristinn og Jón góðir þótt
Jón réði lítið við „Trukk" í vörn-
inni. Agnar átti góða kafla og
sömuleiðis Kolbeinn.
Aðeins tveim menn stóðu upp
úr i liði KR, þeir „Trukkur“
Carter sem er þó meiddur i baki,
og Bjarni Jóhannesson. Bjarni
var frábær i fyrri hálfleik, en
slappari i þeim siðari. Aðrir voru
jafnir — og leikur þeirra köfl-
óttur. Kolbeinn Pálsson lék t.d.
sinn lélegasta leik í fjöldamörg
ár.
Stighæstir hjá IR: Kristinn 22,
Jón Jör. 20, Agnar 18, Kolbeinn
12.
Hjá KR: „Trukkur" Carter 36,
Bjarni Jóhannesson 21, Eirikur
Jóhannesson 6.
gk-.
„Hvað halda mennirnir eigin-
lega að þeir séu að gera þarna
inná vellinum, þeir halda þó
varla að þeir séu að spila körfu-
bolta." sagði óánægður áhorfandi
á leik IS og UMFN f hálfleik. Og
varla var nema von að maðurinn
væri svekktur. — Leikur IS og
UMFN f fvrri hálfleiknum var
afleitur f alla staði, og nægir e.t.v.
að benda á stigatöfluna í hálfleik
28:29 UMFN í hag þvi til sann-
inda.
Síðari hálfleikurinn var öllu
skárri, þótt aldrei næðu liðin
góðum leik. Mörg mistök voru
gerð á báða bóga, en jafn var
leikurinn allan leiktfmann.
Þótt bæði þessi lið séu um
miðja 1. deild og geti hvorki
unnið mótið né fallið þá var engu
líkara en að taugaspenna þjakaði
leikmenn, og leiddi hún af sér
mikið fum og fát. Þegar fyrri hálf-
leikurinn var hálfnaður var
staðan 10:10!!, en UMFN komst í
26:20 sem var mesti munur i f.h. i
hálfleik leiddi UMFN 29:28.
ÍS komst fljótlega yfir í siðari
hálfleik og náði 6 stiga forustu.
En Njarðvíkingar voru komnir
yfir á ný um miðjan hálfleikinn.
Eftir það munaði aldrei nema
einu til þremur stigum á liðunum,
og Njarðvík var oftast yfir. Þegar
ein mín. var til leiksloka leiddi IS
þó 63:62, en Geir Þorsteinsson
kom UMFN yfir. með góðri körfu
64:63. Og lokaorðið átti Kári
Marisson eftir að leiktíma lauk,
en þá hitti hann úr einu vítaskoti
og lokatölur urðu þvi 65:63 fyrir
UMFN sem hefndi þar með fyrir
ósigurinn gegn ÍS í fyrri umferð-
inni.
Kári Marísson var langatkvæða-
mestur í liði UMFN, auk þess sem
hann skoraði mikið var hann lag-
inn við að stela boltanum. — Hjá
IS bar mest á Bjarna Gunnari að
venju, en Steinn Sveinsson átti
góðan kafla undir lokin. En það
er greinilegt að ÍS liðið kemst
ekki i allra fremstu röð fyrr en
iiðið hefur fengið til sín góðan
bakvörð.
Stighæstir hjá UMFN: Kári 22,
Stefán 15,.Gunnar 13.
IS: Bjarni Gunnar 18, Steinn
10, Ingi Stefánsson 8. jogk—. Kristinn Jörundsson dregur ekki af sér og skorar fyrir IR, án þess að
------------------------- Arni Guðmundsson komi við vörnum.
ÍR-INGAR EIGA EM MOGULEIKA
EFIIR 85:82 SIGUR YFIR KR-INGll
Víkingor í basli með
UMFB en vann 3-1
Einn leikur.fór fram I 1. deild
islandsmótsins í blaki og var hann
háður á Laugarvatni, milli UMFB
og Víkings. Víkingar áttu I mestu
vandræðum með frlskt lið Tungna-
manna, en tókst þó að sigra 3— 1.
Fyrsta hrinaan var auðveld fyrir
Víkinga og tókst Tungnamönnum
aldrei að ná sér á strik. Vlkingar
settu undir laumur frá þeim og
vörðu skelli í hávörn Úrslit urðu
15—4 fyrir Vlking, en næsta hrina
var mesti barningur fyrir þá Vik-
ingar komust I 7 — 5. en Tungna-
menn unnu næstu fimm stig og
komust yfir 10—7. en Vikingar
jöfnuðu 12—12. Slðan komust
Tungnamenn I 13—12, en Vík-
ingar unnu boltann og léku af
öryggi og sigruðu 15—13 Vik-
ingar skelltu mikið útaf og i netið á
þessum kafla, en hávörn Tungna-
manna var einnig ágæt Þegar þetta
skrið var komið á UMFB áttu Vik-
ingar erfitt með að hrista þá af sér
og i þriðju hrinu höfðu Vikingar yfir
12—11, en Tungnamenn vörðust
vel og tókst að sigra í hrinunni
15—13 og verðskulduðu þeir
sigurinn. Vikingar voru heillum
horfnir, og einbeitihgu skorti alger-
lega hjá liðinu Vanmat á and-
stæðingnum er sennilega um að
kenna og vonandi læra Vikingar á
þessu
Hjá Tungnamönnum var Björgvin
Eyjólfsson einna grimmastur, og var
fleygur áberandi bestur hjá honum,
og sömuleiðis var hann ákveðinn við
netið — Vikingum tókst þó að
hrista af sér þennan dofa og sigruðu
fjórðu hrinuna auðveldlega 15—5
Vikingar voru frekar slappir i
þessum leik og mega þeir gera betur
ef þeir ætla að stöðva ÍS, sem þeir
leika gegn um næstu helgi
iiivi vhíah iiAUA m\ wm