Morgunblaðið - 24.02.1976, Page 36
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1976
Mynd úr leik Stoke or QPR fyrr í vetur er sýnir Peter Shilton hinn snjalla markvörð
Stoke grípa inn í leikinn. Á laugardaginn mátti hann sækja knöttinn tvívegis í mark
sitt í leik Stoke vió Tottenham, en Queens Park Rangcrs hirti hins vegar bæði stigin
í viðureign sinni við Ipswich og er nú í öðru sæti í 1. deildinni.
MANCHESTER UTD. OG LEEDS
EIMI TOPPLIDIN SEM TÖPIÐII
Á LAUGARDAGINN tókst Liverpool
að taka að nýju forystuna I ensku 1.
deildar keppninni í knattspyrnu með
2—0 sigri smum yfir Newcastle á
heimavelli, n.eðan Manchester
United tapaði fyrir Aston Villa I
Birmingham 1—2. Bæði Queens
Park Rangers og Derby County unnu
leiki sina á laugardaginn, þannig að
staðan jafnaðist mjög mikið á toppn-
um. Liverpool hefur nú hlotið 42
stig, en Queens Park, Manchester
United og Derby County eru með 40
stig. Hefur Queens Park Rangers
reyndar leikið einum leik fleiri en hin
liðin. Nú er orðið 5 stiga bil í næsta
lið sem er Leeds United, þannig að
ætla má að slagurinn um Englands
meistaratitilinn komi fyrst og fremst
til með að standa milli fyrrnefndra
fjögurra liða. Enn eru þá 10—11
umferðir eftir I deildinni, þannig að
ýmislegt getur breytzt, þótt álita
megi heldur ólíklegt að veruleg
röskun verði úr þessu.
Mikil spenna og hraði var í leik
Liverpool og Newcastle og veittu að
dáendur Liverpool-liðsins þvi gífur-
legan stuðning með hvatningahrópum
sem stóðu allt frá fyrstu mínútu til
síðustu Voru áhorfendur samtals
43 404 Liverpool byrjaði leikinn með
miklum ágætum og á 21 mínútu lá
knötturinn í netinu hjá Newcastle eftir
góða samvinnu John Toshack og
Kevin Keegans, sem rak smiðshöggið
á sóknina með þvi að skora Eftir mark
þetta jafnaðist leikurinn nokkuð, enda
greinilegt að leikmenn Liverpool lögðu
megin áherzluna á að halda feng
sinum Stóð þannig 1 —0 fram til 51
mínútu að markverði Newcastleliðsins
Mike Mahoney urðu á afdrifarík mis-
tök, er hann hélt ekki fyrirgjöf frá Ray
Kennedy, og Jimmy Case tókst að ná
knettinum og renna honum í mann-
laust markið Þar með var séð hver
úrslit leiksins yrðu, en bæði liðin áttu
þó allgóð færi seinni hluta síðari hálf
leiksins, án þess að þau nýttust
Flestum á óvart átti Manchester
United undir högg að sækja í leiknum
við Aston Villa allt frá upphafi Var
sókn Aston Villa nær látlaus til að byrja
með, en bar þó ekki árangur fyrr en á
38 minútu að Bob MacDounald
skoraði með skalla, eftir aukaspyrnu
John Gidman Eftir mark þetta sótti
United nokkuð í sig veðrið og tókst
Lou Macari að skora jöfnunarmark í
seinm hálfleik sótti svo Aston Villa
aftur stanzlaust og var það þá fyrst og
fremst afburðaframmistaða Alex
Stepney í marki Manchester United
sem kom í veg fyrir markasúpu
Honum tókst þó ekki að ráða við skot
hins unga Andy Gray, sem var sigur-
mark Aston Villa í leiknum Áhorfendur
að leiknum voru 50.094, og er greini-
legt að það er sama hvar Manchester
United fer — alltaf er metaðsókn að
leikjum liðsins
Leikjr West Ham United og Derby
County var þófkenndur, einkum í fyrri
hálfleik, en þá tókst hvorugu liðinu að
skora mark, enda ekki ýkja mörg tæki-
færi til slíks Loks á 60 mínútu skoraði
Charlie George fyrir Derby og var sann-
kallaður heppnisstimpill yfir því marki
Bruce Rioch breytti svo stöðunni í
2 — 0 skömmu síðar, eftir mikið þóf i
markteigi West Ham Trevor Brooking
átti svo síðasta orðið í leiknum og
skoraði fallegt mark fyrir West Ham
Áhorfendur voru 24 94 1
Mikil barátta var í leik Queens Park
Rangers og Ipswich Town og átti Ips
wich öllu meira i fyrri hálfleiknum, án
Liverpool
hefur nú
tveggja
stiga
forgstu
þess þó að skora Fyrsta markið var
skorað á 68 mínútu John Hollins átti
þá hálf misheppnað skot að marki
Ipswich. en einn varnarleikmaðurinn
John Wark breytti stefnu knattarins,
þannig að hann hrökk í eigið mark
Mick Lambert jafnaði síðan á 82
mínútu, en á lokamínútum skoruðu
leikmenn Lundúnaliðsms tvivegis
Voru þar að verki David Webb og Dave
Thomau Áhorfendur voru 22.593.
Glæsilegt mark sem John Hickton
skoraði fyrir Middlesbrough þegar á 6
mínútu i leik liðsins við Leeds virtist
setja Leeds-liðið út af laginu, og það
náði aldrei að sýna sitt bezta í þessum
leik Leeds fékk þó gullið færi til þess
að jafna í fyrri hálfleiknum er dæmd
var vítaspyrna á Middlesbrough Allan
Clarke tók spyrnuna en markvörður
Middlesbrough Jim Platt gerði sér lítið
fyrir og varði Clarke hafði greinilega
áhuga á þvi að bæta fyrir þessi mistök
sín og var mjög atkvæðamikill í seinni
hálfleiknum, en rmstókst jafnan að
reka endahnútinn á aðgerðir sínar Á
63 mínútu fékk svo Leeds á sig hálf-
gert klaufamark, en John Hickton átti
skot að marki og David Harvey, mark-
vörður Leeds missti knöttinn yfir sig og
i markið Áhorfendur voru 32 994
Manchester City hafði ótvíræða yfir-
burði i leik sínum við Everton og var
komið langt fram í leik er Joe Corrigan
markvörður liðsins fékk tækifæri til
þess að sýna sig Þegar á 10 minútu
kom fyrsta markið og var það Asa
Hartford sem það skoraði Dennis
Tueart bætti öðru marki við úr víta-
spyrnu á 28 mínútu, eftir að brot'ð
hafði verið á Joe Royle sem kominn
var í gott skotfæri innan vítateigsins
Joe Royle sem áður lék með Everton
skoraði svo sjálfur á 68 mínútu með
skoti af alllöngu færi, og urðu úrslit
leiksins 3 — 0 sigur Manchester City
Áhorfendur voru 33 1 48
Allan fyrri hálfleik i leik Arsenal og
Birmingham var knötturinn á vallar-
helmmgi Arsenalliðsins og skall hurð
oft nærri hælum við markið En þegar
leiktíma fyrri hálfleiksms var alveg að
Ijúka átti Arsenal skyndisókn sem lauk
með því að bezti maður liðsins Liam
Brady átti skot af löngu færi sem
hafnaði í marki Birmingham og
reyndist þetta vera eina mark leiksins
Áhorfendur voru 20 907
Þrátt fyrir 3 — 0 sigur Coventry yfir
Norwich var þar um fremur jafnan leik
að ræða Coventry náði forystu á 2 7
mínútu er Mick Ferguson skoraði með
skalla Ferguson gerði svo annað mark
í seinni hálfleiknum og þá skoraði
David Cross einnig fyrir Coventry
Áhorfendur voru 20 798
Stoke náði forystu i leik sinum við
Tottenham þegar á 3 mínútu er
Jimmy Greenhoff tókst að notfæra sér
mistök i vörn Lundúnaliðsins. En eftir
mark þetta náði Tottenhamliðið sér vel
á strik og vann að lokum verðskuld-
aðan sigur 2-—1. John Duncan skor-
aði á 30 mínútu og Glen Hoddle, sem
lék nú sinn fyrsta heila leik fyrir Totten-
ham bætti öðru marki við á 37 min-
útu Áhorfendur voru aðeins 17 113
Úlfarnir höfðu eins marks forystu í
hálfleik i leik sinum við Burnley Það
mark hafði John Richards skorað á 24
minútu með fallegu vinstri fótar skoti
Paul Fletcher jafnaði fyrir Burnley
snemma í seinni hálfleik, en Úlfarnir
náðu aftur forystu með tveimur
mörkum á þremur mínútum. Þau
gerðu Norman Bell og John Richards á
70 og 73 mín Ray Hankin skoraði
svo annað mark Burnley þegar þrjár
minútur voru til leiksloka Áhorfendur
voru 1 9 390
Sheffield United sótti ákaft í leik
sinum við Leicester og átti nokkur
mjög góð tækifæri, en eins og oft áður
hjá liðinu gekk ekkert að nýta þau
Leicester tókst hins vegar að skora eftir
skyndisókn á 26 mínútu og var það
Jeff Blockley sem markið gerði, —
fyrsta mark hans á þessu keppnistima-
bili Áfram hélt svo sókn Sheffield
United og þar kom, á 65 minútu, að
McGeady varð ekki stöðvaður öðru vísi
en að dæmd yrði vítaspyrna og úr
henni skoraði Alan Woodward
jöfnunarmark Sheffield-liðsins Áhorf-
endur voru 18 698
Sunderland náði að nýju forystunni i
2 deildar keppninni og var eina liðið í
baráttunni á toppnum sem vann sinn
leik á laugardaginn, ef Southampton er
undanskilið í leikjum 2. deildar
gerðist annars helzt það sögulegt að
þrír leikmenn Oxford United voru
reknir af velli í leik þeirra við Black-
pool
í 3 deildar keppninni er staða efstu
liða sú, að Hereford er í forystu með
41 stig eftir 30 leiki. Shrewsbury er í
öðru sæti með 38 stig, er. 37 stig hafa |
Brighton, Peterborough og Crystal
Palace Á botninum í 3 deild eru svo
Colchester með 23 stig, Halifax með
22 stig og Mansfield með 20 stig.
1 - - - ___ . 1
1. DEILD1
L HEIMA Uti stig I
Liverpool 30 10 5 1 32—16 5 7 2 16—7 42
Queens Park Rangers 31 12 4 0 29—9 3 6 6 17—16 40
Manchester United 30 11 3 0 25—8 8 5 6 21—20 40
Derbv Countv 30 13 0 2 33—20 4 6 5 17—19 40
Leeds United 28 10 1 4 28—14 5 4 4 17—16 35
Manchester City 30 10 5 1 32—9 2 4 8 15—19 33
Middlesbrough 30 6 7 1 16—6 5 3 8 17—22 32
West Ham United 30 10 2 4 22—17 3 4 7 17—26 32
Ipswich Town 30 7 5 3 23—15 3 7 5 14—17 32
Coventry City 30 5 6 4 16—15 5 4 6 18—23 30
Leicester City 30 6 7 2 22—19 2 7 6 11—21 30
Newcastle United 29 8 4 1 37—13 3 3 10 16—29 29
Stoke City 29 6 4 5 20—19 5 3 6 15—17 29
Tottenham Hotspur 30 3 8 4 18—25 5 5 5 23—23 29
Everton 29 5 6 2 25—17 4 5 7 19—36 29
Norwich Citv 29 7 4 4 24—18 3 3 8 19—27 27
Aston Villa 30 9 4 2 28—15 0 5 10 8—27 25
Arsenal 30 8 3 4 23—13 1 4 10 10—25 25
Birmingham City 30 8 3 4 25—20 1 1 13 16—37 22
Wolverhampton Wand. 30 5 5 6 18—19 2 2 10 15—30 21
Burnley 31 4 4 6 15—17 2 4 11 17—32 20
Sheffield United 30 2 5 8 12—23 0 3 12 9—34 12
2. DEILD
L HEIMA tJTI STIG
Sunderland 28 14 1 0 36—8 3 3 7 9—17 38
Bolton Wanderes 28 8 3 1 25—8 7 5 4 22—19 38
Bristol City 30 8 5 2 26—10 6 5 4 19—16 38
Notts County 29 9 4 1 25—7 6 3 6 17—19 37
Southampton 28 13 1 1 37—10 2 4 7 14—23 35
West Bromwich Albion 29 5 7 1 15—8 7 3 6 16—18 34
Luton Town 29 8 4 2 24—12 5 3 7 18—21 33
Oldham Athletic 30 10 5 1 28—17 2 4 8 16—28 33
Fulham 29 7 5 3 23—11 4 4 6 16—21 31
Bristol Rovers 30 6 6 3 16 £ 11 3 6 6 12—21 30
Carlisle United 30 7 5 3 30—16 3 1 8 12—23 29
Notthingham Forrest 29 6 1 7 18—14 4 7 4 16—14 28
Blackpool 29 6 6 3 19—18 4 2 8 9—16 28
Plymouth Argyle 31 10 3 3 29—15 0 4 11 9—27 27
Chelsea 30 5 5 4 17—14 4 4 8 19—27 27
Charlton Athletic 28 8 1 4 26—20 3 4 8 13—29 27
llull City 30 7 3 6 20—16 3 3 8 11—21 26
Orient 27 7 4 3 14—8 1 5 7 8—19 25
Blackburn Rovers 29 4 6 6 16—19 3 5 5 11—15 25
Oxford United 29 3 6 6 15—19 2 4 8 12—22 20
Portsmouth 30 2 5 8 8—15 3 1 11 11—30 16
York City 30 4 1 9 16—25 1 4 11 8—29 15
Knattspyrnuúrslll
v.................... ................
ENGLAND 1. DKILD:
Arsenal — Birmingham 1—0
Aston Villa—Manchester llnited 2—1
Leeds — Middlesbrough 0—2
Leicester — Sheffield (Jnited 1 — 1
Liverpool — Newcastle 2—0
Manchester City — Everton 3—0
Norwich—Coventry 0—3
Q.P.R — Ipswich 3—1
Stoke—Tottenham 1—2
West Ilam — Derby 1—2
W'olves — Burnley 3—2
ENGLAND 2. DEILD:
Blackburn — Portsmouth 0—3
Blackpool—Oxford 2—0
Bristol City — Notthingham 0—2
Carlisle — Bolton 3—2
Fulham — York 2—0
llull —W.B.A. 2—1
Notts County — Chelsea 3—2
Oldham—Luton 1—1
Plymouth—Bristol Rovers 3—0
Southampton — Charlton 4—1
ENGLAND 3. DEILD:
Brighton — Halifax 1—0
Bury — Preston 2—0
Chester — Port Vale 1—0
Chesterfield — Walsall 2—1
Colchester — Cardiff 3—2
Crystal Palace—Wrexham 1—1
Gillingham — Millwall 3—1
Hereford — Southend 2—1
Mansfleld — Grimsby 1—0
Rotherham—Shrewsbury 0—1
Sheffíeld Wed. — Aldershot 3—1
Swindon — Peterborough 0—3
ENGLAND 4. DEILD:
Newport — Doncaster 2—3
Cambridge—Rochdale 0—0
Darlington — Iluddersfield 0—3
Hart lepool — Rradford 2—2
Lincoln—W'orkington 4—1
Reading—Torquay 0—0
Scunthorpe—Bournemouth 2—0
Southport — Northampton 0—1
Watford — Brentford 3—2
SKOTLAND — tJRVALSDEILD:
Hearts — Dundee United 0—1
Aberdeen—Celtic 0—1
AyrUnited — Rangers 0—1
Dundee — St. Johnstone 3—0
Motherwell — Hibemian 0—1
SKOTLAND 1. DEILD:
Airdrieonians — St. Mirren 1—3
Clyde—Hamilton o 0
Dumbarton—Arhroath 3—2
Dunfermline — Partíck 0—3
East Fife — Queen of the South 2—0
Kilmarnock — Falkirk 1—0
Montrose — Morton 1—1
SKOTLAND 2. DEILD:
Berwick—Coweenbeath 0—1
East St irling — Clydebank 0—1
Forfar — Alhion Rovers 1—0
Meadowbank—Stanraer 2—3
QueensPark — Alloa 3—1
Stenhousemuir — Brechin 4—1
Stirling — Raith Rovers frestað
... I., ..... ......■. y
V-ÞÝZKALAND 1. DEILD:
Schalke04—Eintracht Frankfurt 2—4
Borussia Mönchengladbach —
Rot-Weiss Essen 1—2
Bayern Uerdingen —
Hertha BSC Berlín 1—1
Fortuna Diisseldorf — Bayern Mlinchen 1 — 1
FC Keiserslautern — Hamburger SV 2—0
Werder Bremen —
Eintracht Braunswick 0—1
IIanover96—MSVDuisburg 0—2
Kickers Offenbach — VFLBochum 1—0
FC Köln — Karlsruher SC 1—2
A-ÞVZKALAND 1. DEILD:
Dynamo Berlin — Dynamo Dresden 3—4
Worwaerts Frankfurt —
Energie Cottbus 4—0
Sachsenring Awickau —
Chemie Leipzig 2—0
Rot-Weiss Erfurt — FC Magdeburg 1 — 1
FC Lok. Leipzig — Wismut Aue 1—0
Stahl Riesa — Karl Marx Stadt frestað
Carl Zeiss Jena — Chemie Halle 2—0
iTALlA 1. DEILD:
Cagliari — Inter Milan 0—0
Cesena — Napoli 0—1
Como—Sampdoria 0—0
Fiorentina — Juventus 1—1
Lazio—Perugia 1—0
ACMilan — Bologna 3—1
Torino — Ascoli 3—1
Verona—Roma 0—1
HOLLAND 1. DEILD:
MVV — GoAhead 1—2
Eindhovtn — Feyenoord 0—0
FC Twente — FC Amsterdam 3—1
Telstar — FC Utrecht 0—1
Ajax — AZ 67 2—0
Sparta—Graafschap 0—1
Excelsior — PSV 0—2
FC the Haag — Roda 2—1
BELGlA 1. DEILD:
Racing Malines — Lokeren 1—4
Anderlecht — Antwerpen 1—1
ASOstend—Charleroi 2—1
La Loviere — FC Liege 2—3
Lierse—Beerschot 3—1
Beveren — Molenbeek 1—0
CS Biiigge — FC Malinois 3—0
Waregem — Beringen 3—2
Berchem—BrUgge 0—2
PORTtJGAL 1. DEILD:
Sporting — Porto 5—1
Boavista—Setubal 2—1
Atletico — Benfica 0—2
Braga — Academico 1—0
Farense — Belenenses 1—3
CUF —Tomar 0—0
Leixoes — Guímaraes 1—1
BeiraMar — Estoril 2—1
SPANN l.deild:
Sviella—Granada 1—0
Barcelona — Atletico Madrid 2—1
Athletio Rilbao-Racing 1—0
Salamanca — Real Oviedo 0—0
Elche—Hercules 1—1
Sporting — Real Betis 5—0
Real Zaragoza — LasPalmas 0—1
Real Madrid — Real Sociedad 1—0
Valencia — Espanol 0—0