Morgunblaðið - 24.02.1976, Page 34

Morgunblaðið - 24.02.1976, Page 34
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1976 Við viiiniiiii með miklu meiri markamun en í Rejkjavík sögðu júgóslavnesku landsliðsmennirnir Jóhann Ingi Gunnarsson, hand- knatlleiksmaður úr Val, dvelur um þessar mundir í Júgðslavíu, þar sem hann er að kvnna sér handknattleiksþjálfun. Hefur Jó- hann dvalir þar vtra I um það hil þrjár vikur og Verður áfram um nokkra hríð. Honum hefur hoðist þjálfarastaða í Sviss, en er enn óráðinn hvort hann tekur henni. Jóhann Ingi hefur meðal annars fylgst með æfingum júgóslavneska landsliðsins að undanförnu og undirbúningi liðs- ins fyrir landsleikinn við lslend- inga. Notaði Jóhann tækifærið er júgóslavneska landsliðið kom í heimsökn lil I'aneevo, þar sem hann dvelur.og ræddi við nokkra leikmenn þess og stjórnendur fyrir Morgunhlaðið. l>á skömmu áður höfðu Júgóslavarnir leikið við Luxemburgara í Olympíu- keppninni og lauk þeim leik með stórsigri þeirra 27—11. Fer hér á eftir grein Jóhanns: — Undirbúníngur landsliðsins fyrir leikina við Luxemburg var í lágmarki, að mati stjórnenda liðs- ins. Hann hófst með læknisskoð- un, sem leikmennirnir gangast undir nokkrum sinnum á ári. Þannig fylgjast þeir með ástandi sinna manna líkamlega, hvort þrek þeirra hefur minnkað eða hvort þeir hafa bætt sig. Lands- liðsþjálfarinn Milkovic tjáði mér að niðurstiiður þessara rannsökna væru mjög mikil- vægar fyrir sig og gaúi hann þá miðað æfingar og unuii búning við þær. IOins og venjulega þegar blóð er tekið úr karlmönnum fölna þeir allir upp og mikill uggur grípur um sig. Að þessu sinni varð hinn snjalli markvörður, Zorko, fyrir barðinu á nálinni og steinleið yfir hann þegar blóð var tekið úr honum, til mikillar skemmtunar fyrir aðra leikmenn liðsins. Siðan var mikið um léttar æfingar hjá liðinu, og töflufundi, en undirbúningnum lauk með æfingaleik við Dynamo I'ancevo. Lék landsliðið þar á fullu allan timann og sigraði örugglega. Þarna fékk ég gott tækifæri til þess að taka niður ýmis atriði fyrir Viðar Símonarson landsliðs- þjálfara. Eftir leikinn ræddi ég við landsliðsmennina og spurðí þá fyrst hvort þeir legðu áherzlu á að vinna sem stærstan sigur gegn Luxemburg eða hvort þeir teidu það aðeins formsatriði að Ijúka leiknum. Fokrajac sagði að hann teldi aðeins formsatriði að ljúka leikn- um, og Hrojve Horvant tók mjög svo í sama streng. Þá spurði ég hvort þeir gengju með sama hugarfari til leiks, hver svo sem andstæðingurinn væri. Fokrajac sagði að hann væri mikið gefinn fyrir að reyna að gera fallega hluti þegar and- stæðingurinn væri af léttara tag- inu og hægt væri að leyfa sér ýmsar tilraunir. I slíkum leikjum væri hægt að spila hraðan og ókerfisbundinn bolta. Og Horvant svaraði þessari spurningu á þá leið, að þegar við léttan and- stæðing væri að ctja, þá reyndi hann alltaf að spila fyrir áhorf- endur. — Nú hafa íslendingar gert jafntefli víð Sovétmenn, sem þið eigið alltaf í erfiðleikum með. Hvaða möguleika eiga Islend- ingar gegn ykkur núna? — Islendingar eru sterkir, sagði Pokrajac, — en mér finnst alltof oft að þeir gleymi að spila hand- knattleik og hugsi frekar um að slást sem mest og troðast í sókn- inni. Að vísu náðu þeir jafntefli með slíkri leikaðferð gegn okkur i Reykjavík fyrir tveimur árum, en við vorum minnugir þess þegar við lékum við þá i desember s.l. og þá lékum víð lengra úti á vellin- um, og þar með var ekki að spyrja að leikslokum. — Orslitin í leik islands og Sovétríkjanna komu.mér í opna skjöldu, sagði Horvant, — það breytir þvi ekki að við vinnum þá með mun meiri mun hérna en í Reykjavík. ()g Milkovic landsliðsþjálfarinn svaraði á þessa leið: — Islendingar hafa oft komið mér á óvart einn og einn leik, en það vantar alla samæfingu og festu i leik þeirra. Þær gætu ekki komið á verri tíma en nú, þar sem við verðum í 4. umferð deildar- keppninnar og menn mínir því allir komnir í toppæfingu. Eg hef ekki trú á öðru en að við vinnum mun stærri sigur en i fyrri leikn- um. Júgóslavar halda senn til þátt- töku í móti i Rúmeníu, þar sem þeir keppa m.a. við Sovétmenn og Rúmena. Spurðum við, hvort til- vonandi Ólympíumeistarar myndu verða á ferð í þessu móti og jafnframt hvort þeir hefðu trú Jón Hjaltalln kemur nú inn i landsliðið, og þarf tæplega að efa að hann verður þvl mikill stvrkur. Sýndi Jón það með leikjum sfnum hér heima um áramótin að hann er f góðu formi, en mvnd þessi var tekin af honum, er hann fékk heldur óblfðar viðtökur f landsleik Islands og Sovétríkjanna. Ólafur Jónsson fyrirliði fslenzka landsliðsins skorar f leiknum við Júgóslava hér i Laugardalshöllinni. Vonandi leikur hann slfkt oft f Júgóslavfu. á því að þeim tækist að verja titil sinn. Pokrajac svaraði þvi til að það væri öruggt að það lið sem yrði Olympíumeistari myndi vera I keppninni í Rúmeníu. — Ég held að það verði annað hvort Austur- Þjóðverjar eða Rúmenar sem hreppa titilinn i Montreal, sagði hann. Horvant sagðist spá því aé Júgóslavar yrðu í 4. sæti á leikun um i Montreal. — Þeir sem verði fyrir ofan okkur eru Rúmenar Austur-Þjóðverjar og svo Sovét menn sem ég álít næstum örugga sem sigurvegara í Olympíukeppn- inni. Milkovic sagði að baráttan um fjögur efstu sætin yrðu án vafa hörð og Júgóslavar yrðu í einu þeirra. — Eins og er hafa mínir menn ekki gull undir höndum, en auðvitað stefnum við að því að ná því. Róðurinn verður þyngri nú en siðast, þar sem ég hef ekki jafngóðan mannskap og Waldo Stensel hafði. Mílkovic landsliðsþjálfari tjáði mér einnig, að undirbúningur landsliðsins fyrir leikinn við Is- • lendinga yrði eins mikill og mögu- legt væri. Strax að þeim leik lokn- um verður haldið til mótsins í Rúmeníu. Leikur Júgóslavíu og tslands mun fara fram í nýrri iþróttahöll í Novo Mesto, sem er lítil borg. Mun þetta verða vígsluleikur hússins. Svo vikið sé aftur að leik Júgóslavíu og Luxemburgar þá var það einkum frammistaða markvarðar Luxemburgara, Kaiser, sem vakti athygli, en hann varði oft stórkostlega í leiknum, og ekkert vafamál að hann bjargaði liði sfnu frá mun stærra tapi. Um 1500 manns fylgdust með leiknum, eða eins margir og húsið rúmaði. Radenovic, hinn skotharði leikmaður Banja Luka, átti beztan leik Júgóslava og skoraði flest mörk, 6 talsins, Pokrajac skoraði 4 mörk, en aðrir færri. Efnilegt júdófólk og mikill áhugi í afmœlismóti JSÍ Annar hluti Af ma-lismótsins Júdósambands tslands var hald- inn í Iþróttahúsi Njarðvfkur fyrir skömmu. Var mjög mikil þátttaka f mótinu, og margar viðureignir þar hinar skemmtilegustu. Var mót þetta staðfesting á þeim vax- andi áhuga á júdófþróttinni sem er hérlendis, og var tækni og kunnátta marga ungmennanna á móti þessu mjög góð og lofsverð. I kvennaflokki var keppt í þremur þyngdarflokkum. 1 iéttasta flokknum sem i voru stúlkur léttari en 55 kíló sigraði Magnea Einarsdóttir, Armanni. 1 öðru sæti varð Matthildur Guð- mundsdóttir, Ármanni, Bjarney Sigvaldadóttir úr Keflavík varð þriðja og Björg Pétursdóttir, einnig úr Keflavík varð fjórða. 1 flokki þeirra sem voru 55—60 kg. sigraði Anna Lára Friðriks- dóttir, Armanni. Hildur Einars- dóttir úr Ármanni varð önnur, Anna S. Guðmundsdóttir, UMFK varð þriðja og Ölafía Jensdóttir úr Grindavík f jórða. 1 þyngstaflokknum, yfir 60 kg, sigraði Sigurveig Pétursdóttir, Ármanni. Þóra Þórisdóttir, Ar- manni varð önnur og Hrafnhildur Sigurðardóttir úr Grindavík þriðja. 1 flokki drengja 11 og 12 ára var keppt i tveimur þyngdarflokkum. 1 léttari flokknum varð Stefán Kristjánsson, UMFG, sigurvegari. Grétar Magnússon, UMFG, varð annar, Jóhannes Þórðarsson, UMFK, þriðji, og Sigvaldi Hauks- son, IGK, varð fjórði. I þyngri þyngdarflokknum varð Jón Haraldsson, JFR, sigurvegari. Annar varð Knstján Valdimars- son, UMFG, Þorfinnur Andersen, UMFG, varð þriðji og Halldór Smith, IGK, varð fjórði. I flokki drengja 13—14 ára var einnig keppt í tveimur þyngdar- flokkum. I léttari flokknum bar Mark Sigurjónsson, UMFG, sigur úr býtum, Gísli Vatnes Bryn- geirsson IGK, varð annar, Gunnar Jóhannesson, UMFG, varð þriðji og Karl Bang, IGK, varð þriðji. I þyngri flokknum sigraði Ketilbjörn Tryggvason, JFR, Erling Halldórsson, A, varð annar, Kristinn Þór, UMFG, þriðji, og Arnar ' Daníelsson, UMFG, var fjórði. Fjölmennur flokkur ungmenna frá Isafirði ætlaði að mæta til keppni á móti þessu, en af því gat ekki orðið vegna slæmra veður- skilyrða. Var skaði af þvi að Is- firðingarnir gátu ekki mætt, þar sem mikill áhugi er á júdó þar og margir efnilegir unglingar hafa komið fram á sjónarsviðið. Hafa Isfirðingar nú fengið til sin þjálfara, Önnu Hjaltadóttur úr Reykjavík, og er hún með júdó- námskeið á Isafirði um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.